Þjóðviljinn - 12.02.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Page 3
FRETTIR Aldraðir Það er alltaf talað um aukið pláss sem lausn á vandamál- um aldraðra en ég tel að það séu margar aðrar lausnir til. An þess að vita það fyrir víst gæti ég trúað því að það sé nóg til af plássum fyrir aldraða en það eru ekki alltaf réttir einstaklingar á réttum stað, sagði Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarforstöðukona á öldr- unarlækningadeild Landsspítal- ans í Hátúni. Á öldrunarlækningadeildinni er sjúkrarými fyrir 66 aldraða og að auki er þar rekinn dagspítali þar sem aldraðir koma reglulega í endurhæfingu og njóta læknis- fræðilegrar þjónustu. „Já, það er hér aldrað fólk sem ætti betur heima á hjúkrunar- stofnun en ekki á spítala, en hjúkrunarheimili eru ekki mörg til í Reykjavík og sum ekki rekin eins og slík þó þau hafi verið ætl- uð til þeirra nota. Það er ljóst að ef þarf að byggja eitthvað fyrir aldraða þá eiga það að vera hjúkrunarheimili. Hins vegar eru mismunandi skoðanir á því hvort það vanti pláss eða hvort það þarf aðra nið- urröðun í þau pláss sem eru fyrir hendi. Það er kannski frekar mín skoðun að ekki sé ávallt réttur' einstaklingur á réttum stað. Ég á við að það er mjög mismunandi hver tekur ákvörðun um hver á að dvelja á viðkomandi stofnun. Er það læknir, félagsráðgjafi eða kannski einhverjir aðrir þar sem þessar stofnanir eru reknar sem sj álfseignarstofnanir? Margir hafa viljað líta á stofnan- Um 20 aldraðir borgarbúar koma dag hvern íendurhæfinguádagdeildöldrunarlækninga deildarinnar í Hátúni þar sem þessi mýnd var tekin ir sem einu lausn þessara mála, en ég sé það alls ekki sem neina allsherjarlausn. Það er hægt að styðja við bakið á öldruðum á mjög margvíslegan hátt til að gera því kleyft að vera heima og það er einmitt markmið laganna um málefni aldraðra, en vandinn er sá að sú þjónusta sem öldruð- Mynd: E.OI. um er veitt í heimahúsum er ekki nægilega vel uppbyggð", sagði Viiborg Ingólfsdóttir. - lg. Vantar hjúkrunarheimili Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarforstöðukona Öldrunar lœknadeildar: Umdeilanlegthvort vistplássin séu nógu mörg. Ekki ávallt réttur aðili á réttum stað Fjármálaráðuneytið Krefst óbreytba samninga BHM Könnun Hagstofunnar leiðir í Ijós að 52% munur erá heildarlaunagreiðslum háskólamanna hjá ríkinu og á almennum markaði. Konur í opinberriþjónustu réttlœta launamismun að mati ráðuneytisins Ef bornar eru saman heildar- launagreiðslur til háskóla- menntaðra manna hjá ríkinu annars vegar og á almennum vinnumarkaði hins vegar kemur í ljós að rikisstarfsmenn hlutu að meðaltali í maí 1984 33.071 kr. á meðan laun á almennum markaði voru að meðaltali 52% hærri eða 50.322 kr. Þetta kemur fram i könnun þeirri sem Hagstofa Is- lands gerði á launakjörum í 73 fyrirtækjum á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt beiðni nefndar þeirrar sem átti að vinna að sam- anburði á launum háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna annars vegar og sambærilegra starfsstétta á almennum mark- aði. Greinargerð þessi er helsti grundvöllur þeirrar kröfugerðar sem Bandalag háskóiamanna hefur nú lagt fyrir kjaradóm. í könnun Hagstofunnar kemur einnig fram að munurinn á grunnlaunum er enn meiri eða 72%, og að hliðstæður munur á grunnlaunum hefur aukist frá 1977 úr 20% upp í 72%. f kröfugerð BHM er gerð krafa um nýja launatöflu sem í eru 25 launaflokkar með 8 aldursþrep- um í hverjum flokki. Samkvæmt töflu þessari yrðu lægstu laun í-1. þrepi 23.735 kr. og hæstu laun í hæsta þrepi 87.024 kr. Er 3,5% á milli launa- flokka og 7% á milli aldursþrepa. í greinargerð fjármálaráðherra fyrir kjaradómi er borin fram krafa um að gildandi aðalkjara- samningur frá 18. febrúar 1984 verði framlengdur til 28. febrúar 1986 með þeim breytingum sem á honum voru gerðar í desember síðastliðnum. í greinargerðinni kemur meðal annars fram að þar sem konur eru hlutfallslega fleiri meðal ríkislaunaðra háskóla- manna þá réttlæti það 6% lægri laun hinna ríkislaunuðu miðað við almennan markað. Kjara- dómur kveður upp úrskurð í máli þessu þann 26. febrúar nk., en meirihluti háskólamenntaðra kennara hefur sagt upp störfum frá 1. mars verði ekki orðið við kröfum þeirra. - ólg. Sjónvarp Mistök Pósts & síma Knattspyrnuáhugamenn áttu heldur kléna stund við sjónvarps- tækið á laugardag: í beinni út- sendingu frá leik í ensku knatt- spyrnunni gekk á með truflunum og var nær ógerlegt að fylgjast með. Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður á sjónvarpi sagði við Þjóðviljann í gær að eitthvað hefði verið að hjá Pósti og síma. „Við fengum ekki þá þjónustu sem við áttum að fá hjá þeim“, sagði Bjarni, „fengum ekki það efni sem Póstur og sími átti að flytja til okkar“. Bjarni vildi ekki svara spurningu um hugsanlega skaðabótakröfu sjónvarpsmanna á hendur Pósti og síma, en í gær var verið að rannsaka ástæður truflananna. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans er útilokað að mistökin við útsendinguna eigi nokkrar rætur að rekja til gervi- hnattarins. - m Bankaræningjar Voru handteknir í Fœreyjum Imiðri síðustu viku voru hand- teknir í Færeyjum þrír menn. Þetta voru menn um tvítugt sem höfðu framið fyrsta vopnaða bankaránið í Færeyjum. Þrem vikum fyrr höfðu þeir veifað byssum í banka í Kollafirði og haft með sér þaðan 162 þúsundir danskra króna. Lögreglan segir, að grunur hafi snemma fallið á mennina þrjá og þeir hafi áður verið teknir til yfir- heyrslu. Ekki þótti nógum upp- lýsingum safnað til að hægt væri að handtaka þá, en lögreglan hef- ur síðan haft með þeim vakandi auga og þá ekki síður með því, hvernig og í hvað þeir hafa eytt peningum. Að lokum var svo látið til skarar skríða. Einn var handtekinn í Kollafirði og tveir í Þórshöfn og fannst nokkuð af peningum hjá öðrum þeirra. Miklu fé var þegar sóað. Nú er spurt að því, hver muni fá þær 20 þúsund krónur danskar sem bankinn hafði heitið hverj- um þeim sem gæfi upplýsingar um sem leiddu til að þjófarnir fyndust. - áb. Þriðjudagur 12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.