Þjóðviljinn - 12.02.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Side 5
Öðm vísi mér áður brá Nýlega rakst ég á gamla úr- klippu í fórum mínum. Hún er úr Morgunblaðinu frá því í apríl 1981. Þar er spjallað við fólk um framkvæmdir á Bernhöftstorfu. Ekki er að sökum að spyrja að þeim vegfarendum sem rætt var við þóttu þetta hin verstu spjöll sem hinn illræmdi vinstrimeiri- hluti stóð fyrir í hjarta Reykja- víkur. 7300 manns rituðu undir mótmæli gegn raskinu og jafnvel meðal þeirra sem með hálfum huga og hangandi hendi studdu þennan bræðing í borgarstjórn- inni greip óttinn um sig. Þannig sóru húsafriðunarmenn á torf- unni af sér alla sekt og tóku undir almenna fordæmingu á þessum umhverfisníðingum í borgarstjórninni. Raunar var þetta ekki það eina. Þeir fjandar höfðu einnig ætlað sér að spilla perlu höfuðstaðarins, mýrar- blettinum kringum merina hans Sigurjóns Ólafssonar sem íhaldið hafði ekki tímt að steypa handa folaldið og þúsundir manna feng- ust til þess að mótmæla því þegar þessi umhverfisnaut ætluðu að byggja hús þar sem átti að koma margföld hraðbraut allt síðan á dögum Geirs. Að ekki sé minnst á timburhervirkið í Tjörninni. En þessi martröð sannra Reykvík- inga endaði sem betur fer 1982. Síðan hefur lítið borið á undir- skriftum. Á hinum hræðilegu valdstjórnarárum kommúnista og meðreiðarsveina þeirra (ég eftir Sigurð G. „Borgaryfirvöld vilja ekki að Elliðaárdal- urinn verðifriðlýstur því það sviptir þau valdi til þess að leggja um hann nýja vegi, byggja brýr og hvað- eina sem misvitrum framkvœmda- mönnum dettur í hug. “ segi sveina því konurnar voru sem betur fer ekki eins leiðitamar en nefni engin nöfn) hafði þó tek- ist að koma í veg fyrir mestu spjöllin. Kommarnir þorðu til dæmis ekki til atlögu við austustu sneiðina af Laugardalnum og því getum við í einlægni vonast eftir langþráðri hraðbraut þar. Eftir kosningar var ákveðið að hætta við kommahúsin við merina þótt enn hafi ekki frést neitt af folald- inu. Nú nú, Bernhöftstörfuna verðum við að þola fyrir augum okkar sívirðilega útlits eins og hún er. Að maður ekki tali nú um þetta svívirðilega útitafl. En nú er óhætt að slaka á, því Tómasson ekki sitja þeir lengur á valdastól- unum kommarnir. En eigum við ekki að hætta þessu kalda gríni. Fyrir nokkru varð það uppvíst að borgarstjór- inn í Reykjavík Davíð Oddsson hafi ákveðið að ekki væri nein þörf að friðlýsa Elliðaárdalinn sem er þó búið að vera í undir- búningi síðan á dögum hins illræmda vinstrimeirihluta. Þótt borgarstjóri hafi sumsstaðar ver- ið hreinskilinn og sagt að hann teldi enga þörf á friðlýsingu hefur því annars staðar verið borið við að eignarhald og bætur vegna friðlýsingar væru óútkljáð á sumum hlutum dalsins. Rétt frá sagt er þar um að ræða smá skika af því svæði sem fyrirhugað var að gera að fólkvangi. Staðreynd- irnar eru því aðrar. Ber í því sam- bandi að þakka hreinskilni Da- víðs þegar hann segir að engin þörf sé á friðlýsingu. Það hefur nefnilega verið stefna borgaryfir- valda mjög lengi að friðlýsa ekki staði inni í borginni þar sem það sviptir borgina valdi til ákvarð- ana um framkvæmdir og mannvirki á viðkomandi stað. Það er kjarni málsins. Borgaryf- irvöld í Reykjavík vilja ekki að Elliðaárdalurinn verði friðlýstur vegna þess að það sviptir þau valdi til þess að leggja um hann nýja vegi, byggja brýr og hvað- eina sem misvitrum fram- kvæmdamönnum dettur í hug. Á sama veg var það hugmynd þeirra sem á sínum tíma gerðu um það tillögu að friðlýsing Elliðaárdals- ins kæmi í veg fyrir að Elliðaár- dalnum yrði fórnað, tii dæmis í einhverri refskák Davíðs Odds- sonar og annarra í löngu þrátefli þeirra við annað sveitarfélag um hraðbraut. Við höfum líka horft á allt of mörg slysin hér í bænum, og þarf ekki að tíunda þau. En nú er líka kominn tími til þess að vitna í grínið mitt í upphafi greinarinnar. Hvar eru nú þeir velvakendur sem vöktu svo vel hér áður. Sofa þeir allir nú? Sigurður G. Tómasson er biaða- maður í Reykjavík og varaborgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins. Af hverju Málfundafélag félagshyggju fólks? Er það óskhyggjan ein sem heldur lífi í hugmyndinni um einn sterkan og öflugan stjórnmála- flokk félagshyggjufólks, sem væri verðugt og samhent mótvægi við- hinn ótrúlega stóra flokk, Sjálf- stæðisflokkinn? Margar tilraunir hafa verið gerðar til að sameina kraftana á vinstri vængnum. Flestar þeirra hafa fengið hægt andlát, aðrar verið skotnar niður í einni svipan. Ennþá einu sinni er komin á kreik hreyfing fólks sem hefur það að markmiði að festa niður ákveðna grundvallarþætti sem sameina félagshyggjuöflin í þjóðfélaginu og reyna með um- ræðum að búa til grundvöll til frekari samvinnu og samstarfs í náinni framtíð. Hér er vísað til nýstofnaðs Málfundafélags fé- lagshyggjufólks, sem fékk elds- kírnina á allfjölmennum fundi á Hótel Borg í síðustu viku. Þjóðviljinn hefur beðið mig að festa á blað nokkrar hugleiðingar um möguleikana á samstarfi fé- lagshyggjuaflanna í íslenskri pó- litík. Engan stóran sannleik kann ég í þeim fræðum fremur en nokkur annar, en vil þó ekki láta mitt eftir liggja í því að safna í sarp hugmynda og viðhorfa, sem nauðsynlegt er að hafa tiltækan í „Helmingastjórn íhalds ogframsóknar hefur kinnroðalaust ráðist að velferðinni í landinu og kipptfót- unum undan lífsaf- komu þúsunda ís- lenskra launa- manna. “ tilraunum til samstarfs, samein- ingar, samvinnu, eða hvaða nafni menn vilja kalla þau markmið sem höfð eru að leiðarljósi. Mismunandi markmið Málið er auðvitað það, að erfitt er að kortleggja raunveruleg markmið í þessum efnum. Sumir telja nauðsynlegt að ganga alla leið, og óhikað eigi að stefna að sameiningu allra þeirra flokka sem standa til vinstri við Sjálfs- tæðisflokkinn. Svo eru aftur aðrir sem telja slíkt óraunhæft - miðað við núverandi ástand mála að minnsta kosti - og finnst skynsamlegt að miða að samstarfi félagshyggjufólks utan flokka sem innan, um tiltekna afmark- aða málaflokka. Svo er það þriðji hópurinn og þar eru fyrst og fremst flokkshollir meðlimir vin- striflokkanna, og telja að vísu það af hinu jákvæða, að einhvers konar jákvæður andi ríki á milli félagshyggju flokkanna, en bera hins vegar þá von í brj ósti, að það verði þeirra flokkur, sem geti innan langs tíma spennt regnhlíf yfir alla vinstri menn í landinu; þeirra flokkur verði hinn eini og sanni samnefnari félagshyggju- aflanna. Þessi þrjú ólíku markmið eru til staðar. Og fleiri. Það er nauðsynlegt að vinstri menn geri sér framangreindar staðreyndir ljósar. Það er sem sé ekki aðeins ágreiningur um einstök mál, s.s. eins og utanríkismálin, sem vanda skapar, heldur og fylgir misjafn hugur máli, þegar sam- starf félagshyggjuaflanna er ann- ars vegar. Frjalshyggju- flokkur Það markmið, sem félags- hyggjufólk á að sameinast um nú þegar, er að standa fast í fæturnar og sporna gegn framrás frjáls- Framhald á bls. 6 Þriðjudagur 12. febrúar 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5 Að drekka sig út úr vandanum Sem kunnugt er á þjóðin við alvarlegan vanda að etja í efna- hagsmálum. Samfclldir ráð- herrafundir hafa verið undan- farnar vikur til þess að fjalla um þessi vandamál, - eða nú eftir að Steinamálið var útkljáð með því að Steini fékk ekki stól. Forsætisráðherra hefur sem kunnugt er lagt fram margvísleg- ar tillögur í efnahagsmálum að undanförnu. Hann hcfur birt þær jafnharðan í blöðum, enda er það hans sterkasta hlið að gera til- lögur í dagblöðunum. Nýjasta til- laga Steingríms Hermannssonar er um að fyrirskipa þjóðinni að hefja allsherjardrykkju á sterk- um bjór. Hefur forsætisráðherra bent á að mannsbarnið þurfí að- eins að drekka 40 lítra á ári til þess að bjarga fjárhag ríkissjóðs. Forsætisráðherra er sem kunnugt er úr stjórnmálaflokki sem einu sinni kvað nauðsynlcgt að þjóðin ynni sig út úr vandanum. Þessi stefnumið eru gleymd enda úrelt orðin eins og önnur stefnumið Frantsóknar að sögn formanns Framsóknarflokksins. Hann hef- ur nú endurnýjað þessa stefnu með þeim hætti að benda þjóð- inni á ný úrræði: Að drekka sig út úr-vandanum. Verður ekki ann- að séð af vexti í starfsemi bjórlík- húsa að undanförnu að þessari tillögu forsætisráðherrans hljóti að verða vel tekið. Rök forsætis- ráðherra eru meðal annars þau að menn drekki bjór hvort sem er; það á að minnsta kosti við hann sem drekkur bjór erlendis eða á Arbæjartúninu eftir atvik- um og aðstæðum. Dómsmálaráðherra, Jón Helgason, styður vafalaust til- lögur forsætisráðherra enda von til þess að SÍS setji á fót brugghús í tengslum við Kaffíbrennslu Ak- ureyrar. Þannig getur Samband- ið slegið tvær flugur í einu höggi: Framleitt bjórlíki og kaflilíki í senn í sömu verksmiðjunum. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar bent á að menn megi ekki vera lengi fram eftir kvöldið að drekka bjórinn; telur hann brýnt að bjórstofunum verði lokað fyrir miðnætti. Með því móti stuðlar ráðherrann að því að drykkju- menn drekki hratt og rösklega. Er það í samræmi við aðra emb- ættisfærslu ráðherrans sem er röskur og á móti gaufi hvernig sem það birtist. Ekki er enn ljóst hvað verður um þessa stórmerkilegu bjarg- ráðatillögu forsætisráðherra; að sögn talsmanna stjórnarflokk'- anna eru þær í gerjun! RAUÐHETTA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.