Þjóðviljinn - 07.07.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Síða 16
LEIÐARAOPNA Nanna Helga Sigurðardóttir, skrifstofumaður Bœði með og á móti ,,Ég er bæði með og á móti. Eg gæti ímyndað mér að kennslan verði betri í einka- skólum, þar sem kennar- arnir fá hærri laun, og fyrir vikið er hægt að velja þá bestu. Og svo finnst mér þetta líka óréttlátt gagnvart þeim krökkum sem ekki hafa tækifæri til að kom- ast í slíkan skóla, út af fjárleysi. Hans Sigurbjörnsson smiður Það œtti að vera frjálst val „Mér finnst einkaskólar sjálf- sagöir, og finnst mér ekki ver- iö aö mismunafólki þegar þeir eru stofnaðir. Þaöerfrjálstval hér á höfuðborgarsvæðinu hvortforeldrarsendi börnin í þáeðaekki. Úti á landsbyggðinni er því þannig farið að foreldrar verða að borga háar fjárhæðir fyrir menntun barna sinna. Ég tel að flestir geti sent börn sín í slíka skóla, þetta er spurning um að velja og hafna. Einka- skólar eru starfræktir víðast hvar erlendis og hafa gefið góða raun“. -SP Hvers eiga þau að gjalda? Það virðist vera að komast á sú þróun að tvær þjóðir búi í þessu landi.“ -sp Magnús Sœmundsson flokksstjóri í Vinnuskóla Rvík Sennilega fer rjóminn af kennara- liðinu í... „Ég er eiginlega hlutlaus í þessu máli, hvorki meö eðaá móti. Efforeldrarhaldaað krakkarnirfái betri kennslu í einkaskóla, þá er það þeirra mál að senda þau í slíka skóla og borga fyrir kennsluna. Ég þori ekki að segja eitthvað um hvort kennslan verði betri í einkaskólum, en vafalaust fá forsvarsmenn skólans tækifæri til að velja úr rjómanum af kennar- aliðinu". —sp Hvað finnst Nœr að hlúa að grunnskólunum segir Jóhonnes Pétursson, kennori „Ég tel að það eigi frekarað hlúa að grunnskólunum en einkaskólum, sem reknireru aðmestu fyriropinbertfé. Þetta er ekki ólöglegt, en leysir á engan hátt vanda grunnskólanna, sem eru í miklu fjársvelti. Á meðan svo er hlýtur þetta að vera óeðli- leg þróun,” sagði Jóhannes Pétursson, sem á sæti í Fræðsluráði. Jóhannes er kennari í Laugalækjarskóla og hefur kennt samtals í 36 ár. —LEHDARI------------- Við spurðum hann ennfremur um viðbrögð kennara og for- eldra. „Um viðbrögð foreldra veit ég ekki, þessi umræða er svo ný. Hins vegar verður maður ekki var við annað en flestir kennarar telji þetta óeðlilega stefnu- breytingu í skólamálum eftir allar þær umræður sem fram hafa farið að undanförnu um bætta aðstöðu grunnskólanna og starfsfólks þeirra. Einkaskóli hlýtur að stefna í öfuga átt við grunnskóla- lögin, þar sem hér er verið að mismuna börnum eftir efnahag foreldra. Hér er um þær upphæð- ir að ræða að það er augljóst að foreldrar með fleiri en eitt barn á þessum aldri ráða ekki við skóla- gjöldin, nema tekjur þeirra séu allháar. Þessa umræðu um einka- skóla ber mjög brátt að og ég tel hana ekki í samræmi við það sem undanfarið hefur verið mest til umræðu og er brýnast í skólamál- um. Það þarf að auka fjárveiting- ar til grunnskólanna og hlúa að þeim, en ekki stefna að einka- skólum, sejn verða ekki fyrir börn láglaunafólks,” sagði Jó- hannes að lokum. Öhœft yfirvald viki Vinstrimenn eru ekki á móti skólastarfi til hliðar við hinn almennaskóla. Þjóðviljanum hefuraldrei komið til hugar að andæfa því að settir séu upp skólar sem veita börnum og unglingum almenna og lögskylda menntun með sérstökum trúarlegum eða heimspekilegum áherslum, - skólar einsog Landa- kotsskóli kaþólikka eða Hlíðardalsskóli aðventista í Ölfusi. Foreldrar eru sjálfráðir um að senda börn sín í slíka skóla. Því ber aukinheldur að fagna þegar einstaklingar eða samtök þeirra stofna skóla til að hafa frjálsari hendur um þarfar nýjungar og bætta menntun, - einsog ísak Jónsson gerði árið 1926 og hefur skóli hans æ síðan með stuðningi opinberra aðila gefið gott fordæmi um kennslu yngstu nemendanna. Af hverju stafar þá sú umræða um hinn nýja Tjarn- arskóla sem íhaldsmenn í borgarstjórn kalla „pöli- tískt moldviðri1' í þeim fjölmiðlum sem hafa einhvers- konar félagshyggju að sameiginlegu leiðarljósi? Nýi einkabarnaskólinn við Tjörnina er ekki stofn- aður utanum nýjungar í skólastarfi eða önnur lífsvið- horf en landslög telja hæfa hinum almenna grunn- skóla. í nýja skólanum eru nákvæmlega sömu mál á dagskrá og í öðrum skólum landsins. Þar á hins vegar að gefa nemendum sem eiga efnaða foreldra kost á vel launuðum kennurum, einsettu skólahúsi, traustum tækjakosti, hæfilega fjölmennum bekkjar- deildum og samfelldum skóladegi. Fyrir þetta á að borga 3167 krónur á mánuði, en ríki og borg kosta skólahaldið að öðru leyti. Það er augljóst að sá skóli sem fær um þrjátíu þúsund krónum meira fé á hvern nemanda en aðrir skólar getur búið betur að nemendum sínum. Það er líka augljóst að nemendur skóla sem krefst jafn óvægilegra skólagjalda verða ekki úr öllum hópum, stéttum og lögum samfélagsins. Tjarnarskóli verður efnaskóli fyrir efnafólk. Þetta eykur misrétti þar sem síst skyldi, og samtök kennara hafa lýst því yfir að stofnun skólans og þáttur Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Ragnhild- ar Helgadóttur menntamálaráðherra í undirbúningn- um brjóti í bága við anda og stefnu grunnskólalag- anna ef ekki sjálfan bókstaf þeirra. Hið hlálega í einkabarnaskólamálinu er þó það að tilboð eigenda Tjarnarskóla til efnaðra foreldra er samhljóða þeim ræðum sem yfirmenn fræðslumála halda á tyllidögum um hinn almenna skóla. Lið fyrir lið er lýsing hins fyrirhugaða Tjarnarskóla eins og Ijósrit af kröfum kennara, foreldra og nemenda um úrbætur í grunnskólum landsins: samfelldur dagur, einsetinn skóli, laun handa kennurum, góðurtækja- kostur, hæfilega margir í bekk. Fyrir 3167 krónur á mánuði fær nemandi í nýja skólanum aðeins nákvæmlega hið sama og grunn- skólalögin gera ráð fyrir að hver einasti nemandi á landinu skuli njóta. Stofnun þessa skólagjaldaskóla sýnir því öðru fremur dugleysi yfirvalda í menntamálum á undanförnum árum, og í raun jafngildir nýi einkabarnaskólinn vantrausti á frammi- stöðu ráðherrans Ragnhildar Helgadóttur. Meðan menntamálaráðherrann og aðstoðarmenn hans leggja sig í framkróka við að veita einkaskólanum brautargengi drabbast almenni skólinn niður. Nú kynni einhver að halda að orsökin sé dugleysi Ragnhildar eða vanmáttur ráðherrans innan ríkis- stjórnarinnar. Ýmsar blikur benda þó til að ástæður menntamálaráðherra og flokks hans séu aðrar. Til dæmis segir Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmaður ráðherrans í viðtali við Þjóðviljann í dag að „ekkert sé að óttast þó fleiri kennarar fylgi í kjölfarið". Hún hafnar rökum um að verið sé að mismuna nemend- um með því að segja að hægt sé að nota sömu rök „um allt annað sem boðið er uppá og fólk getur keypt". Og aðstoðarmaðurinn lýsir því yfir að hinn almenni grunnskóli muni halda áfram „til að tryggja að allir eigi kost á námi". Hér má skýrlega greina framtíðarhugmyndir að- stoðarmannsins um skólaskipulag í anda markaðs- hyggjunnar. í landinu á að vera tvenns konar skóla- kerfi, annarsvegar einkakerfi fyrir efnafólkið, hins- vegar olnbogaskólar á vegum ríkisins. Þjóðviljinn telur að við sem ætlum að halda áfram að búa sem ein þjóð í þessu landi eigum ekki að bregðast við þessum íhaldsuppvakningi í menntamálum með því að veitast á nokkurn hátt að eigendum, kennurum og nemendum hins nýja skóla við Tjörnina. Við eigum að taka höndum saman um að bæta og treysta sameign okkar, skólakerfið í landinu, efla það að fé og tryggja því hæfa starfs- menn. Og reynslan virðist sýna að brýnast allra þarfa- verka í menntamálum þessa dagana sé að losa sig við óhæfasta starfsmanninn í skólakerfinu, sjálft yfir- valdið Ragnhildi Helgadóttur. -m 16 SÍÐA - Þ, 7ILJINN Sunnudagur 7. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.