Þjóðviljinn - 21.07.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Qupperneq 4
Jenný Baldursdóttir: Börnin þora ekki að minnast á það við neinn, hafi þeim verið misboðið, og halda jafnvel að það sé þeim sjálfum að kenna. Mynd: E. Ól. Kynferðisleg misnotkun þeirra í smáatriðum og þá geta þær sent staðgengil svo að barnið sé ekki eitt með lögreglunni. Þeim finnst oftast betra að það sé óviðkomandi kona fremur en einhver ættingi eða vinkona. Þögulir sökunautar? Aðeins í einu tilfelli fór ég með móðurinni sjálfri í yfirheyrslu en sönnunarbyrðin hvílir á mæðrun- um fyrir hönd barnanna rétt eins og á þolanda í nauðgunarmálum. Það var hroðaleg reynsla því yfir- heyrslan gekk mikið til út á það gera hana tortryggilega af því að hún kærði sambýlismann sinn sjálf. Margir vilja meina að mæð- urnar séu þögulir sökunautar, - trúa því ekki að þær viti ekki hvað er að gerast inni á þeirra eigin heimili. Ég held að það sé rétt sem einn kunningi minn í Svíþjóð segir að kona sem er andlega frísk og býr ekki sjálf við ofbeldi myndi aldrei líða að börnin henn- ar væru misnotuð svo framarlega sem hún hefði vitneskju um það. Hins vegar eru þessar mæður flestar mjög minni máttar inni á heimilinu, búa við ofbeldi eða hafa sjálfar verið misnotaðar sem börn og hreinlega trúa því ekki að slíkt hendi líka börn þeirra. Þær kjósa kannski þess vegna að loka augunum fyrir því sem þær sjá eða finna. Eldri dóttir þessarar konu hafði reynt að koma því að bæði við móður sína og skólahjúkrun- arkonuna að hún fengi ekki svefnfrið fyrir stjúpa sínum. Hjúkrunarkonan taldi orð henn- ar aðeins bera vitni um frjótt ímyndunarafl unglings sem vildi beina að sér athyglinni en móðir hennar sló hana. Það var ekki fyrr en barnið hringdi til okkar að móðirin trúði því sem hún sagði. Seinna kom í Ijós að yngri systir- in, sem var tveimur árum yngri hafði einnig verið misnotuð af sambýlismanni móðurinnar. eða fullnægingu heldur fyrst og síðast að sýna vald sinn og kúga barnið. Það tekst líka yfirleitt og það er ekki fyrr en stelpurnar eldast og fara að losna undan áhrifavaldi heimilisins að sumar þeirra segja frá. Pabbi, stjúpi eða frændi segir að þetta sé allt í lagi en samt mega þær ekki segja neinum. En þó börnin eigi engin orð yfir það sem skeð hefur og þori ekki fyrir sitt litla líf að segja frá því, reyna þau oft að leita eftir aðstoð. Ég held að það væri ekki vanþörf á að starfsfólk skóla og dagheimila hér hefðu augun opin í þessu efni því í Svíþjóð eru mýmörg dæmi um að börnin reyna af veikum mætti að stöðva þessa martröð. Því þetta er sannkölluð martröð: Ef þú verð- ur fyrir árás eða nauðgun, þá kemstu þó burt en þessi börn eru hvergi örugg, allra síst heima hjá sér. Erfið sönnunarbyrði Stelpur sem í þessu lenda eiga yfirleitt erfitt með að eignast vini eða lífsförunaut. Námserfið- leikar, svefnleysi og lystarleysi einkenna þær oft og líka ýmis hegðunarvandamál, einkum lausung eða lauslæti og slæmur félagsskapur. Það er oft ekki fyrr en þær lenda í meðferð t.d. vegna eiturlyfjanotkunar að þetta kemst upp og þá er sönnunar- byrðin mjög erfið, alveg eins og þegar starfsfólk á barnaheimilum eða skólum kemst að þessum hlutum. Mennirnir játa jú ógjarnan, enda viðurlögin hörð. Opinská umræða um þessi mál er áreiðanlega besta vopnið. Flestir muna áreiðanlega eftir því þegar 14 ára gömul sænsk stúlka skaut báða foreldra sína í fyrra, en faðirinn, sem var vel metinn borgari í sínum heimabæ hafði misnotað hana frá barnsaldri án þess að móðirin aðhefðist nokk- uð. í Ijós kom að þessi stúlka hafði séð í sjónvarpi frásögn og umræður um þetta vandamál Rœtt við Jenný Baldursdóttur, sem starfaði við ráðgjöf fyrir fjölskyldur þarsem upp hafði komist um kynferðislega misnotkun barna. barna Opinská umrœða er besta vopnið „ Við Islendingar erum ekkert frábrugðníröðrum þjóðum. Það hefur t.d. sýnt sig að það eralvegjafn mikil þörffyrir kvennaathvarf hér og í ná- grannalöndunum og því mið- ur á ég ekki von á því að við séum eftirbátar nágranna okkar í kynferðislegri misnotk un barna fremur en öðru of- beldi inni á heimilum. Hins vegar er þetta ekki eins umtal- að hér og í Svíþjóð, - almennt held ég að fólk kjósi að loka augunum fyrir þessu vanda- máli og finnist jafnvel að mað- ur sé að baða sig upp úr drull- unni ef maður minnist á þetta. Það vakti t.d. athygli mína í vor á málþingi sálfræðinema, þar sem kynferðisleg misnotkun barna og nauðganir voru til umræðu að allarspurningarn ar sem komu úr300manna áhreyrendahópi snerust um nauðganir, - fólk þorir einfald- lega ekki að tala um þessa hluti.“ Jcnný Baldursdóttir, lækna- fulltrúi, var búsett um nokkurra ára skeið í Gautaborg í Svíþjóð og starfaði þar sem leikmaður við kvennaathvarf og ráðgjöf fyrir fjölskyldur þar sem upp hafði komist um kynferðislega mis- notkun barna. Hún féllst á að segja lesendum þjóðviljans af þessu starfi. Útbreiddasta misþyrmingin ó börnum „Nýju barnalögin voru mjög í sviðsljósinu í Svíþjóð á þessum tíma og ýmsir héldu því fram að það þyrfti varla að banda hendi að barni, þá væri viðkomandi kominn í tugthús. í tengslum við námið í félagsfræði fórum við nokkrar að kanna útbreiðslu á misþyrmingum barna en fljótlega kom upp hjá okkur umræða um kynferðislega misnotkun þeirra, enda er talið að hún sé út- breiddasta form þeirra misþyrm- inga sem börn verða fyrir. Við tókum vaktir í einu af þremur kvennaathvörfum sem borgin rekur íGautaborg og unnum við neyðarsíma sem rekinn var fyrir tilfelli sem þessi. Markmiðið var að styðja börnin og mæðurnar í gegnum fyrstu yfirheyrslurnar en sjálf réttarhöldin eru lokuð. Oft treystu mæðurnar sér ekki til að vera viðstaddar yfirheyrslur yfir barninu, þær treysta sér einfald- lega ekki til að hlusta á lýsingar Það er talið að um 90% þeirra barna sem verða fyrir kynferðis- legri misnotkun séu stelpur, 10% séu strákar. Hvað útbreiðsluna varðar er talið að í Svíþjóð hafi 2 af hverjum 100 konum um lengri tíma verið misnotaðar af föður sínum, stjúpa, frænda eða öðrum ættingjum og að 50-90% þessara tilfella séu aldrei kærð. Kúgun og valdbeiting Oft byrjar þetta strax um 3ja til 4ra ára aldur með fikti en þegar stelpurnar komast á kynþroska- aldur færist það yfir í mök. Kyn- ferðisleg misnotkun barna virðist fylgja sama mynstri og ofbeldi al- mennt gagnvart konum og börn- um. Það virðist t.d. ekki vera tak- markið að ná kynferðislegri útrás skömmu áður, en hún hafði fram að því talið að hún væri sú eina sem orðið hefði fyrir þessari hræðilegu reynslu. Það segir mikið um þá einangrun sem þessi börn búa við, - þau þora ekki að minnast á þetta við neinn og halda jafnvel að þetta sé þeim sjálfum að kenna. Opin umræða getur hjálpað þeim til að leita sér aðstoðar fremur en að grípa til örþrifaráða gagnvart sjálfum sér eða öðrum. A vegum Samtaka um kvennaathvarf er nú í bígerð að mynda sérstakan ráðgjafar- hóp í haust sem hugsanlega getur veitt fjölskyldum og börnum sem í þessu lenda stuðning. Markmið hópsins er líka að safna upplýs- ingum um stöðu þessara mála hér heima og hvetja til umræðu og umhugsunarum þessi mál,“ sagði Jenný Baldursdóttir að lokum. -ÁI 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.