Þjóðviljinn - 21.07.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Qupperneq 8
Sjö barna fjölskyldur erualgengarmeðal Amishaog þvíhefur þeimfjölgaðum . helmingásl.tuttugu árum, enda þótt fimmti hverþeirrasem fæðast taki ekki skírn og hverfi úr samfélaginu. þeir sem hafna nútímanum Sértrúarflokkur verður frœgur í kvikmynd - Amishar lesa ekki bcekur, horfa ekki d sjónvarp, reisa ekki kirkjur og viðurkenna hvorki her né ríkisvald. Sú ágæta kvikmynd, Vitniö, sem nú ersýnd í Háskólabíóigeristá meöal Amisha í Pensyl- vaníu í Bandaríkjunum. Drengur, fæddur í þess- um sérstæöa söfnuði, veröur af tilviljun vitni aö morði og lögreglumaður sem málið kannar og er í lífsháska leitar hælis hjá þessumfurðulegu þýskumælandi bænd- um, sem lifa í samheldni og friöi og af landsins gæöum og láta sem tutt- ugasta öldin með tækni- galdri sínum og ófbeldi sé ekki til. Það er ekki úr vegi að nota tæk- ifærið til að minna á þetta sér- stæða samfélag, sem nú telur um 90 þúsundir manna í Bandaríkj- unum og Kanada. Þeir eru af- komendur þýskra og svissneskra mennoníta, sem á sautjándu öld voru ofsóttir og brenndir fyrir trú sína í Evrópu og leituðu vestur yfir hafið í leit að friði. Höfundur þeirra siðar er Jakob Amman, mennonítaprédikari frá Sviss, en flestir koma frá Elsass og Pfalz og tala enn mállýsku feðra sinna. Ekki eru nema 90 ættarnöfn í gangi meðal þessa fólks. Allir prédika Amashfólkið er bókstafstrúað og það þýðir m.a. að þeir afneita öllu ofbeldi. Þeir afneita tvískipt- ingu í hið veraldlega og hið trúar- Iega. Hlutverk mannsins er að lifa að guðs vilja og líkjast ekki þessum heimi. Og þetta þýðir í útfærslu Amashmanna, að þeir hafi sem minnst saman að sælda við aðra sem að þeirra dómi eru trúlausir eða vantrúaðir. ábyrgð á einhverju dýri mjög snemma. Utan við sem flest Amishfólkið borgar skatta en greiðir ekkert til almannatrygg- inga. Það annast sjálft um þá sem veikjast og borgar reikninga fyrir þá sem þurfa að fara á sjúkrahús. Amisharnir taka ekki við neinu frá ríkinu, því það er veraldlegt. En ef að hlaða brennur hjá bónda, þá koma þeir allir saman og reisa hana á ný. Þeir sverja ekki eið, forðast „enska“ dómstóla og láta heldur syni sína fara í fangelsi en að þeir gegní herþjónustu. Þeir snúa baki við þeim úr hópnum sem brýtur þessi ströngu lög með því að daðra við aðrar kirkjur, drýgja hór, sýna „verald- tega“ ágirnd eða giftast „ensk- um“ manni eða konu. Hafði Páll postuli ekki boðið Korintu- mönnum, að þeir skuli ekki sam- neyta syndaranum? En ef að sá sem útskúfaður var iðrast syndar sinnar, þá er efnt til hátíðar og hann tekinn í sátt aftur. Útskúfun og affurhvarf Um fimmtungur þeirra sem fæddur er með Amishum yfirgefa söfnuðinn án þess að taka skírn. Samt fjölgar þeim, því þeir eiga mörg börn. Amishar eru nú helmingi fleiri en þeir voru fyrir tuttugu árum. Að sjálfsögðu er erfitt að halda uppi þeim sjálfs- neitunaraga sem krafist er. Það verður að sögn æ algengara að ungt fólk prófi hvernig það er að lifa í „veröldinni". Drekka jafnvel og láta öðrum illum látum. En á meðan bíða foreldr- arnir og vona að allt fari vel. Og furðu margir koma heim aftur og verða „góðir gamlir Amishar“, eins og einn kennimaður þeirra kemst að orði. ÁB tók saman. Þeir forðast líka sem mest þeir mega siði „hinna“ það er að segja „hinna ensku“ sem þeir kalla svo. Þeir ganga enn í fatnaði sem líkist mjög þeim sem þýskt bændafólk bar á átjándu öld (svipuð tíska hefur reyndar verið í gyðinga- þorpum í Póllandi, því fatnaður hassidískra gyðinga, sem eru jafn mikið út af fyrir sig og andstæðir tímans rás og Amishar, er einkar svipaður þeim sem sjá má í Amis- haþorpunum). Þessi fastheldni við siði feðranna er útskýrð með því, að dramb sé mikil synd. Það er t.d. dramb eða hofmóður að hafa hnappa á fatnaði og því er jökkum haldið saman með krók- um eða lykkjum. Amashfólk ber enga skartgripi. Þeir eiga ekki bíla en aka um á hestvögnum. Samt nota þeir strætisvagna og Iestir ef þörf krefur. Þeir reisa ekki sérstök guðshús - það er líka hofmóður. í hverri byggð eru svo sem 35 fjölskyldur eða 200 manns, sem lúta forystu öldunga. Þetta er gert m.a. vegna þess að í hverri byggð eiga ekki að vera fleiri en komast fyrir í stofunni hjá hverri fjölskyldu, þar sem haldnar eru guðsþjónustur annan hvern sunnudag. Hver og einn verður að vera reiðubúinn að prédika ef að hlutur hans kemur upp, því allir eru jafn lærðir eða ólærðir. Amishbörn læra að lesa og skrifa og reikna í eins bekkjar skóla - önnur menntun er líka' dramb. Þeir lesa ekki bækur nema Biblíuna og sálmabókina og skrifa þá ekki bækur heldur. Tœknin og nauðsynin Tæknin er eilíft vandamál hjá öldungum Amisha. Smám saman hefur verið leyft að notast við fleiri vélabrögð tækninnar en áður og ræður þá nauðsyn bóndans mestu. Það þarf til dæm- is að kæla mjólkina og til þess þarf rafstraum, en rafmagn var ekki leyft í byggðum Amisha. Nú hafa þeir „eftir vöku- og bæna- nætur" fundið það ráð, að fram- leiða sitt rafmagn sjálfir eða nota tæki sem ganga fyrir rafhlöðum. Syndin er í háspennulínum dreifikerfis „hinna ensku“, og það er ekki notað. Og enn er raf- magn ekki haft til persónulegs munaðar. Venjulegalogaraðeins eitt ljós í húsum á kvöldum, olíu- lampi í eldhúsinu, þar sem fjöl- skyldan safnast saman á kvöldin. Amishar eru að jafnaði fámálugir og lítið gefnir fyrir ástarorð, en vingjarnlegir á stilltan hátt. Börnin venjast við að bera Amisharlifaaf landsins gæðum og forðast sem mest nútímatækni: ávextir eru ekki djúpfrystir heldurlagðirniðurá gamla vísu. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.