Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Póstur Póstur skilinn eftir í Glasgow s Brot á reglugerð umforgangpósts. Arni ÞórJónsson póstrekstrarstjóri: Hef kvartað við Flugleiðir. Flugleiðir: Skotar þekkja ekki íslenskar reglur Jú, það cr rétt, á þriðjudaginn var talsvert magn af pósti skilið eftir í Glasgow þegar flug- vél Flugleiða á leið til íslands lenti þar, sagði Árni Þór Jónsson póst- rekstrarstjóri í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Það áttu að koma 700 kíló af pósti hingað í gær en það komu innan við 200 kíló. Ég er einmitt að vinna í þessu núna og hef kvartað undan þessu við Flug- leiðir, því þetta er brot á reglu- gerð að láta póst ekki hafa for- gang fram yfir annað. Þetta er alveg afleitt, þetta hefði átt að vera borið út á miðvikudegi en verður sennilega ekki komið til skila fyrr en á föstudag. Ég vona að minnsta kosti að við getum borið þennan póst út þá, en við getum ekki fullyrt neitt.” Reglugerðin sem póstrekstrar- stjóri vísar í er frá 1982 og gefin út af Steingríihi Hermannssyni. Þar segir meðal annars að allar teg- undir pósts skuli fluttar milli landa með flugi eða skipi og „skal póstur ætíð ganga fyrir öllum flutningum, bæði farþegum og vörum.” „Það urðu þarna óviðráðanleg mistök,” sagði Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugleiða í sam- tali við Þjóðviljann. „Vélin sem átti að fara bilaði og önnur burð- arminni var send í staðinn. Skot- arnir sem sjá um þetta vita ekki af þessari reglugerð og okkur þykir afar leitt að þetta kom. fyrir.” Borgarráð Aukafé til Gerðubergs í fyrradag var haldinn borg- arráðsfundur. 42 mál voru á dag- skrá en það voru að sögn Gunnars Eydal skrifstofustjóra borgar- stjórnar allt minni háttar af- greiðslumál. Til að gefa vísbend- * ingu um hvað var rætt má nefna að rætt var um bréf frá vagn- stjóra SVR þar sem hann bendir á nýjungar í leiðum SVR. Einnig var rætt um aukafjárveitingu til nýja bókasafnsins í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Hún var samþykkt og hljóðar upp á 260.000 kr. Auk þessa var rætt um um- sóknir um stöðu borgarminja- varðar. 10 umsóknir liggja fyrir en engin ákvörðun var tekin. Umsóknir um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Holt og Glæsibæ voru teknar fyrir og vísað til Áfengis- varnarnefndar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði fram bókun vegna BÚR. Þetta var ýtarlegri bókun en hún hafði áður lagt fram um málið. íbúðarúthlutanir voru einnig ræddar á borgarráðs- fundi og að lokum má geta þess að undirskriftalistar íbúa Teiga- hverfisins voru lagðir fram. SA ABR Fóstrur lítilsvirtar Fjarstœða að búið sé að leysa vanda dag- vistanna Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur á fundi sínum mótmælt þeirri fádæma lítilsvirð- ingu í garð fóstra og vanþekkingu á störfum þeirra sem yfirlýsingar Davíðs Oddssonar borgarstjóra að undanförnu gefa til kynna, segir m.a. í frétt frá ABR. Þar segir ennfremur að á borg- arstjóra megi skilja að hann telji vanda dagvistarheimilanna end- anlega leystan, en slíkt sé hrein fjarstæða. Það sem borgarstjóri telji lausnir séu í raun bráða- birgðaráðstafanir sem séu til þess ætlaðar að fá fólk til starfa fyrir lágmarkslaun. Bendir stjórn ABR á að hið eina sem geti orðið til bjargar sé gagngert endurmat ráðamanna á uppeldisstörfum, en vanmat þeirra og vanþekking á uppeldishlutverki dagvistar- heimila sé hrikalegt. Hinn heimsþekkti óperusöngvari Kristján Jóhannsson er meðal þeirra sem taka þátt í Grímudansleik Verdis. Ljósm. E.ÓI. Þjóðleikhúsið Grímudansleikur á fjölunum Frumsýning20. september. Kristján Jóhannsson óperusöngvari meðal aðalleikara Fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á vetri komanda er óperan Grfmudansleikur eftir Verdi. Frumsýning óperunnar verður 20. september. Leikstjóri er Sveinn Einars- son, hljómsveitarstjóri Maruizio Barbacini, leikmynd er eftir Björn G. Björnsson og búningar eftir Malín Orlygsdóttur. í helstu hlutverkum eru Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sigmunds- Verðkönnun Mikill verðmunur á skólavörum 12 stk. litakassi getur kostað alltfrá 56 kr. í 102 kr. Verðlagsstofnun gerði í lok ág- ústmánaðar verðkönnun á ýmsum skólavörum í 30 bóka- og ritfangaverslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Verð var kannað á 38 vöruteg- undum. í 13 tilvikum var hæsta verð vöru meira en 50% hærra en lægsta verð hennar. Sem dæmi má nefna að 40 blaðsíðna vírheft reikningsbók var 130% dýrari í einni verslun (46 kr.) en í annarri (20 kr.). Allnokkur hlutfallslegur verð- munur er á milli verslana í hinum einstöku vöruflokkum. Sem dæmi má nefna að 12 stk. askja af Crayola litum kostaði minnst 56 kr. í Bókabúð Lárusar Blöndal og allt að 102 kr. í Bókabúðinni Bók við Miklubraut. Þetta er 82.1% verðmunur. Ball Pental kúlupenni kostaði frá 27.50 kr. í Bókabúðinni Bók við Miklub- raut, að 45 kr. í bókabúðinni Helgafell við Laugaveg. Það er 63.6% verðmunur. Tréblýantar með strokleðri kostuðu allt frá 6 kr. í Bókabúð Jónasar í Rofabæ að 13 kr. í Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. Það er verð- munur upp á 116.7%. -IH son, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Elísabet Eiríksdóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Robert Becker og Viðar Gunnarsson. ítalski óperukóngurinn Gius- eppe Verdi kom við snöggan blett á ítalskri þjóðarsál með þessu verki, eins og svo oft á sín- um ferli. Sagan er byggð á morð- inu á Gústaf III Svíakonungi á grímudansleik í lok 18. aldar, en ítölsku ritskoðuninni þótti ekki við hæfi að sýna konungsmorð á leiksviðinu og varð tónskáldið þá að flytja atburðarásina til Boston í Bandaríkjunum. Það var svo ekki fyrr en á þessari öld að farið var að sýna upphaflegu leikgerð- ina og sú gerð liggur til grundvall- ar uppfærslu Þjóðleikhússins. Ýmis önnur verkefni eru á dag- skrá í Þjóðleikhúsinu í vetur og verður nánar sagt frá þeim í helg- arblaði Þjóðviljans. Fimmtudagur 5. september 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍDA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.