Þjóðviljinn - 05.09.1985, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Qupperneq 11
HUS OG INNBU gróðri og hins vegar þeir sem líta á frágang lóðanna sem illa nauð- syn. í mínum huga er frágangur lóða óaðskiljanlegur hluti hús- byggingar. Komið hafa fram á sjónarsviðið heilu starfsgreinarn- ar í þessu sambandi þ.e. um- hverfishönnuðir, jarðvinnslu- verktakar og garðyrkjumenn. Undirtektir hvað varðar starf- semi BG-Verktaka hafa verið þess eðlis að við sjáum fulla á- stæðu til þess að halda henni áfram. Á mesta álagstímanum fram í ágústlok höfum við verið með 4-6 menn í vinnu en einnig fjölda undirverktaka á okkar snærum. Við höfum leitað til þeirra t.d. hvað sprengingar varðar, alla þungavinnuvéla- vinnu og ýmsa sérfræðilega að- stoð. Að drepa vindinn Girðingum má skipta í tvo flokka að sögn Bjarna Þórðarsonar. Hvern flokkinn skyldi þessi girðing heyra undir? Myndin sýnir hluta lóðarinnar við Árbæjar- skóla áður en þeir Bjarni og Guðlaugur tóku þar til starfa. Ljósmyndari: - sig. Nánar um hina ýmsu verkþœtti Bjarni, t.d. girðingar? „Girðingum má skipta í tvo flokka annars vegar varanlegar girðingar s.s. skjólgirðingar og hins vegar girðingar sem ekki er ætlað að standa nema kannski nokkur ár s.s. girðingar til af- mörkunar, til þess að halda börn- um inn í garði eða til þess að vernda trjágróður í uppvexti. Skjólgirðingar eru t.d. reistar vegna eindreginnar ákveðinnar vindáttar sem pirrar húseigend- ur. Þær geta verið allt að tveggja metra háar. Stundum eru staurar grafnir niður eða steyptir í frost- frítt efni, á þá eru síðan negld borð. Best er að heilklæða ekki og snöggdrepa með því vindinn, við þá getur myndast yfirsveifla sem gustar af. Skjólgirðingin ætti að drepa vindinn með því að borðum sé t.d. víxlað, rifur hafð- ar í milli, þá hefur girðingin lík áhrif og trjábelti. Nú orðið eru menn hættir að reisa steingirðingar en viðurinn hefur komið í stað járnbentrar steinsteipunnar, hér kemur að sjálfsögðu tískan inní eins og al- mennt í sambandi við frágang lóða. Hvað hellulagninguna varðar eru menn farnir að nota minni hellur af hinum ýmsu gerð- um en hellusteypurnar bjóða uppá margbreytilegar hellur. Þá hefur tískan sín áhrif hvað við- kemur trjáplöntum og uppsetn- ingu runna. Fólk hefur í seinni tíð farið inn á ýmsar nýstárlegar brautir varðandi plöntuval og skipan þeirra í garðinum. í þessu sambandi ráðlegg ég fólki ein- dregið að leita ráða hjá garð- hönnuðum. Snjóbræðslurör Einn er sá þáttur í frágangi lóða sem mætir vaxandi vinsældum en það er snjóbræðslurör undir hell- um. Rörum þessum er komið fyrir ca. 5 cm undir neðri brún hellnanna í sandlagi, um þau geta menn síðan látið streyma af- gangshitaveituvatn, en á því ber að sjálfsögðu að hafa góða stjórn þannig að vatn frjósi ekki í rörun- um. Einnig ber þess að gæta að fyrir hendi séu örugg og vönduð niðurföll þannig að afbræðslan, vatnið, eigi greiða leið. Efvelerá haldið getur fólk með þessu móti haldið snjófríum innkeyrslum og gangstígum. Hér við Árbæjar- skóla höfum við einmitt nýtt okk- ur þá möguleika sem snjó- bræðslukerfi gefur. Mikilvægt er að fólk kynni sér vel viðhald og rekstur slíks kerfis láti það leggja slíkt við hús sín.“ Hvenœr áœtliö þið að Ijúka framkvæmdum hér við Arbœjar- skóla? „Mér þykir líklegt að það verði um mánaðamótin september- október n.k. Jú það eru sem sagt möguleikar á því að halda þessu áfram fram eftir haustinu ef tíð er góð og veður leyfir. - Hvað fram- tíðina varðar erum við mjög bjartsýnir því við höfum orðið varir við aukinn áhuga á fegrun umhverfis hjá bæði einstak- lingum og bæjarfélögum, sagði Bjarni Þórðarson að lokum. PJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Guðlaugur við mælingar við Árbæjarskóla ásamt einum starfsmanna BG- verktaka. Margs er að gæta við frágang lóða - millimetrarnir hafa einnig sína þýðingu. Ljósmyndari: - sig. og BEINT ÚR FRYSTINUM -TILBÚIÐ Á ÍO MÍN HEITAR KJÚLLETTUR MEÐ FRÍSKANDI KARTÖFLUSALATI Hrærið saman 2 dl jógúrt, 2 dl rjóma, 2 tsk sítrónusafa, salti og pipar. Sneiðið 400 g af soðnum kartöflum út i. Bragð- bætið með fínt skornu dilli. KJÚLLETTUR í HÁDEGINU Heit eða kæld KJÚLLETTA á smurðu rúgbrauði. Skreytt með salatblaði, tómötum, gúrkusneiðum. Einnig má bragðbæta með súrmeti eða fleski og brúnuðum sveppum. KJÚLLETTUR í HAMBORGARABRAUÐI Hitið hamborgarabrauð. Setjið salatblað, remúlaði og KJÚLL- ETTU í brauðið, ásamt sinnepi og tómatsósu, einnig hráan eða steiktan lauk. SUNNUDAGSTILBREYTING Brúnið 375 g af sveppum í 5 mín í 30 g af smjöri. Blandið 250 g af grænum baunum saman við. Kryddið með salti og 1 tsk af múskati. Berið fram með steiktum KJÚLLETTUM og ristuðu franskbrauði eða rúgbrauði. KJÚLLETTUR Á ÍTALSKAN MÁTA Stráið basilikum yfir KJÚLL- ETTURNAR. Steikið á annarri hliðinni í 2 mín. í 73 g af smjöri. Snúið og þekið KJÚLLETT- URNAR með feitum, mildum osti. Steikið í 5 mín. (hafið lok á pönnunni) eða þar til osturinn er þráðinn. Gott er að hafa með soðið spag- hetti i smjöri. DÁLÍTIÐ LÉTT OG GOTT Setjið heita KJÚLLETTU á sal- atblað ásamt rækjum; og sveppum. Hellið salatsósu yfir, t.d. sýrðum rjóma, bland- aðan persillu, salti, pipar og hvítlauk ef vill. Berið fram með hituðu snittubrauði. PAPRIKU KJÚLLETTUR MEÐ HRÍGRJÓNUM Mýkið 12 perlulauka i 25 g af smjöri. Setjið 2 tsk af papriku og örlítinn kanil út í, síðan 2 dl af tómatpúrru og 2 dl rjóma. Hellið þessu yfir hrísgrjónin. Við kynnum KJÚLLETTUR á sýningunni Heimilið 85. ísfugl fremstur fug/a Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.