Þjóðviljinn - 05.09.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Síða 13
HÚS OG INNBÚ leigumiðlurum skylda til þess að sjá til þess að eftir lögum um húsaleigusamninga sé farið. Þeir hjá Húsaleigufélaginu hafa hins vegar lýst því yfir að þeir fylgi ekki lögunum. Þegar leigumiðlun á okkar veg- um féll niður var ljóst að við gát- um ekki unnið að skamm- tímamarkmiðum almennra leigj- enda þ.e. að útvega þeim þak yfir höfuðið. Síðan dró mjög úr áhuga þeirra á starfsemi félagsins þar sem meðvitund fæstra leigjenda er á nægilega háu stigi til þess að þeir gefi sig að hug- sjónabaráttu ef svo mætti segja. Þá skortir tilfinningu fyrir því að þeir séu hluti hagsmunahóps.. Stundum koma þó nokkrir til liðs við okkur, jafnvel nokkur fjöldi, eins og t.d. í sambandi við hjónagarðsmálið fyrr í sumar. Tvöfalt óréttlætl Engin löggjöf hefur verið sett varðandi leiguverð sérstaklega. Þrátt fyrir að Lögum um húsa- leigusamninga hafi verið dreift meðal leigjenda og leigusala og menn hvattir til þess að fylgja þeim, þá er mikið um það að farið sé í kringum þau. Enn eru það leigusalar sem setja leigjendum kosti, sem þeir síðarnefndu verða í flestum tilfellum að sætta sig við, því mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði. Hefur jafnvel komið fyrir að leigjendum sem neyðst hafa til þess að gera ólöglega leigusamn- inga hefur verið neitað um aðstoð af hálfu félagsmálastofnanna vegna hins ólöglega leigusamn- ings. Óréttlæti það sem bitnar á leigjendum er þannig tvöfalt ef svo mætti segja. Við hljótum jú að dæma samfélag það sem við lifum og hrærumst í mikið eftir því hvernig það fólk hefur það sem verst er statt. Húsaleigunefndirnar sem sam- kvæmt lögunum skulu skipaðar af sveitarstjórnum til starfa í hverju sveitarfélagi hafa verið að koma til - starfsemi þeirra er í áttina. Er þeim t.d. ætlað að gera úttekt á húsaleigumálum, hverri í sínu sveitarfélagi, einu sinni á kjörtímabili. Væntum við slíkrar úttektar mjög bráðlega og erum að sjálfsögðu boðin og búin til þess að hjálpa til. Starfsemi samvinnufélagsins Búseta, óskabarns Leigjenda- samtakanna ef svo mætti segja, en þar kom hugmyndin um stofn- un þess fyrst fram, hefur m.a. grundvallast á starfi okkar, ég á t.d. einnig sæti í stjórn Búseta, og því tekið töluverðan tíma frá samtökunum. Búsetuhugmyndin hefur mætt harðri andstöðu, t.d. frá hendi vissra afla innan Sjálf- stæðisflokksins, en hún á jafn- framt miklu fylgi að fagna sem sést reyndar best á þeim fjölda sem gerst hefur félagi í Búseta. Með starfi Búseta nást fram mikilvæg markmið Leigjenda- samtakanna. Samtökin munu einnig eflast mjög, þeim mun fleiri sem leigja munu samkvæmt búsetufyrirkomulagi því þeir ger- ast félagar í þeim. - Það er því bjartara yfir samtökum leigjenda nú en verið hefur um skeið,“ sagði Sigurjón Þorbergsson að lokum. -já GRÆNT HREINOL Þetta gamla góöa í uppþvottinn sem aldrei bregst. ÞAÐBLAA ER ALLT ÖÐRUVÍSI Nú er Hreinol til í þremur geröum: Fyrst er auðvitað það gamla góða græna í uppþvottinn, svo eFglænýtt gult með sítrónuilmi, líka í uppþvottinn og að lokum er svo það bláa, sem auðvitað er allt öðruvísi þvíþað er til hreingerninga — með salmíaki og hvaðeina. Allar gerðir Hreinols fást í 530 ml, 2,0 I og 3,8 I pakkningum. Er það ekki á hreinu? HREINN Barónsstíg 2-4, sími: 28400 GULT HREINOL Nýr mildur uppþvottalögur meö sítrónuilmi. BLÁTT HREINOL Afbragös hreingerningalögur meö salmiaki.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.