Þjóðviljinn - 05.09.1985, Side 17
FRETTIR
Símon ivarsson og Siegfried Kobilza skemmta Vestfirðingum með klassískum
gítarleik.
Vestfirðir
Gítarsnillingar á ferð
Innanbúðar í hinni nýju íþróttavöruverslun þeirra Seltirninga, tveir verslunar-
þjónar standa við diskinn, f.v. Guðbjörg Vernharðsdóttir, annar eigenda versl-
unarinnar, Margrét Leifsdóttir, starfsstúlka.
Sportlíf á Seltjamamesi
Gítarleikararnir Siegfried Ko-
bilza frá Austurríki og Símon
ívarsson munu halda tónleika
víða á Vestfjörðum á næstu
dögum.
Þetta er í fjórða sinn sem þeir
félagar leika saman hér á íslandi,
en í fyrsta sinn sem þeir
heimsækja Vestfirði.
Siegfried og Símon fara í þessa
tónleikaferð um Vestfirði í fram-
haldi af velheppnuðu námskeiði í
gítarleik sem haldið var á vegum
Tónskóla Sigursvein D. Kristins-
sonar í Reykjavík og var þátttaka
þar einstaklega góð.
Fyrstu tónleikarnir á Vest-
fjörðum verða í Bolungarvík
föstudagskvöldið 6. sept. kl.
21:00 í Félagsheimilinu. Laugar-
daginn 7. sept. kl. 16:00 leika þeir
félagar í ísafjarðarkirkju. Dag-
inn eftir, sunnudaginn 8. sept.
leika þeir á Flateyri, og eru tón-
leikarnir þar kl. 20:30 í Mötu-
neyti Hjálms hf. Á mánudags-
kvöldið 9. sept. leika þeir í Fél-
agsheimilinu á Þingeyri kl. 21:00.
Síðustu tónleikar Símonar og Si-
egfried á Vestfjörðum eru á Pat-
I reksfirði þriðjudaginn 10. sept.
kl. 20:30.
Á efnisskránni er létt klassísk
tónlist, sem ætti að falla flestum í
geð. Þar er m.a. að finna verk
eftir Beethoven, J.C. Bach. M.
Praetorius, Boccherini og fleiri
þekkt tónskáld.
Siegfried Kobilza er nú einn
fremsti fulltrúi klassískrar gítar-
tónlistar í Austurríki. Hann ferð-
ast víða og heldur tónleika og
leiðbeinir á námskeiðum.
Símon ívarsson þekkja flestir
velunnarar góðrar tónlistar, en
hann hefur á undanförnum árum
Hjálparstarf
Haustsöfnun
aðventista
Hjálparstarf aðvcntista hefur
að venju sína árlegu fjársöfnun í
ágúst og september. Þessi söfnun
mun vera ein sú elsta í landinu eða
nálægt því að vera hálfrar aldar
gömul.
Hjálparstarfið er alþjóðlegt
starf og á undanförnum ára-
tugum hefur fjölda stofnana ver-
ið komið á fót, svo sem: Sjúkra-
stöðvar, sjúkrahús, heilsugæsl-
ustöðvar, verknámsskólar og
aðrir skólar. Þessar stofnanir eru
mannaðar árið um kring af fórn-
fúsu hugsjónafólki. Meðlimir að-
ventsafnaðarins um heim allan
leggja fram fjármuni vikulega í
þetta starf, en auk þess fer fram
þessi árlega, almenna söfnun,
venjulega í ágúst og september.
A síðasta ári nam söfnunin
tæpum tveim milljónum og fyrir
hönd þeirra sem hjálpina fengu
færum við ykkur bestu þakkir.
haldið tónleika víða úti á lands-
byggðinni, svo og komið fram
bæði í sjónvarpi og útvarpi.
(Fréttatilkynning)
Veiði
3 gæsir á
500 kall
Bændur bjóða skot-
veiðimönnum þjón-
ustu og gistingu
Gæsaveiðitímabilið er hafíð og
samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans hafa veiðarnar byrjað þokka-
lega.
Ferðaþjónusta bænda hefur
ákveðið viðmiðunarverð á veiði-
leyfum fyrir skotmenn sem vilja
njóta þjónustu bænda, auk þess
sem veiðimönnum er boðið uppá
gistingu og fæði.
Veiðileyfi fyrir gæsaveiði kost-
ar 500 krónur fyrstu þrjár gæsirn-
ar og í rjúpnaveiði kostar 500
krónur á dag að skjóta fyrstu 10
fuglana.
Nýlega var opnuð sportvöru-
verslun sem ber heitið
Sportlíf í nýju verslanamiðstöð-
inni við' Eiðistorg. í 160 fm.
björtu og rúmgóðu verslunarhús-
næði er viðskiptavinum boðið að
velja úr fjölbreyttu úrvali vand-
aðs sportfatnaðar og íþróttavara
frá ýmsum virtum framleiðend-
um. Þar má nefna Adidas, Don
Cano, H,0, Arena, Henson Spee-
do o.fl.,j
Þar sem verslunin er á yfirráða-
svæði Seltjarnarnesskaupstaðar
er hægt að hagræða opnunartíma
eftir þörfum. já
ÍSLENSK HÖNNUN
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
INNRÉTTINGAR ÍALLT HÚSIÐ
Skeifan 7 - Reykjavik - Símar 83913 -31113
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17