Þjóðviljinn - 05.09.1985, Síða 23
ÍÞRÓTTIR
Hástökk
Heimsmetið
hækkar!
Sovétmenn
sigursœlastir
á stúdentaleikunum
Sovétmaðurinn Igor Paklin
setti í gær nýtt heimsmet í há-
stökki karla á heimsleikum stúd-
enta í Kobe í Japan. Hann vippaði
sér yfir 2,41 metra og bætti rúm-
lega mánaðargamalt met landa
síns, Rudolfs Povarnitsyn, um
einn sentimetra.
Heimsleikunum lauk í gær en á
þeim var keppt um alls 122
gullverðlaun í hinum fjölbreyti-
legustu íþróttagreinum. Þessar
þjóðir skipuðu efst sætin í keppn-
inni um verðlaunapeningana:
gull sllfur brons
Sovétríkin.. 44 21 19
Bandaríkin.. 22 21 23
Kúba..... 9 8 5
Kina..... 6 7 6
Japan.... 6 3 7
Rúmenía..... 5 10 6
Ítalía... 4 6 5
Búlgaría. 3 5 5
Norður-Kórea 3 3 2
Holland.. 3 2 3
Oddur Sigurðsson keppti í 400
m hlaupi á leikunum. Hann
komst í milliriðil en ekki áfram í
úrslitahlaupið. -VS/Reuter
Frjálsar
Sjöberg
mistókst
Einar á Italíu
Aouita úr leik?
Patrick Sjöberg frá Svíþjóð
gerði í gærkvöldi tilraun til að
setja nýtt heimsmet í hástökki
karla, en Igor Paklin frá Sovét-
ríkjunum stökk 2,41 metra í gær,
fyrstur manna, eins og fram kem-
ur hér til vinstri.
Sjöbert keppti á sterku móti í
Rieti á Ítalíu og sigraði með 2,35
metra. Hann lét síðan hækka
rána í 2,42 metra en var aldrei
nálægt því að fara yfir.
Einar Vilhjálmsson var í Rieti í
gær en keppti ekki á mótinu.
Hann býr sig nú undir lokamót
Grand Prix sem fer fram í Róm á
laugardaginn og kemur til borg-
arinnar í dag.
Hlauparinn snjalli frá Marokkó,
Said Aouita, tognaði á fæti þegar
hann reyndi að bæta heimsmet Steve
Cram í 2000 m hlaupi á mótinu í gær-
kvöldi. Allt bendir til þess að hann
missi af mótinu stóra í Róm af þessum
sökum.
-VS/Reuter
V. Þýskaland
Asgeir bestur
Aftur útisigur hjá Stuttgart.
fýBremen áfram efst þrátt fyrir jafntefli
rSigurvins-
son lék mjög vel
og skoraði í Hann
over.
t Ásgeir Sigurvinsson var í ess-
inu sínu I gærkvöldi þegar Stutt-
gart sigraði Hannover 3-1 á úti-
velli í vestur-þýsku Bundeslig-
unni í knattspyrnu. Hann lék
mjög vel, var telinn besti maður
vallarins, og skoraði þriðja mark
Stuttgart úr vítaspyrnu. Annar
sigur Stuttgart í fimm leikjum og
báðir hafa verið á útivöllum.
Werder Bremen heldur forystu
sinni í deildinni þrátt fyrir 3-3
jafntefli í Köln í gærkvöldi. Dick-
el og Steiner komu Köln í 2-0 á
fyrstu 2 mínútunum. Völler svar-
aði fyrir Bremen á 14. mínútu,
2-1, en Geils skoraði jafnharðan
fyrir Köln - staðan 3-1 eftir kort-
er. Snemma í síðari hálfleik gerði
Evrópuúrvalið
Maraþonið
ÍR-sveitin
sigraði
ÍR-ingar sigruðu örugglega í
sveitakeppni Reykjavíkur maraþons-
ins sem fram fór fyrir skömmu. Sveit
ÍR skipuðu Ágúst Ásgeirsson, Birgir
Þ. Jóakimsson og Steinn Jóhannsson
og fengu þeir samanlagt tímann
1:14,39 klst. Sveit Bifreiðabygginga
(Valdimar Jónsson, ísak Örn Jónsson
og Finnur Thorlacius) varð í öðru sæti
á 1:18,59 klst. og sveit Aspar 1 (Jón
Grétar Hafsteinsson, Guðjón Árni
Ingvarsson og Sigurður Pétursson) í
þriðja sæti á 1:23,11 klst.. Alls tóku
24 sveitir þátt í keppninni.
Firma-
keppni ÍR
Hin árlega firmakeppni Knatt-
spyrnudeildar ÍR utanhúss verður
haldin dagana 13.-15. september.
Þátttökugjald verður kr. 3.500. Þátt-
taka tilkynnist í síma 82855, Bcrgþór
eða Hans, fyrir þriðjudaginn 10. sept-
ember. Nánari upplýsingar fást einnig
í sama síma.
Stjömur hætta við!
Bresku hlaupagarparnir Se-
bastian Coe og Steve Cram og
norska hlaupadrottningin Ingrid
Kristiansen hafa öll dregið sig
útúr Evrópuúrvalinu í frjálsum
íþróttum sem keppir í heimsbik-
arkeppninni í Ástralíu eftir mán-
uð. Tveir aðrir öflugir hlauparar,
David Redmond frá Bretlandi og
Ralf Lúbke frá V.Þýskalandi,
hafa einnig hætt við þátttöku.
Þetta veikir Evrópuliðið talsvert
og ritari Frjálsíþróttasambands
Evrópu sagði í gær að endanlegt
lið yrði ekki tilkynnt fyrr en eftir
lokamót Grand Prix í Róm um
næstu helgi. Sem kunnugt er var
Einar Vilhjálmsson valinn full-
trúi Evrópu í spjótkasti karla
fyrir keppnina. -VS/Reuter
Skotland
Dalglish
úr leik
Kenny Dalglish, fram-
kvæmdastjóri Liverpool og
lykilmaður í skoska landslið-
inu, getur ekki leikið hinn
þýðingarmikla leik Skota
gegn Walesbúum á þriðjudag-
inn kemur. Hann er meiddur á
hné og Ijóst er að hann verður
ekki orðinn nógu góður í tæka
tíð. Dalglish hefur leikið 97
landsleiki fyrir Skota, fleiri en
nokkur annar. Skotar þurfa
a.m.k. jafntefli í Wales til að
komast í lokakeppni HM í
knattspyrnu.
-VS/Reuter
Enska knattspyrnan
Besta byrjun í 80 ár!
Man. Utd. malaðiNewcastle. Tottenhamtókvið sér
Það stöðvar ekkert Manchcster Un-
ited þessa dagana. I gærkvöldi vann
liðið sinn sjötta sigur í jafnmörgum
leikjum í 1. deild ensku knattspyrn-
unnar og hefur ekki byrjað svona vel í
80 ár. Það var ósigrað lið Newcastle
sem var tekið í bakaríið á Old Traff-
ord í gærkvöldi - Frank Stapleton
skoraði á 5. mínútu og aftur á 11.
mínútu en yfirgaf leikvöllinn meiddur
á fæti skömmu síðar. Mark Hughes
skoraði þriðja markið á 61. mín.
Úrslit í Englandi í gærkvöldi:
Tottenham-Chelsea 4-1
W.B.A.-Aston Villa 0-3
2. deild:
Brighton-Leeds 0-1
Stoke-Grimsby 1-1
Tottenham tók heldur betur kipp
eftir þrjú töp í röð og malaði nágrann-
ana úr Chelsea sem voru taplausir og
1. deild:
Leicester-Watford......
Manch.Utd-Newcastle ....
. 2-2
. 3-0
Noregur
Islendingaliðin
í fallbaráttu
Staða beggja „Islendingalið-
anna“ í norsku 1. deildinni í
knattspyrnu er slæm. Á sunnu-
daginn var töpuðu bæði, Brann
2-1 fyrir Molde á útivelli og Start
2-1 heima gegn Rosenborg.
„Allir sjá að ekki er hægt að
láta sig dreyma um að Tony
Knapp geti gert Brann að topp-
liði þegar hann tekur við því á
næsta ári,“ segir í umsögn iiorska
Dagblaðsins um leik Brann og
Molde. Blaðið gefur engum leik-
manni Brann stjörnu fyrir leikinn
en það metur frammistöðu leik-
manna á svipaðan hátt og Þjóð-
viljinn. „Enginn sem ann góðri
knattspyrnu grætur stöðu Brann í
deildinni," segir ennfremur í
greininni. Lítið er minnst á
Bjarna Sigurðsson markvörð en
hann hefur fengið mikið lof fyrir
frammistöðu sína í sumar.
Guðbjörn Tryggvason lék síð-
ustu 16 mínúturnar með Start
gegn Rosenborg. Það var jafn
leikur og Start nálægt því að jafn í
lokin. Þegar 5 umferðum er ólok-
ið hefur Lilleström 24 stig, Ros-
enborg 23, Vaalerengen, Kongs-
vinger og Viking 19, Molde 18,
Moss 16, Bryne 15, Mjöndalen
og Start 14, Brann 13 og Eik 6
stig. -VS
Sviss
Luzem
steinlá
Mark dæmt
af Sigurði
Sigurður Grétarsson og fé-
lagar í Luzcrn fengu skell í
gærkvöldi þegar þeir töpuðu
5-1 fyrir nágrannaliðinu Aar-
au i svissnesku 1. deildinni í
knattspyrnu.
Sigurður skoraði mark í
leiknum en það var dæmt af
vegna rangstöðu. Aarau
leiddi 1-0 í hálfleik en Luzern
jafnaði fljótlega eftir hlé. Tvö
mörk á sömu mínútunni brutu
síðan niður Luzern en sigur-
inn var of stór miðað við gang
leiksins. Luzern datt úr öðru
sætinu niður í fimmta við
þetta tap en Aarau komst í
þriðja sæti. Servette er efst
sem fyrr.
-VS
svo Bremen tvö mörk á þremur
mínútum, Pezzey og Völler voru
þar að verki, og þar með lauk
markaskoruninni.
Hamburger malaði Mönc-
hengladbach 4-1. Magath,
Grundel, Jakobs og Lux komu
Hamburger í 4-0 áður en Bruns
kom Gladbach á blað.
Dússeldorf vann góðan sigur á
Dortmund, 4-2, og Núrnberg
sigraði Leverkusen 3-2.
Staða efstu liða:
Bremen............5 3 2 0 15- 6 0
Numberg...........5 3 1 1 11- 6 7
Gladbach..........5 3 1 1 10- 6 7
Mannheim..........5 2 2 1 8- 6 7
Bochum...........5 3 0 2 10-10 6
Uerdingen.........5 3 0 2 7- 9 6
Hamburger.........4 2 11 9-5 5
Bayern............4 2 11 6-3 5
Stuttgart.........5 2 1 2 8- 7 5
-VS
Hercules
Jafntefli
Hercules, lið Péturs Péturs-
sonar, gerði jafntefli, 2-2, við hið
sterka lið Atletico Madrid í 1.
deild spænsku knattspyrnunnar í
gærkvöldi. Hercuies er þá með 1
stig eftir tvær fyrstu umferðir
deildarinnar.
-VS
HM unglinga
Spánn-Brasilía
Það verða Spánn og Brasilía sem
leika til úrslita í heimsmeistarakeppni
unglingalandsliða í knattspyrnu.
Undanúrslitin voru leikin í Moskvu í
gær, Spánvcrjar lögðu Sovétmenn 4-3
í vítaspyrnukeppni eftir að staðan
hafði verið 2-2 eftir framlenginu og
Brasiliumenn sigruðu Nígeríu 2-0.
-VS/Reuter
höfðu aðeins fengið á sig eitt mark í
fimm leikjum. Graham Roberts og
Paul Miller komu Tottenham
snemma í 2-0 og John Chicdozie
skoraði þriðja markið fyrir hlé. Kerry
Dixon lagaði stöðuna í 3-1 en Mark
Falco svaraði fljótlega, 4-1. Colin
Pates hjá Chelsea var rekinn útaf og
fimm voru bókaðir. Glenn Hoddle,
sem lagði upp öll fjögur mörk Totten-
ham haltraði síðan af leikvelli,
meiddur í nára. Mikið áfall fyrir
enska landsliðið sem mætir Rúmen-
um í næstu viku ef meiðsli hans reyn-
ast alvarleg.
Staða efstu liða í 1. deild:
Man.Utd...............6 6 0 0 15-2 18
Everton...............6 4 1 1 14-6 13
Sheff.Wed............6 4 11 9-8 13
Liverpool.............6 3 2 1 13-5 11
Chelsea...............6 3 2 1 8-5 11
Newcastle.............6 3 2 1 9-8 11
Watford............. 6 3 1 2 14-9 10
Arsenal...............6 3 1 2 8-8 10
-VS/Reuter
Frank Stapleton - tvö mörk í byrjun
og svo beint útaf!
Kvennaboltinn
Jafntefli á KR-velli
KR og Valur skildu jöfn, 1-1, á KR-
vcllinum í 1. deild kvenna í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Þetta var síðasti
leikur KR-stúlkna og hlutu þær 20
stig en Valur, sem einnig hefur 20 stig,
berst við Þór (19) um þriðja sætið.
Mikið rok var í gærkvöldi og setti
það strik í spilið. Valsstúlkurnar sóttu
heldur meira til að byrja með og á 17.
mínútu skoraði Kristín Arnþórsdóttir
eftir gott samspil. KR-ingar gáfust
ekki upp heldur sóttu meira eftir
markið en fleiri urðu mörkin ekki í
fyrri hálfleik.
KR-stúlkurnar spiluðu á móti í
seinni hálfleik en höfðu betur og
jöfnuðu á 7. mínútu. Þær fengu vít-
aspyrnu og úr henni skoruðu víta-
skyttan þeirra, Arna Steinsen. Valss-
túlkurnar sóttu nær látlaust það sem
eftir var. „Lína“ markvörður KR
varði oft á tíðum mjög vel og var besti
maður liðsins. Á síðustu sekúndu
leiksins voru svo KR-stúlkurnar
heppnar að fá ekki á sig vítaspyrnu.
Því miður gat leikurinn ekki hafist
á réttum tíma vegna þess að dómara
vantaði, eins og oft vill brenna við í
kvennaleikjunum. Vonandi fer þetta
ástand að lagast!
-MHM
Fimmtudagur 5. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23