Þjóðviljinn - 04.10.1985, Síða 2
FRETT1R
Lárus
Björnsson
látinn
Nýiátinn er á Akureyri Lárus
Björnsson, trésmíðameistari, há-
aldraður orðinn, fæddur 1. janú-
ar 1893. Lárus var húnvetningur,
bróðir hins landskunna rithö-
fundar og fræðimanns, Magnús-
ar heitins Björnssonar, bónda á
Syðra-Hóli.
Á yngri árum stundaði Lárus
sjóróðra sunnanlnds svo sem títt
var um norðlendinga, og gekk þá
jafnan í ver og úr. Til Akureyrar
mun Lárus hafa flutt upp úr 1930.
Um margra ára skeið rak Lárus
amboðaverksmiðjuna Iðju á Ak-
ureyri, ásamt Sveinbirni
Jónssyni.
Lárus Björnsson var mikill og
heill sósíalisti og lét þar aldrei
sitja við orðin tóm. Hann lét sig
ekki muna um það að færa Al-
þýðubandalaginu á Akureyri
heila húseign að gjöf, sem að
sjálfsögðu er við hann kennd og
nefnd Lárusarhús.
Lárusar Björnssonar mun nán-
ar verða minnst hér í blaðinu.
-mhg
Leikbrúðuland. Pað er geysimikil upphefð fyrir íslenskt brúðuleikhús að fá fyrstu verðlaun í landi þar sem
brúðuleikhúshefð er fyrir hendi, sögðu Helga Steffensen, Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacíus og Þórhallur
Sigurðsson sem eru nýkomin heim úr sex vikna ferðalagi um Júgóslavíu, Frakkland og Italíu, þar sem Leikbrúðuland
sýndi Tröllaleiki á fimm stöðum.
( Frakklandi tókum við meðal annars þátt í alheimshátíð brúðuleikhúsa sem kölluð er hátíð heimsálfanna fimm. í
Júgóslavíu sýndum við í Ljubljana, Belgrad og Zagreb þar sem Tröllaleikir unnu til fyrstu verðlauna. Við fengum
stórkostlegar móttökur og það er gaman að koma í þessi lönd þar sem brúðuleikhús er tekið í alvöru. Fólk er alið upp
við brúðuleikhús frá blautu barnsbeini og hefðin birtist meðal annars í því að það eru mest karlar sem fást viö
brúðuleikhús.
Það má segja að Island sé svo sannarlega komið á kortið og í framahldi af þessari ferð fengum við boð til landa bæði í
Evrópu og öðrum heimsálfum. Við leggjum af stað til Vínar eftir hálfan mánuð og sýnum Tröllaleiki þar. Það getur
komið til greina að sýna Tröllaleiki hér heima því sýningin er töluvert breytt frá því við sýndum fyrst. Allar
sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum hafa keypt verkin fjögur sem Tröllaleikir samanstanda af og er búið að sýna þá í
Finnlandi.
Verktakasambandið
Vantraust á Landsvirkjun
Verktakasamband íslands hefur miklar áhyggjur afhiður skurði Landsvirkjunar
og ríkisins íframkvæmdum. Virkjanaáœtlanir Landsvirkjunar út í hött
Ef haldið verður áfram að
skera virkjanaframkvæmdir
og framkvæmdir á vegum hins
opinbera niður eins og fyrirsjáan-
legt er, er ekkert framundan í
verktakaiðnaði annað en upp-
sagnir og svartnætti. Stjórn
Landsvirkjunar hcfur sýnt
fullkomið ábyrgðarleysi í stjórn
virkjanaframkvæmda og niður-
skurðurinn við Blöndu nú kemur
mjög harðlega niður á okkur,
sagði Pálmi Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Verktakasam-
bands íslands á fundi með frétta-
mönnum í gær, en eins og kunn-
ugt er ákvað stjórn Landsvirkj-
unar nýverið að skera fram-
kvæmdir við Blöndu niður um
450 miijónir króna.
„Þegar hefur komið til upp-
sagna hundruða manna í verktak-
aiðnaði og það verður enn meiri
samdráttur í vetur ef ekkert verð-
ur að gert. Við lýsum yfir fullu
vantrausti á stjórn Landsvirkjun-
ar og áætlanagerð hennar í virkj-
anaframkvæmdum, sem byggðar
eru á forsendum sem eru algjör-
lega úr lausu lofti gripnar. Virkj-
anaframkvæmdir hafa verið mjög
sveiflukenndar og þær sveiflur
hafa verið alltof krappar. Topp-
arnir hafa leitt til offjárfestingar í
verktakaiðnaði og nú sitja menn
uppi með rándýr tæki sem líklega
verður að selja úr landi. Ef fram-
kvæmdir hefjast að nýju af krafti
eftir nokkur ár er alls ekki víst að
hér á landi verði til nógu sterkir
aðilar til að annast þær, og þá
verður að fá erlenda aðila til.“
Pálmi lýsti einnig miklum
áhyggjum yfir þeirri fyrirætlan
ríkisstjórnarinnar að leggja 25%
vörugjald á byggingarefni og
taldi það myndi leiða til 5%
hækkunar byggingarkostnaðar.
„Byggingariðnaðurinn er á
hraðri niðurleið og þetta mun
valda algjöru hruni ef til kemur.“
gg
Jafntefli
Karpov og Kasparov
gerðu
stórmeistarajafntefli
Tólftu skákinni lauk með jafn-
tefli eftir aðeins átján leiki. Kasp-
arov fórnaði peði í áttunda leik og
þegar hann var síðan búinn að
koma liði sínu út og vinna peðið
til baka sömdu meistararnir um
jafntefli. Staðan í einvíginu eftir
að það er hálfnað er því 6-6.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garry Kasparov
Taimanov afbrigðið í Sikileyjar-
vörn.
1. e4 c5 5. Rb5 d6
2. Rf3 e6 6. c4 Rf6
3. d4 cxd4 7. Rlc3 a6
4. Rxd4 Rc6 8. Ra3 d5
Nýjung. Svartur fórnar peði en
nær smá frumkvæði í staðinn.
9. exd5 exd5
10. cxd5
Eftir 10. Rxd5 Rxd5 svarar
svartur 11. cxd5 með Bb4+ og
11. Dxd5 með De7+ 12. Be3 og
Be6 og hefur sómastöðu í báðum
tilvikum.
10. - Rb4 15. Rc2 Rxe3
11. Bc4 Bg4 16. Rxe3 De6
12. Be2 Bxe2 17. 0-0 Bc5
13. Dxe2+ De7 18. Hfel 0-0
14. Be3 Rbxd5 jafntefli.
8 1 I# 1
7 Mti mmi
6 i wm ■
5 W i !§ H
4 Í JB, ■
3 m a ■
2 &u i m&Ms
1 n m 2 á?
Alþýðubandalagið
ABR sendir 85 fulltnía á landsfundinn
Fulltrúar ABR á landsfund Al-
þýðubandalagsins 7.-10. nóv-
ember n.k. voru kjörnir á fjöl-
mennum fundi s.l. fimmtudags-
kvöld. Félagið sendir 85 fulltrúa á
landsfundinn og voru jafnmargir
kjörnir til vara.
Aðalmenn voru kjörnir (at-
kvæðatölur í sviga): Adda Bára
Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi (70),
Arna Jónsdóttir, fóstra, (62),
Arnór Pétursson, fulltrúi (63),
Áifheiður Ingadóttir, blaðamað-
ur (63); Árni Bergmann, ritstjóri
(45), Ásdís Skúladóttir, félags-
fræðingur (43), Ásmundur S.
Hilmarsson, form. Félags bifvél-
avirkja (48), Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASf (68), Baldur
Óskarsson, háskólanemi (47),
Bergþóra Gísladóttir, kennari
(52), Bjargey Elíasdóttir, skrif-
stofumaður (54), Bragi Guð-
brandsson, félagsmálastjóri (36),
Dagný Haraldsdóttir, húsmóðir
(38), Einar Olgeirsson, fyrrv.
þingmaður (56), Elísabet Þor-
geirsdóttir, skáld (47), Emil
Bóasson, landfræðingur (62), Er-
lingur Viggósson, skipasmiður
(59), Esther Jónsdóttir, varafor-
maður Sóknar (47), Gerður G.
Óskarsdóttir, kennari (45), Gils
Guðmundsson, fyrrv. alþingism.
(36), Gísli B. Björnsson,
auglýsingateiknari (38), Gísli
Gunnarsson, sagnfræðingur (53),
Grétar Þorsteinsson, formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur
(66), Guðjón Jónsson, formaður
Málm- og skipasmiðasamb. ísl.
(53), Guðmundur J. Guðmunds-
son, alþingism. formaður VMSÍ
(56), Guðmundur Hallvarðsson,
verkamaður (47), Guðmundur Þ.
Jónsson, formaður Landssamb.
iðnverkafólks (51), Guðni A. Jó-
hannesson, formaður Búseta
(38), Guðrún Ágústsdóttir, borg-
arfulltrúi (63), Guðrún Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
(41) , Guðrún Guðvarðardóttir,
skrifstofumaður (36), Guðrún
Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
(59), Guðrún Helgadóttir, al-
þingism. (68), Gunnar Guttorms-
son, deildarstjóri (45), Gylfi Páll
Hersir, eðlisfræðingur (58),
Hanna Kristín Stefánsdóttir,
kennari (39), Haraldur
Steinþórsson, framkvæmdastj.
BSRB (59), Helga Sigurjónsdótt-
ir, kerfisfræðingur (48), Helgi
Guðmundsson, trésmiður (55),
Hrafn Magnússon, form. SAL
(42) , Ingi R. Helgason, forstjóri
(40), Ingibjörg Haraldsdóttir,
skáld (47), Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendasamtak-
anna (41), Jónína Benediktsdótt-
ir, skrifstofumaður (60), Kjartan
Ólafsson, fyrrv. ritstjóri (58),
Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari
(62), Kristján Valdimarsson,
skrifstofustjóri (53), Lena M.
Rist, kennari (49), Loftur Gutt-
ormsson, sagnfræðingur (41),
Margrét S. Björnsdóttir, þjóðfé-
lagsfræðingur (49), Margrét
Guðnadóttir, prófessor (47),
Margrét Pála Olafsdóttir, vara-
form. Fóstrufélagsins (49), Mar-
grét Tómasdóttir, ritari (42), Már
Guðmundsson, hagfræðingur
(43), Nanna Rögnvaldsdóttir,
nemi (32), Ólöf Ríkarðsdóttir,
ritari (57), Óskar Guðmundsson,
ritstjórnarfulltr. (44), Óttar
Magni Jóhannsson, sjómaður
(43), Páll Bergþórsson, veður-
fræðingur (49), Pétur Tyrfings-
son, verkamaður (42), Ragna Öl-
afsdóttir, kennari (42), Ragnar
A. Þórsson, verkamaður (40),
Reynir Ingibjartsson, fram-
kvæmdastjóri (45), Sigurdór Sig-
urdórsson, blaðam. (55), Sigurð-
ur Harðarson, arkitekt (36), Sig-
urður G. Tómasson, fulltrúi (42),
Sigurjón Pétursson, borgarfull-
trúi (67), Sigurlaug Gunnarsdótt-
ir, verkakona (36), Silja Aðal-
stcinsdóttir, ritstjóri (56), Skúli
Thoroddsen, lögmaður (55),
Stefanía Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri (36), Steinar Harð-
arson, formaður ABR (68),
Steinunn Jóhannesdóttir, leikari
(60), Svanur Jóhannesson, bók-
bindari (37), Svava Jakobsdóttir,
rithöfundur (61), Svavar Gests-
son, formaður ÁB (73), Tryggvi
Þór Aðalsteinsson, framkvæmd-
astj. MFA (62), Ulfar Þormóðs-
son, framkvæmdastj. (37), Vil-
borg Harðardóttir, útgáfustjóri
(70), Þorbjörn Broddason, lektor
(62), Þorbjörn Guðmundsson,
varaform. Trésmiðafél. Reykja-
víkur (35), Þórhallur Sigurðsson,
leikari (36), Þráinn Bertelsson,
rithöfundur (40), Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastj. Dagsbrún-
ar (49) og Össur Skarphéðinsson,
ritstjóri (61).