Þjóðviljinn - 04.10.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Qupperneq 3
* ______________________FRETTIR__________ P Ríkisstjórnin Otryggtundir Alexander og Jóni Hugmyndir uppi innan Framsóknar aðfá ráðherrastóla undir Guðmund Bjarnason ogDavíð Aðalsteinsson. Við ungir framsóknarmenn höfðum mikil áhrif á það hverjir urðu ráðherrar á sínum tíma fyrir Framsóknarflokkinn og við munum styðja við bakið á núver- andi ráðherrum, sagði Finnur Ingólfsson formaður SUF í viðtali við Þjóðviljann í gær, en innan Framsóknarflokksins eru nú komnar upp raddir um að nota tækifærið og losa sig við Alexand- er Stefánsson félagsmálaráðherra og Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra um leið og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mannaskipti í ráðherrastólunum. Þeir sem helst eru nefndir sem ráðherraefni um þessar mundir eru þeir Davíð Aðalsteinsson sem taka ætti við landbúnaðarráðu- neytinu og Guðmundur Bjarna- son sem ætti að gerast húsnæð- ismálaráðherra. Uppúr sl. ára- mótum kom sú hugmynd fram innan Framsóknarflokksins m.a. í blaðaviðtali við forsætisráð- herra, að skipt yrði um ráðherra Framsóknarflokksins um leið og Sjálfstæðisflokkurinn umstokk- aði sínum ráðherralista, en það rann allt út í sandinn einsog kunnugt er. Þegar Þjóðviljinn bar viðhorf formanns SUF undir áhugamenn í Framsóknarflokknum um mannabreytingar, sögðu þeir, að það væri pólitískt glapræði að reyna ekki að lappa uppá fram- sóknarráðherrana ef Sjálfstæðis- flokkurinn gerði það hjá sér. -óg, Kjarabarátta Verkfall hjá Securitas Dagsbrún boðar verkfall áfyrirtœkið Securitas nk. miðvikudagskvöld eftir árangurslausar samningaviðrœður Verkamannafélagið Dagsbrún hefur boðað vinnustöðvun á Sec- uritas frá og með miðnætti n.k. mánudagskvöld. Um 50 félags- menn Dagsbrúnar starfa hjá fyrirtækinu sem annast öryggis- gæslu. í gær slitnaði uppúr samninga- fundi deilduaðila hjá ríkissátta- semjara en samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu tvær vik- ur. Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Dags- brúnar hefur enginn árangur orð- ið af þessum samningaviðræðum og ekki hefur verið boðað til nýs fundar eftir að slitnaði uppúr í gær. -|g. Vorhvöt Geir á það skilið Þann 19. sept. sl. var Geiri Hallgrímssyni utanríkisráðherra Islands veitt embætti heiðursfor- manns ráðs Atlantshafsbanda- lagsins. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu er hér um virð- ingartitil að ræða, en heiðursfor- setinn fær það í sinn hlut að fara með ræður í upphafi beggja aðal- funda ráðsins í desember og júní. Kvenfélagið Vorhvöt fagnar því hve skjótt bandarísk og ís- lensk yfirvöld hafa í sameiningu brugðist við hvatningu félagsins (frá 29. ág. sl.) um verðskuldaða viðurkenningu til handa Geiri Hallgrímssyni og þakkir fyrir dygga þjónustu í þágu beggja þjóðanna, þeirrrar íslensku og hinnar bandarísku. Það ef einmitt í Atlantshafs- bandalaginu sem þessar tvær nánu vinaþjóðir eiga sameigin- legan vettvang, sem öðrum frem- ur er við hæfi þegar heiðra skal Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra íslands. Að lokum óskar Kvenfélagið Vorhvöt fulltrúum á næstu tveimur aðalfundum ráðs Atl- antshafssbandalagsins til ham- ingju með að mega verða þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á Geir Hallgrímsson fara með ræður. Reykjavík 22. sept. 1985 Kvenfélagið Vorhvöt Frá v.: Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, Steingrímur Jónsson, bókavörður á Selfossi og Leó Löveforstjóri isafoldar. Mynd: Sig. ísafold Ný bók Guðmundar Dan Skáldið 75 ára í dag og gefur ísafold út nýja skáldsögu, Tólftónafuglinn enforlagið gafútfyrstu bókþessfyrir hálfri öld Guðmundur Daníelsson rithöf- undur er 75 ára í dag. í tilefni af því gefur ísafold út nýja skáld- sögu eftir hann, Tólftónafuglinn. Er það vel til fundið því ísafold gaf einnig út fyrstu skáldsögu Guðmundar fyrir 50 árum. Þá mun Bæjar- og héraðsbóka- safnið á Selfossi efna til sýningar á öllum bókum Guðmundar Daníelssonar, handritasafni, vél- riti og próförkum af flestum bókunum. Eina bók vantar þó í þetta mikla safn en það er þýsk þýðing á skáldsögunni Á bökkum Bolafljóts, sem kom út í Þýska- landi árið 1940. Upplagið týndist í heimsstyrjöldinni og hefur ekki fundist síðan. Sýningin er í Bóka- safninu á Selfossi og verður opin fram eftir októbermánuði mánu- daga til föstudaga kl. 1-9 e.h. Guðmundur Daníelsson hefur verið geysilega mikilvægur og fjölhæfur rithöfundur. Hafa komið út eftir hann um 50 bækur, sú fyrsta 1934 og síðan, að heita má, ein á ári hverju, stundum tvær. Eru þær af margvíslegum toga: stærri skáldsögur, smá- sögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, viðtalsbækur o.s.frv. Um Tólftónafuglinn mun síðar verða fjallað hér í blaðinu. -mhg Margt nýtt í vetrardagskrá Leiðrétting Nokkur orð í grein Jóhanns JE. Kúld í blaðinu í gær féllu út þar sem verið var að fjalla um tillögur Skúla Alexanderssonar. 5. gr B- liðar á að vera: „Janúar, febrúar og mars skal ekki nota minni möskva í þorskanet en 1VV‘ frá Hvalbak að Látrabjargi. Annan tíma ekki minni en 7“ möskva.“ Eins og setningin var í greininni var hún óskiljanleg en með þess- ari bragarbót ætti hún að komast til skila. Morgunvaktin sem fréttastofa útvarps hefur umsjón með hefur nú komið í stað morgunútvarps- ins milli klukkan 7.15 og 9. Um- sjónarmenn Morgunvaktarinnar eru þrír hverju sinni, tveir frétta- menn og einn fulltrúi tónlistar- deildar. Fyrst um sinn hafa fréttamenn- irnir Gunnar E. Kvaran og Sig- ríður Ámadóttir og fulltrúar tónlistardeildar Hanna G. Sig- urðardóttir og Magnús Einarsson umsjón með Morgunvaktinni. Margar aðrar nýjungar em á döf- mm hjá útvarpinu og skulu nokkrar tíndar til hér. Fyrir hádegi fjóra daga vikunn- ar verða fluttir 20 mínútna þættir undir nafninu Úr atvinnulífinu og hefjast þeir klukkan 11.10. Má þar nefna þætti um stjórnun og rekstur, þætti um málefni iðnað- ar, um sjávarútveg og fiskvinnslu og þætti um málefni verkalýðs- ins. Dagskrárdeild hefur einnig út- sendingar fastra þátta kl. 13.30 um fjölskyldumál, heilsurækt, skóla og samstarf heimila og skóla og þættir um umhverfismál og neytendamál. Þá munu og þættir um menn- ingarmál setja ríkan svip á dag- skrána til dæmis bókaþættir og umræðuþættir um listir og bók- menntir. Þættir um málefni kvenna verður fastur liðru á mán- udagskvöldum fram að ára- mótum, sagnfræðinemar sjá um vikulegan þátt og á sunnu- dagsmorgnum verður rætt við lærða menn og leika um íslend- ingasögurnar, og svo mætti lengi telja. útvaps Barna og unglingadeild út- varpsins hefur látið gera tíu hálf- tíma þætti úr íslenskum þjóð- sögum og rás 2 mun flytja efni fyrir böm tvisvar í viku. Frá tónlistardeild koma þær fréttir að dreifikerfi rásar 2 verði á sunnudagskvöldum notað til flutnings viðameiri tónleika en unnt er að flytja í almennri dag- skrá og einnig verður boðið uppá tónlist tveggja kynslóða þar sem sonur eða dóttir og foreldri velja tónlist og skiptast á skoðunum um hana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.