Þjóðviljinn - 04.10.1985, Page 4
LEIÐARI
Linka Framsóknar
Eitt mikilvægasta mál sérhverrar ríkisstjórnar
er gerö fjárlaga. Fjárlögin ákvaröa að verulegu
leyti skatta og framkvæmdir á hverju ári, og ætli
flokkur sem á sæti í samsteypustjórn að koma
stefnumálum sínum í framkvæmd, þá þýöir ekki
fyrir hann aö standa álengdar hjá og horfa á
hinn stjórnarflokkinn smíða lögin, hann verður
aö berjast fyrir stefnumálum sínum meö oddi og
egg-
Linkan í Framsóknarflokknum er hins vegar
oröin slík, og hræöslan við stjórnarslit og kosn-
ingar svo mögnuö, aö viö fjárlagagerðina viröist
hann bara lufsast meö Sjálfstæöisflokknum
einsog klepri aftan á kú, og reynir ekki einu sinni
aö koma málum sínum fram.
Stóreignaskatturinn er mjög gott dæmi um
linku Framsóknar. Á fundum talar Framsóknar-
forystan hátt og mikið um nauösyn þess aö
koma slíkum skatti á. Það er líka Ijóst, aö meðal
almennra Framsóknarmanna er mikill og víö-
tækur stuöningur fyrir stóreignaskatti, einsog
flestir óbreyttra þingmanna Framsóknarflokks-
ins viöurkenna í einkasamtölum. Ungir Fram-
sóknarmenn hafa líka æ ofan í æ gert sam-
þykktirsem lúta einmitt aö því. Innan ríkisstjórn-
arinnar hefur hins vegar Sjálfstæöisflokkurinn
variö hagsmuni stóreignamanna eöli sínu sam-
kvæmt, og staðið harkalega gegn stóreigna-
skatti. Og linkan í Framsókn er oröin slík, aö hún
lét kúga sig í málinu án teljandi mótspyrnu.
Þaö er raunar eftirtektarvert, aö Framsókn-
arflokkurinn er orðinn svo hræddur viö kosning-
ar, aö í hvert sinn sem úr herbúðum Sjálfstæðis-
flokksins berst eitthvað sem hægt er aö túlka
sem hótun um stjórnarslit, þá reisir Framsókn
hvíta flaggið og gefst upp.
Flokkurinn óttast kosningar og dóm kjós-
enda, og þaö er raunar skiljanlegt miðað við
frammistöðuna í ríkisstjórninni.
Þaðereftirtektarvert, aö Framsóknarforystan
er svo upptekin viö aö halda sér á ráðherrastól-
unum, að flokkurinn viröist hafa lítinn áhuga og
þarafleiðandi óskýra afstööu til fjárlaganna.
Þannig var þingsveit flokksins í upphafi hjartan-
lega sammála tillögum sem komu úr ríkisstjórn-
inni um fjárlög. En þegar þingflokkur Sjálfstæð-
ismanna skipti um skoðun á fjárlögunum vegna
innanflokksátaka um ráðherrastóla, þá ber svo
við að Framsóknarflokkurinn skiptir líka um
skoðun. Allt í einu er hann orðinn sammála
Sjálfstæöisflokknum um aö fjárlagadrögin sem
flokkarnir voru aö enda viö aö samþykkja að
væru góð, séu nú orðin vond!
Þessi röklausa hegðun Framsóknarflokksins
er vægast sagt mjög furðuleg. Hún bendir tili
þess aö annaðhvort sé ekki lengur til vottur af
sjálfstæðri hugsun í kollinum á Framsóknarfor-
ystunni, eða þá Framsóknarflokkurinn sé reiðu-
búinn að gleypa allt til að forðast stjórnarslit ogi
kosningar.
Enn furöulegri eru þó ummæli forsætis-
ráöherrans, Steingríms Hermannsspnar, sem
ríkisfjölmiðlar höföu eftir honum frá ísrael. Þar
lýsti hann því yfir án þess að blikna, aö hann hafi
í rauninni alltaf veriö meö því aö skera meira
niöur úr fjárlagadrögunum! Auövitaö datt ríkis-
fjölmiðlunum ekki í hug aö spyrja, hví í ósköpn-
um blessaður maðurinn var þá að samþykkja
drögin nokkrum dögum fyrr.
í sama viðtali var ekki hægt aö skilja annaö á
forsætisráöherra en að þar sem ráðuneyti Sjálf-
stæðisflokksins ráöið 80 af hundraði fjárlag-
anna, þá væri það í rauninni honum aö kenna
aö fjárlagadrögin væru of há. Framsókn bæri
þar ekki nokkra ábyrgð. í sama streng er tekið í
leiðara NT, málgagns Framsóknarflokksins í
gær. Þetta er auðvitað fráleitt viöhorf. Fram-
sóknarflokkurinn ber nákvæmlega sömu
ábyrgð á fjárlagaöngþveitinu og Sjálfstæöis-
menn og getur á engan hátt skotið sér undan
henni.
Hitt er svo annað mál, að Framsókn virðist
gleypa allt sem Sjálfstæðisflokkurinn réttir
henni. Linka flokksins er orðin slík og óttinn við
kosningar svo mikill að Sjálfstæðismenn geta
gert það sem þeir vilja. Og flokkur sem ekki
getur annað en skolfið einsog hlaup í hvert sinn
sem samstarfsflokkurinn reisir hárin, hann á
einfaldlega lítið erindi á valdastóla.
-ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Hvaða læti
eru þetta
Menn eru ekkert mikið fyrir
það nú um stundir að taka stórt
upp í sig. Stílstefnan virðist vera
sú að segja heldur færra en fleira.
Og þegar komið er að hinum
stærstu málum er eins víst, að
þeir sem um þau fjalla á prenti
gangi í hring í þykkri þoku.
t>ó kemur það fyrir að skríb-
entar hleypa í sig einhverjum fít-
onsanda. A dögunum var birt
grein í DV um þá Jón Helgason
dómsmálaráðherra og Ólaf Þórð-
arson þingmann og er höfundur
hennar Baldur Hermannsson.
Þar segir m.a.:
„f uppvextinum markaðist
sjóndeildarhringur þeirra af fjós-
haugnum við bæjardyrnar og
fjallinu handan vogsins. Þeim var
ekki kennt neitt um menningu
nútímans. Lífsreynsla þeirra var
öll af toga rollurassa og þorsk-
hausa og þekkingu sína supu þeir
þakklátir af brunnum kýrhalavís-
indanna, sem vissulega þótti
bærilegt veganesti til forna, en
hrekkur ekki langt í siðmenntuðu
borgarsamfélagi".
Og hvert er svo tilefni þessa
hrokafulla gusugangs? Það eitt,
að fyrrgreindir Framsóknarhöfð-
ingjar hafa leyft sér að vera and-
stæðingar sterks bjórs. Þá er í ís-
lenskri umræðu komið að því ör-
lagamáli að allar stflrænar púður-
birgðir verður að sprengja í einu.
Ógnar
hverjum?
Það var forsíðugrein í Alþýðu-
blaðinu í gær undir fyrirsögninni
„Útbreiðsla alnæmis 'í Afríku
ógnar Evrópu“.
Það er engin lygi, að ef það
reynist rétt að um 30 miljónir
Afríkumanna hafi tekið þessa
banvænu pest, eins og í greininni
segir, þá er mikill háski uppi í
Evrópu og víðar. En eitthvað er
það leiðinlegur hugsunarháttur,
sem beinir ekki athyglinni að því
fyrst og fremst, að útbreiðsla al-
næmis í Afríku ógnar fyrst og
fremst Afríkumönnum sjálfum.
Þessi hugsunarháttur kemur líka
fram í svofelldri klausu í
greininni, en þar er haft eftir
dönskumprófessorað „núværi
nauðsynlegt, að ríkisstjórnir á
Vesturlöndum legðu fram mikla
fjármuni til að afla upplýsinga frá
þeim löndum, þar sem sjúkdóm-
urinn herjar“.
Afla upplýsinga stendur þar, til
að VIÐ getum varað okkur bet-
ur.
Það er alltaf verið að stofna fé-
lög og þau eru orðin svo mörg að
allir Islendingar gætu komist í
stjórn þeirra ef þeir kærðu sig
um. Og nú er enn eitt á döfinni og
er mjög sérstætt. Það kallar sig
Frjálsir vegfarendur og ætlar að
stofna sig á Gauki á Stöng á
sunnudaginn kemur.
Þetta er félag þeirra, sem vilja
að aðrir viti sem best um það
frelsi sem þeir njóta, sem fara
ferða sinna í strætó, hjólandi eða
gangandi og er þetta satt best að
segja óvenju gott tilefni til að
stofna félag.
Þorvaldur Örn Árnason skrifar
grein um málið í DV á dögunum
og rekur meðal annars eftirfar-
andi rök fyrir því að ganga eða
hjóla í stað þess að nota einkabfl:
Það er miklu ódýrara. Engin
hætta á að slasa aðra. Sparar
orku, gjaldeyri, viðhald á götum
og bflastæði. Dregur úr mengun
og umferðarþunga. Veldur öðr-
um vegfarendum minni óþægind-
um, slakar á streitu, vinnur gegn
offitu, bætir svefn, eykur þrek og
kraft og tryggir lágmarksútivist.
Og sá sem svo fer að ráði sínu
nýtur betra útsýnis en aðrir menn
og „skynjar nánar umhverfið".
Segi menn svo að það sé aldrei
neitt jákvætt borið fram fyrir
blaðalesendur!
Geðþóttavald
og meiðyrði
Saksóknari er eina ferðina enn
kominn á kreik með meiðyrða-
mál og nú eru það samtök
lögreglumanna sem vilja fá Þorg-
eir Þorgeirsson rithöfund dæmd-
an fyrir óviðurkvæmileg ummæli
um stéttina og hennar fram-
göngu, með tilvísun í frægan laga-
bókstaf og illræmdan um að „að-
dróttun þótt sönnuð sé varðar
sektum ef hún er borin fram á
ótilhlýðilegan hátt“.
Síðast í gær ber lögmaður
Þorgeirs fram ýmisleg gagnrök í
málinu í opnu bréfi til
dómsmálaráðherra, en ákærði
telur, að kæran og málsmeðferð
öll brjóti bæði gegn stjórnar-
skránni og ýmsum gildandi
lögum. Lögmaður segir m.a. um
kæruefnið:
„Rithöfundi hlýtur að vera
heimilt að fjalla almennt um
framkvæmd opinbers valds og
vara við að því sé beitt þannig að
það valdi líf- og heilsutjóni. Hon-
um hlýtur einnig að vera heimilt
að viðhafa þau efnistök, orð og
stfl, sem hann telur rétt, meðan
ekki er vikið að ákveðnum
mönnum. Lesendur geta síðan
látið sér líka vel eða illa“.
Þetta er rétt afstaða og skyn-
samleg og ástæða til að menn taki
undir hana sem best þeir mega.
Það hefur margsannast að
meiðyrðalöggjöfin íslenska er
ekki nema til bölvunar, ekki síst
þar sem reyndin verður sú hvað
eftir annað, að hún er fyrst og
síðast vopn í höndum þeirra sem
nógu hátt hafa prílað í valdapýr-
amída og geta beitt henni að geð-
þótta til að ná sér niðri á
mönnum. Notkun þessarar lög-
gjafar hefur oftar en ekki haft á
sér sterkan blæ pólitískra hefnd-
araðgerða og gerir hana háska-
lega málfrelsi í landinu. -ÁB
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrtta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlit: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ölöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Lftbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingar: Ragnheiður Óladóttir.
Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
AskrMt ó mónuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1985