Þjóðviljinn - 04.10.1985, Page 7
w *
c 3
1=5'
si
3* <
2' °
CQ C
£1)
3?
‘ CD
CQ
CQ
o5'
0)>
-*
0)
0>
3
CO
QjO
< LLI
ll
CÖ 'O
2^
^ w
CÖ CD
o c
JO ÍÖ
C'Ö)
«? to
S’l
x E
^-^Félagsmiðstöð í Kópavogi
Félagsmiðstöðin Agnarögn í
Kópavogi átti tveggja ára afmæli
um síðustu helgi. Af því tilefni brá
Glætan sér í afmælisveisluna og
spjallaði við unga og eldhressa
Kópavogsbúa og einnig við for-
stöðumanninn Ólaf Sigurðsson
(sem einnig er ungur og eldhress
að mati krakkanna í Agnarögn).
„Við komum hingað aðallega
til þess að dansa“, sögðu krakk-
arnir í Agnarögn. „En einnig til
þess að kjafta, spila borðtennis,
horfa á vídeó, starfa í klúbbum og
til að losna að heiman svona
stund og stund“.
Hvenær er opið?
„Það er opið á mánud.,
þriðjud., fimmtud. og sunnu-
dögum frá kl. 8-11. Svo er diskó-
tek annan hvern föstudag og
stundum á laugardögum. Flestir
koma hingað svona 3-4 sinnum í
viku. Á venjulegu kvöldi eru
svona um 40-50 manns hér. En í
gær voru hér um 160-170 krakkar
því það var glæsilegt ball í tilefni
afmælisins“, sagði Ólafur Sig-
urðsson.
Fá krakkarnir að hafa mikil
áhrif á það sem fram fer hér?
„Já, þau geta það ef þau vilja.
T.d. þegar Agnarögn byrjaði
máluðu krakkarnir allt sjálfir.
Svo er starfandi framkvæmda-
nefnd sem skipuleggur starfið
hér. f>að verða kosningar í nefnd-
ina um helgina. f nefndinni eiga
sæti ca. 6 krakkar + starfsmenn.
Ef þeir sem sæti eiga í nefndinni
eru duglegir geta þeir ráðið
miklu“.
Krakkar, hvaða klúbbar hafa
verið starfræktir hér?
„Um tíma var starfandi skíða-
klúbbur, við vonum að hann
verði stofnaður aftur. Svo er pílu-
kastsklúbbur og hinn frábæri
vídeóklúbbur sem hefur afrekað
ýmislegt. Við erum búin að gera
fjórar vídeómyndir. Það var
geysispennandi og lærdómsríkt.
Svo var starfandi ferðaklúbbur
semfórm.a. til Akureyrarífyrra.
Við viljum gjarnan stofna
billjardklúbb á næstunni“.
Er Agnarögn ekki of lftil fé-
lagsmiðstöð fyrir alian Kópavog-
inn?
„Jú, en það stendur til að
stofna félagsmiðstöð einnig í
vesturbænum. Annars er bara
gaman hérna þótt þetta sé lítil fé-
lagsmiðstöð.“ Ólafur forstöðu-
maður var sammála því. „Það
myndast svo náið samband við
krakkana þegar staðurinn er ekki
stærri en þetta“, sagði Ólafur.
Hvernig er reksturinn fjár-
magnaður?
Ölafur: „Það kostar inn á
diskótekin, hingað til hefur kost-
að 50 krónur. En Kópavogsbær
sér um rekstur, borgar laun, o.fl..
Við vildum að vísu gjarnan fá
hærri fárveitingu. T.d. vantar
nýja hátalara og nýtt loftræsti-
kerfi, en við vonumst til þess að
geta bætt úr þessu eftir áramót."
Mega krakkarnir vera undir
áhrifum áfengis hér?
„Nei, ég vill vera stífur á því að
ekki sé drukkið hér. Við höfum
rætt þessi mál við unglingana og
þau skilja þetta vel. Þau vita að
þau verða að fara eitthvað annað
til að drekka. Þau skilja líka að
það er ekki hægt að 16 ára krakk-
ar séu að drekka vín hér því þau
eru fyrirmynd yngri krakkanna.
Og ekki viljum við vera að ýta
undir það að 13 ára krakkar séu
að byrja á þessu“, sagði Ólafur
Sigurðsson að lokum en nú sneri
Glætan sér að nokkrum ung-
lingum og spurði þau eftirfarandi
spurningar: „Hvað myndir þú
gera ef þú væri forstöðumaður
Agnaragnar og með fullar hendur
af peningum?“
Myndi
fara með
skíðaklúbbnum
til Sviss
Margrét Einarsdóttir: „Ég myndi
stækka dansgólfið, kaupa fleiri
plötur og betri græjur. Svo ef
nægir peningar væru fyrir hendi
myndi ég setja aftur á fót skíða-
klúbb og fara með hann til
Austurríkis og Sviss á skíði. Svo
væri ekki amalegt að stofna aftur
ferðaklúbbinn og fara með hann
til Grikklands eða bara til Akur-
eyrar. Einnig myndi ég láta
kynna Agnarögn betur í skólum
svo að fleiri komi hingað. Ég er
sammála því að það sé bannað að
drekka vín hérna en ég myndi
hins vegar láta staðinn vera opinn
lengur um helgar, til svona 3 þeg-
ar diskótek eru haldin“, sagði
Margrét hress í bragði.
Margrét Einarsdóttir, 15 ára nemi í MK
Föstudagur 4. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7