Þjóðviljinn - 04.10.1985, Side 13
Þorsteinn Gauti Sigurðsson heldur
píanótónleika víðs vegar um landið í
október.
Tónlist
Tónleikar
ó tólf
stöðum
Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí-
anóleikari heldur tónleika á tólf
stöðum á landinu í október.
Fyrstu tónleikarnir verða á
Bolungarvík laugardaginn 5. okt-
óber kl. 17. Á sunnudag 6. októ-
ber heldur Þorsteinn Gauti tón-
leika á Flateyri kl. 17, laugardag-
inn 12. október kl. 16 í Keflavík,
sunnudaginn 13. október kl. 17 á
Akranesi, á Egilsstöðum sunnu-
daginn 20. október kl. 17, Nes-
kaupsstað mánudaginn 21. októ-
ber kl. 21, Akureyri laugardag-
inn 26. október kl. 17., Sauðár-
krók sunnudaginn 27. október kl.
17, Húsavík mánudaginn 28. okt-
óber, Mývatnssveit þriðjudaginn
29. október, Borgarnesi sunnu-
daginn 3. nóvember kl. 16 og í
Vestmannaeyjum sunnudaginn
3. nóvember kl. 17.
Á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Chopin, Stravinsky og
Lizst.
fþróttir
Frjóls-
íþróttamót
framhalds-
skóla
Frjálsíþróttamót framhalds-
skólanna verður haldið á laugar-
dag og sunnudag. Keppnin fer
fram á Laugardalsvellinum og
byrjar kiukkan tvö báða dagana.
Keppnin er stigakeppni milli
skólanna og er keppt í tveimur
riðlum. Á laugardag keppir A-
riðill og B-riðill á sunnudag.
Tveir efstu skólarnir í hvorum
riðli keppa svo til úrslita helgina á
eftir.
Framhaldsskólarnir standa
sjálfir að þessu móti sem er at-
hyglisvert framtak og sýnir
samtakamátt þeirra. Þarna mæt-
ist margt af besta frjálsíþrótta-
fólki Iandsins til keppni og verður
örugglega jöfn og skemmtileg
keppni í öllum greinum.
Fyrirlestur
Réttur
Fœreyinga
Erlendur Patursson heldur
fyrirlestur í Norræna húsinu á
sunnudag kl. 17 um réttarstöðu
Færeyja.
Erlendur Patursson er einn af
forvígismönnum í sjálfstæðisbar-
áttu Færeyinga og stofnaði ásamt
fleirum Þjóðveldisflokkinn 1948.
í erindi sínu rekur Erlendur
Patursson hver réttarstaða Fær-
eyja hefur verið á ýmsum tímum
og færir rök að því hvers vegna
Færeyingar eigi rétt á sálfstæði.
Fyririesturinn verður fluttur á
íslensku og eru allir velkomnir.
UM HELGINA
Stúdentaleikhúsið
Rokk fyrir alla
Reykjavíkurfrumsýning á rokkleiknum Ekkó
Ferðin gekk ágætlega og við
fengum mjög góðar viðtökur þar
sem við sýndum, sagði Halldóra
Friðjónsdóttir framkvæmda-
stjóri Stúdentaleikhússins sem er
nýkomið úr leikför um landið
með rokkleikinn Ekkó.
„ Allir virtust skemmta sér, það
kom fólk á öllum aldri, og ég er
hissa á að það skyldi koma svona
mikið af fullorðnu fólki því orðið
rokkmúsík fælir oft frá. Við erum
óneitanlega reynslunni ríkari
eftir þessa ferð og erum búin að
læra hvað það er mikið í kringum
svona leikferðir. Það þarf mikla
skipuiagningu og undirbúning.
Við keyrðum mjög stíft prógram,
vorum með 22 sýningar á 28
dögum en frumsýningin var á
Akranesi.“
Nú er komið að Reykjavíkur-
frumsýningu og verður hún í fél-
agsstofnun stúdenta við Hring-
braut á sunnudag kl. 21. „Við
verðum með fasta sýningardaga,
mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudag, og stundum sunnu-
daga en það er á planinu hjá okk-
ur að fara í styttri ferðir því við
eigum Suðurland alveg eftir“.
„Stúdentaleikhúsið hefur
aldrei sýnt úti á landi áður og
þetta var rosalegt fyrirtæki, 19
manna hópur, 13 leikarar, 4 í
hljómsveitinni og svo ljósamaður
og hljóðmaður. Hver veit hvort
við gerum þetta aftur!?“.
-aró
Vindóshlfð
Kaffihlað-
borð
hjá KFUK
KFUK efnir til kaffihlaðborðs
sunnudaginn 6. október til styrkt-
ar sumarbúðum í Vindáshlíð og
hefst það kl. 15.00 í húsi KFUM
og K við Amtmannsstíg 2B,
Reykjavík.
KFTJK hefur rekið sumarbúð-
irnar í Vindáshlíð frá árinu 1949.
í sumar voru þar 11 flokkar.
Dvaldi hver flokkur að jafnaði
viku í senn. Flestir flokkarnir
Á vegum Ferðafélags íslands
verður farið í tvær gönguferðir á
sunnudag.
í fyrri ferðinni er lagt af stað kl.
10.30 frá Umferðarmiðstöð og
gengið verður milli hrauns og
hlíða á Hrómundartind og niður í
Vindáshlíð, sumarbúðir KFUK. í
sumar var skipt um glugga og komið
fyrir gluggahlerum á matar- og svefn-
skálum.
voru fyrir telpur á aldrinum 9 til
12 ár en auk þess voru unglinga-
flokkar, fjölskylduflokkur og
flokkur fyrir 17 ára og eldri.
Grafning. Verð ferðarinnar er
400 krónur.
Eftir hádegi kl. 13.00 verður
lagt af stað í seinni ferðina sem er
í Jórukleif í Grafningi. Verðið er
400 krónur. í báðar ferðirnar er
frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna
og verða farmiðar seldir við bfl.
Útivist
Fimmþúsundasti
farþeginn
Ferðafélagið Útivist efnir til
nokkurra heigarferða og eins-
dagsferða um næstu helgi.
Helgarferðir verða í
Jökulheima- Veiðivötn og síðasta
hlaustlitaferðin í Þórsmörk. Á
sunnudag kl. 8 verður síðasta
einsdagsferðin í Þórsmörk.
Á sunnudag kl. 10.30 verður
gengin ný gönguleið á Reykja-
nesskaga. Gengið verður frá
Þórðarfelli um Haugsvörðugjá
að Reykjanesi. Kl. 13.00 verður
lagt af stað í gönguferð um
strandlengjuna frá Háleyjar-
bungu að Reykjanesi. Á
Reykjanestá verður meðal ann-
ars skoðuð Valborgargjá og Val-
borgarvilpa.
Utivist er nú 10 ára og hefur
það að markmiði að stuðla að úti-
vist almennings með því að skipu-
Sa lengri og skemmri ferðir
sland. Farþegafjöldinn í Úti-
vistarferðum er nú að nálgast 5
þúsund í 170 ferðum. Er búist við
fimmþúsundasta farþeganum í
einhverri ferð Útivistar um þessa
helgi og hlýtur sá hinn sami ferða-
verðlaun. Brottfararstaður er
Umferðarmiðstöð.
Ferðafélag íslands
Gönguferð í Grafning
ÞRÍR
FRAKKAR
CAFE
RESTAURANT
Baldursgötu 14
í Reykjavík
VIÐ OPNUM
í DAG
23939
Kópavogsbúar —
Kópavogsbúar.
Sigurbergur
Baldursson
leikur á orgel
föstudags- og
laugardagskvöld,
frá kl. 10.30.
i líeataumut jipbpiaofgi 20,
; 2001iópaU03iir, s&imi 42541
ÞJÚÐVIUINN
Góðar stundir
í gamla
miðbænum
í elsta húsi
Reykjavíkur
VEITINGAHÚSID
FÓGETINN
Aðalstræti 10 — 101 Reykjavík.
• Veitingahúsið FÓGETINN er opið daglega frá
kl. 11.30—14.30 og frá 18.00
• Ljúffengir réttir bornir fram jafnt aí matseðli
dagsins sem af fjölbreyttum sérréttaseðli
• Vönduð og lipur þjónusta
• Hljómsveitir leika 5 kvöld vikunnar
• Kreditkortaþjónusta
Upplýsingar og borðapantanir í síma: 16323
VEITINGAHÚSID
FÓGETINN
— SVO
SANNARLEGA
í HjARTA
REYKJAVÍKUR!
— SÍÐA 13