Þjóðviljinn - 04.10.1985, Side 18

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Side 18
FRÁ LESENDUM MINNING imi 0. Daníelsson Akranesi Fœddur 20.6. 1922. Dáinn 28.9. 1985. Og því varð allt svo hljótt víð helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. (T.G.) í dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Árni Daníelsson, sem andaðist skyndilega af völd- um hjartaáfalls laugardaginn 28. f.m. Á einum af þessum fögru dögum sem þetta sumar hefur verið svo ríkt af, fæ ég þá sviplegu fregn að Árni Daníelsson, ára- tuga vinur minn og fjölskyldu minnar hafi andast skyndilega þann sama dag. Heilbrigður og hress hafði hann gengið út til að stússa eitthvað í garði sínum í frítíma laugardagsins og að vörmu spori verður þess vart að eitthvað amar að honum. Það er stutt leið á Sjúkrahúsið og það nemur ekki löngum togum þar til hann er kominn undir læknishendur, en allt kemur fyrir ekki, honum verður ekki bjargað, hann er látinn. Svipleg og sorgleg frétt sem snertir . fjölskyldur okkar, gerir mann annarshugar og utan við sig og ég stari út um gluggann þar sem haustið er að keppast við að fella laufin af trjánum, rauð, gul og græn falla þau til jarðar yfir fölnandi blóm sumarsins. Þannig er mannsævin lík og árstíðirnar. En það var ekki kom- ið haust í lífi hans sem við erum nú að kveðja. Aðeins sextíu og þriggja ára að aldri verður fjöl- skylda hans að sjá honum á bak, hinum góða prúða eiginmanni, föður og afa. Og það er mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni í Stekkjarholti 24. Og minningarnar leita á hug- ann fjörutíu ár eða lengra aftur í tímann. Ungir og glæsilegir elsk- endur, Sigríður Sigurbjörnsdóttir og Árni Daníelsson bundust tryggðaböndum og leiddust út í lífið. Verkefnin og ábyrgðin beið þeirra. Þau settu saman bú og bjuggu fyrstu árin í húsi móður hennar á Teig og þar fæddust þrjú eldri börnin, Helga sem búsett er í Skagafirði, Sigurbirna, búsett í Vestmannaeyjum og Daníel sem býr hér á Akranesi. Síðan byggðu þau saman systurnar tvær frá Teig ásamt mönnum sínum húsið í Stekkjarholti 24 þar sem þau hafa búið síðan. Og þar fæddust tvö yngri börnin, Ursúla sem einnig býr hér í bæ og Friðþjófur sem enn er í foreldrahúsum. Það er mikið og gott verkefni að skila þjóðfélaginu fimm góðum börn- um og það hefur þeim hjónum tekist með glæsibrag, enda hafa þau hjón bæði verið mikíð heim- ilisfólk og áhugamál þeirra hafa ævinlega verið börnin og heimil- ið. Um leið og ég með þessum fá- tæklegu orðum kveð Arna Daní- elsson vil ég þakka honum hið ljúfa og elskulega viðmót sem við heimilisvinir á Teignum og Stekkjarholtinu áttum ævinlega að mæta hjá honum. Því það var mikil fjölskyldumiðstöð á heimili þeirra Siggu og Áma. Ég minnist óteljandi sunnu- dags eftirmiðdaga fyrr og síðar þar sem hópur innan fjölskyld- unnar mættist á heimili þeirra og sat lengi dags við rabb og kaffi- drykkju. Börnin voru í fylgd með roreldmm sínum og hávaðasamt gat orðið í stofunni í Stekkjar- holti þegar líka unglingarnir í fiölskyldunni voru mættir. En Ámi gekk um hlýr og rólegur og sagði glaðleg orð við alla. Það er erfitt að sjá á bak slíkum heimilisföður og djúp er hryggð þeirra konunnar hans, barna, tengdabarna og afabarna nú þeg- ar leiðir skiljast og hann er hrif- inn úr hópnum svo langt um aldur fram. Það fór ekki neitt mikið fyrir Árna Daníelssyni í lífinu. Vinnan og heimilið, það voru þeir tveir sterku þættir sem hann óf saman. Ungur drengur varð hann þá eins og aðrir að fara að vinna fyrir sér og fór á sjóinn. Síðan lá leiðin ýmist við sförf sjómanns, verka- manns, við sfldarmat eða verk- stjórn og nú síðustu árin sem bensínafgreiðslumaður. Hvar- vetna var hann hinn trausti og eft- irsótti góði starfsmaður. Ég veit að fleirum en mér úr fjölskyldu okkar er tregt tungu að hræra þegar Ámi er kvaddur hinstu kveðju, en við vitum samt að fjölskyldan mun enn í framtíð- inni hittast á góðum stundum í Stekkjarholti 24 uppi eða niðri og eiga saman samverustund, en hlýja brosið hans verður víðs fjarri, en við munum það samt og sendum þakkir fyrir það sem við höfum notið. Samúðarkveðjur mínar vil ég senda konu hans, börnum, tengdabörnum og barn- abörnum, stjúpmóður og systkinum hans og fjölskyldunni allri um leið og ég veit að við öll munum sameinast í þakklæti fyrir að hafa átt samleið, tryggð og vináttu hins góða vandaða drengs. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfa eftir þér í sárum trega þá blómgvast enn og blómgvast ævinlega hið bjarta vor íhugum vinaþinna. (T.G.) Herdís Ólafsdóttir. í 222 Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga hafa flutt starf- semi sína í eigið húsnæði að Baldursgötu 12, sími 25880. Kaffi verðurá könnunni fyrirþá sem vilja skoða húsnæðið laugardaginn 5. okt. frá kl. 2-5 e.h. Stjórnin. Svavar Gestsson. í grein er ég ritaði í DV fyrir skömmu benti ég á nauðsyn þess að vinstrimenn reyndu að ná samstöðu um þau mál, sem þeir eiga að öllu leyti samstöðu um. Margir hafa þakkað mér fyrir þessi fáu orð, sem ég festi þarna á blað. Og þeir hafa allir sem einn lýst áhuga á því að slík samstaða mætti nást. En spurningin er: Hvað vilja vinstrimenn leggja á sig til að ná slíkri samstöðu. Orð- in ein mega sín lítils ef hugur fylg- ir ekki máli. Mér er vel kunnugt um að Alþýðubandalagið hefir sent öllum stjórnarandstöðu- flokkunum ósk um viðræður sem gætu leitt til samstarfs þessara afla gegn núverandi stjóm og hennar stefnu. En svörin hafa verið ósköp fátækleg. Ýmist al- gjört nei eða ekkert svar hefir borist. Má þar til nefna Alþýðufl- Geta vinstri- menn náð samstöðu okkinn, sem hingað til hefir kennt sig við alþýðu og verka- lýðshreyfingu. Sá flokkur hefir ekki einu sinni haft fyrir því að svara erindi Alþýðubandalags- ins. Hverju sætir það? Vill Jón Baldvin svara mér þeirri spurningu afdráttarlaust hvort hann vilji vinstra samstarf eða ekki? Ég tel mig eiga kröfu til Jóns að hann svari mér afdráttar- laust vegna okkar fyrra sam- starfs. Jón gæti einnig svarað'mér því hvort hann sé í þeim hugleið- ingum að fara í stjórnarsamstarf með íhaldinu fái þeir aðstöðu til. Ég hefi ávallt viljað telja AlþýðT uflokkinn til vinstri í íslenskum stjórnmálum, en ég fer nú að ef- ast um slíkt, eftir að Jón Baldvin gaf í skyn að samvinna við íhaldið gæti komið til greina að loknum næstu kosningum. Og sú efasemd hefir aukist eftir að í ljós hefir komið að hann hefir ekki ennþá svarað erindi Alþýðubandalags- ins um viðræður um það sem þessir flokkar ættu eðli síns vegna að eiga sameinginlegt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég er eindreginn vinstri- maður og mér þykir sárt að horfa uppá vinstriöflin sundruð í marga hópa. Og sú sundrung getur að- Sjólastöðin Hótað brottrekstri effólk neitar að vinna um helgar Kristinn Sigurjónsson nemi í Hafnarfirði hringdi: Ég var að lesa Fjarðarpóstinn fyrir skömmu og sá þá frétt um Sjólastöðina, þess efnis að næg vinna væri fram undan. Og það er víst ábyggilegt. Ég vann í Sjóla- stöðinni í vor í tvær vikur, en þá sagði ég upp vegna gífurlegs vinnuálags sem viðgengst þarna. Það var og er enn unnið flestar helgar, og ég heyrði fullt af fjölskyldufólki segja að það þyrði hreinlega ekki að neita að vinna um helgar af ótta við að verða rekið. Eg hringdi í verkalýðsfé- lagið Hlíf og spurði Hallgrím Pét- ursson hvemig stæði á því að Sjólastöðin fengi endalausar undanþágur til að láta vinna um helgar. Einu svörin sem ég fékk frá honum voru þau að „ég þyrfti ekki að vinna um helgar nema ég vildi!” Ég fékk alveg nóg og sagði sjálfur upp, en mig langar sem sagt til þess að vekja athygli á því hvemig fólkinu er þrælað út, með því að hóta brottrekstri ef það vinnur undir drep. Og fyrir utan þetta þá er andinn meðal fólksins auðvitað slæmur og öll vinnuaðstaða og aðbúnaður til skammar. Ég hef unnið í Fiskiðjunni í Eyjum og það var eins og hótel í saman- burði við Sjólastöðina í Hafnar- firði. Hækkið verðið á glerjum Ég á heima í Garðabæ eins og undirskriftin ber nú reyndar með sér. Það kemur fyrir að ég fæ mér göngutúra í þessum rómaða menningarbæ og það bregst ekki að á vegi mínum verður talsvert af glerbrotum, ég vil nú meina að það sé allt morandi í þessu um allt höfuðborgarsvæðið. Gosflaskan kostar í dag aðeins 5 krónur og ég held að ástæðan fyrir þessum glerbrotahaugum á gangstéttum og götum sé sú nærtækust, að fólk hreinlega nennir ekki að skila glerjunum þegar innihaldið er á þrotum. Verðið er svo lágt að það sér sér enginn hag í því að fara með þau aftur á sölustaðinn. Mig langar til að spyrja þá sem með þessi mál hafa að gera, hvort það væri ekki ráð að hækka verðið á þessum glerjum verulega svo þau skili sér þá aftur í auknum mæli, en verði göngumönnum eins og mér ekki til óþæginda fremur en óhjákvæmilegt er. Garðbæingur. 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1985 Jón Baldvin. eins leitt ógæfu yfir vinnandi stéttir í landinu og veitt íhaldsöfl- unum völd um langa hríð alþýðu þessa lands til tjóns. Því skora ég ennþá einu sinni enn á vinstri menn, talið saman, ræðið málin af hreinskilni og reynið að ná samkomulagi um sérhvert mál, sem þið eigið sameiginleg og get- ur leitt til blessunar allri alþýðu þessa lands. Látið ekki íhaldið stjórna þessu landi lengur. Ég vil að lokum benda öllum vinstri- mönnúm á að þeir geta treyst á forustu Alþýðubandalagsins í þessum efnum, á því hefur aldrei staðið til samstarfs við þá sem í raun vilja vinna sameiginlega að hagsmunamálum alþýðu þessa lands. Með baráttukveðju Óskar L. Arnfinnsson matsveinn Eitt lítið Ijóð um Kanaketið, Geir o.fl. gott Mjög nú magnast hretið, mjög í jykur skjól. Geir með Kanaketið, kúrir enn í stól. Týnast mannorðsmetin, manngi hugsjón fann, að bœla bestu fletin býsna margur kann. Skaflar skulda hrella, skelfur nautnalið, hrifsar Kanakella í klœrnar sjálfstœðið. „Húsmóðir í Vesturbænum“ Skuggahverfið Engin brask- fyrirtæki takk Leigusali hringdi. „Af því ég veit að ástandið á leigumarkaðinum er hrikalegt, vona ég að Davíð borgarstjóri, sjái sér sóma í því að hleypa ekki braskfyrirtækjum eins og Eim- skip og olíufyrirtækjum inná Skuggahverfissvæðið með hótel eða bensínsölur. Hafa ekki þessi fyrirtæki feng- ið nóg af lóðum og lendum á silf- urfati hjá borginni? Ef Lindargötusvæðið verður byggt upp, á krafan að vera að þar verði eingöngu byggt íbúðar- húsnæði. Nóg er komið af hótel- um og bensínsjoppustöðvum.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.