Þjóðviljinn - 06.10.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Síða 2
FLOSI af bönunum í dag er mín hugsun sú aö tímabært og aökall- andi sé aö skrifa stefnumótandi grein um stööu Ijóðsins í íslensku nútímasamfélagi, hverja hlut- deild Ijóöiö eigi í lífshamingju íslensku þjóöar- innar og þá einkum alþýöunnar, og hverjar séu framtíðarhorfur Ijóösins sem slíks á íslandi. Þetta þarf að vera hnitmiðuð grein, þar sem komið er aö kjarna málsins í sem stystu máli, grein sem vekur fólk til umhugsunar um efnið og kemur umræöu af staö. Slík grein þarfnast talsverös undirbúnings. Maöur sest ekki viö ritvélina fyrr en búiö er aö byggja hana upp í megindráttum, ákveöa efnis- tökin og komast aö illhagganalegri niöurstööu. Undirbúningsvinnan ferfram í djúpum stól viö kaffikrús og danskan vindil. Hugsanirnar hrannast upp eins og efniviöur í skrauthýsi sem verður hamraö saman meö því stílvopni sem lætur mér best, ritvélinni. Og sem ég sit þarna í djúpa stólnum innblás- inn af Ijóðrænni andagift, læöist aö mér svofelld hugsun: - Mikiö djöfull væri nú gott aö fá sér banana og ískalt mjólkurglas. Rétt er aö geta þess, svona í framhjáhlaupi, að á mínu heimili er þaö í verkahring konu minnar aö sjá um aö alltaf sé til eitthvað af bönunum og ástæöulaust að láta þaö bregðast fyrir slóðaskap. Nema, ég stend upp úr djúpa stólnum, fer sem leið liggurfram í eldhús, opna ísskápinn og hugsa mér gott til glóðarinnar aö f á mér nú ískalt mjólkurglas og banana. Og viti menn. í ísskápnum er allt, bókstaflega allt milli himins og jarðar, já allt nema bananar. Gamlar soönar kartöflur, tveir saltfiskbitar, afdönkuð lærissneið, sinnep, slultutau, hvít- kálshaus, kæfur, ostar, allskonar polegg, engir bananar. Nei, nei. Allt nema bananar. Ég reyni eftir fremsta megni aö láta ekki geðshræringuna ná tökum á mér, en hugsa sem svo: -Til nokkurs aö vera að halda heimili. Þaö er bókstaflega ekki hægt aö líða þetta helvíti. Maö- ur skyldi þó ætla að þaö væri einfaldasta mál í heimi fyrir manneskjuna aö hafa banana í ís- skápnum, varla til of mikils mælst aö einhvern tímann sé tekiö eitthvert lágmarks tillit til manns. Maður á þó heima hérna....... Og ég verö æstari og æstari, finn hvernig bræðin er aö ná tökum á mér. Ég er orðinn heitur í andliti og þvalur í lófunum af geöshrær- ingu þarna fyrir framan ísskápinn og svo missi ég stjórn á mér. Ég ræöst á kartöflurnar, hvít- kálshausinn saltfiskbitana og lærissneiðina, sturta öllu ofaní ruslafötuna og hugsa í leiöinni: - Hún heldur sjálfsagt aö ísskápurinn hafi verið fundinn upp til aö geyma í honum ruður. Kominn tími til aö leiðrétta það. Nú er ég orðinn svo máttlaus í hnjánum að ég hníg niður á eldhúskoll og hugsa í leiöinni: - Guö sé lof aö maður getur þó haft á sér einhverja stjórn. Huggulegur andskoti, ef mað- ur væri nú vanstilltur aö eðlisfari. Svo ákveö ég aö hringja í konuna mína til aö fá á því skýringu hvers vegna ekki séu bananar í ísskápnum, hvort þetta sé einn liðurinn í kerfis- bundnum tilraunum hennar til aö gera mér lífið óbærilegt. - Þetta er ég, segi ég og geri grein fyrir mér í símanum. Gæti ég fengiö að tala við konuna mína? - Andartak...Og svo er ég látinn bíöa, bíða, bíða. En það læt ég ekki bjóða mér. Ég skelli á og hringi aftur og áður en ég næ því aö segja orð er sagt: - Andartak. Og ég bíö og bíö og bíö. Eftir óralangan tíma kemur röddin aftur og segir: - Þér voruð aö spyrja eftir?. -Ég þarf aö fá aö tala viö konuna mína og þaö er áríðandi. - Hún er því miður upptekin í símanum. - Viltu gera svo vel aö segja henni aö ég sé í símanum - Andartak. Og þetta hrífur. Konan mín kemur í símann og tekur svo til orða: - Ert þetta þú, elskan? Heyröu ég er upptekin í símanum. Ég skal hringja í þig eftir fimm mínút- ur. Ég er í afar miklu uppnámi og svara: - Þaö er mjög áríðandi. - Hefur eitthvað komiö fyrir? segir hún og ég svara því játandi. Hún hringir aftur eftir fimm mínútur. - Þetta er ég, elskan. Ég hef engan formála á ræðu minni: - Gæti ég, allranáöugsamlegast fengiö aö vita, af hverju engir bananar eru í ísskápnum? - Elskan mín. í fyrsta lagi veröa bananar ónýtir í ísskáp, og svo bannaðir þú mér fyrir þrem dögum aö kaupa nokkurn tímann framar banana. Manstu það nú ekki? Þú sagöir aö þaö væri okurverð á þeim, þeir væru fitandi og aö þaö væru bara negrahatarar sem borðuðu ban- ana. „Þessa djöfulsins banana" sagöirðu „sem íhaldiö hérna flytur inn í tonnatali til þess eins að styöja fasistastjórnina í Suður-Afríku“. Manstu þaö ekki? Þú sagöist aldrei framar ætla að leggja þér banana til munns og lagðir blátt bann viö því í leiöinni aö landbúnaðarafurðir yröu keyptar til heimilisins í framtíöinni. Ég þegi við, en þá segir hún: - Annars, elskan. Ef þig langar í banana, þá eru þeir í neðstu hillunni í glerskápnum við hliö- ina á glasaskápnum. Ég faldi þá þar til þess að koma þér ekki í uppnám út af banönum. Og svo má ég ekki vera aö þessu lengur. Bless, elskan. Nei, bíddu aðeins, taktu svo fjórar lærissneiðar útúr frystinum svo ég geti steikt þær handa þér í kvöld. Ég kem beint heim úr vinnunni. Bless. Og ég lalla mér að glerskápnum við hliöina á glasaskápnum, fæ mér banana og ískalt mjólk- urglas, tek svo fjórar lærissneiðar útúr frystin- um, legg þær á eldhúsboröið en ákveö aö bíöa meö aö skrifa um stööu Ijóðsins þar til á morg- un. Stóll fyrir Steina Stóllinn hans Steina hefur enn á ný verið til umræðu undanfarið. Sá snjalli hagyrð- ingur Baldur Guðlaugsson í Kópavogi hafði þetta að segja um málið: Mikið helvíti hallast fleyið það hefur í baksegl slegið allt er á haus enginn er laus stóll fyrir Steina greyið. ■ Skaðabætur Gatnaframkvæmdirnar neðst á Laugaveginum hafa ekki farið fram hjá neinum. Þær hafa nú staðið yfir mánuðum saman og hafa orðið til þess að verslun á þessu mikla verslunarsvæði hefur svo gott sem dottið niður, þar sem fólk þarf að vaða aurinn í ökla til að komast að verslunum á svæðinu. Heyrst hefur að kaupmenn á svæðinu íhugi nú skaðabótamál á hendur borginni fyrir vikið. ■ Félagshyggjurit fyrir jóí Allar horfur eru á því að fyrir jól gefist mönnum kostur á að kaupa tímarit sem gefið verð- ur út af félagshyggjumönnum. Undirbúningur er í fullum gangi og stefnt að því að stofna hlutafélag utan um fyrirbærið í næstu viku. Ætl- unin er að blaðið fjalli um þjóðfélagsmál, menningu og reyndar hvaðeina á þann hátt að það geti staðið í sam- keppni við önnur tímarit á ört vaxandi tímaritamarkaði. Þessa dagana er verið að manna skútuna og má telja 6. október 1985 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur fullvíst að hún verði þannig skipuð að Jón Guðni Krist- jánsson, blaðamaður á NT og áður á Þjóðviljanum, verði ritstjóri, Ólafur Ólafsson sem hélt um budduna hjá Máli og menningu um áriðverði fram- kvæmdastjóri en Áslaug Jó- hannesdóttir sjái um auglýs- ingaöflun. ■ Framsókn samþykkir allt Einn af áhrifamestu mönnum Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í vikunni að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi fyrir hvern mun slíta stjórnarsamstarfinu og efna til kosninga. En til þess að það væri hægt yrði að vera fyrir hendi eitthvert mál til að slíta á. Hann sagði að Sjálf- stæðismenn hefðu lagt fram hvert málið á fætur öðru sem þeir hefðu talið fyrirfram að Framsókn gæti ekki sam- þykkt. En það er alveg sama hvers við krefjumst, Fram- sókn samþykkir allt og því get- um við ekki slitið stjórnarsam- starfinu, sagði þessi áhrifa- maður innan Sjálfstæðis- flokksins. ■ Senn kemur út bók hjá For- laginu, bókaforlagi Jóhanns Páls Valdimarssonar, sem er eftir „ungan höfund sem hér kveður sér hljóðs á eftir- minnilegan hátt“ að því er segir á bókarkápu. Það er hins vegar firna lygi, að því er við höfum sannfrétt. Bak við hinn „unga höfund", sem kall- aður er Hermann Másson, mun nefnilega standa gamal- gróinn og þjóðkunnur höfund- ur, sem hér er á ferð undir dulnefni. Bókin heitir Frosk- maðurinn, og er um frosk- mann úr Sandgerði sem flyst til Parísar og hittir hafmey! Sú gerir á hann ýmsar kröfur, eða einsog segir í bókarkápu: „Verður hann ekki að hlýða þegar hún hótar að Jeggja undirstöðuatvinnuveg íslend- inga í rúst með því að flækja net fiskiskipanna í skrúfuna? Er hafin neðansjávarbylting hér á landi? Uppreisn hafsins gegn rányrkju stjórnmála- blesanna? Eða hafa andlegar druslur flækst í skrúfuna hjá þeirri þjóð sem hefur glataö draumum og hugrekkinu og neitar að synda til móts við ævintýrið?" Jóhann Páll hefur haröneit- að öllum fjölmiðlum um að fá nafn hins raunverulega höf- undar, en rannsóknarblaða- menn Þjóðviljans eru þegar farnir af stað með njósn og við gerum ráð fyrir að geta upp- lýst nafn froskmannsins og rit- höfundarins í næsta helgar- blaðL.B Hver er kafarinn?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.