Þjóðviljinn - 06.10.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Page 4
Karlar „Karlar gera grín að kon- unni, gera hana hlægilega þar sem hún stikar á him- ingnæfum hælum í óhugs- andi jafnvægisgangi, og á næsta korti liggur hún á bakinu, bundin, að mestu flett klæðum, gjarna fyrir framan stuðara á bíl með skammbyssuna við gagn- augað-ógnað-af fullkomlega skefjalausu ytra valdi og innri angist." C.H AG Konur „Er þetta tilviljun eða sér hannsig-villsjásig- svona: einmana, sterkan, með hnyklaða vöðva, ríg- bundinn við ákveðan lík- amshluta slitna úr réttu samhengi? Fjarri þroska og nánd - jafnt við líf og dauða? Og ógerningur að lifa sig inn í hlutverk hans, sjásjálfasig íhonum. Enn einu sinni lýsi ég eftirnýju myndinni. Hvar er hún? Hver gerir hana? Hveráhana?" C.H. HRÓP til kvenna Óvenjuleg og athyglisverð sýning verður opnuð í dag í Norræna húsinu, en það eru póstkortsem sænski lista- maðurinn og listfræðingurinn Cárin Hartman hefursafnað og sett saman undir nöfnun- um „Konur karla“ og „Karlar". Sýningin er liður í Listahátíð kvenna og er það sannarlega vel til fundið, því óvíða er hægt að sjá kynímynd samtímans skýrar en einmitt í þeim mynd- heimi sem almenningur hefur hvað greiðastan aðgang að, t.d.ápóstkortum. . Pegar litið er á póstkortin hér á síðunni má sjá að andstæðurnar í sýn karla á konum og á sínu eigin kyni eru miklar. „Pessi sýning mín er hróp til kvenna. Pað sést vel á þessum myndum hversu áhrifankur myndheimurinn er, hvernig er hægt á yfirvegaðan og fágaðan hátt að niðurlægja konur. Konur verða að skapa sína eigin ímynd, hún verður ekki sköpuð af körlum. Póstkort eru ekki gerð til Carin Hartman: Karlmenn hafa ekki áhuga á að sýna konur í nýju Ijósi, - en hafa konur það? Ljósm. E.ÓI. einkaskoðunar, heldur kveðja, — hljóðlátur boðskapur sendur út án frekari málalenginga. Pvert á frelsishræringar kvenna fellur sú sýn sem ég skynja í kortunum að þeim tegundum valdbeitingar sem okkur hefur verið boðið upp á á síðustu áratugum í sjónvarpi og kvikmyndum“, sagði Carin í stuttu spjalli við blaðamann. Hún mun ennfremur flytja fyrirlestur í dag laugardag, sem nefnist Anima Animus — kvensál karla og karlsál kvenna og hefst fyrirlesturinn kl. 16.30. Við spurðum Carin hvort hin sterku „androgynu“ eða kynlausu áhrif sem nú sæust greinilega í tískunni væru tilraun til að afhjúpa kyn- fordóma eða enn einn flótti fólks frá sínu eigin kyni: „Ég held að þetta sé fyrst og fremst afturhvarf til áranna um 1920, og því fyrst og fremst tísku- fyrirbæri. Hins vegar er hið „and- rogyna“ eða kynlausa á vissan hátt eðlilegt og ein leið til að frelsa sig frá rangri kynímynd. En fyrir konur gildir fyrst og fremst að skilja og skynja sig sjálfar. Gera sína eigin mynd sýnilega, — hvetjandi og sterka." „Hvað með karlmennina, er ekki munur á því hvernig þeir túlka sig sjálfa og konur í nýjum verkum eða i verkumfrá t.d. upp- hafi aldarinnar?“ „Nei, ég sé nánast enga breytingu. Að vísu skilgreina menn sjálfa sig betur, einkum angist sína og einsemd. En ég sé nánast enga breytingu á skynjun þeirra á konum. Þeirra áhugi er einfaldlega ekki þar. Og það er kannski vegna þess að konur hafa ekki áhuga á sér sjálfar. Til þess að karlar fái áhuga á konum öðru vísi en sem næringarlausum plastlíkömum, hlægilegum dúkk- um, verða konur að gera sig sýni- legar. í raun þráum við öll að standa saman, konur og karlar, sjá þá mynd af hvert öðru sem vekur, hvetur og gleður, — ekki endilega fallega mynd, en sanna.“ Sýningin hefur farið víða um lönd og vakið mikla athygli, en Carin hefur sjálf safnað póstkortunum víðs vegar að. Hún er menntaður listfræðingur og listmálari en sagði að hæfi- leikar sínir hefðu lengi „legið undir ís“. „Eftir að ég hafði sett upp þess- ar sýningar var eins og eitthvað losnaði úr læðingi. Og ég fór að mála af kappi.“ „Og hvað málar þú, — karla eða konur?" „Ég mála karla og konur.“ þs 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.