Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 9
Vésteinn Lúðvíksson kvaddi sér fyrst hljóðs með smásagna safninu Átta raddir úrpípulögn, og þótti strax með merkari höfundum. í kjölfarið sigldi Gunnar og Kjartan, sem varð mjög urrítöluð bókásinnitíð. I hugumflestraerþó Vésteinnmaðurinnsemskrifaði Stalín erekki hér, leikritið sem sýnt var bæði í Þjóðleikhúsinu og var fyrr á þessu ári sýnt í sjónvarpinu Stalín er ekki hér var stalínisminn, hvort heldur var innan hinnar sósíalísku hreyfingar eða inná heimilunum, tekinn vægðarlaust til bæna. Leikritið vakti miklar deilur og hér í Þjóðviljanum urðu meðal annars mögnuð blaðaskrif um það. En á seinni árum hefur borið minna á Vésteini. Kannski er hann einn af þeim höfundum sem skrifar því færri bækur sem hann lifir lengur. í fyrra kom þó út eftir hann mögnuð skáldsaga, Maður og haf, allt öðru vísi en fyrri bækur hans, dulráð og torræð, og von er á annarri í haust. Hann er líka hættur að skrifa hinar hvössu pólitísku ádeilur sem hann var þekkturfyrir áður. Er hann kannski búinn að gefasósíalismann upp á bátinn? Sumir segja að hann sé farinn að dufla við austræn fræði og vilji sem minnst vita af hinni jarðnesku tilveru. Ekki bætir úr skák, að Vésteinn hefur staðfastlega neitað að láta hafaviðsig viðtal ífjölmiðlum ímörgár. Enyfirnokkrum lítrumaf austrænutei lét hanntil skarar skríða og féllst á að ræða dýpstu rök tilverunnar eina kvöldstund, þegarhauströkkrið varyfirokkur. - Svo við byrjum á einni lauf- léttri. Mér er sagt af þeim sem þekkja þig vel, að þú, gamall rót- tæklingur, sért orðinn fráhverfur aliri pólitík. Er þetta rétt? „Ekki nema með pólitík sé ein- ungis átt við flokkapólitíkina og allan hávaðann í fjölmiðlunum. Þar er ég ekki lengur heima. En áhugi minn á hinum stóru spurn- ingum mannlegs lífs hefur aldrei verið meiri. Það er svo aðeins spurning um orð hvort þú kallar það pólitík eða eitthvað annað.” - Líturðu ennþá á þig sem só- síalista? „Nei, ég er ekki sósíalisti, a.m.k. ekki í þeirri merkingu sem vanalega er lagt í það orð. Sósíal- isminn er ekki og hefur aldrei verið viðhlítandi valkostur við það kerfi sem hann hefur ætlað sér að leysa af hólmi. Frá fyrstu tíð, í sinni bestu mynd sem hinni verstu, hefur sósíalisminn verið efnishyggja. Og sem efnishyggja hefur hann ekki í grundvallarat- riðum verið frábrugðinn þeirri efnishyggju sem er hugmyndaleg forsenda ríkjandi skipulags. Með þessu er ég ekki að mæla gegn samvinnu og samhjálp. Ég er að- eins að segja að sósíalisminn risti ekki nógu djúpt.” - Áttu við að það sé enginn meginmunur á sósíalisma og frjálshyggju? „Frjálshyggjumenn og sósíal- istar nútímans eiga sameiginlega þá bjargföstu sannfæringu, að lífshamingjan sé fólgin í hámarks fullnægju sem flestra þarfa með sem minnstum tilkostnaði. Þá greinir aðeins á um leiðir. Frjáls- hyggjumenn vilja láta markaðs- lögmálin um þetta, hinir vilja hafa stjórn á því. Sá einn er mun- urinn. Og hér er að finna skýr- ingu á því hvað vinstri menn hafa átt fátækleg rök gegn frjálshyggj- unni. Þeir hafa í raun verið að gera óvin úr elskunni sinni fyrir það eitt að hún vill engar hömlur. Mannvinurinn Marx Vissulega er auðvelt að sýna fram á að Karl Marx hafi haft dýpri skilning á mannlegum þörf- um en marxistarnir almennt. Það breytir því ekki að hann stóð á því fastar en fótunum alla sína tíð að heimurinn væri í grunninum efn- isheimur og öll tilvera manna réðist af þessari staðreynd. Með því að einblína á manninn sem starfandi félagsveru komst hann svo að þeirri niðurstöðu, að for- sendan fyrir velsæld einstaklings og heildar væri réttur grunnur á efnisheiminum, fyrirkomulag án kúgunar og arðráns sem gerði mönnum mögulegt að vera skap- andi í umbreytingu sinni á náttúr- unni, efninu. A þessu módeli hvílir tröllatrú sósíalista á efna- hagslegum heildarlausnum. Nýir framleiðsluhættir eiga að færa fólki hamingjuna. Og á svipuðu módeli hvflir tröllatrú frjáls- hyggjumanna á blessun óhefts markaðar. Hvorugt fær staðist, þó ekki sé nema vegna þess að heimurinn er ekki efnisheimur í grunninum. Og maðurinn er öllu meira en skapandi félagsvera, eins og Marx hélt, svo ekki sé minnst á draumsýn frjálshyggj- unnar um mannlega fullkomnun, hinn hagsýna neytanda og at- orkusama framkvæmdamann í einni persónu. Með þessu er ég ekki að leggja Marx og frjálshyggjumenn okkar tíma að jöfnu. Marx var mannvinur. Hinir eru bara vinir hinna eignaglöðu.” - Marx er þá greinilega kominn fyrir borð hjá þér eins og fleirum. „Nei, blessaður vertu. Ég er ekki týpan sem mokar öllu út um leið og það fellur á það skuggi. Ef við ætlum að skilja misskiptingu auðsins, upphleðslu hans og ýmis önnur veigamikil fyrirbæri nú- tímans, eins og t.d. útbreiðslu vöruformsins, hlutgervinguna og margt fleira, þá komumst við ekki fram hjá Karli. Þrátt fyrir efnishyggjuna og allan frádrátt- inn (hér á rithöfundurinn trúlega við það sem á erlendum málum er kallað reduction), gerði hann ýmsar skarplegar athuganir sem enn eru í góðu gildi. En heimspekilega séð var hann eng- in framför. Díalektikin er t.d. hvergi til nema í mannshuganum og að einhverju leyti í þeim stofn- unum sem hann hefur náð að móta. Hún getur haft sinn sjarma eins og flest annað. En hún er langt frá því að vera með bestu afurðum mannshugans. Frekar að hún sé eitt af sjúkdóms- einkennunum, í senn árátta til sveiflu og hæfileikaleysi til ein- beitingar.” - Gott og vel. Ef díalektíkin er árátta mannshugans til að sveifl- ast á milli andstæðna, er það þá ekki einmitt þetta sem hefur kom- ið fyrir þig? Þú afneitar efnis- hyggjunni og hafnar í andstæð- unni, hughyggjunni. „Nei. Gamla skiptingin í anda og efni er ekki annað en tilbún- ingur heimspekinnar. Hughyggj- an er jafn fráleit og efnishyggjan. Uppspretta alls sem er, eða til- verugrunnurinn, er hvorki efni né andi í heimspekilegum skiln- ingi, heldur eitthvað sem enginn veit hvað er og enginn fær skilið með vitsmununum. Þú getur nálgast þetta með tvennu móti. Með því að kljúfa efnið að hætti eðlisfræðinnar til að komast að því hvað það er ekki. En þessi aðferð færir þér ekki svar við spurningunni hvað lífið eða efnið sé. Eðlisfræðin hafnar í stærð- fræðilegum myndum af tilver- unni, eða því sem Eddington kallaði „skuggaveröld tákn- anna”. Hin leiðin er að reyna að vera uppsprettan sjálf, lifa hana. Og það geturðu aðeins með því að gefa þig upp á bátinn sem sjálf- stætt, einangrað fyrirbæri, þurrka út skilin á milli þín og heimsins. Þeim sem hefur tekist þetta að einhverju leyti ber öllum saman um að uppsprettan sé handan mannlegs skilnings. Þú getur sagt hvað hún er ekki - neti, neti, segja hindúar, ekki þetta, ekki þetta - en um leið og þú reynir að binda hana í orð á já- kvæðan hátt, segja hvað hún sé, þá miSsirðu sjónar af henni. Eða með orðum Lao-tse: „Það tao sem talað er um er ekki tao.” Með hugsun geturðu vissulega nálgast uppsprettuna, eða Raun- veruleikann með stórum staf, en til að finna hann verðurðu að sleppa takinu, tæma þig af öllu og þá ékki síst hugsun og allri von um að þú getir skilið þetta rök- legum skilningi.” - Sem sé er skynsemin yflrgef- in. Og hvar hafnarðu þá nema í trú? „Hvergi nema í trú.” Zen-búddisminn - Ertu þá orðinn trúaður? „Fyrir löngu. En ekki á þann hátt sem ég reikna með að gamall nemandi af Hlíðardalsskóla eigi við. Ég geri mér engar myndir af innsta eðli tilverunnar né aðhyll- ist ég neins konar hugmyndir um það. Þessi afstaða er erfið í byrj- un en hjálpar þér til að rata fram hjá mörgum pytti. Ég fæ t.d. ekki betur séð en að hugmynd hinna semitísku trúarbragða, gyðing- dóms, kristni og islams, um Guð sem persónulegan skapara hand- an sköpunarverksins, bjóði frek- ar heim átrúnaði en raunveru- legri trú, átrúnaði sem oft á tíðum er einhvers konar taugaveiklun. Guð er gerður að foreldri og yfir- valdi, yfirleitt karlkyns, eins kon- ar stórapabba sem fólk elskar og óttast. Þannig viðheldur það gömlum tilfinningamynstrum í stað þess að vinna úr þeim og leysa þau upp. Kjarni raunveru- legrar trúar er handan við allar tilfinningar. Ekki svo að skilja að þú sleppir við að takast á við þín- ar tilfinningar viljirðu trúa. Séu þær bældar og ómeðvitaðar eru þær fyrir þér. Og þú verður veskú að hreinsa út, taka kross þinn og verða eins og barn, svo gripið sé til orða Krists.” - Engar myndir, engar hug- myndir segirðu. Styðstu þá ckki við neitt? „Jú, mikil skelfing. Ég styðst bæði við hefð og kennslu. Eftir að hafa verið leitandi einn á báti í nokkur ár og lagt stund á íhugun af síaukinni forvitni sá ég fram á að kennaralaus gæti ég ekki ver- ið. Og af því við lifum í landi þar sem helgir menn hafa ekki verið til öldum saman, þá brá ég mér út fyrir landsteinana, nánar til tekið til Kaliforníu, þar sem ég fann það sem mig vantaði, zen- kennara af mjúka skólanum og stað til að skoða minn eigin garð við ákjósanlegar aðstæður og iðka zazen daginn út og inn.” - Þú ert þó ekki orðinn zen- búddisti? „Jú, jú,” segir rithöfundurinn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hér hefði spyrjandinn trúlega misst bæði blokk og penna ef hann hefði ekki haft óljósar spurnir af þessu áður. - Hvað er zen-búddismi? „Zen-búddismi verður til Kína fyrir u.þ.b. 1500 árum og þá sem sambræðsla úr mahayana- búddisma og taoisma. Kínverjar voru alltof praktískir til að geta gleypt hátimbraðan hugmynda- heim Indverja. Búddisminn festi ekki rætur í Kína fyrr en Kínverj- ar höfðu mótað hann í sinni mynd. Enda er zen fjarska jarð- bundið fyrirbæri. Ég þekki ekk- ert jafn hversdagslegt í trúar- bragðasögunni. Megináherslan er á daglegt líf. Ef þú getur ekki gert uppvaskið að helgiathöfn þá er eitthvað að hjá þér. Þetta þýðir ekki að zen sé laust við skáldskap og innri fegurð. Öðru nær. Feg- urðinni er hvarvetna ætlaður staður. Líka í vaskinum. Og húmorinn er mikill. Nú, zen berst fljótlega til ann- arra landa Austur-Asíu. Ogí Jap- an hefur zen átt sitt höfuðvígi síð- ustu aldirnar. Þar fer zen heldur hnignandi um þessar mundir en breiðist ört út um Vesturlönd. Japanir eru að koma úr fátækt í ríkidæmi. Vesturlandabúar eru margir búnir að vera ríkir svo lengi að þeir gera sér ekki lengur neinar vonir um að þeir geti Össur Skarphéðinsson rœðir við Véstein Lúðvíksson rithöfund.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.