Þjóðviljinn - 06.10.1985, Qupperneq 10
keypt sér vellíðan fyrir peninga.
Þeir eru smám saman að sjá í
gegnum allt þetta sem íslending-
ar eru á kafi í ennþá.”
- Þú finnur þér zen-meistara
sem kennara. í hverju er
kennslan svo fólgin?
„Þér er hjálpað til að finna þær
aðferðir sem henta þér best. Þér
er hjálpað til að rata út úr þeim
sjálfsblekkingum sem þú vefur
þig í aftur og aftur. Og síðast en
ekki síst lærirðu skjótt á því að
umgangast kennarann og aðra
sem eitthvað eru komnir á leið.
Þú finnur illilega fyrir takmörk-
unum eigin sjálfs. Og þannig
styrkist hjá þér löngunin til að
láta múrana hrynja. Til þess er
líka leikurinn gerður. Trúar-
brögðin í sinni bestu mynd eru
ekki annað en undursamlegar
brellur til að lokka þig út úr sjálfs-
vitundinni. „Hver sem týnir lífi
sínu mun finna það,” sagði Krist-
ur. Þetta er aðalatriðið.”
Ögrandi Kristur
- Þú vitnar aftur og aftur í Krist
en aldrei í Búdda. Fyrst þú dast í
trúna á annað borð - þú fyrirgef-
ur orðalagið - af hverju varðstu
þá ekki kristinn?
„Til að komast í tæri við góðan
kennara og alvarlega trúariðkun
hefði ég sennilega þurft að ganga
í klaustur. Og klausturlíf er ekk-
ert fyrir mig þó ég álíti klaustur
annars nauðsynlegar stofnanir.
Leikmaðurinn í mér er munkin-
um yfirsterkari. Við þetta bætist
að kristin kirkja er ekkert sér-
staklega kristin. Eins og hún hafi
aldrei alminlega náð sér á strik
eftir að hún lenti í samkrulli með
yfirstétt hins hnignandi Róma-
veldis. Hún á það vonandi eftir.
En það er rétt, Kristur er alltaf
jafn ögrandi og heillandi. Og
mörg perlan er í kristni. Meister
Eckhart, Heilög Teresa, Jóhann-
es af Krossi, þetta eru sannkölluð
Guðs eftirlæti. Og það var banda-
rískur kaþólikki og afburða höf-
undur, Thomas Merton, sem
fyrstur lauk upp fyrir mér zen-
heiminum.”
- Eru einhver líkindi með ka-
þólsku og zen-búddisma?
„Já, kaþólskunni í sinni bestu
mynd. Hvort tveggja krækir hjá
þeirri tilfinningasemi sem víða
einkennir trúarlíf manna. Auk
þess voru í kaþólskunni notaðar
ýmsar aðferðir sem minna á zen.
Þær hafa að mestu glatast. Enda
eru sumir zen-kennarar vestra
önnum kafnir við að kenna ka-
þólskum. Það er eins og búdd-
isminn fylli upp eitthvert að-
ferðarlegt tómarúm sem skapast
hefur í kristninni síðustu aldirn-
ar.”
- Getur þetta endað mcð því að
búddisminn komi í stað deyjandi
kristni?
„Ég ætla að vona ekki.”
- Nú, ertu ekki zen-búddisti?
„Það þýðir ekki að ég vilji
önnur trúarbrögð feig. Fjöl-
breytnin er góð. Sjáðu til, hafið
er eitt, en árnar sem renna í það
eru óteljandi og hver og ein hefur
sinn hátt á því að koma sér til
sjávar. Hugsaðu þér sprænu
norður í Þingeyjarsýslum sem
stendur í þeirri trú að hennar
rennsli sé hið eina rétta. Trúar-
bragðasagan er fleytifull af svona
ofstæki. Og það er ekki til eftir-
breytni. Zen er aðeins smáfljót,
lúterskan annað o.s.frv. Og í
augum hafsins eru þessi rennsl-
ismál auðvitað hreinn hégómi.
Nei, ég vil þvert á móti að
kristnin dafni. f henni eiga Vest-
urlandabúar sínar rætur. Og í
henni er nóg púður. Eða hvað
yrði um einstaklings-, efnis- og
markaðshyggjuna ef allir lifðu í
Kristi?”
- Áttu við að lifandi kristni gæti
orðið frjálshyggjunni erfið?
„Og ekki bara henni. Eða hvað
yrði úr blaðinu þínu, sem boðar
sæluna í formi þess eins sem
mölur og ryð fá grandað, ef hér
væru allir raunverulega kristnir?
En það er eitt atriði í sambandi
við frjálshyggjuna sem vinstri
menn átta sig illa á en kristnir eru
víða að skilja betur og betur. Ein
meginstoðin í vesturlenskum
húmanisma er úr gyðingdómi og
kristni og felst í orðunum: Þú
skalt gæta bróður þíns. Eins og
þú veist hefur mönnum gengið
erfiðlega að lifa eftir þessu í gegn-
um tíðina. En fram að þessu hafa
ekki verið gerðar meiriháttar til-
raunir til að kollvarpa þessu
fræðilega. Hér kemur síðfrjáls-
hyggjan til skjalanna. Hún segir
skýrt og skorinort: Þú þarft ekki
frekar en þú vilt að gæta bróður
þíns; ef þig langar til að gefa skít í
hann, þá gerðu svo vel. Best að
skýra þetta með dæmi. í Banda-
ríkjunum eru nú stjórnvöld sem
óðast að draga fé út úr heilbrigð-
iskerfinu. Þetta er í anda frjáls-
hyggjunnar. Hið opinbera á ekki
að vera að vasast í því sem ein-
staklingar geta annast. M.a. er
hvarvetna verið að loka geð-
sjúkrahúsum eða draga úr starf-
semi þeirra. Geðveikt fólk ersent
heim til sín, ef það á þá einhvers
staðar heimili. Annars á götuna.
Einkastofnanir eru dýrar. Svo ef
þetta veika fólk á ekki sæmilega
efnaða ættingja sem vilja borga
fyrir það, þá verður það að éta
það sem úti frýs. Og það gerir
það. Og setur orðið mikinn svip á
bandarískar borgir. Ráfar um í
stefnuleysi, oft í mikilli þjáningu,
illa klætt og misjafnlega nært. Nú
segja frjálshyggjumenn: Þeim
sem vilja hjálpa bágstöddum er
það auðvitað velkomið, en
samfélagið getur ekki tekið sér
þann rétt að neyða heilbrigða
þegna sína til að borga fyrir þá
sem glatað hafa heilsunni. Og
gættu að því, að innan þess
ramma sem frjálshyggjan setur
sér er þetta fullkomlega rökrétt.
Þú verður að fara út fyrir ramm-
ann til að finna á þessu veikleik-
ana. Og þá ertu kominn út í sið-
fræði og jafnvel trú, en hvort
tveggja á það til að kalla fólk til
ábyrgðar, jafnvel að setja óþægi-
legar kvaðir á þá sem hafa frelsi
eigin buddu að leiðarljósi. Á
þessu sviði eru vinstri menn oft
lens, hafa ekki annað að koma
með en almenna réttlætiskennd.
Og ekkert skrítið. Áratugum
saman hafa þeir takmarkað vit-
undina við kaupgjald og verð-
lag.”
Minn minnsti
bróðir
- Áttu við að frjálshyggjan sé
and-kristin?
„„Allt sem þér gerðuð einum
minna minnstu bræðra, það hafið
þér gert mér.” Þarftu meira?”
- Það gleður mig að þú skulir
ekki með öllu hafa gerst fráhverf-
ur hversdagsstússi okkar hinna.
„Hvaðan kemur þér sú hug-
mynd að trúaðir snúi baki við
samfélaginu?”
- Eru þess ekki mörg dæmi?
„Þá er að spyrja hvers konar
trú það sé, eða hvort það sé yfir-
leitt nokkur trú. En við verðum
líka að spyrja hvernig við séum,
og út frá því hvað sé æskilegt að
við gerum fyrir samfélagið. Það
er t.d. ekkert sjálfgefið að allir
séu á kafi í pólitík. Ef við þjáumst
af því sem í búddisma er kennt
við reiði, græðgi og fávísi - og það
gera flestir- þá erum við ófær um
að gefa heiminum það sem máli
skiptir, getum m.a.s. verið
heiminum stórhættuleg séum við
mikið að skipta okkur af honum.
Um það á sagan ótal dæmi,
gömul og ný. Og þá er aðeins eitt
sem við getum gert fyrir samfé-
lagið, og það er að breyta okkur
sjálfum. En það er einmitt þarna
sem hnífurinn stendur í kúnni. í
stað þess að horfast í augu við
eigið ásigkomulag, höldum við
dauðahaldi í sjálfsblekkinguna
og teljum okkur trú um að við
séum allt að því göfgin holdi
klædd og allra manna færust um
að leggja línurnar fyrir
mannkynið. Þú þekkir þetta.
Venjuleg pólitík í öllum flokkum
er af þessu taginu. Eins og frum-
stætt trúboð. Fólk reynir með
öllum ráðum að troða því upp á
aðra sem það finnur ekki hjá
sjálfu sér en langar þó til að finna.
Sá sem er ófær um að trúa getur
breitt yfir það með því að boða
öðrum trú af miklum ákafa. Og
yfir græðgi og særðan metnað er
auðvelt að breiða með því að
berjast fyrir réttlátu þjóðfélagi af
öllum kröftum. Líttu bara á alla
þessa hugsjónamenn sem logandi
af „mannkærleika” hafa barist
fyrir frelsi þjóða og stétta og orð-
ið að böðlum við fyrsta tækifæri.
Þeir breyttu heiminum án þess að
breyta sjálfum sér. Og breyttu
þannig ekki heiminum nema á
yfirborðinu.”
- Ertu með þessu að segja að
allir eigi að halda að sér höndum?
„Þeir einir gefi sem eiga. Og
guð gefi að allir hinir haldi að sér
höndum.”
- Nú hefur mér ailtaf skilist að
búddisminn sé fremur innhverf-
ur.
„Þetta eru vesturlenskir for-
dómar. Ekki ósvipaðir þeim sem
fólk gengur með í Austur-
löndum. Þar halda margir að
kristnir geri ekki annað en að
drepa fólk og græða peninga. Þó
að jafn erfitt sé að setja allan
búddisma undir einn hatt og að
setja alla kristni á eina könnu, þá
held ég að segja megi að afstaða.
búddista hafi oftast nær verið
eitthvað í átt við það sem við
þekkjum úr frumkristni, frekju-
laus virðing fyrir lífi annarra. Það
eru engar trúarbragðastyrjaldir
til í sögu búddismans og þjóð-
rembingur sjaldgæfur, þó dæmi
séu um hann, a.m.k. í Japan.
Þvert á móti hefur rótgróin van-
trú búddista á ofbeldi oft gert
gerræðislegum stjórnvöldum
auðvelt fyrir. Kínverskir komm-
únistar hafa t.d. hagað sér mjög
villimannlega í Tíbet. En Tíbet-
ar, sem langflestir eru búddistar
af einhverju tagi, grípa ekki til
vopna. Þeir elska óvini sína, eins
og sagt er í kristni. í búddisma er
þetta orðað öðru vísi: Þú ert óvin-
urinn. Sem er sama hugsunin.
Þetta þekkjum við ekki lengur á
Vesturlöndum nema hjá kvekur-
um, mennonítum og öðrum mjög
fámennum sértrúarflokkum. Og
það eftir nærri 2000 ára kristni.
En hugmyndirnar um inn-
hverfu búddismans eru að mörgu
leyti skiljanlegar. Þær eiga rætur
að rekja til ólíkrar trúarafstöðu.
Gyðingdómur og kristni eiga sér
sína ritningu. Bókstafurinn er
grundvallaratriði og álitinn guð-
leg opinberun. En búddisminn á
sér enga biblíu. Og bókstafurinn
er þar fremur lágt skrifaður,
jafnvel líka það sem allir eru sam-
mála um að sé andríkið sjálft.
Bókstafurinn er þar aðeins
leiðarvísir. Eins og fingurinn sem
bendir barninu á tunglið. Ef
barnið sér aðeins fingurinn hefur
það orðið vísbendingunni að
bráð og farið á mis við tunglið.
Þessi afstaða kallar á iðkun sem
hefur trúarlega reynslu handan
allrar hugsunar að markmiði. Og
iðkunin, svo margvísleg sem hún
getur verið, krefst þess að þú
skoðir hug þinn og sjálf í ró og
næði. Þó að sumir komist upp á
lag með að gera þetta að ein-
hverju leyti í dagsins önn, þurfa
allir einhvern tíma til íhugunar
(hugleiðslu) og hann jafnvel í
þögn og einangrun. Þetta þykir
okkur innhverft en er það ekki ef
betur er að gáð. Við getum alveg
eins kallað það úthverft. Þú
stefnir inn, að rótum sjálfsins, til
að komast út hinum megin, í
sjálfsleysi, eða einfaldur og fá-
tækur eins og Kristur orðaði
það.”
- Já, „sælir eru fátækir”. Þetta
stendur í mörgum.
Öðru vísi
ríkidœmi
„Öreigarnir hafa fram á þenn-
an dag verið að ímynda sér að
þetta og fleira í þessum dúr ætti
við þá, t.d. líkingasögnin um ríka
manninn, úlfaldann og nálar-
augað. En þessi skilningur stenst
ekki. Það er hægt að vera ríkur af
mörgu öðru en eignum, t.d.
skoðunum, þekkingu, áliti, til-
finningum, samböndum, öryggi,
vana og jafnvel dyggð. Sá sem
getur látið þetta allt saman róa,
þannig að hann haldi sér ekki í
neitt, hann er fátækur - og sæll!
Þetta er í kjarna allra trúar-
bragða. Skilyrðislaus krafa um að
láta hvers kyns eignarétt lönd og
leið. Og segðu svo að þetta sé
ekki pólitík. í rauninni er þetta
róttækara en svo að hinir róttæku
þori að koma nálægt því, ég tala
nú ekki um háttsetta stjórnmála-
menn. Þó eru undantekningar til.
Menn eins og Gandhi og Ú
Þant.”
- En af hverju er svona æskilegt
að komast út fyrir sjálfið? Hvað
er að því? Og hvernig er sjálfslaus
maður?
„Sjálfslaus maður er ekki frá-
brugðinn öðrum að öðru leyti en
því að hann skynjar sig ekki sem
afmarkað fyrirbæri. Hann er ekki
hann sjálfur andspænis heimin-
um. Ekki hann og þú. Hann er
þú, umhverfið, lífið, alheimur-
inn. Ekki svo að skilja að hann
afsali sér funksjónum sjálfsins.
Hann leggur saman tvo og tvo
eins og hver annar. En hann
bregst við á annan hátt en við hin.
Heimurinn kemur honum meira
við, eða á sannari hátt, en þeim
sem hlaðið hafa háan vegg á milli
sín og heimsins. Hann getur ekki
drepið aðra án þess að drepa
sjálfan sig. Og hann getur ekki
níðst á náttúrunni án þess að níð-
ast á sj álfum sér. Því hann er nátt-
úran. Hann er aðrir. Og ber
ábyrgð eftir því. Afdrifaríkasta
blekking mannkynsins felst í því
að halda að ég sé hérna og þú
þarna. Við erum báðir hérna,
þarna og alls staðar. Þótt birting-
arformin séu óteljandi er aðeins
til eitt líf. Og við erum þetta líf.
„Mitt” líf, aðskilið frá „þínu” lífi,
er ekki til. Það er skynvilla,
blekking. Það er ekkert sjálf til í
merkingunni innibúandi, sjálf-
stæð tilvist. Hingað til hefur held-
ur engum tekist að finna það
þrátt fyrir mikla leit. Og ef þú
heldur að þér muni takast það, þá
gerðu svo vel. Spyrðu þig þúsund
sinnum á dag, í fullri einlægni,
hver þú sért. Og ef þér tekst að
finna þennan „ég” og sýna
heiminum hann svart á hvítu, þá
verða það straumhvörf í sögu
mannkynsins. Ef þú finnur það
hins vegar ekki en heldur samt
áfram að leita, þá verða það
straumhvörf í lífi Ossurar Skarp-
áéðinssonar. Fyrr eða síðar mun
ritstjórinn ganga inn í mikinn
fögnuð.
En áður en þú nærð svo langt
muntu finna pólitíkina í þessu.
Sjá hættuna sem mannkyninu
stafar af tæknivæddu sjálfi sem
finnur ekkert handan veggsins
sem það hefur reist á milli sín og
alls hins, já hættuna sem því staf-
ar af sjálfu sér svo lengi sem það
getur ekki fundið til sem lífið á
jörðinni heldur aðeins sem svo og
svo margir einstaklingar af teg-
undinni homo sapiens. Al-
heimurinn gefur okkur allt sem
við þurfum. Loftið sem við
öndum að okkur, sólarljósið og
jörð til að yrkja. Hvernig förum
við svo með þetta? Ef við tökum
okkur stöðu úti í geimnum og
lítum til jarðar, þá sjáum við
hnött í alvarlegum veikindum.
Hvarvetna er náttúrulegu
jafnvægi raskað af mannavöldum
og aðeins af mannavöldum. Mað-
urinn hefur tekið sér alræðisvald í
lífríkinu og kann ekki með það að
fara. í stað þess að lifa með nátt-
úrunni, sem ætti að vera auðvelt
með nútíma tækni, erum við
ævinlega að sigrast á henni,
þjösnast á henni. Og lokuð eins
og við erum á bak við Ég-Mitt,
finnum við ekki að í rauninni
erum við að þjösnast á tilverunni
allri og þar með okkur sjálfum.
Heiðarlegir vísindamenn hafa
fyrir löngu frætt okkur um hvert
stefnir. Við vitum þetta allt sam-
an. En það er greinilega ekki nóg
að vita. Á meðan við einangrum
okkur frá lífsheildinni og þar með
okkar dýpsta eðli, þá finnum við
ekki fyrir afleiðingum gerða okk-
ar á þann hátt sem nægir til að
tekinn sé annar kúrs. Og því sem
óhjákvæmilega blasir við okkur
Frá sósíalisma til zen
ýtum við frá okkur með allra
handa réUlætingum.”
Hið seka sjólf
- Ef sjálfið er þessi sökudólgur
sem þú vilt vera láta, og ef sjálfið
er þar að auki blekking, hvað er
þá því til fyrirstöðu að við losum
okkur við það?
„Maðurinn hefur árþúsundum
saman haldið í ýmsar blekkingar
veigaminni en sjálfið. Sjáðu til,
sjálfið er eins og ávöxtur sem fell-
ur ekki af trénu fyrr en hann er
orðinn sæmilega þroskaður,
jafnvel ofþroskaður. í íhugun
íeitar oft fólk með mjög veikt
sjálf og heldur að fyrst svo sé, þá
muni því reynast auðvelt að láta
það fjúka og stökkva svo hreint
inní guðsríki, nirvana eða hvað
það nú kallar það. En þetta er
misskilningur, og stundum mjög
hættulegur. misskilningur. Ef
mjög veikt sjálf brestur, tekur
ekkert við nema geðveikin. Þeir
sem valtir eru á geði eiga ekki að
iðka íhugun nema undir hand-
leiðslu hæfs kennara.
Sú sálarfræði, sem finna má í
austurlenskri trúspeki (og það er
mjög auðvelt að líta á búddism-
ann t.d. sem útvíkkaða sálar-
fræði), segir margt um eðli sjálfs-
ins en fátt um uppruna þess og
mótun. Um þau efni er meira að
sækja í vestræna sálarfræði, Fre-
ud og hans fylgjendur, Piaget og
fleiri. Um eitt eru þó allir
smmála: Adam og Eva verða að
yfirgefa aldingarðinn, maðurinn
verður að leita skjóls í eigin sjálfi,
hversu mikil blekking sem það
kann að vera, eigi hann að vera
siðmenntaður. Um hitt greinir
menn á hvort hann geti ratað út
úr því aftur, jafnvel hvort það sé
æskilegt. Erfitt er það, svo mikið
er víst. Hræðslan við hið óþekkta
nær inn í merg og bein á hverjum
manni. Og gegn henni duga rök
skynseminnar skammt. Hræðsl-
an á sér augljóslega rætur í þeirri
óöryggistilfinningu sem öll börn
eru haldin á því skeiði þegar
sjálfsvitundin er að mótast. Og
þessa óöryggistilfinningu sitjum
við með, meira og minna ómeð-
vitaða.”
- Tekst þetta þá nokkrum?
„Mjög fáum til hlítar. Mörgum
að hluta til. Þú gerir baraþað sem
þú getur, án alls rembings. Og
hefur það í huga að sjálfsvitundin
er ekkert óbreytanlegt eilífðar-
fyrirbæri. í þeirri mynd sem við
þekkjum hana er hún ekki nema
u.þ.b. 4000 ára, sem er eins og
stundarkorn í þróunarsögunni.
Og þennan tíma hefur hún
stöðugt verið að breytast. Það er
m.a. auðvelt að sjá af listasög-
unni.”
- Þú minntist á Freud. Ef ég
man rétt varstu á kafi í honum
fyrir nokkrum árum. Hvernig
kemur hann inn í zen-ið hjá þér,
svarinn fjandmaður allra trúar-
bragða? Hefurðu þurft að moka
honum út?
„Alls ekki. Freud var Snillingur
á sínu sviði og lagði grunn, ekki
aðeins að merkum aðferðum til
sállækninga, heldur flestu því
besta sem við vitum um tauga-
veiklun nútímans. Fyrstu áratug-
ina var sálgreiningin líka róttæk
menningargagnrýni sem haft hef-
ur mikil áhrif. Það verður svo
ekki skrifað á reikning Freuds að
þetta skuli allt hafa þynnst út. í
dag er sálgreiningin fyrst og
fremst þurr læknisfræði.”
- Nú virðist manni að Freud
hafi orðið fyrir mörgum skotum
upp á síðkastið.
„Það er gamla sagan, þegar
börnin, einkum synirnir, upp-
götva að pabbi var ekki alfuil-
kominn, þá snúa þau við honum
bakinu með látum. Gamli mað-
urinn kímir að öllu saman í gröf-
inni. Sérðu hann ekki fyrir þér?
Við þetta bætist svo yfirborðs-
mennska nútímans og alls kyns
viðskiptasjónarmið. Þegar ótal
manns um allar þorpagrundir tel-
ur sig geta læknað taugaveiklun
með örfáum viðtölum, og jafnvel
með lyfjum, þá er ekki við því að
búast að heiðarleiki og kröfur
Freuds nái hátt á vinsældalistun-
um.
Auðvitað er enginn vandi að
finna alvarlega vankanta á Fre-
ud. Það breytir samt engu um
stærð hans og mikilvægi á þessu
sviði. Þetta svið var bara miklu
þrengra en hann áleit sjálfur.
Hann var mikill frádráttarmaður
ekkert síður en Marx. Hvata- og
tilfinningalífið var miðpunktur,
og út frá því alhæfði hann villt og
grimmt. Mér virðist hann hafa
verið hræddur við hinar dýpri
víddir, bæði af persónulegum og
fræðilegum ástæðum.”
- Svo við víkjum aftur að búdd-
ismanum: Hvers konar fólk er
það sem iðkar zen í Bandaríkjun-
um?
„Alls konar fólk á öllum aldri,
úr öllum stéttum og af báðum
kynjum. Fólk undir tvítugu er þó
mjög sjaldséð. Án þess að geta
stuðst við tölur, tel ég líklegt að
konur séu í meirihluta. Zen-
kennurum af kvenkyni fer líka .
ört fjölgandi. Og það er nýtt í
sögunni.”
Kvenleiki
- Það er kannski til búddískur
femínismi?
„Já, og veitir áreiðanlega ekki
af. Feðraveldi Austurlanda hefur
auðvitað sett mark sitt á búdd-
ismann. Það hefur líka haftsitt að
segja að fyrstu fylgjendur Búdda
voru eingöngu betlimunkar. Nú,
og svo drattast vesturlenskir
búddistar með sama tilfinninga-
arfinn og aðrir. En búddískur
femínismi er töluvert frábrugð-
inn þeim sem við eigum að venj-
ast. Hann miðar að jafnrétti á
grundvelli þess sem er handan
karlleiks og kvenleiks. Þannig er
siglt fram hjá mörgum skerjum
tilfinningalegs eðlis. Umfjöllunin
og úrvinnslan verða í senn beinni
og breiðari. Hér og víðar á
kvennahreyfingin á hættu að fest-
ast í ýmsum kenndum sem gefa
því ekkert eftir sem barist er
gegn. Karlremba og fallosdýrkun
verða ekkert skárri þó að höfð
séu endaskipti á öllu saman. Og
festist kvennahreyfingin í þessu
vérður hún ófær um að takast á
við vandann í allri sinni dýpt.
Kúgun kvenna um allan heim er
aðeins hluti af miklu víðtækari
vanda, sem sé bælingu kven-
leikans jafnt hjá körlum sem kon-
um, mörg þúsund ár aftur í tím-
ann.”
-Hvað áttu við með kvenleika?
„Kvenleiki er rými og móttæki-
leiki. Karlleiki er virknin sem
kvenleikinn fæðir af sér. í raun-
inni eru þetta tvær hliðar á sama
fyrirbæri.”
- Er þetta ekki frumspeki?
„Jú, auðvitað. En ef þú hliðrar
þér hjá frumspekinni, þá hliðr-
arðu þér hjá obbanum af tilver-
unni, kemur þér fyrir útí horni.
Og frumspeki kvenleika og karl-
leika er auðvelt að reyna á sjálf-
um sér. Þú þarft ekki að kafa
djúpt til að komast að því hvernig
þessu er háttað hjá þér. Og þegar
þú hefur áttað þig á því tekurðu
að skynja þetta hjá öðrum. Sé
kvenleikinn bældur eða bæklað-
ur, hvort sem er hjá karli eða
konu, þá er karlleikinn það líka.
Útkoman er ýmist þolandaháttur
eða þessi kantaða óðavirkni sem
við sjáum alls staðar í kringum
okkur og þykir fín.”
- Hvað tekur svo við hjá þér? Á
að boða landanum zen?
„Nei, virkt trúboð, eins og við
þekkjumþað úr kristni, erekki til
í zen, og sennilega ekki í búdd-
ismanum yfirleitt. Og kennt get
ég ekki af því ég er ekki fær um
það. Ég er einfaldlega ekki nógu
þroskaður. En ef einhver hefur
áhuga á að þreifa sig áfram með
zazen og vill fræðast um undir-
stöðuatriðin, þá er ég auðvitað
boðinn og búinn að veita mitt
liðsinni.”
- Hvað er zazen?
„Zazen er sú tegund íhugunar
sem iðkuð er í zen-búddisma. Og
þú þarft ekki að vera zen-búddisti
til að iðka zazen þér til gagns og
ánægju. Þú getur verið kristinn,
trúlaus með öllu, jafnvel upp-
tendraður áhugamaður um fisk-
eldi.”
- Það er nú trúboði í þér.
„Stundum tekst mér að skynja
hvar neisti áhugans kviknar, og
þá haga ég orðum mínum í sam-
ræmi við það.”
Ekki vildi spyrjandinn kannast
við minnsta áhuga á þessu grufli
öllu. - Og svo ertu að gefa út nýja
bók um miðjan mánuðinn.
Hvernig er að vera rithöfundur
og vera kominn inn í trúarbrögð
sem virðast ekki kunna að meta
mikilvægi orðsins?”
„Það er léttir. Öldungis
ómögulegt að taka sig mjög há-
tíðlega. Það gerði ég áður fyrr.
Nú er stutt í að hver einasta
fruma líkamans viti hvað þetta er
mikill hégómi. Og þá er bæði
skemmtilegra og erfiðara að
skrifa. Maður verður að fara
sparlega með orðin. Annars er ég
búinn að fá mig fullsaddan af
skáldskap, já og listum yfirleitt.
Ef ég held áfram að skrifa ein-
hvers konar skáldskap, þá er það
vegna þess að mér hefur ekki tek-
ist að vinna bug á gömlum kæk.
Sjáðu til, ég er búinn að vera á
kafi í þessu síðan ég var ung-
lingur. Þetta er búin að vera stór-
kostleg veisla. Og mikil gæfa er
það fyrir öryggislaus ungmenni
að lenda urfdir vængnum hjá ein-
hverri listagyðjunni. Góð list
stefnir alltaf út fyrir sjálfa sig.
Góð list er þroskandi. Én er svo
sjálfsagt að enda þarna eins og
svo margir gera? Ég finn ekki
betur en þá fyrst hefjist ævintýrið
þegar listinni sleppir. Þetta hefur
verið að smágerjast í mér. Ég hef
t.d. ekki lesið skáldsögu til enda í
mörg ár. Allur seinni tíma skáld-
skapur er annað hvort of tilfinn-
ingasamur eða of vitsmunalegur
fyrir minn smekk. Sjálfsvitund
skáldanna sem annarra er komin
í hnút þar sem andríki, tilfinning-
ar og vitsmunir fara ekki eðlilega
saman. Hómer er góður. Þar er
hátt til lofts og vítt til veggja.
Heill kúltúr lagður undir. Ef við
stökkvum svo u.þ.b. 2500 ár fram
í tímann og komum niður á garð-
inn þar sem hann er hæstur, sem
sé hjá Cervantes og Shakespeare,
þá sjáum við að það hefur heldur
betur þrengst um. Þessi munur er
þó barnaleikur hjá þeim sem
blasir við ef við berum saman nú-
tímaskáldskap og Shakespeare-
Cervantes. í dag er allt í fingur-
björg. Og ég dreg stórlega í efa að
það geti verið öðruvísi. Bach og
Goethe voru í rauninni síðustu
skáldin sem gátu þanið sig um
heima alla.”
Oktavía
- Og samt skrifarðu.
„já, ég er að gera tilraun til að
komast út úr skáldskapnum, út
undir bert loft.”
- Oktavía, hcitir nýja bókin.
Um hvað er hún?
„Ég veit það ekki. Þetta eru 96
stuttar sögur um einu og sömu
konuna, sagðar af tólf manns.
Meira vil ég ekki segja.”
- Geta þá karlar skrifað um
konur á þessum síðustu og
verstu?
„Nú skal ég ekki segja. En í
Oktavíu er hvorki karl né kona.
Þess vegna er hún hvorttveggja í
ríkum mæli. Þess vegna get ég
líka skrifað um hana. Með því er
ekki sagt að ég skilji hana.”
- Ég hef óljósan grun um að
svona kona hljóti að vera áskrif-
andi að Þjóðviljanum.
„Ekki veit ég það. Ég veit bara
að hún er áskrifandi að blaði
blaða.”
Hér lyftist forvitnisbrúnin á
spyrjandanum. - Og hvaða biað
er það?
„Það hefur aldrei verið skrifað
og verður aldrei skrifað. Einmitt
þessvegna er það blað blaða.”
-ÖS