Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 12
Skrýtlan um smáa letrið Rœtt við Inga R. Helgason forstjóra Brunabótafélags fslands Iðgjöld tryggingafélaga hafa verið all mikið í sviðsljósinu að undanförnu eftir að Samvinnu- tryggingar lækkuðu iðgjöld húsa- trygginga í Hafnarfirði með til- boði og Brunabótafélagið kom í kjölfarið og gerði samning við Garðabæ um samsvarandi lækk- un, sem tekur jafnframt til allra annarra sveitarfélaga sem tryggja hjá félaginu. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í síðustu viku, að hafið væri verð- stríð milli tryggingafélaganna, ekki ósvipað því sem geysað hef- ur á milli bankanna um langt skeið. í tilefni þessa óskaði Pjóð- viljinn eftir viðtali við Inga um þessi mál og fleira, sem við kem- ur tryggingastarfsemi í landinu. Það fyrsta sem Ingi var spurður að var, hvort tryggingafélögin hefðu safnað svo digrum sjóðum á liðnum árum og þá vegna of hárra iðgjalda, að þau gætu nú allt í einu lækkað iðgjöld af húsa- tryggingum um 30%-70%. Höfum safnaö í sjóð Sjáður til, það er aðall hvers tryggingafélags að vera fjárhags- lega sterkt, annað væri óeðlilegt. Við hjá Brunabótafélaginu höf- um safnað eigin fjársjóðum í gegnum tíðina, býsna vel. Þó er það svo, að Brunabótafélagið hefur jafnt og þétt lækkað ið- gjöldin, og jafnframt greitt til sveitarfélaganna til uppbygging- ar brunavarnar háar upphæðir, af mismuni tjóna og iðgjalda. Við höfum í áratugi verið í farar- broddi með að lækka iðgjöld húsatrygginga og erum það enn. Samt höfum við gætt þess að ganga ekki á eigið fé okkar. Þetta eru þær leiðarstjörnur, sem Brunabótafélagið hefur í sínum rekstri. Félagið er ekki rekið með ábatasaman atvinnurekstur í huga eða til að skila einhverjum eigendum gróða. Við tökum inn iðgjöld og við greiðum tjón og kostnað. Við greiðum sveitarfé- lögunum ágóðahlut eftir því hvernig tjónatíðni þeirra var árið á undan og ef þá verður afgangur eru iðgjöld lækkuð einhliða. Þetta er vegna þess að enginn á Brunabótafélagið nema þeir sem tryggja hjá því. Svona einfalt er það. En þessi mikla iækkun iðgjalda nú, er hún raunhæf, þola trygg- ingafélögin þetta? Ég veit það ekki, ég þori engu að spá um hvort félögin þola þetta eða ekki. Ef lítið verður um tjón, má vera að þetta takist, en það þarf heldur ekki mörg með- altjón til að setja allt úr skorðum. Má gera ráð fyrir því að þetta verðstríð muni ná tii annarra greina trygginga en húsatrygg- inga? Það getur vel verið, maður veit það ekki, jú það kann að fara svo. Að mínum dómi er samkeppni af hinu góða og ég kveinka mér ekki undan henni, Brunabótafélagið mun taka þátt í henni á öllum sviðum, enda höfum við til þess alla burði, þar sem eigið fé félags- ins er um það bil 35% af saman- lögðu eiginfé allra tryggingafé- laga í landinu. Hitt er svo annað mál, hvort tryggingafélögin eru þannig í stakk búin fjárhagslega að þau þoli gegndarlaus niðurboð á iðgjöldum hvert fyrir öðru. Um það leyfi ég mér að efast. Þú vilt ekki samþykkja að svo mikill hagnaður hafi verið af húsatryggingum á liðnum árum, að þess vegna sé nú hægt að lækka iðgjöldin svona mikið? Nei, það samþykkti ég ekki, enda er það fjarri lagi. Það sem gerðist í Hafnarfirði er hreint undirboð, ekkert annað. Þar er ekki höfð til hliðsjónar tjóna- prósentan á öllu landinu utan Reykjavíkur, þar hefur aðeins verið litið til lítillar tjónatíðni í Hafnarfirði einum sl. 5 ár. Ég tel það mjög óeðlilegt að gera tilboð sem þetta og byggja á tjóna- reynslu í aðeins einu sveitar- félagi, það verður að hafa landið í huga í því sambandi vegna þess hve hrikaleg tjón geta orðið. Tökum dæmi af brunanum á Sel- tjarnarnesi í síðustu viku. Það nemur á bilinu 6-8 miljónum króna og telst því meðaltjón. Samt étur það upp öll iðgjöld húsatrygginga á Seltjarnarnesi næstu 10 árin. Þetta þýðir auðvit- að það, að öll þau tjón sem þar kunna að verða á næstu 10 árum verður að greiða af brunaiðgjöld- um frá öðrum. Hefur brunatjónum ekki fækk- að verulega eftir því sem hita- veitur hafa komið í fleiri hús? Jú vissulega, tjónatíðni í heimahúsum hefur snar minnkað með tilkomu hitaveitna. Og ein- mitt það er orsökin fyrir því að við höfum getað lækkað iðgjöldin jafnt og þétt síðan 1955, ásamt því að greiða ágóðahlut til sveitarfélaganna. Svo virðist sem fólk sé mjög vel á verði í heima- húsum hvað eldvörnum viðvíkur og það er hreint slys ef upp kemur eldur í heimahúsi. Opin eldstæði eru að mestu horfin og miklar framfarir hafa orðið í gerð raf- magnstækja. Undirboð Samvinnutrygginga 1955 Allt fram til ársins 1955 var Brunabótafélagið með húsa- tryggingar utan Reykjavíkur og var eitt með þær allar. Það ár komu Samvinnutryggingar inná þann markað og buðu 40% lækk- un á iðgjöldum. Brunabótafé- lagið gerði það þá einnig. Árið Tjón ársins í hlutfalli við iðgjöld ársins 1974-1983 Almenn félög 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 % % % % % % % % % % Alm. Tryggingar hf. 92,0 102,8 86,0 93,5 98,8 85,8 81,0 92,3 98,9 114,8 Ábyrgð hf. 83,9 79,7 69,0 71,6 75,7 79,9 85,0 93,8 81,0 85,2 Brunab.fél. íslands 82,4 83,9 71,8 68,6 70,2 91,1 81,0 93,8 87,5 105,4 Hagtrygging hf. 78,1 94,9 83,8 83,1 89,1 96,7 93,1 84,7 76,8 71,4 Reykv.endurtr. hf. 42,5 41,2 108,6 46,3 50,2 98,3 69,4 407,4 101,2 75,7 Samvinnutr. g.t. 83,4 107,1 75,4 72,9 75,1 67,2 75,9 86,2 80,8 83,2 Sjóvátr.fél. ísl. hf. 79,3 102,4 83,9 88,6 89,8 95,8 97,7 105,0 126,6 136,7 Trygging hf. 112,3 128,3 73,8 98,3 150,4 164,8 141,7 148,9 190,0 154,6 Tryggingamiðst. hf. 96,6 90,9 87,5 94,3 103,0 100,6 94,9 145,4 100,5 127,6 Samtals 89,1 103,1 79,6 85,5 100,4 101,3 93,6 102,9 105,5112,2 Taflan sú arna er frá T ryggingaeftirliti ríkisins og sýnir tjónagreiðslur tryggingafélaganna í öllum greinum trygginga miðað við að iðgjöldin séu 100. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags íslands (Ljósm. Sig.). 1954 bauð Reykjavíkurborg undir forystu Gunnars Thorodd- sen út húsatryggingar í borginni. Ég átti þá sæti í borgarstjórn og fylgdist vel með málinu. Þá buðu Samvinnutryggingar í brunatryg- gingar húsa og íbúða í borginni, og fóru með iðgjöld niður úr öllu valdi. Þá ákvað Gunnar að stofna Húsatryggingar Reykjavíkur til þess að forða því, að Samvinnu- tryggingar fengju tryggingarnar á þessu undirboði. Þetta undirboð þeirra í Hafnarfirði nú er af sama toga. Samvinnutryggingar eru að reyna að ná fótfestu með stór- felldu undirboði. Ef þetta verðstríð kcmur til með að ná til fleiri greina trygg- inga, hvernig eru minni trygg- ingafélögin í stakk búin til að mæta þeirri samkeppni, til að mynda þau sem rekin eru á und- anþágu? Ef farið verður útí allsherjar verðstríð í öllum greinum trygg- inga og vissulega getur það gerst, þá veit ég ekki til hvers það getur leitt. Það má ef til vill segja að tryggingafélögin séu of mörg hér, samanlagður kostnaður þeirra meiri en þyrfti að vera til að halda uppi þessari starfsemi í landinu. Það getur vel verið að þetta sé sú Hér má sjá hvað iðgjöld brunatrygginga hjá Brunabótafélagi íslands hafa lækkað á árunum 1972 til 1984. Árið 1972 var iðgjaldið 0,80 promill af bruna- bótamati en árið 1984 0,23 prómill. Nú hafa iðgjöldin lækkað enn og eru komin niður í 0,14 prómill. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.