Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 16
LEIÐARAOPNA Af hverju ekki hommar Markús Örn Antonsson, Spurning um áferðarmun og smekk Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri tók viö þeirri ákvörðun forvera síns, Andrésar Björns- sonar, aö Samtökunum 78 væri ekki heimilt að nota ávarpsorðin „hommar og lesbíur" í auglýsing- Markús Örn Ant- onsson útvarps- stjóri. um sínum. „Það þýddi þó ekki að samtökin mættu ekki auglýsa í sínu nafni, það voru eingöngu þessi ávarpsorð sem menn stöldruðu við,“ sagði Markús í viðtali við Þjóðviljann. „Þetta mál var á sínum tíma lagt fyrir útvarpsráð en af gögnum er ekki hægt að sjá á hvaða forsendum synjunin er á- kveðin, ég geri ráð fyrir að það hafi verið gert með tilvísun í ákvæði auglýsingareglna um að auglýsingar megi ekki brjóta í bága við smekk og velsæmi. Þegar ég kom til starfa barst mér fljótlega bréf frá Samtökun- um 78 þar sem ég var beðinn að endurskoða afstöðu forvera míns. Ég svaraði því bréfi og sagðist ekki sjá efni til að breyta henni. Þá kom annað bréf og afrit af því var sent til útvarpsráðs. Mér þótti þá rétt að skjóta málinu til ráðsins, þar var komið nýtt fólk og ég vildi fá úrskurð ráðsins í málinu. Á fundi ráðsins 27. sept- ember sl. var erindi Samtakanna 78 tekið til umræðu á fundi ráðs- ins og afstaða fyrrverandi út- varpsstjóra ítrekuð með 5 at- kvæðum gegn 2“. - Hvernig rökstyður þú þína af- stöðu? „Ég tel að þessi ávarpsorð kalli á fordóma í garð félaga í Sam- tökunum 78. Þess vegna tel ég ekki eðlilegt að þau séu í auglýs- ingunum. Ég vil benda á að í auglýsingunum er hvorki nefnt hvar skemmtanirnar eru haldnar né klukkan hvað þær hefjast og það túlka ég sem viðleitni til að vernda þessar samkomur. Við gerum oft athugasemdir við orðalag á auglýsingum og þá er reynt að komast að samkomu- lagi um breytingar. Það hefur ekki tekist í þessu tilviki og mér finnst gæta stífni af hálfu Samtak- anna 78. Ég les út úr þeirra fram- komu ákveðna ögrun sem ég tel að bjóði heim ákveðnum og mikl- um viðbrögðum. Þess vegna tel ég ekki eðlilegt að þessi ávarps- orð nái inn í auglýsingatíma út- varpsins. En vitaskuld er þetta spurning um áferðarmun og smekk,“ sagði Markús Örn. _þh Böðvar Björnsson, Villu breytt í viðsnúning Það hefur lengi vafist fyrir (s- lendingum hvaða orð eigi að nota yfir það fólk sem í tilfinningalífinu hneigist að fólki af sama kyni. Kynvillingur var lengst af algeng- asta orðið en hefur sem beturfer mátt þoka fyrir þeim rökum sam- kynhneigðra að í því felist sömu fordómar og rannsóknarrétturinn hafði að leiðarljósi á miðöldum þegar hann var að brenna trúvill- inga. Islenskufræðingar hafa átt í mestu brösum með að finna orð til að leysa kynvilluna af hólmi og í síðasta tölublaði tímaritsins Úr felum sem Samtökin 78 gefa út ritar Böðvar Björnsson grein um vandræðagang íslenskufræðinga og fjölmiðla við að koma sér sam- an um heppileg orð fyrir homma og lesbíur. Þar segir m.a. að Sam- tökin 78 hafi barist fyrir því að festa „þrenninguna ,,hommi, les- bía, samkynhneigð“ í (góðum) sessi í málinu - og varð nokkuð ágengt. Ekki voru þó allir á einu máli um ágœti þessara framfara og héldu sumir á lofti fjandsam- legum orðaforða með sjúkdóms- heitið kynvilla í broddi fylkingar, og var og er Morgunblaðið helsti boðberi þeirra viðhorfa sem í orð- inu felast, enda opinber stefna blaðsins að ala á ótta og fordóm- um og hatri ígarð samkynhneigðs fólks. Öðrum féll ekki að heyra sannleikann og kusu sér rósamál, og varð þá til orðið hýr. Og loks komu til skjalanna íslenskufrœð- ingarnir sem tóku að sér að vinna gegn hagsmunum samkynhneigðs fólks og sameinuðu þeir rósa- málsstefnuna og sjúkdómsheita- stefnuna í nýyrðinu kynhvarffSem er auðvitað ekkert annað en orðið kynvilla klcett í kjól og hvítt...) Með orðinu kynhvörf er nefni- lega farið úr villu /' viðsnúning, afstaðan til samkynhneigðar helst óbreytt og er bundin í orðinu. Hin nýslegnu orð eiga sér reyndar sögu, þó ekki sé hún úr íslensku máli, orðið kynhvörf er nefnilega þýðing á sexuai inversion á al- þjóðlegu máli, þótti gjaldgengt er- lendis í byrjun aldarinnar, og kynhvarfi á sexual invert. Og þá er það hin nýja Orðabók Menningarsjóðs. í þeirri bók er aðfinna orðin kynvilla, kynhvörf og orð dregin afþeim svo og sam- kynhneigð, og öll þannig merkt að þau falli undir lœknisfrœði. Orðið hommi er í bókinni og merkt sem slœmt mál. Lesbía fyrirfinnst hvergi. “ Hommi verður ólfur Böðvar rekur í grein sinni við- skipti Samtakanna 78 við útvarp- ið og er óþarfi að endurtaka það hér en hann segir einnig frá frammistöðu annarra fjölmiðla sem fá miður góða einkunn: „Dagblöðin hafa verið mjög erfið í þessu máli, og blaðamenn virt að vettugi hlutlcega orðnotk- un, en þess í stað kosið að nota fjandsamlegan orðaforða. Frá þessu eru þó einstaklingsbundnar undantekningar. Fréttastofu sjón- varps tekur varla að nefna vegna þess að þar á bce er tilvist homma og lesbía á íslandi ekki viður- kennd. Afturámóti kemurfyrir að samkynhneigt fólk birtist í er- lendum kvikmyndum eða skemmti- og frceðsluþáttum í sjónvarpi og hafa þá þýðendur nœr undantekningalaust stuðst við orðin kynvilla (algengast), kynhvörf, hýr, eða hreinlega sleppt að þýða viðkomandi orð ef það er hœgt með einhverjum ráðum. Auk þess hefur allskyns rugl og vitleysa vaðið uppi í þýð- ingum í sjónvarpi varðandi sam- kynhneigt fólk, og kórónaði allt það rugl þegar orðið hommi var þýtt sem áifur í Ættaróðalinu i fyrravetur: „You look like twofa- iries" var þýtt „Þið lítið út eins og tveir álfar"." LEIÐARI Málrœkt á villigötum íslendingum er tamt að guma af því hve víð- sýn og fordómalaus þjóð þeir séu. En þegar skálaræðurnar eru þagnaðar kemur oft annað I Ijós. Útlendingar sem hér eru búsettir og eink- um þeir sem koma frá fjarlægari löndum kunna margar sögur af framferði íslenskra, einkum á öldurhúsum, sem jaðrar við kynþáttahatur. Einn er sá hópur sem ekki hefur notið for- dómaleysis landans en það eru þeir sem í til- finningalífinu hneigjast að fólki af sama kyni. Nýleg tíðindi úr útvarpsráði sýna að gagnrýni homma og lesbía á því miður við of gild rök að styðjast til þess að hægt sé að láta hana sem vind um eyrun þjóta. Samtökin 78 hafa um langt skeið barist fyrir því að fá að nota ávarpsorðin hommar og lesbí- ur I útvarpsauglýsingum um samkomur sínar. Fyrrverandi útvarpsstjóri neitaði þeim um þenn- an rétt og studdist þar við úrskurð útvarpsráðs. Þegar núverandi útvarpsstjóri tók við embætti hófst sami skollaleikurinn og á föstudaginn I hinni vikunni lauk honum, I bili amk., með því að meirihluti útvarpsráðs samþykkti gegn at- kvæðum fulltrúa Alþýðubandalagsins og Kvennalistans að orðin hommi og lesbía skuli enn sem fyrr liggja I þagnargildi I útvarpi allra landsmanna. Hommar og lesbiur segjast ekki vera að ögra neinum með því að nefna sig þessum nöfnum. Þáu eru orðin þreytt á þeim feluleik sem sam- kynhneigt fólk hefur mátt stunda um magra alda skeið. Þau vilja fá að vera þau sjálf og njóta viðurkenningar sem hverjir aðrir fullgildir ein- staklingar meðal samborgaranna. Þau vilja fá að lifa sínu tilfinningalífi án þess að þurfa að fórna nokkru af mannlegri reisn sinni. Þetta ætti að vera auðsótt mál, en þar er komið að fordómunum sem birtast afar skýrt I tungumálinu sem við tölum. Tungan er nefni- lega ekki hlutlaust tæki heldur eru það mennirn- ir sem gefa orðunum merkingu. Og mennirnir hafa gefið orðunum hommi og lesbía neikvæða merkingu. Einnig hafa þeir búið til ýmis orð sem beinlínis lýsa fordómunum, orð eins og „kyn- villa“, og nýjasta uppfinning orðsmiðanna, „kynhvörf", er af sama toga. Þessi orð gera ráð fyrir einhverri „réttri" meðalhegðun og öll önnur hegðun er frávik frá henni. Þarna glittir I sama hugsunarháttinn og réði gerðum rannsóknar- réttar kirkjunnar á miðöldum, sem brenndi alla þá sem viku frá línunni sem Vatikanið lagði hverju sinni. Aðferð samkynhneigðra hefur verið sú að taka orð sem lengi hafa verið notuð I felum og nota þau eins og ekkert sé eðlilegra. Á þann hátt missa orð eins og hommi og lesbía smátt og smátt neikvæða merkingu sína og á endanum verður ekkert eðlilegra en að nota þau hvar og hvenær sem er. Þessi aðferð, sem nefna má virka málstefnu, hefur þegar skilað árangri. Það er álit samkyn- hneigðra, og það kom fram, þegar Þjóðviljinn spurði vegfarendur hvort þeim fyndist óvið- eigandi að nota orðin hommi og lesbía I útvarpi, að þrír af hverjum fjórum svöruðu því neitandi. Þeim fannst orðin ósköp eðlileg og sjálfsögð. En nátttröllin I embættismannakerfinu og út- varpsráði hafa greinilega ekki orðið vör við þessa þróun. Þau halda áfram að afhjúpa for- dóma sína undir yfirskini málverndar eða hvað það nú er sem þau bera fyrir sig. Kannski er næsta skrefið að semja og gefa út lista yfir bannorð sem starfsmenn fjölmiðla mega ekki nota. Það væri svo sem eftir öðru. En án gríns er hér um mannréttindabaráttu homma og lesbía að ræða. Þjóðviljinn styður heilshugar þá mannréttindabaráttu. - ÞH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.