Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur af málfarsþönkum Ég hef frá því ég fyrst man eftir mér einlægt verið að eignast allskonar apparöt, tæki og tól, sem hafa gersamlega heillað mig flatan. Enn þann dag í dag hríslar um mig gömul sælukennd pegar ég hugsa um fyrstu munnhörpuna, einföldu harmonikkuna, guf- uvélina, knallettubyssuna, járnbrautina, gítarinn og síðast grammifóninn. Það fer ekki milli mála, að með grammfóninum hófst nýtt tímabil í lífi mínu, listsköpunin varð að víkja fyrir listneyslu. Ég hætti að frumsemja og flytja eigin tónverk, en fór að hlusta á aðra listamenn. Gamli góði svarti upptrekkti gammifónninn minn, sá opnaði mér nú áður óþekktar óravíddir þess sem fagurt er og gott í lífinu og tilverunni. Eftir að hann var látinn fjúka fannst mér stundum einsog svolítið tómlegt í hjartabrjóstinu og raunar hafa þau apparöt, sem ég hef eignast síðan ekki fangað hug minn í neinni líkingu við barnagullin. Þangaðtil ég fékk mér vídeó. Næst á eftir konunni er vídeóið mér kærkomnast af öllu sem ég á. Og hvers vegna í ósköpunum?, kann nú einhver að spyrja. Svarið er einfalt. Síðan vídeóið kom inná heimili mitt hef ég ekki þurft að horfa á sjónvarpið nema eftir dúk og disk og bara þegar mér sýnist. Ég læt bara bandið rúlla, tek dagskrána upp alla vikuna, vel svo úr það sem ég nenni að horfa á og skoða það á fimmtudags- kvöldum. Þetta er semsagt, einsog við segjum í biljardinum: „Alveg sóló“. Svo var það í vikunni, að ég var svona að hræra í gömlum spólum og rakst þá á nýja menntamálaráð- herrann okkar og ég hugsaði með mér að rétt væri að hlýða á erkibiskups boðskap þó ég væri svosem ekki ráðinn í neinu sérstöku í framhaldi af því. „Við verðum að vara okkur vegna íslensku tung- unnar,“ sagði Sverrir og hélt svo áfram: „Hún er ekkert óbrotgjarnt fyrirbrigði. Fjarri því. Það sjáum við nú á þróuninni, sem er ískyggileg. Við þurfum að taka harkalega í taumana". Og ég hugsaði sem svo: - Gott hjá honum. Svo fór ég að horfa á Skonrok;, en það er þáttur, sem bæði er spilaður í auglýsinga- tímum sjónvarpsins og svo líka þegar allir halda að þeir séu að horfa á sjónvarpsdagskrána en ekki plötuauglýsingar. Minnugur orða Sverris, fór ég að leggja eyrun að því litla sem sagt var á ástkæra ylhýra málinu þarna í þættinum. Satt að segja er mér það Ijóst að ég er kominn á þann aldur að ekkert er eftir nema hrörnunin, og þarna fyrir framan sjónvarpið varð mér það Ijóst að ég var að verða heyrnarlaus. Það fór ekkert á milli mála. Ég heyrði að vísu að þátturinn í kvöld væri helgaður konum og að fyrst í fríðum flokki hefði verið Keit Búss, en svo fór heyrnin að svíkja mig, þegar elskulegur kynnir af yngri kynslóðinni hélt áfram: „ Þótt ótlett me virðast, þá er til innan Háskóla íslands frjóhópur manna. Þarekki laknisfran, ekki tölvufran, ni, ni ....“. Nú fór ég fram að fá mér meira kaffi, en þegar ég kom inn aftur var verið að kynna næsta lag: „Nasfam listaukafra hljómsveitinni Brífeldsprát. Hljómsveit þessi hefur hlotið mjö losalea dóma, enda ekki að furða þasse kona er isti koppur í búri ....“. Nú hætti ég að hlusta og horfa á Skonrok, sem er auðvitað ágætur og vinsæll þáttur meðal þeirra, sem ekki eru komnir á minn aldur og hafa einhverja heyrn. Og ég hugsaði sem svo: - Skyldi málfarsráðunautur útvarpsins nokkuð hafa að athuga við framsögn hinna ýmsu sem koma fram í Sjónvarpi og útvarpi, en auðvitað sá ég strax í hendi mér að málfarsráðunauturinn hlyti dægrin löng að vera að berjast við talsmáta á við þann sem viðhafður er í útvarpinu og jafnvel á þinginu, þar sem menn tala um að „framkvæma uppeldi", hjólreiða- menn eigi að „aka í einfaldri röð“, að ekki sé nú talað um Háskóla íslands, þar sem búið er að útrýma orðunum „von“ og „ótti“, en í staðinn talað um „já- kvæðar væntingar" og „neikvæðar væntingar“ og uppáferðir kallaðar „foreldramyndandi athæfi“. Nú fór ég aftur að hræra í vídeóinu og viti menn, ég sá ekki betur en að á skjáinn væri kominn sjálfur málfarsráðunauturinn. Og ég hugsaði sem svo: - Nú er best að taka vel eftir. Málfarsráðunautirnn hafði hreint ekki lítið til mál- anna að leggja: - Úr síðasta þætti munum við að lokhljóð verða til þegar talfæri loka alveg fyrir loftstrauminn brot úr sekúndu ... Og nú kom undurfögur kona á skjáinn og sagði: - Apa ... aba. Og svo hélt málfarsráðunauturinn áfram: - En önghljóð myndast, þegar ekki verður alveg lokun, heldur þrengsli. Önghljóðin eiga sér að mestu sömu myndunarstaði og lokhljóðin. Framgómmælt önghljóð verður til við það að framtungan nálgast framgóm án þess að alveg lokist á milli, þannig að loftið kemst hér út. Hér sjáum við annars vegar tungustöðuna við gómfyllumælt lokhljóð og hinsveg- ar við gómfyllumælt önghljóð. Á þeim er sami munur og á öðrum lokhljóðum og önghljóðum. Lokhljóðið kemur fram í orðum einsog kassi ... Nú fór ég aftur fram að fá mér meira kaffi, en þegar ég kom inn aftur sagði málfarsráðunauturinn á skjánum: - Hgvað, hgver, hgvúað, hgvúer, Sighatur? Og stúlkan hans Ijúfa endurtók spurninguna strax á eftir: - Hgvað, hgver, hgvúað, hgvúer, Sighatur? Og ég hugsaði með mér: - Þessu verður nú Sighatur að svara sjálfur. Byrjunar- launin Friðrik Pálsson tók nýlega við framkvæmdastjórastarfi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og einhver spurði hver launin væru. Jú, 126 þúsund krónur á mánuði, 15 þúsund á mánuði í innlenda risnu, frír bíll og ótakmörkuð risna erlendis. Þetta eru að sjálfsögðu bara byrjunarlaun. Var einhver að tala um vanda sjávarútvegsins?» Hafnfirskt hugvit (ræðu sinni á landsfundi Al- þýðubandalagsins um at- vinnumál fjölyrti ritstjóri Þjóð- viljans, Össur Skarphéðins- son, meðal annars um hug- búnaðarvinnslu sem eina af merkustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Meðal kosta greinarinnar, sagði ritstjórinn, væri það að ekkert hráefni þyrfti til nema mannsheila og hugvit. Þá stundi upp einn af frammámönnum flokksins úr Firðinum svo heyrðist vel um salinn: „Þetta er þá ekkert fyrir okk- ur Hafnfirðinga." Auður Bjarnadóttir. Tvö á óperuna Þótt ekki sé sérlega vel búið að íslenskum listdansi, hafa þó nokkrir íslenskir dansarar náð alþjóðlegri viðurkenningu og komist á heimsmæli- kvarða. Má þar fremstan telja Helga Tómasson, en margir fleiri hafa getið sér orðs. Ný- lega voru tveir ungir dansarar ráðnir á hina eftirsóttu Stokk- hólmsóperu, en þangað kom- ast aðeins úrvalsdansarar. Það eru þau Auður Bjarna- dóttir, sem þegar er farin utan og Einar Sveinn Þórð- arson.sem nú dansar í Grímudansleik.B Tvö á sjónvarpið Ákveðið mun vera að Edda Andrésdóttir og Helgi H. Jónsson verði ráðin sem fréttamenn hjá sjónvarpinu, en Ingvi Hrafn mun telja þau henta hvað best í hinar nýju „american style" frétta- útsendingar sem hann undir- býr nú af kappi. Enginn veit enn hvernig þær munu líta endanlega út - en víst er að fréttirnar eiga að vera „hress- ar“ (hvað sem það þýðir). Ýmsum „þungavigtarmannin- um“ á fréttastofu sjónvarps mun lítast svona og svona á málin.B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Sunnudagur 10. nóvember 1985 Útboð Tilboð óskast í byggingu 15 íbúða í 4 raðhúsum við ofanverða Vogatungu ÍKópavogi, hús númer 71-101, jarðvinnu undir sökkla verður lokið og þjappað undir- lag frágengið. Bjóða skal í hús fullbúin að utan sem innan með öllum lögnum og innréttingum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Kópavogs að Fannborg 2, 3. hæð gegn 5000.- króna skilatryggingu frá og með þriðjudeginum 12. nóvember kl. 11. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11 mánudaginn 25. nóvember, og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þar mæta. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi Blaðberar óskast Seltjamarnes, Strandir, Tjarnarból - Lambastaða- braut, Kaplaskjólsvegur - Meistaravellir, Miðleiti, Ofanleiti. ÞJÓÐVIIJINK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.