Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 7
Prins dómari (Róbert Arn- finnsson): Úr niðurstöðu dómsins: „Dánarorsök, eða líkleg dán- arorsök: höfuðmeiðsli samfara víðtækum meiðslum á heila, með eftirfylgjandi truflun á blóðrás, útbreiddri storknun blóðs í æðum, ásamt nýrnabilun og þvageitrun. Höfuðmeiðslin hlut- ust að líkindum að morgni mið- vikudagsins 7. september 1977, þegar hinn látni átti í handalög- málum við liðsmenn Öryggis- deildar suður-afrísku lögreglunn- ar í Port Elizabeth. Þau gögn sem fram hafa komið sanna ekki að dauði hans hafi hlotist af neinum verknaði eða vanrækslu sem lúti að eða jafn- gildi afbroti eins eða neins. Þess- um rannsóknarrétti er þar með slitið.“ Wilken, lautinant í Öryggislög- reglunni (Júlíus Hjörleifsson): Kentridge: Wilken, þegar þér komuð til Pretóríu, þá virðist þér hafa sagt hverjum sem heyra vildi að þetta væri maður sem auðvelt ætti með að blekkja annað fólk og hann væri líklega að gera sér upp veikindi. Hvaða rétt höfðuð þér til að segja fólki þetta? Wilken: Ég var að bara að láta í ljós mína skoðun. Kentridge: Hvers vegna er það, að Öryggisdeildarmenn þrástöguðust alltaf á því við hvern sem var, að þið hélduð hann væri með uppgerð? Er ekki augljós ástæðan sú, að það var eitthvað sem þið vilduð fela í sambandi við þennan mann? Wilken: Nei. Við höfðum ekk- ert að fela. Hersch, læknir í Port Elizabeth (Kjartan Ragnarsson): Kentridge: Hvað átti það að þýða að þeir sögðu yður að Biko hefði fengið fjögurra ára menntun í læknisfræði? Hersch: Ja, ég fyrir mitt leyti tók það þannig, að hér væri mað- ur sem gæti sem best verið að gera sér þetta upp. Kentridge: Já, og maður sem dreift hefði byltingarritum? Hersch: Já. Tucker, yfirhéraðslæknir í Port Elizabeth (Pétur Einarsson): Kentridge: Samkvæmt eiði Hippokratesar, sem ég geri ráð fyrir að þér hafið gengist undir, er þá ekki hagur sjúklinga yðar öllu ofar? Tucker: Jú, herra dómari. Kentridge: En í þessu tilfelli var hann settur skör lægra en hag- ur Öryggisdeildarinnar? Er það réttmæt lýsing? Tucker: Já, ég vissi ekki að við þessar aðstæður gæti maður ógilt ákvarðanir sem teknar eru af ábyrgum löggæslumanni. Kentridge, lögmaður Biko- fjölskyldunnar (Hallmar Sig- urðsson): Úr iokaræðu: „Sá úrskurður sem við teljum að þessi réttur geti einan kveðið upp af nokkurri skynsemi er sá, að dauði Bikos hafi verið að kenna glæpsamlegri árás á hann, Við teljum að þessi réttur hafi afhjúpað alvarlega óreiðu og ótil- hlýðilega hegðun í meðferð ein- staks fanga. Þetta hefur um leið leitt í ljós þá hættu sem lífi og frelsi er stofnað í innan kerfis sem leyfir að föngum sé haldið í al- gerri einangrun. Strangur og skýr dómsúr- skurður getur orðið til þess að koma í veg fyrir frekari mis- beitingu valdsins. Hver sá úr- skurður sem telja má sektaraf- lausn til handa Öryggislögregl- unni í Port Elizabeth mun, því miður, verða túlkaður sem lög- gilding á því að níðast að ósekju á hjálparlausu fólki. Við treystum því að þessi rétt- ur muni ekki láta slíkt koma fyrir.“ Goosen, ofursti í Öryggislög- reglu Suður-Afríku (Hákon Waage): Kentridge: Goosen ofursti. Munduð þér halda hundi hlekkj- uðum í tvo sólarhringa látlaust? Hvers konar maður eruð þér eiginlega? Goosen: Ef viðkomandi hund- ur væri alveg stórhættulegur, þá mundi ég sennilega gera það. Hér, í þessu tilfelli, var það það sem ég átti við að stríða. Kentridge: Hann var svo hættulegur að hann varð að liggja hlekkjaður á mottunni sinni í tvo sólarhringa? Goosen: Ég varð að vernda hann. Kentridge: Yður tókst það svo sannarlega, ofursti. Hann slapp aldrei úr greipunum á yður. Hon- um var einungis hleypt út til að deyja. Sunnudagur 10. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.