Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 6
Stephen Bantu Biko. 30 ára gamall.
Blökkumaöur. Lést 12. september
1977 af áverkum í fangelsinu í Pretor-
íu.
BIKO RÉTTARHÖLDIN,
leikgerð byggð á réttarskjölum
frá suður-afríska rannsóknar-
réttinum árið 1977, er opinber
rannsókn fór fram á dauða
blökkumannsins Stephens Bantu
Bikos, voru flutt á vegum ís-
landsdeildar Amnesty Internat-
ional í Norræna húsinu sl. mánu-
dag. Sveinn Einarsson var leik-
stjóri að þessum leiklestri, en 11
leikarar komu fram og gáfu þeir
allir, auk leikstjóra og ljósa-
meistara, Kristins Daníelssonar,
vinnuframlag sitt. Hallberg Hall-
mundsson þýddi verkið.
Höfundar að verkinu eru þeir
Jon Blair og Norman Fenton, en
notaðar eru orðrétt skýrslur úr
réttarhöldunum. Verk þetta hef-
ur verið flutt víða og vakið verð-
skuldaða athygli en dauði Bikos
vakti mikla reiði um allan heim á
sínum tíma. Öryggislögreglan var
sýknuð af því að bera ábyrgð á
dauða hans, þótt fram kæmi í
réttarhöldunum að hann var bar-
inn af lögreglumönnum, látinn
liggja nakinn og hlekkjaðúr á
klefagólfinu og síðan fluttur með-
vitundarlaus langa vegarlengd í
jeppabifreið. Hann dó í fangels-
isklefa án þess að fá nokkra
læknishjálp.
Mikið fjölmenni var í Norræna
húsinu er leiklesturinn fór fram.
Myndirnar á opnunni eru teknar
sl. mánudag og textarnir eru úr
leikgerðinni.
- þs.
Leikgerð byggð á sannsögulegum atburðum í Suður-Afríku 1977
fluttí Norrœna húsinu á vegum íslandsdeildar Amnesty International
Snyman, major í Öryggislög-
reglunni (Viðar Eggertsson):
Kentridge: Eftir því sem mér
skilst, gátuð þið - þegar þið
lögðuð allir saman - knúið hann
til jarðar?
Snyman: Já. í átökunum dutt-
um við allir um borðið og niður á
gólf meðan við glímdum við
hann.
Kentridge: Jafnvel eftir að þið
komuð honum til jarðar, tók það
tvær, þrjár mínútur að koma aft-
ur á hann hand- og fótjárnunum?
Snyman: Já, hann var eins og
villidýr, bandvitlaus.
Kentridge: Og jafnvel eftir að
hand- og fótjárnin voru komin á
hann hélt hann áfram að berjast
um í þeim, er það rétt?
Snyman: Rétt. Það var æði á
honum.
Proctor, prófessor í meina-
fræði (Guðmundur Pálsson):
Van Rensburg: Prófessor, á
þessum ráðstefnum með lögfræð-
ingi fjölskyldunnar var engin til-
raun gerð til þess að leita álits
prófessors Loubsers eða prófess-
ors Simsons, sem verið höfðu
hlutlaust viðriðnir líkskoðunina.
Proctor: Nei.
Van Rensburg: Pessar ráð-
stefnur báru þá greinilega svip-
mót af, skulum við segja, fjöl-
skylduliði að setja saman tilgátu.
Proctor: Það má satt vera,
herra minn, en ég verð að segja,
að fyrir mitt leyti var ég að reyna
að hjálpa til við að leysa úr vand-
amáli jjannig að allir gætu við
unað og sérstaklega þó að halda
uppi siðgæði læknastéttarinnar.
Lang, héraðslæknir í Port Eliz-
abeth (Árni Ibsen):
Kentridge: Spurðuð þér hann
hvernig vörin hefði sprungið?
Lang: Nei.
Kentridge: Spurðuð þér hann
hvernig hann hefði marist á
bringubeininu?
Lang: Nei, ég gerði það ekki.
Kentridge: Af hverju ekki,
doktor Lang?
Lang: Goosen ofursti sagði
mér að Biko hefði fengið æðis-
kast og reynt að ráðast á lögreglu-
mann með stól og það hefði þurft
að halda honum í skefjum með
valdi, og ég gerði ráð fyrir að
meiðslin hefðu komið til af því.
Loubser, prófessor í meina-
fræði (Gísli Alfreðsson):
Kentridge: Ég verð að segja,
prófessor Loubser, að þeir sem
verið hafa mér til ráðgjafar hafa
leitað í rituðum heimildum en
hvergi fundið neins staðar getið
um heilameiðsli af eigin völdum.
Loubser: Ég veit ekki heldur
um nein dæmi þess úr minni
reynslu, en það er allt einhvern|
tíma fyrst í læknisfræðinni.
Van Rensburg, lögmaður ríkis-
ins (Arnór Benóýsson):
Úr lokaræðu:
„Við höfum heyrt vitnisburð-
ina. Það er ekki aðeins ómögu-
legt að komast að þeirri niður-
stöðu að Öryggislögreglan sé sek
um árás, heldur vænti ég þess,
herra dómari, að þér munið af
fyllsta trausti úrskurða, að dauði
Bikos hafi verið af völdum
meiðsla á heila og að enginn lif-
andi maður, hvorki Oryggis-
lögreglan, læknar, né nokkrir
aðrir sem samskipti höfðu við
hann, hafi verið þar við riðinn
með verknaði eða vanrækslu.
Minn lærði vinur mun aldrei
geta gert betur en hann gerði hér.
Á þeim grundvelli, herra dómari,
væntum við þess, með allri virð-
ingu, að þér komist að þeirri
niðurstöðu að í þessu sérlega máli
sé það á engan hátt sannað að
dauði hins látna hafi orsakast af
verknaði eða vanrækslu eins eða
neins, og það er sá úrskurður sem
ég fer fram á.“
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNI Sunnudagur 10. nóvember 1985