Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 8
BÓKMENNTIR Iðnir við menningarkoiann Sigurður A. Magnússon og Vladimir Sichov: Iceland Crucible. Vaka 1985. Fyrr á þessu ári kom út sérstæð bók um það sem aðstandendur hennar kalla íslenskan renisans. Með öðrum orðum: um hið mikla uppgos listrænnar starfsemi á öllum sviðum, sem vekur undrun margra sem landið gista. Hug- myndina átti Thomas Holton, út- flytjandi ullarvöru. Sigurður A. Magnússon skrifaði textann og þekktur rússneskur ljósmyndari festi á filmu 170 íslenska lista- menn. Hér segir frá bók- menntum, leiklist, tónlist, mynd- list, kvikmynda- og ljósmynda- list. Það er gert með yfirliti um aðdraganda að því sem hefur ver- ið að gerast á síðustu áratugum í hverri grein og svo með stuttum lýsingum á því helsta sem nafnkenndir listamenn hafa kom- ið í verk. Óragur maður reyndar, Sig- urður A. Magnússon, að leggja í aðra eins bók. Það er náttúrlega hið mesra kvairæði að þurfa sí- fellt að velja menn eða hafna þeim, úthluta þeim plássi og þar fram eftir götum. Þegar að þessu er vikið er í raun og veru verið að fjalla um höfuðvanda þess sem setur saman svona heimildarbók: Hver eiga hlutföllin að vera á milli þess, að bókin sé einskonar uppflettirit, þar sem ganga má að nauðsynlegustu upplýsingum um verk og menn - og þess, að hún sé útlistun á sérkennum íslensks menningarlífs, sérvisku þess, átökum hefðar og nýjunga og þar fram eftir götum? Nöfn og línur mér ekki skipta höfuðmáli. Nær væri að spyrja sig að því, hvort bókin hefði ekki batnað við það blátt áfram að fækka verulega í henni nöfnum? Til þess að gefa mætti meira rúm heildarlínum. Og kannski ekki síst reynt að svara þeirri spurningu (vegna þess að bókin er ætluð erlendum lesendum) - hvað það er „sem ekki er í fórum hinna“? Erum við barasta nokkuð iðin og kannski bíræfin smáþjóð sem gerir sér það að metnaði að standa öðrum á sporði - eða hefur úr þeirri við- leitni eitthvað það orðið til, sem getur skipt máli fyrir aðra? Ef ekki Engilsaxa, Frakka eða slíkar þjóðir sem aldrei eru í minnsta vafa um sitt framhaldslíf - þá fyrir íra og Armena og Baska og Katalóníumenn og svo margar þjóðir aðrar sem þurfa að spyrja sjálfar sig að því, hvort þær ætli að vera til áfram eða ekki. Einhverjum skilaboðum af þessu tagi kemur slík bók vafa- laust áleiðis. En semsagt: það hefði kannski mátt leggja þyngri áherslur á þessa hlið málsins. Það má segja svipað um ljós- myndir Vladimírs Sitsjofs og orð- asvipmyndir Sigurðar A. - þær eru blátt áfram misjafnar. Sumar nokkuð þvingaðar, aðrar eru bráðskemmtilegar og geyma drjúga sögu. Útflutningur afurða Það er engin ástæða til að am- ast við útgáfu slíkrar bókar eins og eitthvað hefur á borið. Hún hefur margt sér til málsvarnar. Til dæmis það, að hún er einstök í sinni röð. Önnur slík er ekki til. Hún sýnir að íslendingar eru býsna iðnir við menningarkol- ann. Vonandi getur hún orðið að liði í því að vekja upp góða for- vitni um furðulegan og merkileg- an part af okkar þjóðlífi. Við vit- um ekki, hve margir þeir kunna að vera, sem eru reiðubúnir til að skoða eitthvað annað af íslandi en fagurt landslag, heyra þaðan annað en dyninn í eldgosum og verðbólguskrýtlur. Ekki svo að skilja að menn geti gert sér háar vonir um það sem kallað er útflutningsmöguleikar íslenskra bókmennta og lista - og ætlist þá-til þess að bók sem Ice- land Crucible sé virk auglýsing til þeirra hluta. Það er því miður lík- legt, að möguleikar á útflutningi menningarafurða séu í rauninni minni nú um stundir en þeir voru á æskudögum Halldórs Laxness, Jóhanns Sigurjónssonar og Kjar- vals. Við vorum þá stödd á ein- hverju furðusviði milli sakleysis og reynslu, milli draums og veru- leika, við vorum enn skrýtnir fuglar og sjaldgæfir. Nú eru aðrir teknir við því hlutverki meðan við siglum hraðbyri inn í einhvern alþjóðlegan samnefnara í lífs- háttum. í þessum efnum ræður það ekki mestu um niðurstöðu, Sigurður A. Magnússon átti völina og kvölina ... hvort við eigum fleiri eða færri stillt. Eða eins og nú er sagt: snjalla menn, jafnvel Snillinga markaðsaðstæður verða að vera með stórum staf. Forvitnin úti hagstæðar. um heim verður að vera „rétt“ ÁB Sigurður A. Magnússon reynir að þjóna tveim herrum í þessu efni. Hann vill koma að útlistun á þróun og framvindu og hann vill hafa sem flesta með. Ég segi fyrir mína parta: ég skoðaði bók- menntakaflann sérstaklega (blátt áfram vegna þess að þar kannast ég best við mig). Það er margt gottum hann. Hverogeinngetur borið fram dæmi um „einfaldan- ir“ sem ekki hafa heppnast þegar sagt er frá skáldi eða skáldsögu, eða borið fram óskir um önnur hlutföll í frásögninni. Aðrir geta svarað með dæmum sem eru kjarnsæ í betra lagi. Enn má segja, að í meðförum Sigurðar verði ljóðskáld kannski einum um of h'k hvert öðru og miklu síður dregið fram, hvað það er sem skilur á milli þeirra í aðferð og viðhorfum en í lýsingu á skáld- sagnahöfundum. En þetta sýnist I draumi sérhvers froskmanns Hermann Másson, Froskmaðurinn, Forlagið 1985. Rithöfundar gera það stundum sér til gamans að bregða á leik sem er öðruvísi en sá sem þeir stunda venjulega við sínar skrift- ir. Þeir búa til nýjan höfund með nafni og ævisögu og öllu sem til þarf. Af slíkum leikjum eru til margar skemmtilegar sögur. Rússneska skáldið Volosjín bjó til skáldkonu, sem fór huldu höfði, enda alin upp í spænsku klaustri og hafði horfið þaðan með dularfullum hætti. Þessi skáldkona orti svo fögur ljóð og talaði svo fallega í síma að bók- Kærar þakkir færi ég öllum, sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum og kveðjum á afmæli mínu 14. októ- ber s.l. Egill Ólafsson Hnjóti Móðir okkar, tengdamóðir og amma Laufey Jónsdóttir Grensásvegi 58 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. nóv- ember, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Jón Ingi Júlíusson Ingibjörg Júlíusdóttir Sigrún Júlíusdóttir Ósk Halldórsdóttir Guðný Haildórsdóttir Erla Halldórsdóttir og barnabörn Pálhildur Guðmundsdóttir KarlTorfason Stefán H. Sigfússon Björn Úlfar Sigurðsson DiðrikÓ. Hjörleifsson GesturGíslason menntavitar Pétursborgar urðu bálskotnir í henni. Hermann Másson er leikur af þessu tagi og góð tilbreyting í skammdeginu eins og þeir voru vanir að segja í útvarpinu. Hann er ættaður úr bálki Suðurnesja- sagna, hefur reyndar verið þar á vappi um blaðsíður. Hér skal ekkert um það sagt, hvort hann hefur erindi sem erfiði við að yfir- gefa þau heimkynni sín og skrifa sig sjálfur fyrir sögu. Hann ber allan svip síns uppruna, en mun- urinn er helst sá, að hann hefur ekki eins grimma sjón og þar tíðkaðist. Stundum finnst lesand- anum hann vera næsta góðlát- legur, þó ekki meinleysingi beinlínis. Froskamaður sögunnar unir best á sundi í hafinu endalausa sem er freisting og frelsi og ógnvaldur. Og þá birtist honum hafmey sem setur honum afar- kosti eins og dísum er tamt og huldukonum: fylgdu með eða ég legg fiskveiðar landsmanna í rúst! Froskamannsgreyið er á báðum áttum og fær að heyra frýjunar- orð um að hann þori ekki að gefa sig ævintýrinu á vald: „Þú ert maður sem hefur glatað draumnum og áræðninni". Hann vill ekki taka ákvörðun, honum væri nær að skríða um eldhúsgólf en synda fjarri alfaraleiðum! Og vegna þess að hann fylgir ekki hafmeynni fara að gerast undarleg tíðindi eins og spáð var: net flækjast í skrúfur fiskibáta- nna. Fiskveiðarnar eru í hættu og lífskjörin og fleira þesslegt. Og þá er notað tækifærið til að fara með fyndni um hitt og þetta úr pólitíkinni: Er verið að refsa stór- útgerðinni og íhaldinu þar með? Er verið að hygla rauðliðum og smábátaútgerð með því að trill- urnar sleppa við þennan dular- fulla aflabrest framan af? Eru stórveldin komin í málið? Til hvers er þetta Nató eiginlega? Geta ekki háþróaðir froskmenn af Keflavíkurflugvelli bjargað málum? Er ekki rétt að halda fund um málið með jafnréttháum konum? Hafmeyjan er ekki til nema í huga froskmannsins. Kannski er hún tákn og ímynd þess sem á vantar í hjúskap „sem svífur í lausu lofti án þess að gufa upp“, í tíðindaleysi hvunndagsins yfir- leitt. En hvernig stendur þá á því, gæti lesarinn spurt, að froskmað- urinn kemur sér upp þeirri þægi- legu aðferð að synda inn í draum- inn og út í veruleikann aftur að vild og getur ráðið því með nær- veru sinni á fiskiskipaflotanum hvort hótanir hafmeyjunnar ræt- ast eða ekki? Sleppur hann með það, sá skratti? Eða er refsing hans önnur: sú sem kemur fram í keyptu kvennafari í höfuðstaðn- um í bókarlok sem hann vasast í í stað þess að leggja á djúpið mikla? Svona geta menn haldið lengi áfram að spyrja út frá þessari sögu sér til skemmtunar. Til munu þeir lesendur sem spyrja þá með tilætlunarsemi: gengur þessi fjandi upp? Líkast til er óþarft að spyrja sem svo. Höfundur er slóttugur, enda hugarburður sjálfur eins og hver önnur haf- meyja. Þegar líður að lokum sög- unnar segir: „Útskýringar eyðileggja allt. Verstu óvinir ánægjunnar eru út- skýringarnar“. Nokkuð til í því. Það er líka stungið upp á því á bókarkápu að kannski hafi „andlegar druslur flækst í lausu skrúfuna á þeirri þjóð, sem hefur glatað draumun- um og hugrekkinu og neitað að synda til móts við ævintýrið." Eins og froski er sakaður um. Þetta er skemmtileg lesning. Hugvitsamlega farið með ævin- týraminni og orðaleiki og teng- ingar við heldur fáránlegan hvunndagsleika. En það getur líka verið að lesandanum finnist hálft í hvoru að það sé verið að plata hann. Ævintýrið mikla er ekki hérna heldur annarsstaðar. Það rennur úr greipum eins og sporðlaus fiskur og leysist upp eins og hafmeyja í sjávarfroðu. Lokaorð sögunnar eru þessi: „maður geymir svo miklu meira með sjálfum sér en það sem hægt er að segja eða eiga með öðrum. Eins og það sem felst á bak við sögur.“ Margt til í því. Það fer svo eftir skaplyndi og sérvisku hvers og eins, hvort hann lætur sér nægja að nema staðar í þeim punkti eða ekki. Það fer líka eftir því hvort menn hafa gaman af að leika. ÁB 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.