Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 16
Útboð
Vegagerð ríkisjns óskar eftir tilboðum í lagningu:
Djúpvegar - Álftafjörður I.
(Lengd 6,4 km, magn 65.000 m3).
Verki skal lokið 15. júlí 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísa-
firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13.
nóvember n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann
25. nóvember 1985.
Vegamálastjóri
Útboð - snjómokstur
Vegagerð ríkisins og flugmálastjórn óska eftir tilboð-
um í snjómokstur á nokkrum vegum og flugvöllum
í Vestur-Skaftafellssýslu
- Árnessýslu
- Gullbringusýslu
- Snæfellsnessýslu
- Dalasýslu
- Vestur-ísafjarðarsýslu
- Húnavatnssýslum
- Skagafjarðarsýslu
- Eyjafjarðarsýslu
- Norður-Þingeyjarsýslu
- Suður-Múlasýslu.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
í Reykjavík (aðalgjaldkera)
- Borgarnesi
á ísafirði
- Sauðárkróki
- Akureyri
- Reyðarfirði
- Selfossi
Áður auglýstur skilafrestur tilboða framlengist til kl.
14.00 þann 18. nóvember 1985.
Vegamálastjóri
Flugmálastjóri
Guðmundur Magnússon í viðræðum við ungt sæljón. Ljósm. MT.
Með sœljónum og skjald-
bökum ó Galapagos
Við sögðum frá því fyrir
skemmstu að fáir (slendingar
hefðu heimsótt Galapagos eyjar,
eyjarnar í Kyrrahafi þar sem
Darwin fann stoðir undir kenn-
ingu sína um uppruna og þróun
tegundanna.
Nú hefur rekið á fjörur okkar
myndir sem teknar voru á eyjun-
um í vor þegar hjónin Guðmund-
ur Magnússon verkfræðingur og
Margrét Tómasdóttir skrifstofu-
maður sigldu milli eyjanna ásamt
litlum hópi bandarískra ferða-
manna. Þau Guðmundur og Mar-
grét dvöldust í Equador í byrjun
apríl og heimsóttu þá m.a.
Darwin-stöðina á Galapagos þar
sem reynt er að bjarga nokkrum
tegundum risaskjaldbaka frá út-
rýmingu. Eggin eru klakin í stöð-
inni og skjaldbökurnar aldar þar
til þriggja ára aldurs en þá er
þeim talið óhætt í baráttunni við
rándýr eyjanna: villt svín og
hunda sem upprunalega voru
flutt til eyjanna sem húsdýr. Á
Galapagos hafa hlutirnir nefni-
lega snúist við, sagði Guðmund-
ur. Þar eru villtu dýrin, eins og
sæljón og skjaldbökur gæf og
mannelsk en húsdýrin stygg og
grimm. -ÁI
RÁÐGJAmR
SIDÐSft.
HÚSNÆÐISSTOFNUNAR
Húsnæðisstofnun ríkisins hefur komið á fót sérstakri Ráðgjafarstöð.
Við stöð þessa, og í tengslum við hana, starfa sérfróðir menn
á öllum þeim sviðum, er snerta byggingarframkvæmdir og húsnæðiskaup.
HLUTVERK:
Að veita þeim einstaklingum ráðgjöf sem hafa hug á að eignast húsnæði.
VIÐFANGSEFNI m.a.:
Að aðstoða við gerð áætlana um fjármögnun.
Að reikna út greiðslubyrði fólks og gjaldþol.
Að miðla tæknilegum fróðleik.
Að gefa góð ráð til sparnaðar og aukinnar hagkvæmni vegna kaupa
eða byggingar húsnæðis.
MARKMIÐ:
Að húsnæðiskaupendur geti náð settu marki
án þess að reisa sér hurðarás um öxl.
KAPP ERBESTMEÐ FORSJÁ
^Húsnæðisstofnun ríkislns
LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöiur
Fóstrur (2) óskast á dagheimili Landsþítlans, Sól-
bakka frá 1. jan n.k.
Fóstrur (2) óskast nú þegar á dagheimili Kóþa-
vogshælis, Stubbasel.
Fóstra óskast nú þegar á dagheimili Landsþítalans,
Litluhlíð.
Fóstra óskast frá 1. jan. n.k. við dagheimili Kleþps-
sþítala, Sunnuhlíð.
Upþlýsingarveitirdagvistarfulltrúi ríkissþítalanna milli
ki. 10 — 12 í síma 29000 (641) eða forstöðumenn
viðkomandi dagheimila.
Reykjavík, 10. nóvember 1985.
Vináttufélag íslands
og Kúbu
Aðalfundur
Aðalfundur VÍK verður haldinn miðvikudaginn 13.
nóv. kl. 20.30 að Mjölnisholti 14, 3. hæð.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sagt frá síð-
ustu vinnuferð. 3. Fréttir frá Kúbu.
Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum.
Stjórnin.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
Eyjafjarðarbrautar vestri um Saurbæ.
(Lengd 2,0 km, magn 17.000 m3).
Verki skal lokið 1. júlí 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Ak-
ureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 11.
nóvember n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann
18. nóvemþer 1985.
Vegamáiastjóri