Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 20
eða
þannig..
Dolly Parton, söngkona, hefur
átt í miklum erfiðleikum að und-
anförnu vegna þess að frá því í
mars og fram í ágúst var hún illa
haldin af vírus í raddböndum. Var
henni skipað að hætta algerlega
að syngja á meðan. Pessi sjúk-
dómur er algengur hjá söngvur-
um og getur verið býsna lífseigur.
Hún var farin að halda að hún
yrði að gefa sönginn algerlega
upp á bátinn, þegar skyndilega
fyrir nokkrum vikum að röddin
kom að nýju, - eins og hún hafi
verið geymd ofan í skúffu. Dollý
er núna aö fara í mikið söng-
ferðalag yfir Bandaríkin þver og
segist hlakka mikið til að fá að
opna munninn aftur...
Vitið þið það að 4 af hverjum 5
Bandaríkjaforsetum sem fæddir
eru í merki vatnsberans, hafa lát-
ist við störf. Hinir fjórir sem hafa
látist við störf eru tvíburi, bog-
maður og veir sporðdrekar. Og
nú eru stjönuspámenn áhyggju-
fullir því að fimmti forsetinn í
merki vatnsbera er enginn annar
en Reagan sjálfur. „Stjörnukortið
hans er alveg skelfilegt," segja
þeir, en aðrir spámenn segja ein-
faldlega að það séu „skoðanir
Reagans sem séu skelfilegar"...
■ ■ Nýlega pantaði Karl Bretaprins
tíma í sjónvarpi fyrir sig og konu sína
Díönu og vildi þarmeð gefa bresku
þjóðinni kost á að kynnast þeim hjón-
um á persónulegri og marktækari
hátt en í gegnum slúðurdálka, eftir því
sem hann sagði sjálfur. Að sjálfsögðu
var ekki erfitt fyrir þau hjón að komast
á skjáinn, enda er talið að 20 miljónir
Breta hafi fylgst með þættinum.
Mörgum til nokkurrar furðu komu þau
hjón skemmtilega fyrir og viðtalið var
hressilegt og opinskátt. Diana neitaði
algerlega að hún væri með fatadellu
en viðurkenndi að sér sárnaöi iðu-
lega skrif blaðanna um hana. Þau
virtust býsna samhent hjón í þessu
viðtali og sögðust aldrei rífast. Karl
sagði að vísu aðspurður að þau væru
oft ósammála, en sjaldnast leiddi
það til rifrilda. Þá tók Díana frammí
fyrir honum og leiðrétti hann ákveðið
fréttamönnum til mikillar
skemmtunar: „Aldrei“, sagði hún.
„Við rífumst aldrei". Og þarmeð hafði
prinsinn það ...
■ ■ Greta Garbo sem nýlega varð 80
ára er sögð vera í alvarlegum gifting-
arhugleiðingum. Menn hafa tekið
þessum fréttum með hæfilegum fyrir-
vara þar til vinkona hennar í 40 ár,
Cecile de Rothschild, skýrði blöðum
frá því að brúðkaup yrði hjá Gretu um
jól. Sá lukkulegi er 30 árum yngri en
Greta, heitir Sam Green og er lista-
verkasali frá New York. En þessari
frétt trúa menn ekki fyrr en heyrist í
kirkjuklukkunum ...
■ ■ Hver man ekki eftir Cornelis Vre-
eswijk, sem söng hér um árið í Nor-
ræna húsinu. Hann er nú orðinn
grannur og endurnærður og fyrir
nokkrum dögum tróð hann upp í rokk-
óperunni Jesús Súperstar í Stokk-
hólmi. Nei, hann lék ekki sjálfan Krist,
heldur Pontíus Pílatus.
■ ■ Og meira um kóngafólk. Karl
Gústaf Svíakonungur var nýlega í
Bandaríkjunum í stuttri ferö að vígja
sænska glerverksmiðju. Eftir tilstand
í kringum opnunina vildi Kalli endi-
lega skreppa á diskótek, enda maður
á besta aldri. En þá sagði bandariska
öryggislögreglan nei! „Við berum
ekki ábyrgð á svoleiðis löguðu". Og
með það fékk Kalli að fara heim á
hótel og glápa á sjónvarp alla nóttina í
staðinn fyrir að fara út á lífið. Já, það
er erfitt þetta líf...
STfffpÆ
Frá upphafi hafa hönnuðir STRIDE tölvunnar sett sér ströng
markmið. Þess vegna hefur STRIDE nú forskot, hún uppfyllir
kröfur framtíðarinnar NÚ.
STRIDE er öflug tölva fyrir stór sem smá fyrirtæki. Hægt er að
byrja með einn skjá og einn prentara, bæta síðan við
eftir þörfum í allt að 23 jaðartæki og tengja saman
margar STRIDE tölvur.
STRIDE býður fasta diska frá 20 Mb upp í 448 Mb.
STRIDE býður einnig segulbandsstöð til afritatöku.
STRIDE framúrskarandi hönnun - á afbragðsverði.
STRIDE keyrir BOS fjölnotendahugbúnað, heilsteypt kerfi forr-
ita, auðvelt og áreiðanlegt, sem hæfir STRIDE vel.
ACO hf. er söluaðili STRIDE á íslandi og leggur áherslu á góða
þjónustu og rekstraröryggi.
FYRIR STRÖNGUSTU
KRÖFUR
a
acohf
Laugavegi 168
105 Reykjavík Sími 27333