Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 5
tækið bjóðist engin verkefni.
myndað fyrirtæki sem hefur tekið
að sér byrjunarframkvæmdir í
Helguvík. Það er rétt að skilyrði
fyrir þátttöku í því fyrirtæki var
að vera aðili að Verktakasam-
bandinu. Hins vegar eru íslenskir
aðalverktakar ekki eðilar að sam-
bandinu og ég held að þeim sé
alveg sama hvort við séum með-
limir þar eða ekki. Við höfum átt
ágætt samstarf við Aðalverktaka
í tengslum við vinnu okkar við
flugstöðina og við höfum fullan
hug á að okkar öflugi tækjakostur
verði nýttur í sjálfa hafnarfram-
kvæmdina, enda eigum við nán-
ast öll tæki sem til þarf. Við teld-
um fráleitt að þessi tæki okkar'
færu úr landi en önnur kæmu í
staðinn.
Hafíð þið boðið Aðalverk-
tökum tækin?
- Við höfum talað við þá og
boðið þeim þessi tagki til sölu eða
leigu eða að taka að okkur verk
sem undirverktakar. En þetta er
alveg óklárt ennþá.
Tröllatrú
á fiskvinnslunni
Það vekur athygli að á sama
tíma og harðnar á dalnum hjá
ykkur þá farið þið að fjárfesta í
öðrum óskyldum rekstri eins og
fískvinnslu og kaupið einnig
vclsmiðju. Eruð þið að rcyna að
koma ykkur fyrir á fastara landi?
- Ég veit ekki hvort það er fast-
ara land að stunda útgerð og fisk-
verkun í dag. Hitt er annað mál
að við höfum mikinn áhuga á út-
flutningsmálum. Við höfum
meira og minna verið hindraðir í
þeim efnum sem verktakar vegna
tollamála. íslendingar eru ennþá
svo vanir því að vera nýlenda, að
þegar við erum að vernda okkur
fyrir útlendingum þá erum við
fyrst og fremst að vernda útlend-
ingana fyrir okkur.
I fiskvinnslunni eru miklir
möguleikar og við höfum trölla-
trú á því og erum sannfærðir um
að þarna megi bæta verulega úr
frá því sem er í dag. Draumur
okkar er að geta rekið þetta sem
iðnað á sómasamlegan hátt,
tryggja stöðuga atvinnu og flytja
út unnar fiskafurðir.
Bankakerfíð hefur alveg lokað
á fyrirgreiðslu til ykkar. Hver er
skýringin á því?
- Þeir eru ekki mjög spenntir
að taka okkur í viðskipti. Það er
ljóst að Bæjarútgerðin stóð afar
illa og það er lítill spenningur hjá
bönkum að taka við fiskiðnaðar-
tækjum almennt í dag eins og
búið er að þeim.
Hverjir standa
undir vaxtaokrinu?
Annars er sú fjármálapólitík
sem rekin er í dag kapítuli út af
fyrir sig. Þar gengur ríkissjóður á
undan með rúmlega 9% vexti of-
aná vísitölu. Hver eru þau fyrir-
tæki sem eiga að standa undir
þessum vöxtum? Ekki getur Hag-
virki það, það er alveg ljóst og
ekki getur fiskvinnslan það. Ég
held að það sé alveg með ólíkind-
um að ætla sér að reka þjóðfélag
með 9% raunvöxtum.
Og hverjir eru það sem standa
undir vaxtaokrinu á hinum frjálsa
markaði? Meira og minna það
fólk sem nú er að tapa íbúðunum
sínum á nauðungaruppboði.
Manni finnst það nokkuð harka-
legt að fyrrv. starfsmenn okkar
sem nú sitja með alla skattasúp-
una á bakinu og eru að reyna að
klóra sig í gegnum það dæmi,
þurfi kannski að leita á þessi mið?
Við höfum þegar dæmi um það
að okkar starfsmenn hafa misst
sínar eigur. Bankarnir eru meira
og minna lokaðir svo þessir menn
verða að leita eftir lánum á hinum
svokallaða frjálsa markaði. Ég er
ansi hræddur um að þeir séu nú
ekki alveg frjálsir sem versla við
hann.
Förum ekki
ó hausinn
Þú ert trúaður á það þrátt fyrir
ástandið að þið komið standandi
niður úr þessu?
- Við förum ekki á hausinn eins
og sagt er. Hitt er ljóst að við
verðum að lima niður þetta fyrir-
tæki ef engin verkefni bjóðast og
ég er ansi hræddur um að það geti
orðið erfitt fyrir okkur og einnig
aðra að standa að uppbyggingu í
þessu landi ef að það á að búa
þannig að henni að það sé allt á
fullu þegar einhverjum dettur í
hug að fara í stórverkefni en síð-
an sé allt stopp þess á milli.
-lg-
Ný frönsk
frelsisgyðja?
Frakkar hafa nú eignast nýja
táknmynd eftir að Birgitte Bar-
dot hætti kvikmyndaleik og sneri
sér að dýraverndunarmálum.
Allt frá því að gerð var höggmynd
af frönsku „Marianne" styttunni
(tákn lýðveldis í Frakklandi) árið
1969 og Bardot höfð að fyrir-
mynd, hefur sú höggmynd verið
seld sem minjagripur um allt
Frakkland, þótt ekki hafi verið
skipt opinberlega um tákn. Ný-
lega óskaði franska útvarpið eftir
uppástungum um nýja fyrirmynd
fyrir myndhöggvara, sem vildi
enn á ný endurnýja frelsisgyðj-
una frönsku. Langflestir vildu að
gerð yrði ný stytta og fyrirmyndin
yrði leikkonan Catherine Deneu-
ve.
í starfi sínu hafa blaðamenn allra flölmlðla Jafnan í huga
grundvallarreglur mannlegra samsklpta.
1. greln
Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem
til vanvirðu má te(ja fyrir stétt sína eða stéttar-
félag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forð-
ast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á
starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttar-
innar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í
skiptum sinum við starfsfélaga.
2. greln
Blaðamanni er liós persónuleg ábyrgð á öllu,
sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt
er litið á hann sem blaðamann, þó að hann komi
fram utan sins eiginlega starfssviðs i riti eða
ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað
við heimildarmenn sína.
3. greln
Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo
sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi i vanda-
sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið
getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að
binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
4. greln
Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður
mútureða hafi í hótunum vegna birtingar efnis.
Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær al-
mennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir
almennings eða almannaheill krefst nafnbirt-
ingar.
[ frásögnum af dóms- og refsimálum skulu
blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver
maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur
verið sönnuð.
5. greln
Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágrein-
ingi, til dæmis með því að flytja fréttir eða
frásagnir af fyrirtækium eða hagsmunasam-
tökum, þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal
fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma
blaðamannastéttarinnar I hverju því, sem hann
tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns.
Blaðamaður hefur i skrifum sinum sannfæringu
sina að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki
saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst
upplýsinga- eða fræðslugildi, og auglýsingum í
myndum og/eða máli.
6. greln
Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið
framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta
getur kært ætlað brot til Siðanefndar Bl. Nefndin
tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður
upp rökstuddan urskurð svo fljótt sem kostur
er, að lokinni könnun og gagnasöfnun, þar sem
kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir
sjónarmiði sínu.
Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:
a) óverulegt,
b) ámælisvert,
c) alvarlegt.og
d) mjög alvarlegt.
Úrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað.
Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal
birta í heild I félagstlðindum Bl svo fljótt sem
verða má. Úrskurð um brotsamkvæmtskilgrein-
ingu c) og d) skal viðkomandi fjölmiðill birta.
Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt.
Við framsetningu frétta af úrskurðum Siða-
nefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát, sem
reglur þessar ætlast til sbr. 1. og 2. grein að
framan.
Nú telur stiórn Bl að gengnum úrskurði-Siða-
nefndar að brot sé svo alvarlegt, að frekari
ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir
félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi
blaðamann, enda sé þeirrar ætlunar getið I
fundarboði.
Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur
þeirra, eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ,
og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða
ábyrgðarmaður eigi beina aðild. Þótt enginn
þessara aðila sé I BÍ getur Siðanefnd allt að einu
lagt fram rökstutt álit um kæruefni.
- Þannig samþykktar á aðalfundi
Blaðamannafélags íslands 15. júnf 1985.
Slðanefnd Blaðamannafélags fslands sklpa:
Bjarnl Sigurðsson lektor, formaður
Friörlk Páll Jðnsson fréttamaður, varaformaður
Guðmundur Karlsson framkvæmdastjórl NT
Porstelnn Gylfason lektor
BLAÐAMANNAFELAG ÍSLANDS