Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 4
Landsvirkjun enginn leiktœkjasalur Rœttvið Aðalstein Hallgrímsson framkvœmdastjóra Hagvirkis um stöðvun orkuframkvœmda, fjdrhagsstöðu Hagvirkis, sölu tœkjaflotans, hlutverk Landsvirkjunar og stríðið við Verktakasambandið Aðalsteinn Hallgrímsson framkvæmdastjóri Hagvirkis: Lifum þetta af en verðum að lima nið - Staðan hjá okkur í dag er sú, að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að selja öll hin stórvirku tæki okkar og staðan hjá öðrum verktökum í landinu er sú að þeir kaupa ekki þessi tæki, vegna þess að þeir eru í sömu aðstöðu og við. Það eru engin verkefni. Öll uppbygging í landinu virðist vera hætt, vonandi þó aðeins í bili, og við erum á engan hátt sáttir við það, segir Aðalsteinn Hallgrímsson verkfræðingur og einn eigenda og framkvæmda- stjóra Hagvirkis sem óumdeilan- lega hefur verið leiðandi verktak- akfyrirtæki hérlendis á undan- förnum árum. Fyrirtæki sem hef- ur búið yfir stórvirkari tækjaflota en áður hefur þekkst hérlendis og unnið við stærstu virkjana- og vegaframkvæmdirnar innan- lands síðustu árin. Nú blasir hins vegar við stórfelldur samdráttur hjá fyrirtækinu eftir að orkufram- kvæmdir hafa verið stórlega skornar niður og tækjaflotinn er til sölu. En um hversu stórar fjár- hæðir er hér að ræöa? - Ég hef ekki alveg nýjustu tölur en það hefur verið slegið á að nývirði tækjanna sé um 500 miljónir króna. Um helmingur- inn af þessum verðmætum eru tollagjöld sem þekkjast ekki á slíkum tækjum erlendis. Ef þið getið ekki selt þessi tæki hérlendis eigið þið þá von á sölu erlendis og gefur slík sala nokkuð í aðra hönd? - Það er rétt að notuð tæki hafa lækkað mjög í verði erlendis und- anfarið á sama tíma og ný tæki hafa hækkað. Maður skyldi því ætla að það væri markaður fyrir nýleg tæki erlendis en það hefur ekki sýnt sig ennþá. Hafið þið leitað eftir sölu tækja erlendis? - Þaö er verið að skoða þau mál. Evrópumboðsmenn Ko- matsu hafa verið með þessi mál í athugun og einnig okkar við- skiptaaðilar hérlendis, Bílaborg og Hekla. Iðnaðarbankinn á þurru Það eru uppi háværar raddir um að fyrirtækið sé að riða til falls og að hugsanlegt gjaldþrot Hagvirkis muni höggva mjög nærri Iðnaðarbankanum. Hvað segir þú um það? - Iðnaðarbankinn hefur allt sitt á þurru. Hann er í ábyrgð fyrir erlendum lánum af tækjunum, en það er ekki nema brot af verð- mæti tækjanna og jafnvel ekki nema brot af erlendu verðmæti þeirra. Hitt er annað mál að ef við verðum neyddir til að selja þessi tæki úr landi, þá stendur lítið sem ekkert eftir. Hvað hefur starfsmönnum fækkað hjá ykkur að undan- förnu? - Það er mun daprari saga. Nú eru á launaskrá hjá okkur 170 manns en það er um helmingi færri en voru í sumar. Hluti af þessari fækkun er árstíðabundinn en þetta er samt töluverður sam- dráttur. Hvernig lítur veturinn út hjá ykkur? - Það er ekkert um jarðvinnu- verkefni og í húsbyggingum er ýmislegt óljóst. Við ætluðum að byggja fyrir Búseta en það veit enginn hvernig verður farið með þá í kerfinu. I rauninni er ekki boðið upp á neitt í vetur og það er alveg óhætt að segja það, að út- lendingar bíða hér í gættinni eftir að þessi mál fari í hnút hjá okkur, svo þeir geti tekið þetta yfir þegar farið verður af stað aftur. Það er ekki nóg að hugsa að- eins til eins verkefnis í einu, hvorki fyrirtækjanna né starfs- fólksins vegna. Það verður að vera ákveðið samhengi í þessu frá ári til árs t.d. í orkuframkvæmd- um, þar sem eitt árið eru 2 milj- arðar undir og 200 miljónir það næsta. Slíkt gengur ekki. Ekki spurning um hag Landsvirkjunar Er ástæðan fyrir þessu bakfalli kannski ekki einmitt sú að menn hafa farið allt of geyst á undan- förnum árum í orkuframkvæmd- ir og að þið verktakar berið þar ákveðna ábyrgð með þrýstingi á stjórnvöld? - Verktakar leggja auðvitað áherslu á að hafa nóg að starfa eins og aðrir í þjóðfélaginu. Ég held að það hafi ekki vegið þungt. Það sem þyngst vegur í þessu, er vandamálið að selja orkuna og þá ekki síst að verð- leggja hana. Okkar aðalatvinnuvegur í dag, útgerð og fiskvinnsla, er rekinn með tapi en ég heyri þó sem betur fer ekki háværar raddir um að leggja sjávarútveginn niður. Þvert á móti er rætt um að bæta þurfi rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins, þannig að hann standi undir sér. Orkuvinnsla til iðnaðar og sjávarútvegur eiga það sam- merkt, að vera undirstöðuatvinn- uvegur til nýtingar á auðlindum okkar. Hvort slíkan atvinnuveg beri að stunda er því ekki spurn- ing um hag einstakra fyrirtækja, heldur hvort atvinnuvegurinn skilar okkur einhverju í þjóðar- búið. Það er út í hött að afskrifa nýt- ingu á vatnsaflinu í landinu á þeim forsendum einum að Landsvirkjun skili ekki hagnaði, án þess að skoðaður sé kostnaður Landsvirkjunar af öflun orkunn- ar. í fyrsta lagi getur Landsvirkjun hagrætt í rekstri eins og önnur fyrirtæki, en slíkt vegur nú aldrei þungt, þar sem meginkostnaður Landsvirkjunar er fjármagns- kostnaður, vegna mikils stofnkostnaðar og langs afskrift- artímabils. í öðru lagi hefur Landsvirkjun orðið að standa undir kostnaði sem mikið vafamál er að fyrirtæk- ið eigi að bera. Þar vil ég nefna t.d. vegagerð, þe. styrking vega að virkjunarstöðum, jafnvel innan þjóðvegakerfisins. Stór- felldar bætur fyrir meint tjón bænda, sem erfitt er að færa rök fyrir að sé tjón þjóðfélagsins í ljósi kjötframleiðslu. í þriðja lagi hvílir að hluta á Landsvirkjun að kanna jarðfræði landsins m.t.t. hugsanlegra virkj- anakosta. Háar fjárhæðir sem nefndar hafa verið m.a. hjá ykk- ur á Þjóðviljanum um hversu dýr Fljótsdalsvirkjun er orðiri, er að mestu yfirtökuverð Landsvirkj- unar á virkjunarréttinum. Þegar vextir eru háir, eru t.d. 30 ára vatnamælingar ekki lítil upphæð þegar loks er hafist handa um framkvæmdir. Spurningin er hvort óeðlilega háum kostnaði af rannsóknum á náttúru landsins sé ekki velt á Landsvirkjun. Þegar svo kemur að sjálfri framkvæmdinni er verulegur hlutur stofnkostnaðar í raun gegnumstreymi á fjármagni yfir til ríkisins í formi tolla og skatta af þeim er vinna verkin, og Landsvirkjun sér aðeins brot af þeim fjármunum. Vinnuvélar og allur rekstur þeirra er t.d. gífur- lega hátt tollaður og ríkið hirðir aftur stóran hluta af tekjum starfsmanna í formi beinna og óbeinna skatta. Auðvitað væri æskilegt að geta selt orkuna á því verði að Lands- virkjun skili sem fyrirtæki beint og óbeint fullum hlut í samneysl- una á þennan hátt, en þegar það er ekki hægt og ekki er um aðra betri valkosti að ræða til verð- mætasköpunar, þá þarf að huga að grundvellinum. Kokkabœkur frjálshyggjumanna Þú Htur svo á að þrátt fyrir það lága orkuverð sem býðst, þá séu . fallvötnin þrátt fyrir það auðlind sem gefi af sér arð? - Já, alveg tvímælalaust. Það er alveg eins og með fiskinn. Það er ekki spurning um hvernig hin ein- stöku fyrirtæki bera sig í þessu. Þegar maður metur þessar framkvæmdir verður að skoða dæmið í heild sinni. Hvernig lítur landið út án þess að virkja, og hvernig lítur það út með því að virkja? Það er eini mælikvarðinn á hagkvæmnina, en hitt að líta á fyrirtækið sem einangrað fyrir- bæri sem á að skila af sér arði á meira heima í kokkabókum frjálshyggjumanna. Landsvirkj- un er enginn leiktækjasalur. Telur þú að það orkuverð sem talað er um í dag sem kostnaðar- verð frá Landsvirkjun, um og yfir 20 mills, sé of hátt metið? - Það er of hátt metið fyrir þjóðfélagið, en það er ekki þar með sagt að það sé of hátt metið fyrir Landsvirkjun eins og hennar rekstrargrundvöllur er í dag. Nú liggur það á borðinu að við höfum á undanförnum árum fjárfest fyrir sem nemur 4Vi milj- arði í hreinni umframorku og að- eins vaxtakostnaður af þessari orkuskuld er um 500 miljónir á ári. Eru menn ekki búnir að setja af stað snjóbolta sem hleður ískyggilega utan á sig? - Þessi snjóbolti er fyrir hendi en spurningin er í hvað var þessi snjóbolti notaður? Hann varekki notaður eingöngu til að virkja. Hann gefur þess vegna ekki rétta mynd af orkukostnaði. Nefni engar tölur Telur þú miðað við hvernig staðan er í dag að það sé rétt- lætanlegt að selja þessa umfram- orku sem við eigum nú í kerfinu fyrir 10-15 mills eða svo, einungis til að selja hana? - Ég tel það réttlætanlegt á meðan það er þjóðhagslega hag- kvæmt. Ég er ekki tilbúinn að nefna neina tölu um orkuverð en það þarf að selja hana þannig að þjóðin hagnist á því. Þetta er ekki spurning um að taka hlut og eyða honum, heldur að nýta hann. Þegar við fjárfestum í okkar tækjabúnaði þá höfðum við í höndunum árlega kynningu Landsvirkjunar á framtíðarverk- efnum. Þar var um að ræða hundruð miljóna króna verkefni á þessu ári og því næsta. Frestun þessara framkvæmda hefur slegið grundvöllinn undan rekstri þess- ara tækja. í sjálfu sér gætum við leitað út fyrir landsteinana eftir verkefnum, en þá stöndum við frammi fyrir því að vera á engan hátt samkeppnishæfir með þessar vélar helmingi dýrari en sam- keppnisaðilar. Við erum því ann- ars vegar einangraðir hér á ís- landi og búum síðan hér við þennan þrönga markað. Hver höndin upp á móti annarri Þið hafið um árabil átt í úti- stöðum við Verktakasambandið og á þann hátt jafnframt útilokað ykkur frá hermangsframkvæmd- um sem löngum hafa verið til bjargar þegar hart er í ári hjá verktökum. Hver er skýringin á þessu? - Við höfum ekki talið okkur eiga erindi sem erfiði í Verktak- asambandið. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og jafnvel þær siðareglur sem sambandið setti sér ekki virtar. Við töldum okkur ekki eiga sam- leið með þeim hópi og erum ekk- ert á leiðinni þarna inn aftur. Hópur fyrirtækja með aðild að Verktakasambandinu hefur 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.