Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 13
Noregur Jafnrétti kynjanna er orðið hefð I SV Fjórar konur úr Sósíalíska vinstriflokknum voru hérí kynnisferð á dögunum. Þœr voru hissa á að aðeins ein kona skuli sitja áAlþingi fyrir Aiþýðubandalagið í næstliðinni viku vor hér á landi fjórar konur úr forystu- sveit Sósíalíska vinstri- flokksins í Noregi. Þærvoru hingað komnarfyrirtilstuðlan norska utanríkisráðuneytisins sem á hverju ári styrkir samtök kvenna og æskulýðs til kynnisferða svo þau geti kynnt sér starfsemi og skipu- lagsmál hliðstæðra samtaka í öðrum löndum. Er þetta gert í því augnamiði að örva þátt- töku kvenna og æskulýðs í stjórnmálum. Konurnar fjórar voru Kirsti Nöst varaformaður SV en hún fer með málefni kvenna í flokknum, Kristin Halvorsen sem er ritari kvennamála og formaður unglið- asamtaka flokksins, SU, Torhild Hellström sem sæti á í kvenna- nefnd flokksins og er bæjarfull- trúi í Lörenskog austan við Osló og Karin Elisabeth Björgum sem einnig á sæti í kvennanefndinni. Áður en þær hurfu af landi brott náði Þjóðviljinn tali af þremur þeirra en Karin var á ferðalagi á Vestfjörðum. Allt frá stofnun SV fyrir 10 árum hefur gilt sú regla að hlutfall hvors kyns í stofnunum flokksins og á fram- boðslistum megi ekki vera lægra en 40%. Við spurðum þær fyrst hvernig reynslan væri af því að beita þessari reglu. „Það hefur gengið mjög vel og þess er vel gætt að reglunni sé framfylgt á öllum vígstöðvum. í sjálfu sér væri hægt að koma því þannig fyrir að hlutfall kynjanna væri jafnt á framboðslistum en svo næðu bara karlarnir kjöri. Hefðin fyrir jafnréttinu er hins vegar orðin svo sterk að slíkt ger- ist ekki. Það má nefna sem dæmi að fyrir kosningarnar nú í sept- ember kom upp sú staða þegar búið var að stilla upp listum í kjördæmunum að með óbreyttum þingstyrk hefðu 3 karlar náð kjöri en aðeins ein kona. Miðstjórnin í Osló beindi því þá til einnar kjördæmisstjórn- arinnar að hún breytti listanum og það var gert. Jafnréttið gildir líka á hinn veg- inn eins og fram kom eftir kosn- ingar. Flokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum, hefur nú sex þingmenn, þrjár konur og þrjá karla. í röðum varamanna er staðan hins vegar sú að þar eru fimm konur og einn karl. Það hefur verið rætt um það í stjórn- inni að koma skuli í veg fyrir að hlutfall kynjanna raskist á þingi af þessum sökum. En auðvitað tók það sinn tíma að festa þessa reglu í sessi en nú ríkir enginn efi um að hún sé rétt. Að sjálfsögðu verða alltaf um- ræður og deilur um val á lista og eflaust finnst sumum körlum þeir hafa verið látnir víkja fyrir kon- um ómaklega. En reglan sjálf er ekki umdeild." Bara ein á þingi? — Hvernig hafa aðrir flokkar brugðist við þessari reglu? „Hún hefur komið af stað mikilli umræðu í hinum flokkun- um um stöðu kvenna. í Verka- mannaflokknum hefur verið ákveðið að setja reglur um hlut- fall kynjanna á framboðslistum fyrir næstu kosningar, reyndar eru konur 45% af þingflokki Verkamannaflokksins nú að kosningum loknum. Og meira að segja í Hægriflokknum hafa kon- ur ákveðið að tekin verði upp hlutfallsregla fyrir næstu kosn- ingar. Þær eru hræddar um að annars missi þær stuðning kvenna, enda hafa konur sýnt af sér vaxandi róttækni í kosning- um. Fyrir kosningarnar í haust sett- ust kvennahópar flokkanna niður með kvennahreyfingunni og ræddu leiðir til að fjölga konum á þingi. Þar var bent á skipulagið hjá okkur í SV sem gott fordæmi. í ljósi þessa finnst okkur ein- kennilegt að sjá það hér á landi að fyrir Alþýðubandalagið situr aðeins ein kona á þingi. Það er undarlegt að Alþýðubandalaginu skuli ekki hafa tekist að spanna yfir þá strauma sem uppi eru meðal kvenna. Hérvantar greini- lega umræðu um þátt kvenna í stjórnmálum. Flokkurinn verður að hafa það hugfast að konur öðl- ast ekki pólitíska reynslu nema með því að taka þátt.“ — Pú ert formaður ungliða- samtakanna, Kristin, hvernig hef- ur flokknum gengið að virkja ungt fólk? „Við gerum okkur ljóst að unga fólkið er stór og mikilvægur kjósendahópur svo við höfum reynt að höfða til þess, ma. með því að setja ungt fólk framarlega Thorhild Hellström, Kirsti Nöst og Kristin Halvorsen út undir vegg í kaldri haustsól á íslandi. Mynd: Sig. á framboðslista flokksins. Efsti maður á lista flokksins í Vestur- Ögðum var aðeins tvítugur og sá langyngsti sem skipaði efsta sæti á framboðslista. I öllum kjör- dæmum var ungt fólk í einhverju af fimm efstu sætum listanna," segir Kristin sem er 25 ára og var- aþingmaður flokksins í Osló. Hanna landsmóðir — Ykkur gekk vel í kosningun- um, ekki satt? „Jú, flokkurinn jók þingstyrk sinn um 50% þótt atkvæða- aukningin væri ekki svo mikil. En það sem okkur þótti best var að SV gekk vel á sama tíma og Verkamannaflokkurinn er í sókn. Þau úrslit finnst okkur rétt- læta stöðu flokksins sem aðhald fyrir Verkamannaflokkinn. Okk- ur hefur tekist að toga hann til vinstri, amk. í orði. Það er nefni- lega svo með þennan flokk að hann er oft róttækur í málflutn- ingi á þingi en þegar til atkvæða- greiðslu kemur verður hann íhaldssamur. Þetta kom glöggt fram þegar fjallað var um tillögu SV um bann við olíuflutningum norskra skipa til Suður-Afríku, þá voru þingmenn flokksins meðmæltir tillögunni í umræðum en greiddu svo atkvæði gegn henni. Ein skýringin á kosningasigri okkar er það sem nefnt hefur ver- ið „Hönnu-einkennið“. Það felst í persónufylgi Hönnu Kvanmo þingmanns sem hvað eftir annað var valin vinsælasti stjórnmála- maður landsins í skoðanakönn- unum.“ — Finnst ykkur það ekkert vafasamt fyrir sósíalískan flokk að ýta undir það sem nefna mœtti persónudýrkun? „Auðvitað er persónudýrkun ekkert æskileg en í kosningabar- áttu velur flokkurinn ekki sjálfur þær forsendur sem baráttan er háð eftir. Við vildum reka góða og faglega baráttu og hafa mál- flutning okkar hnitmiðaðan. Það má því segja að það hafi hentað okkur mjög vel að reyna að tengja Hönnu sem mest við flokkinn og ímynd hans.“ Kristin segir að það hafi verið stórkostlegt að standa með henni úti á götu og ræða við kjósendur. „Það komu til hennar konur og spurðu hvort hún væri ekki úr flokki kristilegra. Hún virkaði á fólk eins og landsmóðir," segir hún og brosir. Augljós kúgun — Nú er að Ijúka kvennaára- tug, hvernig áhrif hefur hann haft í Noregi? „Það hefur heilmikið gerst á jafnréttismálum, allskonar lög verið sett. En raunverulegt jafnrétti hefur ekki náðst. Konur eru enn með lægstu launin, þær vinna mest á heimilunum og eru efnahagslega ósjálfstæðar. Hins vegar hefur stærri hluti hinnar pólitísku umræðu farið fram á kvennapólitískum forsendum. Þar hefur borið hæst kröfuna um að konur taki meiri þátt í atvinnu- lífinu og karlar í heimilislífinu. Nú er líka á dagskrá í fullri aivöru krafan um 6 stunda vinnudag. Fyrir fimm árum höfðu engir uppi þessa kröfu nema kvenna- hreyfingin og SV, aðrir hlógu að henni. Nú er stytting vinnutímans rædd í alvöru mas. meðal hægri- kvenna og innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Það er góður ár- angur.“ — Hvernig er staða kvenna- hreyfingarinnar? „Hún er því miður næstum dauð en barátta hennar snýst nú- orðið einkum gegn klámi og vændi. Ólíkt því sem gerst hefur hér á landi eru flestar kröfur hennar komnar inn í stjórnmálaflokkana. Þar má einnig sjá árangur af þeirri aðferð okkar að reka á eftir Verkamann- aflokknum. Hann keppir nú við okkur um að setja fram kvennap- ólitískar kröfur, svo sem um fæð- ingarorlof, styttri vinnutíma, fleiri barnaheimili oþh. Þetta hef- ur breyst á mjög stuttum tíma og svipaðrar þróunar gætir einnig í borgaraflokkunum. Það má segja að kvennahreyf- ingin hafi einangrast töluvert. Þó nær hún dálítið til yngri kvenna. Ungar konur telja margar hverj- ar að fullu jafnrétti sé náð og skilja ekki þetta múður í okkur „gömlu frænkunum". Kvenna- hreyfingunni tekst hins vegar að ná til þessa hóps vegna þess hve kúgunin er augljós í klámi og vændi.“ Lítið atvinnuleysi Eins og áður sagði var það fjár- veiting frá norska utanríkisráð- uneytinu sem gerði för fjórmenn- inganna til Islands mögulega. Þær sögðu að flokkurinn hefði áður nýtt sér þessa fjárveitingu og sent konur til Englands, Frakklands og Ítalíu. En hvers vegna varð ísland fyrir valinu í ár? „ísland er eina landið í Vestur- Evrópu þar sem enn er eftirspurn eftir vinnuafli, einnig vinnuafli kvenna, og okkur langaði að at- huga hvaða áhrif það hefði á stöðu kvenna. Við vildum líka fá skýringu á því hvers vegna hér á landi kemur fram kvennalisti í kosningum." — Og við hverja hafiðþið rætt? „Við höfum heimsótt konur í Alþýðubandalaginu, Kvenrétt- indafélag íslands, Kvenna- listann, Kvennaframboðið, Kristínu Kvaran úr Bandalagi jafnaðarmanna og svo eyddum við einum degi á Stokkseyri með Margréti Frímannsdóttur, já og heimsótt skóla og rætt við ícenn- ara. Við óskuðum eftir viðtali við fulltrúa Alþýðuflokksins en þeir sögðust ekki hafa tíma til að ræða við okkur. Okkur grunar nú að þá hafi einnig skort áhugann." — Finnst ykkur margt ólíkt því sem þið eigið að venjast í Noregi? „Það er nú fleira líkt en ólíkt með löndunum. Það var einkum tvennt sem okkur finnst verulega frábrugðið hér. í fyrsta lagi ríkir ekki atvinnuleysi meðal kvenna í sama stíl og í Noregi og í öðru lagi er samsetning þings og sveitar- stjórna mun óhagstæðari konum hér en hjá okkur. Það er líka greinilegt að íslenska kvenna- hreyfingin er á uppleið meðan hún hefur dalað í Noregi. Það hefði td. ekki verið möguleiki að norskar konur tækju sér frí í heilan dag eins og hér gerðist eða þá að ná Svo stórum hópi kvenna saman á fund. Þetta sýnir kannski að konur eru óánægðari með stöðu sína hér en í Noregi." — Einhver skilaboð í lokin? „Við vitum að það er framund- an landsfundur hjá Alþýðu- bandalaginu og við vonum að hann átti sig á því hvaðan vindur- inn blæs. Flokkurinn þarf að gera sér grein fyrir því að konur eru stór og mikilvægur hluti verka- lýðsstéttarinnar — og þar að auki sá verst setti. Þess vegna þarf að auka hlut þeirra í stjórnmálum." —ÞH Sunnudagur 10. nóvember 1985 Þ4ÓÐVILJINN — SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.