Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 15
7 l.nóvembereru lðOárfráfœðingu Matthíasar Jochumssonar. GuðmundurAndri Thorsson tóksaman eftirfarandi grein um skáldið Og síðar á ævinni, þegar hann tók að nýju upp prestskap í Odda og á Akureyri mátti hann horfa allt í kringum sig upp á enn eitt hörm- ungarskeiðið á íslandi. Hafís fyrir landi Hann átti þannig sviptinga- sama ævi og við bættist erfða- fylgja úr föðurættinni sem Matt- hías kallar „hjartveiki og örviln- un“ og Iýsti sér í þunglyndi- sköstum og svartri örvæntingu. Allt þetta ætti að skýra að nokkru átökin í kveðskap hans, hvernig hann sveiflast milli ítrustu ands- tæðna, reynir ofsafenginn að sannfæra sjálfan sig og aðra um að guð sé miskunnsamur og ís- land góð móðir. Matthías kom til Akureyrar árið 1887*og var fyrsta árið hon- um erfitt - „15 manns í heimili, hafís fyrir landi“, segir hann í bréfi. Laugardaginn fyrir páska 1888 yrkir hann í einni lotu Hafís- inn, eitt magnaðasta kvæði sitt. Par tekur hann á öllu sem hann á og tekst að yrkja sig í einhvers konar sátt við guð og landið - endar kvæðið á því að segja að við verðum að trúa, án þess þó að sú niðurstaða sé nokkuð undir- byggð í kvæðinu. Enda var stutt í að hann léti hugfallast. Tveimur mánuðum síðar skrifar hann séra Jóni Bjarnasyni: „Ég orti um hafísinn/ .../ um páskana, en var þá, líklega vegna hátíðarinnar, of trúaður og segi: „Ei mun hafís eyða þessu landi“, frá því er ég alveg fallinn nú, ein- mitt hann eyðir, drepur, afmáir oss/ .../ hann nærri því faðmar þetta hrafnasker eða þennan Hrafnaflókahrauns- og hafís- hólma.“ Það er í þessari örvæntingu sem hann yrkir eitt af sínum inn- blásnustu kvæðum, sem reyndar hefur enn ekki komist í úrvalsrit hans, Volaða land Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Tröllriðna land, spjallað og sprungið af eldi, spéskorið Ránar af veldi, tröllriðna land! Hraunelda land, hrákasmíð hrynjandi skánar, hordregið örverpi Ránar, hraunelda land! Hafísa land, ískrandi illviðrum marið, eilífum hörmungum barið, hafísa land! Stórslysa land, fóstrað af feiknum og raunum, fóðrað með logandi kaunum, stórslysa land! Blóðrisa land, mölvað af knútum og köglum, klórað af hrímþursa nöglum, blóðrisa land! Vandræða land, skakt eins og skothendu kvæði skapaði Guð þig í bræði, vandræða land! Drepandi land, búið meö kjark vorn og kjarna, kúgandi merg þinna barna, drepandi land! Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Hrafnfundna land, munt þú ei hentugast hröfnum? Héðan er bent vorum stöfnum, hrafnfundna land! Petta kvæði er vitaskuld ein- stakt í íslenskri bókmenntasögu, og hálfgert slys að það skyldi nokkru sinni birtast. Matthías reyndi að bæta fyrir þetta með því að yrkja Bragarbót undir sama hætti, en það kvæði verður óneitanlega heldur hjárænulegt við hliðina á orðgnóttinni í hinu kvæðinu - þetta er hálfgert glam- ur um „altarið norrænna þjóða“ og „ljómandi fráneyga drottn- ing“ og þar fram eftir götunum. En honum tókst þó um síðir að gera upp sakirnar við sjálfan sig með kvæðinu Ættjörð mín sem hann orti beinlínis um fyrra at- hæfi og byrjaði svona: Þeir segja að ég hafi hrópað fár og heift yfir þínar slóðir, - en brenni mín sál um eilíf ár, ef ann ég þér ekki, móðir! Höfðingi eða húski Matthías var einlægur í lof- gjörð sinni um landið og hann þarf ekki nauðsynlega að hafa verið á valdi sturlunar þegar hann orti Volaða land. Hann var mað- ur mótsetninganna. Þær lágu í honum sjálfum - og þær lágu í tíðinni. Pað var erfitt á þessum árum að syngja fagnandi framfar- asöngva um hið unga og öfluga ísland, að minnsta kosti fyrir prest norður í landi sem horfði á sóknarbörnin veslast upp og þá dugmestu flýja til Ameríku. í öllum bestu ættjarðarkvæðum hans er sár tónn; hann var í of nánum tengslum við líf þjóðar- innar til að yrkja sannferðug bar- áttuljóð. {bók sinni um Steingrím Thor- steinsson tilfærir Hannes Péturs- son ummæli Steingríms um Matt- hías vin sinn, sem hann lét falla í bréfi til Eiríks Magnússonar: „Matthías Jochumsson er undarlega menguð persóna af stóru og smáu, viti og vitskorti; í rauninni er það hans höfuðvönt- un að hann er karakterlaus, en sú vöntun er ekki góð, það er sama eins og þegar skipið er seglfestu- laust og stýrislaust.“ Steingrímur var þegar hér var komið farinn að þreytast ögn á Matthíasi, enda voru þetta gagn- ólíkir menn. En sennilega hittir hann naglann á höfuðið í dómi sínum um Matthías. Það var þó ekki karakterleysi Matthíasar að vera menguð persóna - það var hans karakter. í Söguköflum af sjálfum sér segir hann: „Ég spurði t.d. sjálfan mig: Því gerirðu svo, eða svo? Hvaðan hefur þú þessa ástríðu, eða því lærist þér ekki að sigra hana, úr því að þú fyrirlítur hana? Eða ég spurði: Hvaðan hefurðu það, að þér fer ýmist höfðinglega eða lít- ilmannlega? Þú ert ýmist höfð- ingi eða húski, þú ert ýmist of fáskiptinn eða glanni, sem gerir alla þér jafna. Hvaðan hefurðu allar þessar mótsetningar?“ Ur einu af atriðum í sýningu Shaanxi flokksins. Kínverskur leikhópur í Þjóðleikhúsinu Kínverskur dans- og söngflokk- ur mun sýna tvisvar sinnum í Þjóð- leikhúsinu um næstu helgi. Þetta er Shaanxi-flokkurinn sem var stofnaður árið 1940 í þeim tilgangi að rannsaka og varðveita þjóð- legar hefðir í dansi sem sumar hverjar eru allt að 2ooo ára gaml- ar. Rannsóknirnar hafa beinst að fjölskrúðugu tónlistarlífi og dans- hefðum Tang- tímabilsins (618 - 907) og hefur flokknum tekist með þrot- lausum æfingum að endurskapa stemningu þess tíma í sýningu sinni. Sýningin sem hing- að kemur hefur verið sýnd í fjögur ár samfleytt og hlotið margvíslega viðpurkenningu. Leikið er á alda- gömul hljóðfæri og sýningin er veisla fyrir augað, litskrúðugir búningar og kínverskt skart.Peking óperan er að góðu kunn hér á landi eftir þrjár heim- sóknir hingað, en með heimsókn Shaanxi-listsýningarflokksins fáum við að kynnast enn einni hlið á auðugum menningararfi kínver- sku þjóðarinnar. Sýningarnar verða aðeins tvær, þann 14. og 15. nóvember. ■5IP0 15. og 16. nóvember I Searcners KOMA AFTUR Vegna fjölda áskorana hefur nú tekist aö fá hina frábæru Searchers til aö koma aftur til íslands og skemmta í mi.i \i u\v 15. og 16. nóvember. Síöast þegar Searchers komu fram í Broadway var fullt hús og fólk skemmti sér konunglega. Því miöur komust þá færri aö en vildu en úr því er nú bætt og hvetjum viö því gesti okkar til aö tryggja sér nú miöa tímanlega. Matseðill Komakslöguö humarsúpa Fylltur grisahryggur m/vinmarineruð- um ávöxtum Is m/perum og ávöxtum. PANTIÐ BORÐ SEM FYRST í SÍMA 77500. Hljómsveitin Tíbrá leikur fyrir dansi bæöi kvöldin. Sunnudagur 10. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.