Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 9
NOTAÐ OG NYTT Eftir Skuggo Stólastríð Farsi f einum þœtti. Svið: Stofa Æðsta ráðsins Hlutverkaskrá: Dcnni formaður Berti (les í blaðinu sínu) Jónsi bóndi (prjónar, NT í kjöltu hans) Hergeir (les HP) Steini stóllausi (ennþá, með DV) Alli Ólsi Z. Ögurvicensis (kemur inn seinna) Magnús skrifari Stólpólitík Landstjórnarmenn í Ijúfum draum legu- við -færin kúra. Um rýmstu plássin rífast þeir rétt svona á milli dúra. Stafkarlalýðsins stóllaus fjöld stendur þar utan múra. í hægindum fínum hyggja þeir harla gott sé að lúra. í stólanna ríki styrku þjó streitast menn við að sitja. Sessunautanna setgögn mjúk seilst er mjög til að nytja. Ef þrásetuverkur þjakar menn þjóðráð stóla’ er að flytja, þá örvasa lið og ellimótt eigi þeirra má vitja. Bjartur inn örvi brá stéli í pluss og baukaði lengi við kassann. Úr honum streymdu krónur og klínk, komið var mál til að passa’ hann. Hrinti nú stólnum sú hrekkvísa drótt og hrakti vorn skattskóga-Tarsan rakleiðis upp í rafurmagnsstól í raforkumálefnafarsann. Hörmangara þá flokkur flár fundaði lotu stranga. Nú skyldi vernda gróða’ og góss og gamla stólinn hans Manga. Fór oní vasa flokkshönd löng og fiskaði sér þar anga. Leiðina síðan stystu f stól stuttfótur hratt nam spranga. Dottaði einn í djúpum stól daglega blekktur af Könum. Útfararvers vár æft til hálfs áramót fagna hönum. Um stólinn var sótt hjá Sýngman Rí Seðla- með -bankans plönum, því þar ku vera’ að losna leg og líkflutningsmenn á þönum. Hossa sér sumir heldur fast, hriktir of sessinn dýri, rógi og hnútum hendast á heiftarbál upp það fýri. Liðast í sundur líming trés, lappirnar setja’ upp stýri. Illt er í efni, brotinn bás. Brátt varð um ævintýri. Setgeir Stólon Denni formaður: Fundur er settur. Förum yfir viðveruskrá. Hvar er frúin okkar? Þessi eina og sanna. Magnús skrifari: í New York. Denni formaður: Hvar er Matti okkar gaflari? Magnús skrifari: í Japan. Denni formaður: En Matti hinn? Magnús skrifari: Bauð flugfreyjum í partý. Allt í plati. Denni formaður: Hvar er Dóri okkar kvóti? Magnús skrifari: Á kafi í vísindum eins og vant er. Denni formaður: Og vantar nú hann Z. Ögurvicensis. Hann er þó ekki vanur að skrópa. Magnús skrifari: Er mjög störfum hlað- inn. Lítur kannski inn seinna. Hergeir (lítur upp úr HP): Mikið hefur HP-ið nú batnað með nýju eigendun- um. Þetta er bara siðvætt blað núorð- ið. Magnús skrifari: Að minnsta kosti vídeó- vætt. Denni formaður: Ég vona að það leki ekki hérna, þið vitið. Og við skulum passa okkur Steini minn að láta ekki plata okkur oftar. Og nú vil ég fá skýrslur. Berti (smellir fingri): Allt tómt og tappa- laust. Útdragssamt þessa síðustu og verstu daga. En það sem verra er, Lúsí mín hefur verið lengi veik og er á spít- ala. Ætli við verðum ekki að flytja í hlýrra loftslag og segja Au revoir. Denni formaður (leggur NT frá sér): Það er aldeilis munur fyrir bændakurfana að fá fréttirnar glænýjar á ensku (hlær) og allar beru stelpurnar (hlær hærra). Jónsi bóndi (prjónar); Einhverjir strákar fyrir norðan hafa ekki rétt innræti, kalla okkar lásý, banna okkur fram- boð og ætla að afhrópa mig. Denni formaður: Taktu ekki mark á strák- unum, Jónsi. Þetta eru bara venjulegir Fram... framagosar vildi ég sagt hafa. - Áfram með smérið, næsta rapport. Steini (grípur framí): Framsókn er nú ekki besti félagsskapur í heimi. Hergeir: Ég hef staðið í ströngu útaf drengjunum okkar á beisnum. Ég lít það alvarlegum augum ef þeir sem eiga að verja okkur fá ekki sitt hor- mónaket hrátt aldeilis refjalaust. Ég grátbað ykkur að stefna mér útaf ket- inu en þið þorðuð það ekki. Kaninn skal fá sitt ket. - Ég hef svo fengið íslenskan generál í liðið og von á öðr- um. Jónsi bóndi: Ég hef nú líka munstrað nýj- an lögregluforingja, ekki má gleyma því. Þar verður réttur maður á réttum stað ef ég þekki hann rétt, hann Böðv- ar, djarfur í orrustum. Steini: Hann er að minnsta kosti í réttum flokki. Jónsi bóndi: Engar dylgjur hér, Steini litli, þó við séum af tilviljun í sama flokki. Það var líka tilviljun að hann Böðvar frelsaðist á einni nóttu frá sinni íhaldsvillu. Verst að þeir fyrir austan vilja alls ekki sleppa slíkum dándimanni hingað í sollinn. Denni formaður: Jæja, Alli minn, þá er komið að þér. Alli Ólsi: Ég hef nú aldeilis ekki legið á meltunni. Ég hef næstum alla mína stjórnarherratíð verið að redda þess- um búsetum, sem eru svo sífellt að rífa kjaft. Mér veitti svo sannarlega ekki af að hafa tvo einkabílstjóra. Denni formaður: Metfé ertu Alli minn og mér fylgispakur. (Þá snarast inn Z. Ögurvicensis, sumir gefa frá sér ámátleg hljóð, aðrir hrylla sig)- Denni formaður: Hvað er að sjá þig mað- ur, hvar hefurðu verið? Varstu að skjóta hrút? Z. Ögurvicensis: Eins og þið sjáið, ég hef staðið í því að skera blóðugur til axla. Ég þori að skera, þið hinir þykist skera. Denni formaður: Þá er komið að loka- púnkti þessarar samkomu friðar og einingar: stólamixinu. Við framarar verðum í okkar gömlu stólum meðan við megum þeim halda. Það er okkar mál. Þið hinir víxlið stólum ykkar, hvað sem þið meinið með því. Félagi Steini hefur orðið. Steini (sem hefur staðið til þessa): Ég fer í stólinn hans Berta. Berti: Það fer enginn í stólinn minn (stendur upp, þrífur stólinn og fer með hann). Steini: Far vel Frans - (lægra) eða til Frans. - Þú Hergeir verður að láta þinn stól af hendi þó þér falli það þungt. En þú hefur vel fyrir séð, kanar fá ketið sitt og þú hefur sent okkur herforingja. Jónsi kemur svo með lögregluforingjann af Njálu og Haukdalsslóðum. Sjálfur verður þú áfram Heiðursforseti í Nató og má það vera þér raunabót. Vor frú fer í stól Matta vestfirska eða þannig. En þú Z. Ögurvicensis færð frúarstólinn. Ætla ég þá að setumálum og uppfræðingu landslýðsins sé vel borgið. Eða hversu líkar þér, fóstri? Z. Ögurvicensis: Eigi illa því jafnan hefur farið vel á með oss, mér og menntagyðjunni, hvað heitir hún nú aftur? Hins er eigi að dyljast, að fækka mun nú ferðum vorum á álvinafundi. Hitt hlægir mig að Berti vinur fær nú það hlutskipti að glíma við uppvakn- ing minn eystra, hann Reyðarfjarð- armóra. Denni formaður: Stólaskiptum lýkur nú brátt og má eigi seinni vera, - stóla- stríði getum við sagt. Þú færð nú þinn stól Steini minn. þó seint sé, og ég býð þig innilega velkominn (kyssir Steina, sem sest í stólinn hans Matta gaflara). Tjaldið. Sunnudagur 10. nóvember 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.