Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 12
Hvernig á að brœða steinhjörtu?
Sjónvarpið hefur nú sýnt þrjá
þætti af myndaflokknum um Ver-
di. í prýðilegu forspjalli, sem
Sveinn Einarsson flutti í upphafi,
gat hann þess, að slíkir þættir
væru vel til þess fallnir að kveikja
áhuga og fjölga aðdáendum
mikilla listaverka, rétt eins og
kvikmyndin um Amadeus hefði
opnað hugi margra fordóma-
fullra unglinga fyrir dásemdum
tónlistar Mozarts. Þetta má vel til
sanns vegar færa, en að engu
öðru leyti verða þessi verk borin
saman. Amadeus-kvikmyndin er
sjálfstætt listaverk, þar sem höf-
undur viðrar hugmyndir sínar um
frjóa snilligáfu, sem verður fyrir
barðinu á steingeldri öfund. í því
skyni fer hann fjarska frjálslega
með staðreyndir, nöfn og per-
sónur þeirra Mozarts og Salieris.
Engum, mér vitanlega, hefur
dottið í hug að fyrir höfundi hafi
vakað að „vanvirða minningu lát-
ins manns“, „með ósæmilegum
hætti“, og brýtur þó æði margt í
hegðan Mozarts í kvikmyndinni í
bága við smáborgaralegt vel-
sæmi. En á Islandi gerist það, nú
á dögunum, að flutt er útvarps-
gerð af leikriti eftir Ólaf Hauk
Símonarson og útvarpsráð finnur
í því ástæðu til að biðja þjóðina
afsökunar. En ástæðan er sú, að í
verkinu er sögð gömul skrítla -
áreiðanlega login - af látnum
þjóðskörungi, lífseig þjóðsaga,
sem höfundur notar til að segja
frá því hvernig íhaldssinnuð
verkakona hrífst af prakkalegum
loddarabrögðum stjórnmála-
manna. Nú má segja að fráleitt sé
að líkja saman tónsnillingi, sem
lifði fyrir tveimur öldum og
stjórnmálamanni á tuttugustu
öld. Enda er ekki verið að því,
heldur einungis að benda á það,
sem allir vita (nema útvarpsráð)
að bæði stjórnmálamenn og lista-
menn verða oft í lifanda lífi og
eftir dauðann þjóðsagnaefni og
þá líka efni í skáldskap og nöfn
þeirra þá notuð sem tákn. Það var
líka augljóst í samhengi leikrits-
ins, þar sem þessi skrítla var
raunar algert aukaatriði. Enda
hafði hún verið sögð upphátt í
sviðsgerð verksins „Blómarós-
um“ fyrir fullum húsum, bæði í
Reykjavík og víðar um land og
enginn maður hafði látið sér
detta í hug að misskilja hana á
þennan veg. Fólk hló! Það
skulum við líka gera núna. En í
þetta sinn að útvarpsráði.
Ég gat þess hér að ofan að
Verdi-þættirnir yrðu ekki bornir
saman við Amadeus, og átti við
að þeir eru greinilega hugsaðir
sem leiknir og myndskreyttir
heimildaþættir um ævi tónskálds-
ins. Þar er þulur í aðalhlutverki,
segir söguna, getur heimilda, ját-
ar fáfræði sína um ýmis atriði, en
heldur stundum fram sjálfstæð-
um skoðunum. Þessi aðferð á
auðvitað fullan rétt á sér, þó að
þættirnir verði fyrir vikið svolítið
ófullnægjandi sem leikverk. En
yfir þáttunum er næstum barns-
leg hrifning á Verdi sem er bæði
smitandi og raunar auðskilin, því
að hvert flón getur haft ánægju af
yndislegri tónlist hans, og hún
bræðir hvert steinhjarta. Valið í
titilhlutverk þáttanna vekur svo-
litla furðu: Skyldi ítölsk leikara-
stétt ekki hafa móðgast, þegar
fenginn var erlendur sviðsleikari
til að leika þessa þjóðargersemi
sem Verdi var og er? En Pickup
er reyndar indælis leikari og sýnir
okkur mynd af Verdi, sem vel er
hægt að sætta sig við: innhverft,
fjarska yfirlætislaust ljúfmenni.
Annars verkar svolítið sitthvað
skringilega á mann í þessari frá-
sögn: Af hverju situr kona Verdis
heima og saumar á fyrsta frum-
sýningarkvöldinu hans á Scala,
svo að hann verður að hlaupa
heim í hléinu til að tala við hana?
Og sumar fullyrðingar eru enn
skringilegri: Hvernig er hægt að
halda því fram, að ein laglína
föðurins í La Traviata, sem í ein-
um þættinum er rauluð sem vögg-
uvísa sé fallegasta sönglag, sem
Verdi hafi samið?! Mætti maður
nú fá að rífast um það. En út af
svona tittlingaskít má auðvitað
endalaust þrasa og víst er fengur
að þessum þáttum og vert að
þakka fyrir þá. Sjónvarpið ætti að
fylgja þeim eftir með því að sýna
einhverjar af óperum Verdis, en
þær hafa verið teknar upp í stór-
um stíl og sumar meir að segja
fáanlegar á myndbandaleigum
hér. Hvað ætli gerðist ef ópera
yrði einu sinni flutt síðdegis á
laugardegi, þegar svo margir eiga
frí, en engum er ætlað að njóta
sjónvarps nema íþróttaáhuga-
mönnum, sem greinilega eiga sér
öfluga stuðningsmenn í útvarps-
ráði? Ætli þessi frekasti þrýsti- og
forréttindahópur meðal áhorf-
enda gengi alveg af göflunum?
En hver segir, að endilega þeir
þurfi alltaf að vera alsælir?
Ég minntist á steinhjörtu. Al-
þýðuleikhúsið er á götunni, eins
og menn vonandi vita. Við
Austurvöll stendur stórt sam-
komuhús með leiksviði, stórum
sal, fordyri, fatahengi, salernum
- öllu, sem til þarf. Það er notað
sem mötuneyti fyrir starfsmenn
pósts og síma, en að sögn fróðra
manna stendur það langoftast
ónotað síðdegis og á kvöldin.
Talsvert hefur verið um ráp milli
Heródesar og Pílatusar í því skyni
að Alþýðuleikhúsið mætti fá
þarna vinnuaðstöðu, Reykvík-
ingum til ánægju. En eftir stend-
ur þvert NEI frá póst- og síma-
málastjóra. Nú legg ég til, að
nokkrir alþýðuleikarar ráðist að
kvöldlagi inn til póst- og síma-
málastjóra, óli hann niður í þægi-
legan hægindastól og spili yfir
honum Verdi-músík með Pavar:
otti og co. alla liðlanga nóttina. í
morgunsárið afhenti hann leikur-
unum lyklana að Sigtúni grátandi
af iðrun og kveddi þau öll með
kossi. - Já, það er ljúft að láta sig
dreyma í skammdeginu. En eftir
áað hyggja: ég ersvei mérheppin
að missa þessa tillögu ekki út úr
mér í útvarpið; - það vefðist
áreiðanlega ekki fyrir útvarps-
ráði að gera feiknarlegt fjaðrafok
út af þessu, t.d. senda út yfirlýs-
ingu um það hversu mjög það
harmaði, að í útvarpinu hefði
verið æst til ofbeldisverka eða
haft í hótunum við virðulegan
embættismann. H H
ff| Droplaugarstaðir
heimili aldraðra Snorrabraut 58.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á hjúkr-
unardeild heimilisins.
Dagheimilispláss fyrir börn 2-6 ára laus.
Nánari upplýsingar á staönum eöa í síma 25811 virka
daga.
c§3Húsnæðisstofnun ríkisins
Auglýsing
um dráttarvexti
Af íánum, sem verðtiyggð eru
með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir
dráttarvextirá 15. degi ffá
gjalddaga.
Af lánum, sem verðtryggð eru
með byggingarvísitölu, verða
framvegis reiknaðir dráttarvextir á
1. degi næsta mánaðar eftir
gjalddaga.
Reykjavík, 9. nóvember 1985
llúsniertisstofnun ríkisins
Utvarps
RISS
iii
Ingólfur
Hjörlelfsson
skrlfar
Þegar orðin hreyfing
Fimmtudagskvöld eru útvarps-
kvöld, í það minnsta fyrir það
fólk sem ekki er á kafi í mynd-
böndum. Sjónvarpslaust fimmtu-
dagskvöld ef fyrst og fremst
kvöld leikritsins í útvarpinu, þeg-
ar vel tekst til. Og það gerðist á
síðasta fimmtudagskvöld.
„Brennandi þolinmæði“ eftir
Antonio Skarmeta í þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur og leik-
stjórn Hallmars Sigurðssonar.
Staðurinn er Chile, í skugga stór-
viðburðaó. og7. áratugarins. Þar
í landi gerist ljóðskáldið Pablo
Neruda hjónabandsmiðlari fyrir.
bréfberann Mario Jiminez, „í
sveita síns penna,“ eins og ljóð-
skáldið orðar þar sjálft. Um-
gjörðin um þessi „smáu“ mál er
forsetakjör Allende, herforingja-
byltingin og bið skáldsins eftir
fréttum af Nobel. En hvað er
smátt og hvað er stórt? Hvar
liggur ábyrgð skáldsins? Og hver
er skáldið?
Bréfberinn Mario er
ástfanginn af Beatrice sem vinnur
á kránni. Hann leitar liðsinnis
skáldsins til að ljá ást sinn orð,
hann kemur nefnilega ekki upp
orði í návist Beatrice sem auðvit-
að er ægifögur. Skáldinu dettur
auðvitað í hug Beatrice hans
Dante og vill helst fara að ræða
kvennamál skáldbræðra sinna.
Bréfberinn Mario er hins vegar
ekki á því að hleypa don Pablo
upp með slíkt en skráir samt nafn
þessa Dante niður, með allan
hugann við sína einu. Og vill ást-
arljóð handa henni.
En bréfberi flytur tíðindi og
Neruda er hluti stórtíðinda. Á lít-
illi eyju við strendur Chile gerast
þannig stórtíðindi, hvort sem þau
eru ástir bréfberans og barstúlk-
unnar eða blóðug fasistabylting
Pinochets. Og brátt er Mario
hættur að notast við skáldgáfu
Neruda og farinn að yrkja eigin
ljóð, allt fyrir Beatrice. Þrátt fyrir
kröftugar mótbárur Rosu Gonz-
ales, móður Beatrice, fær Mario
sínu framgengt. í þeim leik kem-
ur í ljós að það eru fleiri skáld á
Svartey en Pablo Neruda. í bréfi
sem móðirin skrifar don Pablo
sprettur fram svellandi skáld-
skapur, þúsund smáblóm
blómstra.
Á þennan hátt eru mikilvægir
atburðir sýndir og skoðaðir í sam-
skiptum stórmennis við þann
jarðveg sem hann sækir sitt stóra
í. Það verður að segjast að per-
sónusköpun leikritsins var nokk-
uð einföld og persónur einfaldað-
ar. En samleikurum þeirra Bríet-
ar, Magnúsar, Róberts og Sig-
rúnar var með slíkum ágætum að
unun var á að hlusta. Áhyggjufull
móðir, ástfanginn bréfberi, stór-
skáld og saklaus gengilbeina
mynduðu þá heild sem „fengu
orð til að hreyfast,“ einsog Mario
sagði um ljóð don Pablos.
Eftirmáli þessa sögulega
Ieikrits frá Chile var síðan í tíu
fréttunum sama kvöld. 900
manns voru handteknir og fjöldi
manns myrtur á götum í hinum
ýmsu borgum Chile af fasistalög-
reglu Pinochets.
Það var síðan óvæntur glaðn-
ingur fyrir nátthrafna í útvarpinu
síðar á fimmtudagskvöldinu. Frá
ellefu til tólf var Rögnvaldur Sig-
urjónsson með tónlistarþátt sem
var með nokkuð óvenjulegu sniði
og kom skemmtilega á óvart.
Þáttinn nefnir Rögnvaldur Túlk-
un í tónlist og byggir hann upp á
tóndæmum úr klassískri tónlist
þar sem tekið er fyrir ákveðið
verk og bornar saman mismun-
andi útsetningar á því. Á fimmtu-
dagskvöldið var Rögnvaldur með
Karneval eftir Robert Schumann
og leyfði hlustendum að heyra
hvernig þrír píanósnillingar spil-
uðu verkið með ólíkum hætti.
Þátturinn var öðrum þræði e.k.
tónlistarkennsla auk þess sem
einnig var auðvitað um tónlistar-
þátt að ræða. Það óvænta og
skemmtilega við þennan þátt
Rögnvalds var hins vegar fram-
setningin á efninu. Það var ekki
annað að heyra en Rögnvaldur
væri að spinna í hljóðnemann,
þ.e. læsi ekki af blaði kynningar
sínar. Hann átti það t.d. til að
koma allt í einu inn í píanóleik
Michelangeli með athugasemd
eins og þessa: „Hann spilar þetta
dálítið varlega, finnst ykkur það
ekki?“
Kynning sem þessi er auðvitað
ansi vandasöm en Rögnvaldur
gerði það á skemmtilega afslapp-
aðan hátt. Þannig varð þetta ívaf
kennslu og kynningar í klassískri
tónlist að óvenjulegum rabbþætti
við hlustendur
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1985