Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 17
Þorsteinn kyndir un< íabálið ______/ LEIÐARASIÐA mótin ef allt verður gefið frjálst. „Menn virðast ekki hugsa lengra en til áramóta og bíða eftir hvað þá tekur við. Mér finnast menn ekki hafa spáð í spilin um fram- haldið. Við siglum dálítið út í blindan sjó,“ segir Stefán Gunn- arsson í Alþýðubankanum. Lífeyrissjóðirnir sofandi saman 5 „Ef á að gefa þetta allt frjálst um áramótin og engir hámarks- vextir verða lengur á verðtryggð- um bréfum, þá verða lífeyrissjóð- irnir að koma sér saman um ein- / hverja heildarstefnu í þessum vaxtamálum," segir Hrafn Magnússon hjá SAL „Við höfum frekar litið á sjóðina sem þolend- ur en gerendur varðandi vaxta- ákvarðanir og það er erfitt fyrir okkur að vera með annan vaxtaf- Allt bendir til þess að viðskipta- bankarnir knýi í gegn verulega vaxtahækkun á næstu dögum, jafnvel allt að 4% hækkun. Á borði seðlabankastjóra liggja þegar fyrir umsóknir um slíka hækkun á óverðtryggðum innláns- og útlánsvöxtum. Jó- hannes Nordal hefur lýst því yfir að þessar hækkunarbeiðnir komi sér ekki á óvart vegna verðbólgu- þróunarinnar. Hitt vekur samt verðuga athygli, að þessar hækkunarbeiðnir bankakerfisins koma í beinu framhaldi af útsölu nýskipaðs fjármálaráðherra Þor- steins Pálssonar á ríkisskulda- bréfum, en eitt fyrsta embætti- sverk hans var að hækka vexti af ríkisskuldabréfum úr 7% í 9.23% eða um ríflega 32%. Þetta útspil ráðherrans sem var tímabundin fjáröflunarleið fyrir ríkiskassann kom á sama tíma og vextir á hin- um svokallaða „frjálsa markaði" fóru snarlækkandi og menn áttu almennt vont á því að bankavext- ir stæðu í stað eða lækkuðu jafnvel. Þess í stað er vaxtahjólið komið á fleygiferð þrátt fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og ríkisstjórnar á fimmtudag að taka vaxtahækkunina á ríkisskulda- bréfunum að hluta til baka. Skriðan er komin af stað og ekki auðvelt að sjá hvernig mál þróast næstu daga. Frekar lœkkun en hœkkun „Þessi þróun er afleit og það er ekkert sem bendir ákveðið til þess að vaxtahækkun nú sé nauðsynleg. Á frjálsa markaðn- um hafa vextir farið lækkandi að undanförnu og ég get ekki séð að það séu miklar forsendur til þess af hálfu stjórnvalda að beita sér fyrir vaxtahækkun hjá innlánsstofnunum“, segir Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ. Hann bendir á að hækkun vaxta á ríkisskuldabréfum geti vissulega haft áhrif á almenna markaðinn. „Þetta var tímabundið og von- andi hefur Þorsteinn séð að sér. Það að hann hefur lækkað vext- ina á bréfunum aftur, er enn- fremur rökstuðningur fyrir því, að ekki sé ástæða til almennrar vaxtahækkunar enda eru vextir æði háir í okkar þjóðfélagi.“ Stefán Gunnarsson bankastjóri í Alþýðubankanum telur að eftir samkeppnina frá fjármálaráð- herra hljóti bankarnir að þurfa að hugsa sitt mál. „Mér finnst það liggi í loftinu að það verði einhver vaxtahækkun, bæði vegna yfir- boðs fjármálaráðherra og meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir. Almennir sparisjóðsvextir eru orðnir ansi langt fyrir neðan verðbólgustigið. Ég veit að það hefur verið leitað eftir breyting- um en við höfum ekki sent neitt frá okkur í þessum banka enn- þá.“ Hvað um verð- tryggðu lánin? í Seðlabankanum liggja nokkr- ar umsóknir um allt að 4% vaxta- hækkun þegar á borðinu. Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarbanka- stjóri segist eiga erfitt með að tala um málið á þessu stigi. „Það þarf að taka þessar tillögur til athug- unar sem hafa verið að koma inn frá bönkunum. Það hefur bætt í verðbólguvindinn að undan- förnu. Eg sé ekki ástæðu til að vextir séu alveg fastir, þeir þurfa að vera sveigjanlegir eftir ástæð- um. Með útspili fjármálaráð- herra samfara lækkun vaxta á fyrirtækjamarkaðinum þá hefur vaxtakerfið færst nokkuð saman og það þýðir vissa samræmingu á markaðnum sem gefur vonir um að það færist í einhverjum sam- ræmdum takti til heilbrigðara horfs þegar meira traust er komið á.“ En hvað þá um verðtryggðu lánin? Má ekki reikna með sam- svarandi vaxtahækkun þar með þeim afleiðingum sem slíkt hefur í för með sér fyrir þann fjölda almennings sem þegar er að kikna undan vaxtagreiðslum og ránskjaravísitölu. Hrafn Magnússon fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða segist ekki sjá neina ástæðu til að hækka vexti á verðtryggðum lánum né aðra vexti. „Það væri frekar rétt- ara að lækka vextina á þessu stigi málsins og það var einmitt það sem var að gerast á fyrirtækjam- arkaðnum. Sá markaður var að falla saman. Ef Seðlabankinn fer núna að rjúka upp með vextina, þá verða sjóðsstjórnirnar að taka ákvörðun um hvort þær ætla að fylgja því, en ég sé enga ástæðu til að hækka vextina. Stefán Gunnarsson í Alþýðu- bankanum telur að eðlilegra sé að líta fyrst og fremst á hina al- mennu vexti, raunvextir á verðt- ryggðum lánum séu í hófi þessa stundina. „Ég hugsa samt að það verði litið eitthvað á þessa vexti líka, en það verður varla eins mikil breyting og á almennum vöxtum.“ En það er fleira sem skapar spennu á vaxtamarkaðnum um þessar mundir en verðþólguþró- un og vaxtaleikur fjármálaráð- herra. í ráðuneyti formanns Sjálfstæðisflokksins er nú í loka- vinnslu frumvarp um Seðlabanka sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu dögum, en í frumvarpinu er lagt til að vextir verði algerlega frjálsir og hámarksákvörðun stjórnvalda og Seðlabanka á raunvöxtum verðtryggðra lána verði felld niður. Tíminn er orð- inn knappur ef koma á málinu í gegnum þingið fyrir áramót, en bankamenn vilja greinilega vera búnir að létta á þrýstingnum og hleypa vaxtahækkunum út á ábyrgð stjórnvalda áður en frels- ið er þeirra. „Ég hef enga trú á öðru en að frumvarpið fari í gegn fyrir ára- mótin þótt tíminn sé orðinn naumur, en það þarf engin breyting að verða ef þreifað er fyrir sér með jafnvægi þessara mála og bankarnir gætu verið búnir að taka vindinn í seglin fyrir áramót,“ segir Bjarni Bragi í Seðlabankanum. Björn Björnsson hjá ASÍ segist hins vegar treysta því að ekki verði orðið við hækkunar- beiðnum bankanna, en það sé jafnframt ljóst að einhverjir bankar munu þá hleypa hækkun- um út um áramótin. „Það að ætla að gefa vextina alveg frjálsa er ráðstöfun sem mér líst engan veg- inn á. Ég held að við séum alls ekki undir það búin að taka því frelsi. Það er engin spurning að það er nauðsynlegt í því ástandi sem við búum við, að stjórnvöld ákvarði hámarksvexti á verð- tryggðum lánum. Vaxtamálin hafa þróast nokkuð í frjálsræðis- átt en það er fjarri lagi að ætla að auka það frelsi frá því sem nú er,“ segir Björn. Bankamenn eru ekki alveg vissir um hvað gerist um ára- ót en almennt gengur og gerist. En ef á að gefa allt frjálst unt áramótin þannig að hvorki Seðla- bankinn né stjórnvöld hafi íhlut- unarvald um hæstu leyfilegu vex- ti, þá verða lífeyrissjóðirnir að ná saman um að móta einhverja stefnu. Það er ekki hægt að láta þetta fara út og suður." Þorsteinn tekinn á Moggabeinið Og það eru fleiri en forráða- menn lífeyrissjóða og verkalýðs- hreyfingar sem óar við tilhugsun- inni um „frelsið" og ævintýram- ennskuna á vaxtamarkaðnum sem á að lögfesta um áramótin að vilja fjármálaráðherra sem síð- ustu daga hefur gefið lands- mönnum forsmekkinn af því sem koma skal. Morgunblaðið segir hingað og ekki lengra og minnir formann Sjálfstæðisflokksins á að það þurfi ekki mikla spádóms- gáfu til að sjá að haldi nú fram sem horfir sé ný verðbólgualda að skella yfir. „Fyrir utan öll önnur áhrif nýrrar verðbólgu- öldu, mun hún hafa mjög lam- andi áhrif á trú þjóðarinnar á framtíðina," eru skilaboð Morg- unblaðsins til Þorsteins Páls- sonar. En neyðaróp Morgun- blaðsins má sín lítils þar sem frjálshyggjudraumar vaxtaokurs- ins ráða ferðinni. -lg. LEiÐARI Ný sókn í sjávarútvegi Ný sókn í atvinnumálum er eitt af höfuðefnum landsfundar Alþýðubandalagsins sem nú stendur yfir. En Alþýðubandalagið hefur einn flokka gert það að forgangsverkefni að vinna meitlaða stefnu sem miðar að því að hefja nýja sókn á öllum sviðum atvinnumála. í þeirri umræðu er að sjálfsögðu mikil áhersla á ýmsar nýjar greinar, svo sem tölvu- og hug- búnaðarvinnslu, loðdýrarækt að ógleymdu fisk- eldi, þar sem ótrúlegir möguleikar liggja. En menn skulu þó ekki missa sjónar á því, að sjáv- arútvegur er enn okkar mikilvægasta tekjulind. Og þegar menn ræða um nýja sókn, þá skulu þeir ekki gleyma því að bestu möguleikarnir á aukinni auðsköpun liggja einmitt í því að væða þennan hefðbundna atvinnuveg nýrri tækni og með því að nýta betur það sem til fellur innan hans marka. Möguleikarnir til þess eru vægast sagt fjölbreyttir. Hitt er svo annað mál að öll sú svartsýni sem hefur einkennt umræðuna um sjávarútveg á umliðnum árum hefur gert að verkum, að þegar talað er um nýsköpun og nýja sókn, þá hyllast menn til að gleyma honum algerlega. Það er hins vegar fráleitt, og innan Alþýðubandalagsins hafa menn einmitt viðað að sér sæg hugmynda um hvernig hægt sé að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Þannig má nefna, að hóflega áætlað þá er unnt að auka tekjur af sjávarafla um 1300 til 1800 miljónir á ári einungis með því að nýta betur vannýtta stofna sjávardýra. í dag er líka fleygt í hafið um það bil 120 til 180 þúsund tonnum af slógi og smáfiski sem ekkert nýtist. Einungis með því að nýta þennan úrgang mætti auka gjaldeyristekjur um sem svarar 400 til 600 miljónir króna á ári. Ef allt þetta magn væri svo nýtt í fóður fyrir lax og loðdýr myndi verðmæti þess auðvitað stóraukast. í rauninni er það merkilegt hversu ótrúlega fjölbreyttir ýmsir ónýttir möguleikar eru í þess- um gamla atvinnuvegi okkar. Þannig má nefna tvö einstök, afmörkuð dæmi sem sýna, hvernig má með nýtni og útsjónarsemi auka þjóðarauð: Með því að veiða 600 beinhákarla á ári er hægt að búa til um það bil 50 til 100 miljónir króna. Og með því að búa til mjöl úr tæpum þrettán þús- und tonnum af rækjurusli sem til fellur í dag, og blanda í laxafóður, þá má fá 25-30 miljónir í viðbót á ári. Þannig væri hægt að telja áfram ótal möguleika sem er að finna á sparisjóðsbók- um í hugmyndabanka Alþýðubandalagsins. Þá má ekki gleyma því sem að líkindum á eftir að valda gjörbyltingu í nýtingu sjávarafla á ís- landi: tvífrystingunni. Undir stjórn dr. Öldu Möller á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hef- ur verið sýnt fram á, að hægt er að tvífrysta sjávarafla án þess að gæðin minnki í nokkru. Þessi merka uppgötvun gerir það að verkum að í framtíðinni verður kleift að jafna aflatoppa og vinna aflann þannig ævinlega í verðmætustu pakkningarnar. Með því má koma í veg fyrir að aflahrotur einsog urðu í sumar, leiði til þess að miljarðar tapist vegna þess að aflann varð að vinna í fljótunnustu en jafnframt ódýrustu pakkningarnar. Það er því óhætt að segja, að ný sókn í at- vinnulífinu verður ekki síst að ná til sjávarút- vegsins. Hann hefur verið okkar gjöfulasta gull- náma og ekkert bendir til annars en einmitt þar liggi okkar bestu möguleikar til nýrrar sóknar. Enginn hefur bent eins rækilega á það og Al- þýðubandalagið. - ÖS Sunnudagur 10. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.