Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Blaðsíða 19
AFMÆU Sextugur f dag Einar Pálsson Nú, þegar minn góði vinur Ein- ar Pálsson er sextugur, verður mér að renna huganum til fyrri daga, þegar hann, með stuðningi annarra góðra manna, sérstak- lega Gunnars sáluga Hansen, endurreisti Leikfélag Reykjavík- ur, eftir þann óskaplega missi sem það varð fyrir, þegar Þjóð- leikhúsið var stofnað á vordögum 1950. Flestir bestu og reyndustu leikarar okkar gátu nú í fyrsta sinn helgað sig leiklistinni einni, með því að verða fastir starfs- menn hjá hinu unga leikhúsi. Saga íslenskrar leiklistar hefur enn ekki verið skráð. Á því getur þó varla orðið löng bið, því marg- ir ungir hæfileikamenn hafa, á síðustu árum, dvalið erlendis við nám í leiklistarfræðum, og er þess að vænta að einhver þeirra bæti úr þessari vöntun. Saga íslenskr- ar leiklistar er nú bráðum aldar löng, og heimildir af mönnum og atburðum hennar aðgengilegar. I því rituðu máli, þar sem fjallað hefur verið um íslenska leiklist hefur það fremur verið gert til gamans, stuttlega minst á margt í langri sögu, en ekki dvalið við eitt öðru fremur. Þetta er að líkind- um ástæðan til þess að mér hefur stundum fundist þáttur Einars Pálssonar í sögu Leikfélagsins gleymast. En það má ekki gerast. Eg veit að það skipti sköpum varðandi framtíð leikhússins, að þessi ungi leikari, sem var ný- kominn frá leiklistarnámi í Eng- landi, hafði djörfung og dugnað til að taka að sér formannsstarfið í félaginu á þessum miklu og hættulegu tímamótum í æfi þess. Hann var formaður okkar í fjögur ár, en þá varð hann að draga sig í hlé frá leikhússtarfi af heilsufarsástæðum. Eins og kunnugt er hefur Einar fundið dugnaði sínum og góðu gáfum verðug verkefni á öðrum sviðum. Hann stofnaði og stýrði lengi málaskólanum Mími. Og er þá ógetið þess hugðarefnis sem ég býst við að sé honum sjálfum kærast, en það eru hin frumlegu og stórbrotnu fræðastörf hans. Þetta greinarkorn átti ekki að vera annað en upprifjun þeirra ára sem við störfuðum saman að leiklist. Þau urðu of fá en voru erfið og skemmtileg. Ég þakka Einari fyrir þá löngu liðnu daga. Hann er mér minnisstæður sem samstarfsmaður, heiðarlegur og drengur góður. Ég óska honum og fjölskyldu hans heilla og ham- ingju á góðu dægri. Þorsteinn Ö. Stephensen. Myndci’ flokkur um Ingrid Bergman Þrjú ár eru síðan Ingrid Berg- man lést, aðeins 67 ára gömul. Sjónvarpsstöðin CBS í Banda- ríkjunum ætlar að láta gera um hana myndaflokk, þar sem sýnd verða atriði úr þekktustu mynd- um hennar og á milli verða leiknir kaflar úr lífi stjörnunnar. Og hver á svo að leika Ingrid? Það er hin unga þýskfædda stjarna, Natas- sja Kinski. Reyndar komu marg- ar til greina en Nastassja þótti hafa allt til að bera sem hlutverk- ið krefst. Og ekki mun hafa spillt fyrir að hún var næstum orðin tengdadóttir Ingrid á sínum tíma. Natassja er dóttir þýska leikarans Klaus Kinski. ^JRARIK Hk. T RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf matráöskonu í mötuneyti Rafmagnsveitnanna við Laugaveg. Æskilegt er aö umsækjandi hafi lokiö prófi úr húsmæðraskóla eöa hafi góöa reynslu í mat- seld. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send- ist deildarstjóra starfsmannadeildar. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Heilbrigðis- fulltrúi Staða heilbrigðisfulltrúa viö Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkursvæöis er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 15. des. nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, rétt- indi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eöa skyldum greinum svo sem líf- fræöi, matvælafræöi, hjúkrunarfræði eöa hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavík- ursvæöis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. des- ember nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða forstöðumanns íþróttavalla í Laugardal (vallarstjóra) er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og meö 1. febrúar 1986. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri íþrótta og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11, sími 21769. Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 19. nóvember 1985. a nyian stcio Með bættri aðstöðu í nýjum húsakynnum í Mjóddinni (Víðishúsinu) getum við nú boðið fjölbreyttari og betri þjónustu en áður. Öll innlend og erlend bankaviðskipti. Næturhólf — Geymsluhólf sími 78855. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.