Þjóðviljinn - 23.01.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Side 1
MINNING ÍÞRÓHIR HEIMURINN Lúxusþjóðin Dularfull einkaþotukaup Forstjórar og háttsettir embœttismenn íhuga viðskipti. Flugstöðin skrifuð fyrir rekstrarleyfi. Stefán Sœmundsson: Athyglisverðar hugmyndir. Kostarum 60 miljónir. Búið að ráða áhöfn. Efasemdir um rekstrargrundvöll. Heilmikið leynimakk í bígerð er að kaupa litla einka- þotu hingað til lands á næstunni og mun ætlunin að nota hana í leiguflug fyrir forstjóra og hátt- setta embættismenn, sem þurfa að skreppa skottúra erlendis í viðskiptaerindum eða öðrum er- indagjörðum. Þá mun einnig eiga að bjóða erlendum aðilum upp á ferðir til og frá íslandi, á ráð- stefnur eða í la\. Málið mun vera komið þó nokkuð áleiðis því Flug- stöðin, sem skrifuð er fyrir ævin- týrinu, hefur þegar fengið flug- rekstrarleyfi fyrir þotunni og hafa flugstjóri og flugvirki þegar verið ráðnir, og eru þeir á leiðinni til Bandaríkjanna til að læra á Citation II en svo nefnist þotan, en áætlaður kostnaður er um 60 miljónir. Heilmikiö leynimakk er í kringum þessi kaup og virðast þeir sem á bakviö standa forðast að stíga fram í dagsljósið, en allir þeir aðilar, sem Þjóðviljinn ræddi við, voru sammála um að Flug- stöðin væri bara leppur í þessum kaupum, til að útvega flugrekstr- arleyfið. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum er Stefán Sæmundsson aðal hvatamaður- inn að kaupunum. Hann rekur fyrirtækið Haukar sem hefur sér- hæft sig í tölvubúnaði fyrir skip. Stefán sagði að það væri ein- hver misskilningur að bendla hann við þetta, eftir hans bestu vitund stæði Flugstöðin ein í þessu og sagðist hann lítið meira vita unt þetta en það sem hefði staðið í blöðum. Hann viður- kenndi þó að hann hefði lengi verið áhugamaður um svona fyr- irtæki, enda lærður flugmaður, þó hann hafi ekki stundað þá at- vinnu í 15 ár. Taldi hann þetta mjög athyglisverðar hugmyndir og sagðist vonast til að þær yrðu að veruleika. Taldi hann þó ólík- legt að neitt gerðist í málinu fyrr Lánskjaravísitalan 2.26% hækkun Svarar til um 30% verðbólgu í janúar Lánskjaravísitalan hækkaði um 2.26% í janúar og gildir vísi- talan 1396 fyrir febrúarmánuð. Umreiknað til árshækkunar var verðbólgan í mánuðinum 30.7% en 33% á síðustu 12 mánuðum. Byggingavísitalan samkvæmt verðlagi fyrri hluta janúar, hækk- aði um 1.01% frá því í desember. Það svarar til 12.8% árshækkun- ar en hækkun vísitölunnar sl. þrjá mánuði svarar til um 26% verð- bólgu. -lg. en með vorinu, þar sem Elíeser Jónsson eigandi Flugstöðvarinn- ar, er staddur í Nepal við loftmæ- lingar og er ekki væntanlegur aft- ur til landsins fyrr en í apríl. SAF Sjá bls. Eiginkona í álögum Mwingi - Dómstóll í Kenýa fyr- irskipaði gær manni nokkrum í bænum Mwingi að aflétta álögum sem hann er sagður hafa kallað yfir fyrrverandi konu sína og hafa þau áhrif að konan getur með engu móti notið ásta með öðrum mönnum. Kuklarinn afbrýðissami var einnig dæmdur til að standa straum af kaupum á geit sem mun vera nauðsynlegt að fórna til að álögunum verði aflétt. —ÞH/reuter Reykjavíkurtjörn: Það er varla hægt að segja að dekrað sé við skautafólk í Reykjavík á þessum vetri. Melavöllurinn er horfinn og málamyndasvell á Tjörn- inni. En krakkarnir sem voru á skautum á Tjörninni í gær létu slíkt ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega. Mynd. Sig. Seðlabankastjóri Pólitískir oddvitar óheppilegir Bankaráðsmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstœðisflokksins réðu Geirígœr. Bókun Prastar Ólafssonar seðlabankaráðsmanns. íannað sinn á 13 mánuðum sem stjórnmálamaður er ráðinn í veigamikla stjórnarstöðu íefnahagslífinu. Eftir Tómaskom Geir Vilji íslenskir ráðamcnn styrkja innviði þessa þjóðfé- lags og stofnana þess, verða þeir að venja sig af þessum skaðlega ósið og temja sér vinnubrögð sem uppfylla þær „faglegu“ skyldur sem gera verður til þeirra sem stjórnmálamanna, sagði i bókun sem Þröstur Ólafsson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í bankaráði Seðlabankans lagði fram á fundi ráðsins í gær. Þröstur neitaði að taka þátt í atkvæðagreiðslu þar sem fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í ráðinu sam- þykktu að leggja til við viðskipta- ráðherra að Geir Hallgrímsson yrði skipaður einn af banka- stjórum Seðlabankans. Þröstur bendir á í bókuninni að í annað sinn á þrettán mánuðum er oddamaður í stjórnmálum skipaður í stöðu bankastjóra Seðlabankans. Sá fyrri var Tóm- as Árnason. „f stofnun sem fer með innri stjórn veigamikilia þátta efnahagslífsins verður að gera þá kröfu til stjórnenda henn- ar, að afstaða hennar mótist af faglegum vinnubrögðum, efna- hagslegri þekkingu og þjóðfé- lagslegri víðsýni," segir Þröstur í bókuninni og bendir á að Seðla- bankinn þarfnist nú meira en áður tiltrúar og trausts stjórnmálaflokka, atvinnulífs og almennings. Bresti það traust verður leiðsögn hans ekki annað en orðin tóm og pólitískir oddvit- ar séu því óheppilegir banka- stjórar þjóðbanka. „Ég er ekki með þessu að veitast að eða rýra gildi einstakl- inganna sem slíkra, heldur er þarna urn að ræða aðferðir sent ég tel forkastanlegar, að setja þessa oddamenn í stjórnmálum í þessar stöður," sagði Þröstur í samtali við Þjóðviljann í gær. - Ig- Útfor Jóns í dag Minningarathöfn í Dómkirkjunni Útför Jóns Helgasonar verður gerð frá Fredriksbjergkirkju í Kaup- mannahöfn í dag. í Dómkirkjunni í Reykjavík verður minningarat- höfn um Jón og hefst hún kl. 13.30. Hans er minnst í Pjóðviljanum í dag á síðum 9-13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.