Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 5
Rás 4
Öðruvísi
sjónvarp
í umræðum um sjónvarp og
skylda hluti er því oft haldið fram
að sjónvarp sem rekið er fyrir
auglýsingatekjur eingöngu sé í
sjálfu sér ómerkilegt því það
hljóti að eltast við einhvcrn lág-
markssmekk; endalausir Dallas-
ar séu þess ær og kýr.
Á Bretlandi hefur undanfarin
þrjú ár verið rekin sjónvarpsstöð
sem virðist ætla að afsanna þessa
kenningu. Okkar heimildir hafa
fyrir satt að á Bretlandi njóti hún
álits sem ein besta, ef ekki besta
sjónvarpsstöð í heimi. Hvorki
meira né minna. Samt er Rás 4 að
öllu leyti rekið fyrir auglýsingafé.
Rás 4 er dótturfyrirtæki sjón-
varpsstöðvarinnar ITV og sendir
út á þeim tímum sem ITV þegir,
12 stundir á viku. Með því móti
nær stöðin til hópa sem móður-
stöðin nær ekki til og með það eru
auglýsendur ánægðir, jafnvei
þótt stöðin nái enn aðeins 10%
hlustun.
Efni stöðvarinnar er fjölbreytt
og stingur mjög í stúf við það sem
gengur og gerist í auglýsingasjón-
varpi. Dæmi: þriggja tíma ind-
versk ópera með tekstum á san-
skrít, hálftíma löng ræða blökku-
biskups frá Suður-Afríku þar sem
hann horfir í vélina allan tímann,
þáttur um breska ljóðlist undan-
farin 80 ár, gagnrýni á breska
fjölmiðla eftir róttæklinga frá
Belfast á Norður-írlandi og viku-
legur klukkutíma þáttur um am-
erískan fótbolta. Athyglisverð
blanda.
Rás 4 leggur sig einkum eftir
Michael Kustow — við erum ekki
menningarstöð heldur fyrst og fremst
öðruvísi sjónvarp.
því að höfða til minnihlutahópa
af ýmsu tagi, íbúa frá Vestur-
Indíum, heyrnarskerta, mennta-
menn, athafnamenn ofl. List-
rænn forstjóri stöðvarinnar, Mic-
hael Kustow, segir að Rás 4 sé
ekki eingöngu menningarleg stöð
þótt hún hafi gott samstarf við
þekkta lista- og menntamenn,
svo sem Philip Roth, Italo Cal-
vino, Peter Brook og Susan Son-
tag. „Rás 4 er öðruvísi stöð og
mér finnst ég frekar vera eins og
forleggjari eða forstjóri í stóru út-
gáfufyrirtæki en yfirmaður í sjón-
varpsstöð," segir Kustow.
Þeir sem til þekkja segja að
Rás 4 hafi með eftirminnilegum
hætti afsannað þá kenningu að
auglýsingasjónvarp þurfi að vera
lélegt og forheimskandi.
—ÞH/Ny Tid
FRAMLEIÐENDUR ÚTFLUTNINGSVÖRU
BÓTAGREIÐSLUR GENGISTAPS
AF AFURDAL&NUM
1JÚNÍ TIL 31. DESEMBER1985
Seðlabanki Islands hefur ákveðið að greiða alls 70 m.kr. vegna gengistaps af afurða-
lánum í SDR, sem orsakaðist af misgengi SDR-eininga og Bandaríkjadollars á tímabilinu
1. júní til 31. desember 1985.
Þeir framleiðendur útflutningsvöru, sem telja sig hafa orðið fyrir gengistapi vegna af-
urðalána í SDR, en selt afurðir í dollurum og óska eftir að koma til greina við greiðslu ofan-
greindra bóta, skulu snúa sér til viðskiptabanka síns, sparisjóðs, sölusamtaka eða
söluaðila.
Þeir aðilar eiga rétt á endurgreiðslu, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Fengu greitt andvirði útflutnings í Bandaríkjadollurum á tímabilinu 1. júní til 31.
desember 1985.
2. Tekið höfðu afurðalán í viðskiptabanka eða sparisjóði í SDR-einingum út á þær
afurðir, sem greiðslan kom fyrir.
3. Framvísa við Seðlabankann skýrslu um ofangreindan útflutning átilskilið umsókn-
areyðublað ásamt staðfestu vottorði viðskiptabanka, sparisjóðs eða sölusamtaka.
Umsóknareyðublöð og dreifibréf til framleiðenda/útflytjenda munu liggja frammi í
bönkum og sparisjóðum, svo og hjá sölusamtökum og söluaðilum.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki
teknartilmeðferðar.
Reykjavík, 12. mars 1986
SEDLABANKI ISLANDS
Sögulegt stefnumót á töhruöld
7 vid Irækna kappa og kvenskörunga
£ Unglingar nútímans alast upp við
I IU
éJ\
A i
Unglíngar
tölvur, fjölbreytta tækni og fjölmiðlun. Lífi
og starfi á tölvuöld fylgja hraði og spenna.
Það hefur aldrei verið mikilvægara en
nú að standa föstum fótum í fortíðinni,
þekkja uppruna sinn og menningararf.
íslendingasögurnar eru mikilvægustu
menningarverðmæti þjóðarinnar. Þær eru
snilldarlegar frásagnir af lífi og viðhorfi
forfeðra okkar, ástum, hatri, vináttu,
svikum, blóðhefndum, vígum og
brennum. íslendingasögurnar eru lifandi
lýsing á samfélagi sögualdar, sem á erindi
við nútímann.
/Y Þeir sem lesa íslendingasögurnar
eiga stefnumót við lifandi fólk, stolt
ogstórlynt. Þau eru öllógleymanleg
Egill Skalla -Grímsson, Grettir Ás-
mundarson, Gísli Súrsson, hjónin
Njáll og Bergþóra, Skarphéðinn,
Gunnará Hlíðarenda og Hallgerður
langbrók, svo einhver séu nefnd.
Svart á hvítu vill gefa nýrri
kynslóð færi á að kynnast íslendinga-
sögunum, helstu dýrgripum íslenskra
bókmennta. Þess vegna var ráðist í út-
gáfu allra sagnanna í tveimur veglegum
bindum með nútíma stafsetningu.
Tölvutækni nútímans hefur gert útgáfu
þessa mögulega,án þessað slakað hafi
verið á vísindalegum vinnubrögðum.
6 e
t
Við vekjum sérstaka athygli
á g'afakorti fyrir fermingarbörn, sem
er tilvísuná síðara bindi íslendinga
sagna Svarts á hvítu, en það er
væntanlegt snemma vors.
Spennandi feimingaigjöf
-Vaianieg veiðmæti
Svart á fyvítu