Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 19
: Gengið í björg Innanför dom hárskandes dománer Ég fylgdist í vikunni sem leið með Norðurlandaráðsþingi, sem útsendari Þjóðviljans. Helsta innbyrðis umræðuefni okkar blaðasnápanna var, hvað væri eiginlega hægt að skrifa um. Það var erfitt að finna eitthvað fréttnæmt í öllu froðusnakkinu og pappírs- flóðinu; þótt ráðið geri oft merkarsamþykktir, eru þær yfirleitt fleiri ár að veltast í gegnum kerfið og erfitt að finna það andartak, þegar þæreru fréttnæmar. Það merkilegasta við Norður- landaráð gerist líka fjarri vett- vangi þinganna. Hér á ég við norrænt samstarf, einkum á sviði menningar- og menntamála, sem Norðurlandaráð hefur undir verndarvæng sínum og Ráðherr- anefndin veitir styrki til. Fáir draga í efa að sú starfsemi er gagnleg og ber að efla, og flestum þykir líka sjálfsagt að Norður- löndin samræmi löggjöf sína til að greiða fyrir norrænu samstarfi. Hins vegar spyrja æ fleiri þeirrar spurningar, hvort þörf sé á eins viðamikilli yfirbyggingu og Norðurlandaráð er, til að tryggja samstarfið. Fámennar samstarfs- nefndir séu mun skjótvirkari og kostnaðarminni en fleiri daga þing fleiri hundruð manna, dýrar ferðir, hótelreikningar, dagpen- ingar og veisluhöld. Slíkri gagnrýni er gjarnan svarað þann- ig að þetta bákn sé nauðsynlegt, bæði vegna lýðræðisins, og eins til þess að tryggja það að þing- menn Norðurlandaþjóðanna þekki hver annan og geti fitjað upp á samstarfsverkefnum á þeim grundvelli. Arðbœr fjárfesting Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram, að veisluhöld voru með minna móti að þessu sinni, og matstofa Kristjánsborgar situr GESTUR GUÐMUNDSSON uppi með miklar aukabirgðir bjórs. Þegar ég gekk um í þessi must- eri valda og formlegheita, varð mér oft hugsað til annars norræns samstarfsvettvangs, sem ég hef tekið þátt í: Norræni sumarhá- skólinn er opin samtök norrænna háskólaborgara, með þátttöku fleiri þúsunda. Hápunktur starfs- ins er sumarþing, 2-300 manna. Þar tengjast menn líka kunn- ingjaböndum, borða og drekka saman, dansa og fara í gufu að góðum norrænum sið. En frá morgni til kvölds er líka setið að störfum, þar sem nýjar niður- stöður rannsókna eru kynntar og ræddar, og ýmsar hugmyndir verða til. Reyndar losnar svo mikill sköpunarmáttur úr læðingi á þessum sumarþingum, að hann birtist ekki einvörðungi í slatta af bókum og tímaritsheftum að hæfilegum meðgöngutíma lokn- um, heldur verða þar líka til bæði nýjar kenningar og listaverk. Af- rakstur þessa starfs skilar sér að mestu ókeypis í atvinnulífi, ríkis- rekstri og mannlífi Noðurlanda- þjóða, svo að óhætt er að fullyrða að hér skilar fjárfesting norrænna sjóða vænum arði, en hún nemur rúmri milljón danskra króna á ári, eða litlu broti af því sem árleg þing Norðurlandaráðs kosta. Ekkert froðusnakk Sköpunarmáttur sumarhá- skólans er augljós hverjum þeim sem vill sjá hann, og meira að segja þingmenn Norðurlanda- ráðs féllu marflatir fyrir sjarma sumarþingsins, þegar þeir skoðuðu það fyrir þrem árum, og lögðu einróma til að fjárveitingar til þess yrðu auknar. Ráðherran- efndin, sem fer með allt fjár- veitingavald, hefur hingað til þverskallast við, og reyndar lækkað fjárveitinguna. Ein af af- leiðingunum er sú að fyrirsjáan- lega verður ekki hægt að halda sumarþing háskólans á íslandi 1987, og bitnar það sérstaklega á þátttöku íslendinga í starfi skólans. En það verður örugg- lega hægt að halda þing Norður- landaráðs það árið. Einn daginn fór ég beint frá þingi Norðurlandaráðs á fund með „hústökum", þ.e. fólkki sem sest hefur að í tómum húsum og krefst þess að fá að búa þar og ráða lífi sínu sjálft. Þar sat ungt fólk, sem er að reyna að skapa sér framtíð, þrátt fyrir atvinnuleysi, fjöldátakmarkanir og aðra óár- an. Þar var ekkert froðusnakk og vífillengjur, heldur var rætt sam- an í þægilegum og einlægum tón og síðan rokið til starfa. Mér leið eins og smalastrák, sem hefur sloppið frá tröllum til mann- heima. Þegar heim var komið, setti ég á fóninn plötuna Elden er lös, eftir Michael Wiehe, en eitt erindið er svona: 1 varlden - överalt i hela vida varlden utanför dom hárskandes doman- er dár skapás vár framtid Kaupmannahöfn 9.3.86 Gestur Guðmundsson KENNSLA FRAMTÍÐARINNAR? Ráðsteína um fjarkennslu verður haldín 19, og 20, mars í Borgartúni 6, Reykjavík MIÐVIKUDAGUR 19. MARS KL. 8:30—17:00 FIMMTUDAGUR 20. MARS KL. 9:00—17:00 8.30 MÓTTAKA, INNRITUN CXG MOLAKAFFI. 9.00 FJARKENNSLA: Stjórnun — Hönnun — Framkvæmd — Nám og kennsla 9.00 RÁÐSTEFNAN SETT; Sverrir Hermannsson, menntamálaráöherra IDENTIFYING DISTANCE LEARNING NEEDS George Grandison 9.20 FJARKENNSLA í ÍSLENSKU SKÓLAKERFI? and PROGRAM MARKETING FJARKENNSLA Á HÁSKÓLASTIGI Sigmundur Guöbjarnason, rektor Háskóla Ísland6 of STUDENTS STARFSMENNTUN Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Siguróur Kristinsson, formaóur Iðnfræósluráðs SKILLS, KNOWLEDGE and FACILITIES for Arnold Walker COURSEWARE PRODUCTION ENDURMENNTUN / SÍMENNTUN Puríóur Magnúsdóttir, forstööum. Fræðslumiöstöðvar iðnaðarins, Ragnheiður Briem, forstöóum. fræóslud. 10.30 KAFFI 10.30 KAFFI SKÝRR og Birna Bjarnadóttir, skólastjóri Bréfa- skólans 11.00 AÐSTAÐA TIL NÁMSEFNISGERÐAR Á Erindi frá Námsgagnastofnun - ÍSLANDI KOSTIR OG GALLAR ÞESS AD NOTA Ornólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans 11,00 HVERNIG MÁ KOMA FJARKENNSLU VIÐ? ERLENT NÁMSEFNI Á ÍSLANDI , vió Hamrahlíó MARGSKONAR MIÐLUNARKERFI Randall Fleckenstein, forstöóumaður námsgagna- 12.00 HÁDEGISVERÐUR AD BORGARTÚNI 6 TÆKJABÚNADUR — NÚTÍD / FRAMTÍÐ, KOSTNAOUR verkstæóis KHI Þorvarður Jónsson, yfirverkfræóingur Pósts og sima Um leiö hefst sýning á fjarkennslugögnum frá meóal annars: Open Tech, Open University, Pósti og síma, Dallas County Community College, Great Plains ITV Network, Henley School of Management, University of Minnesota, Námsgagnastofnun. RÍKISÚTVARPIÐ — SAMSTARFS- AÐILI í FJARKENNSLU? Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri 14.00 KAFFI ALMENNAR UMRÆÐUR UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: — HVAR Á FJARKENNSLA BEST VIO? 12.00 HÁDEGISVERÐUR 13.10 DÆMI UM FJARKENNSLU — UPPBYGGING FJARKENNSLU Á ÍSLANDI OPEN TECH: George S. Grandison, Project Director North of Scotland Open Tech Development Unit — KOSTIR OG GALLAR FJARKENNSLU UNIVERSITY OF MINNESOTA MEDIA SERVICES' Arnold Walker, Director Dr. Jón Torfi Jónasson, umræðustjóri; George Grandison, Arnold Walker, Randall Fleckensfein, Þorvaróur Jónsson, Sigmundur Guöbjarnason McGLADREY, HENDRICKSON, & . PULLEN, C.P.A.'s: Randall Fleckenstein, fyrrv. Course Development Coordinator 16.00 ÁVARP RÁÐSTEFNUSTJÓRA OG SAMANTEKT 15.15 KAFFI RÁÐSTEFNU SLITIÐ Gunnar G. Schram, prófessor 15.45 FJARKENNSLA l' STJÓRNUN Lára Ragnarsdóttir, framkvæmdastj. Stjórnunarf. isl. 16.15 FYRIRSPURNIR OG UMRÆDUR Fyrirlesarar sitja fyrir svörum 17.00 FUNDI FRESTAÐ Ráðstefnustjórar, Margrét S, Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskölans og Þuríður Magnúsdóttir, forstöðumaður Frœðslu- miðstöðvar iðnaðarms. Námskeiðagjald er kr, 1000 og eru ráðstefnugögn innifalin, svo og kaffi, en hádegisverður er seldur á staðnum. Skráning þátttakenda er á skrifstofu Háskóla íslands, sími 25088. ÖLLUM ER HEIMIL PÁTTTAKA. Frœðslumiðstöð iðnaðarins, Háskóli íslands, Iðnfrœðsluráð, Kennaraháskóli islands, Námsgagnastofnun, Póstur og sími, Stjórnunarfélag íslands,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.