Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 14
OLOF PALME forsœtisráðherra Svíþjóðar 1927 - 1986 Meö Olof Palme er fallinn frá ein- hver áræðnasti, frískasti og gáf- aðasti stjórnmálamaður seinni tíma. Það lýsti af manninum og hugsjónum hans í orðsins fyllstu merkingu og birtunnar naut um allan heim. „Skærasta Ijósið í þessu landi er slokknað, fegursta rósin kramin.“ Eitthvað á þessa leið reyna menn nú að tjá hugs- anir sínar eftir hið óhugnanlega ódæði í Stokkhólmi nú um helg- ina. Söknuðurinnermikillog sorgin þung. Aliur heimurinn syrgirmikinn mann, sem hafði ótrúlega margt til að bera. Bengt Westerberg, einn af pól- itískum andstæðingum Palmes hér í Svíþjóð formaði hugsanir sínar þannig að Olof Palme hafi smám saman orðið hugtak, jafnvel stofnun, bæði innanlands sem utan. Fyrir Svía hafi Palme verið persónugervingur Jafnað- armannaflokksins og fyrir um- heiminum tákn fyrir Svíþjóð og sænska samfélagið. í dag eru það oftast stjórnmálamenn utan við lýðræð- isgeirann í heiminum sem vinna sér stærstan sess í hugum og hjörtum fólks, bæði vegna góðra og illra verka. Byitingarforingjar eða einræðisherrar hafa utan við ramma lýðræðisskipulagsins stærra svigrúm til mikilla og áhrifaríkra verka en þeir stjórnmálamenn sem vinna innan þessa sama ramma. Sem einstak- lingar móta venjulega stjórn- málamenn í lýðræðisskipulagi umhverfi sitt ekki eins sterklega. Olof Palme var heiðarleg unda- ntekningfrá þessari „reglu". Þau áhrif sem hann hafði með per- sónu sinni og stefnu eru gríðar- leg, sérstaklega ef haft er íhuga að hans heimavöllur var smáríki. Hæfileiki hans til að hafa slík áhrif kom til af mörgum samspil- andi eiginleikum. Hugrekki, sterk sannfæring, ræöusnilld, óbilandi sjálfsöryggi og hníf- skarpur hugur m.a. Fáir áttu eins auðvelt með að vinna hylli fóiks en um leið afla sér fjenda. Það er ekki rétt lýsing að segja að Palme hafi verið vinsæll hér í Svíþjóð, umdeildur er réttara, mjög um- deildur. Utarlega á hægri væng- num var hann allt að því hataður og enginn stjórnmálamaður í Sví- þjóð hefur mátt þola annað eins skítkast úr þeirri átt sem Olof Palme. Oft var þessi hópur hávær og lá mikið á að níða niður per- sónu hans. Ástæðan fyrir því er sjálfsagt margþætt, að einhverju leyti mætti kalla hana félags- sálfræðilega. Olof Palme var fæddur inn í háborgaralega fjölskyldu, faðir hans var mikilsmetinn forstjóri og móðir hans af aðalsættum. Um tvítugt öðlaðist Palme sína sósíalistísku sannfæringu, í gegn- um dvöl sína í Bandaríkjunum og á Indlandi og kynni sín af fátækt og óréttlæti í þessum löndum. Vissulega bar Palme ætíð keim af uppruna sínum, fas hans allt var mótað óvinnandi sjálfsöryggi sem gjarna fylgir fólki með svip- aðan uppruna. Oft var hann sak- aður um að vera hrokafullur af andstæðingum sínum. En sjálfs- öryggi hans var ekki steinrunnið öryggi burgeisans heldur lifandi manns með sterka sannfæringu og síkvikan huga. Sennilega hef- ur það sviðið hatursmönnum Palmes mest að maður úr þeirra eigin stétt og með slíka yfirburða hæfileika skyldi svíkja og ganga til liðs við verkalýðinn. dökkt þegar litið er til framþró- unar „hins sterka sænska samfé- lags“. Víst er tómlegra um að litast að Olof Palme föllnum. Hann náði þó með krafti sínum og eldlegum áhuga að mynda grunn sem allir baráttumenn fyrir friði og réttlæti geta staðið á traustum fótum. Líf hans og starf verður öllum vinstri mönnum hvar á vængnum sem þeir kjósa sér stað, ævinlega hvatning og uppspretta frjórra hugmynda. Fyrir mannkynið allt verður ætíð bjart yfir minningu Olofs Palme. Gautaborg 4. mars 1986 Björn Guðbrandur Jónsson. Við andlát Olofs Plame hafa • sannast hin gömlu vísdómsorð, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eins og títt er um mikilmenni á sviði stjórnmála var hann umdeildur í lifanda lífi. Svo stórbrotinn var hann, að allir þekktu til hans og höfðu skoðanir á honum, störfum hans og stefnu. Þegar hann, boðberi friðar og frelsis, féll fyrir kúlu launmorð- ingja á götu í höfuðborg sinni. kom það sem reiðarslag yfir sænsku þjóðina. Raunar var það ekki síður reiðarslag fyrir hinar norrænu þjóðirnar, og loks fyrir svo til allar þjóðir, þar sem hann eða orðspor hans höfðu komið og boðskapur hans var kunnur. Sorg sænsku þjóðarinnar var djúp og sár. Synir og dætur norðursins táruðust á torgum úti. Olof Palme hefur þegar sess í sögu okkar tíma. Hans mun verða minnst sem hins djarfa bar- áttumanns fyrir friði og mannréttindum, sem hljóp til varnar, þegar valdatafl og vopn- askak tróðu á lífi og örlögum lít- ilmagnans. Hans mun einnig verða minnst sem oddvita þeirrar sænsku alþýðuhreyfingar, sem hefur á nokkrum áratugum skapað frjálst velferðarríki, er vart á sinn líka. Sá þáttur einn skapar honum stöðu í sænskri og norrænni sögu. Menn, sem eru til forustu vald- ir, hafa oft mörg andlit, ekki síst stjórnmálamenn, sem heyja bar- áttu sína á leiksviði landsmála í augsýn almennings. Olof Palme var engin undantekning hvað þetta snerti. Margir þekktu hann aðeins sem hinn harða og stolta baráttumann í ræðustól eða sjón- varpi. Aðrir þekktu persónulega ljúfan og hógværan dreng, skemmtilegan og aðlaðandi. íslendingar hafa syrgt Olof Palme fyrir allt það, sem hér hef- ur verið nefnt. Þeir syrgja einnig sérstakan vin og aðdáanda ís- lands og sér í lagi íslenskrar menningar. Hann hafði oft heim- sótt okkur síðustu áratugi og átti marga vini á íslandi. Þegar á reyndi í meiri háttar þjóðmálum kom þessi vinátta hans og þekk- ing á íslenskum högum okkur oft vel. Það vita þeir, sem nærri hafa staðið. Þrjú þúsund og fjögur hundruð íslendingar, sem búa hér í landi og njóta gistivináttu sænsku þjóðarinnar, taka fullan þátt í sorg hennar og votta fjölskyldu Olofs Palme, flokki hans og sænsku þjóðinni allri, dýpstu samúð. Benedikt Gröndal sendiherra í Stokkhólmi Annað sem mótaði pólitíska sannfæringu Palmes sterklega var persónuleg reynsla hans frá Tékkóslóvakíu kringum 1950 og óbeit hans á þeirri skoðanakúgun sem hann var vitni að. Hann fór t.a.m. til Prag á þessum tíma og fyrir og ysta hægrið sleppti sér á þinginu. Líklega hefur Palme á þessum tíma (1968-72) átt einn stærsta þáttinn í að hrinda af stað þróun sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Að lítil og meðalstór Svía af. Olof Palme var sem nán- asti samstarfsmaður Erlanders við stefnumótunina frá því í upp- hafi 6. áratugarins og hvikaði aldrei frá að verja þau grundvall- argildi sem velferðarríkið hvílir á. kvæntist þar tékkneskri konu til að auðvelda henni að komast úr landi. Trúr sannfæringu sinni beindi hann gagnrýni sinni á stór- veldin bæði í austur og vestur og hlaut að sjálfsögðu mikla óþökk fyrir hjá ráðamönnum þar. Fræg- ast varð þegar Palme gekk fram fyrir skjöldu í orði og verki og gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega opinberlega fyrir stríðs- reksturinn í Vietnam. Sagt er að bandarísk stjórnvöld hafi ekki enn fyrirgefið það og því séu sam- skipti Svía og Bandaríkjamanna á opinberum vettvangi enn býsna stirð. Þá reyndi á hugrekki og styrk Palmes þegar hann vogaði sér þá nýlundu að fordæma verknað stórveldisins sem fram- að því hafði farið sínu fram án nokkurra verulegra andmæla vestan megin járntjalds. Innan- lands var einnig sótt að honum ríki leitist við að taka sjálfstæðar ákvarðanir og fara sínar óháðu leiðir. Áræðni Palmes vakti líka heimsathygli og áhuga á Svfþjóð, hið sænska samfélag varð skyndi- lega „spennandi". Æ fleiri leið- togar í þriðja heiminum og víðar hafa lýst áhuga sínum á að læra af Svíum og jafnvel taka „sænska módelið" til fyrirmyndar. Sænska módelið svokallaða mótaðist fyrst og fremst á tíma Tage Erlanders sem var pólitísk- ur lærifaðir Palmes. Frá Erlander er komið hugtakið „hið sterka samfélag" sem lýsir því markmiði sem jafnaðarmenn í Svíþjóð settu sér. Traustir innviðir, efnahags- lega, pólitískt og félagslega, lausir við þær hrikalegu innri andstæður sem finnast víðast hvar annars staðar m.a. í næsta nágrenni, Bretlandi. Þetta eru þeir þættir sem mörg ríki öfunda „Hið sterka samfélag" hefur hins vegar ýmsa meinbugi, svo sem stórt og oft stirt skrifræði og býsna mikla miðstýringu. f síð- asta blaðaviðtalinu við Palme sem tekið var daginn sem hann var myrtur talar hann einmitt um þessi mál sem ein þau mikilvæg- ustu fyrir sænska jafnaðarmenn í framtíðinni ásamt umhverfismál- unum. í viðtalinu leggur hann yfir höfuð mikla áherslu á þörfina fyrir nánari tengsl við grasrótina. Spurningin er hvort slík stofn- un sem sænski Jafnaðarmanna- flokkurinn sé fær um að breyta sköpunarverki sínu í svo nýrót- tæka átt. Alls kyns grasrótar- hreyfingar eru farnar að gera vart við sig í flokknum og Ingvar Carlsson arftaki Palmes er ötull talsmaður umhverfismála og fyrrverandi umhverfismálaráð- herra. Útlitið er því ekki svo 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.