Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 15
„Afstaða mín til utanríkismála
hefur fyrst og fremst mótast af
umhugsuninni um stöðu smá-
þjóðanna og nauðsyn þess
að tryggja sjálfstæði þeirra. “
Svo sagöi Olof Palme forsæt-
isráðherra Svíþjóðar í viðtali
sem Magnús Kjartansson átti
við hann og birtist hér í Þjóð-
viljanum 10. febrúar 1970. Þá
daga stóðu yfir fundir Norður-
landaráðs í Reykjavík og
Magnús segir í inngangi, að
ekki fari á milli mála að Olof
Palme sé sá stjórnmálamað-
ur sem mest sé tekið eftir á
þeimvettvangi, en þá varekki
langt um liðið síðan hann tók
við embætti forsætisráðherra.
Magnús Kjartansson og Olof Palme ræðast við.
Að upprœta stéttamun og
bœta stöðu smáþjóða...
í viðtalinu er Palme spurður
um mat hans á þeim þjóðfélags-
breytingum sem flokkur hans
hefur staðið að í Svíþjóð, á næstu
verkefnum og á utanríkismálum.
Viðtalið fer hér á eftir nokkuð
stytt - sleppt er spurningum og
svörum um Efnahagsbandalag
Norðurlanda, Nordek, sem þá
var á döfinni og um nýafstaðin
verkföll námumanna í Kiruna.
Þjóðnýtingar?
- Þið sósíaldemókratar hafið
lengi farið með völd í Svíþjóð og
framkvæmt miklar þjóðfélags-
legar breytingar. Engu að síður
eru atvinnufyrirtækin að mestu
leyti í höndum einstaklinga; þið
hafið ekki framkvæmt neina
verulega þjóðnýtingu. Hafið þið
ekki í hyggju að breyta þeirri af-
stöðu?
- Það er rétt að við höfum ekki
framkvæmt víðtæka þjóðnýt-
ingu. Við höfum lagt megin-
áherslu á hitt að ná valdi á hag-
stjórnartækjunum, svo að við
hefðum með því móti tök á hag-
þróuninni. Við teljum, að okkur
hafi tekist þetta, þannig að við
höfum upprætt stjórnleysi
kapítalismans og tryggt yfirráð
hinna félagslegu sjónarmiða.
Vissulega er eignarrétturinn
mikilvægur, en við teljum sjálfa
hagstjórnina mun áhrifameira
atriði. Við höfum hins vegar
þjóðnýtt og munum halda því
áfram að þjóðnýta fyrirtæki sem
ekki falla að hinu almenna hag-
stjórnarkerfi okkar; nú erum við
til dæmis að þjóðnýta lyfjaversl-
unina alla og ýmis fleiri fyrirtæki.
Framtíðar-
verkefni
- Enda þótt þér séuð ánægður
með margt það sem flokkur yðar
hefur fengið áorkað, hljótið þér
að vera óánægður með ýmislegt.
Á hvaða sviði teljið þér að sænsk-
um sósíaldemókrötum hafi mis-
tekist mest?
- Auðvitað hefur okkur mis-
tekist á ýmsum sviðum, en ég
held að það sé rangt að standa í
slíkum reikningsskilum við for-
tíðina. Það er ekki fortíðin sem
skiptir máli, heldur þau vanda-
mál sem framundan bíða og í við-
horfi okkar til þeirra birtist
auðvitað mat á því sem betur
hefði mátt fara áður. Ég hef lagt
áherslu á þrjú framtíðarverkefni
sem ég tel mikilvægust.
í fyrsta lagi tel ég að við verð-
um að kanna sérstaklega félags-
legar afleiðingar tækniþróunar-
innar, eins og hún birtist í hag-
ræðingu, framleiðni, auknu vinn-
uálagi, firringu o.s.frv. Við þurf-
um að tryggja það í verki að
mannleg sjónarmið ráði ævinlega
yfir tækniþróuninni. Einmitt
verkfallið í Kiruna sem við rædd-
um um áðan er dæmi um and-
stæður sem geta risið milli tækni-
þróunar og mannlegra sjónar-
miða.
í annan stað verðum við að
leggja áherslu á að uppræta stétt-
amun í Svíþjóð og tryggja öllum
þegnum sívaxandi jöfnuð.
Þriðja meginverkefnið er lýð-
ræðisleg þróun í atvinnulífinu,
vaxandi ákvörðunarréttur launa-
fólks innan fyrirtækja. Þetta við-
fangsefni verður aðalverkefnið á
þingi sænska alþýðusambandsins
á næsta ári, og flokkur okkar mun
leggja megináherslu á að hug-
myndir verkafólks á þessu sviði
nái fram að ganga.
Jafnrétti
og menntun
- Þér hafið verið menntamála-
ráðherra og hafið mikinn áhuga á
þeim málum. Ætlið þið að halda
áfram að lengja skyldunámið í
Svíþjóð, og hvernig er ástandið
að því er varðar jafnrétti til
menntunar?
- Skyldunámið í Svíþjóð er nú
9 ár fyrir alla, og 90% ungs fólks
stundar nám í 11-12 ár. Við telj-
um nú að ekki sé unnt að Iengja
námstíma ungs fólks meira, af því
myndi hljótast einangrun frá at-
vinnuiífinu. Þess í stað teljum við
Viðtalsem
Magnús
Kjartansson átti
við OlofPaime
áNorðurlanda-
ráðsþingií
Reykjavík 1970
að leggja þurfi áherslu á að fólk
haldi áfram að mennta sig eftir að
það hefur hafið störf og við ein-
beitum okkur nú að því að byggja
upp skólakerfi fyrir fullorðna,
þar sem menn geta stundað fram-
haldsnám eða aflað sér þekkingar
á nýjum sviðum í samræmi við
breyttar aðstæður. Slíkt skóla-
kerfi fyrir fullorðna tel ég afar
mikilvægt á þeirri öld vísinda og
tækni og örra breytinga á at-
vinnuháttum, sem við lifum nú.
Jafnrétti til nienntunar hefur
aukist mjög í Svþjóð, en þó er
mikið ógert á því sviði. Nernend-
ur veljast enn allt of mikið til
háskólanámseftirstéttum; hlutur
verkafólks er til muna of smár
þótt hann hafi aukist. Einnig á
þessu viði bíður okkar það óhjá-
kvæmilega verkefni að tryggja
fullt jafnrétti til menntunar,
þannig að hæfileikar og áhugi
skeri úr, en ekki stéttaaðstæður
og fjárhagur foreldra.
- Hér á íslandi hafa að undan-
förnu orðið nokkrar umræður um
sérskóla eða samskóla fyrir stúlk-
ur og pilta í tilefni af hugmyndum
um að stofna sértakan kvenna-
menntaskóla. Hver er afstaða
yðar til slíkra skóla?
- Ég er gersamlega andvígur
sérskólum eftir kynferði, og tel
það vera stórmál að piltar og
stúlkur séu algerir jafningjar í
skólakerfinu. Það er eitt þeirra
verkefna sem bíða okkar að jafna
aðstöðu kvenna og karla í þjóðfé-
laginu og í því sambandi eru sam-
skólar grundvallaratriði, en sér-
skólar eftir kynferði leifar frá
fortíðinni. Við lítum þetta mál
svo alvarlegum augum að við höf-
um rætt um að setja um það regl-
ur, að taka verði jafn margar
stúlkur og pilta inn í þá skóla sem.
aðgangur er takmarkaður að.
Víetnam og
Tékkóslóvakía
- Utanríkisstefna Svía hefur
vakið mikla athygli og deilur, -
og nú um skeið hefur verið kalt á
milli sænskra og bandarískra
stjórnvalda. Hefursá ágreiningur
einnig haft áhrif á viðskipti land-
anna?
- Sænska stjórnin hefur lýst á-
kveðinni skoðun á styrjöldinni í
Víetnam. Sú skoðun er ekki
sprottin af neinum fjandskap í
garð Bandaríkjanna, heldur vilj-
um við styðja baráttu Víetnama
fyrir frelsi og sjálfstæði og mótum
stefnu okkar í samræmi við það.
Þessi stefna er afdráttarlaus og
við hana stöndum við, enda þótt
bandarískum stjórnarvöldum og
öðrum kunni að mislíka hún. En
ég held að þessi ágreiningur hafi
ekki haft mikil áhrif á viðskipti
okkar og Bandaríkjanna.
- Er staða smáþjóðanna ekki
alvarlegt og örlagaríkt vandamál
um þessar mundir, þegar hernað-
arbandalög stórvelda og ó-
mennskar efnahagssamsteypur
teygja griparma sína um veröld-
ina?
- Jú, ég er sammála yður um
það að þetta er mjög örlagaríkt
vandamál. Raunar get ég sagt að
afstaða mín til utanríkismála hef-
ur fyrst og fremst mótast af um-
hugsuninni um stöðu smáþjóð-
anna og nauðsyn þess að tryggja
sjálfstæði þeirra. Það er þetta
viðhorf sem olli því hverja af-
stöðu ég tók til styrjaldarinnar í
Víetnam og atburðanna í Tékk-
óslóvakíu. Það hefur verið og er
mikil hætta á því að stórveldin
reyni að skipta heiminum á milli
sín í áhrifasvæði og leysa vanda-
mál sín á kostnað smáríkjanna.
Því er mikil nauðsyn að lina tök
hernaðarbandalaganna t.d. í
Evrópu og koma í staðinn á eðli-
legum samskiptum austurs og
vesturs. Á þessu er nú vaxandi
skilningur; m.a. bind ég miklar
vonir við að nýja stjórnin í
Vestur-Þýskalandi geti stuölað
að slíkri þróun.
Að lina tök
hernaðar-
bandalaga
- Gæti ráðstefna um öryggi
Evrópu, sem Varsjárbandalags-
ríkin hafa gert tillögu um, stuðlað
að slíkri þróun?
- Við höfum stutt hugmyndina
um öryggisráðstefnu sem fjalli
um vandamál Evrópuríkja. En
að sjálfsögðu fer gildi hennar
eftir því hvernig haldið verður á
málum. Slíka ráðstefnu væri hægt
að nota til þess að festa í sessi
skiptingu Evrópu eftir hernaðar-
bandalögum, en einnig væri hægt
að nota hana til þess að lina þau
tök, og það teljum við að beri að
gera. En þá er forsendan sú að
fundin verði lausn á þeim deilu-
málum sem nú valda viðsjám í
Evrópu. Á meðan deilumál eru
óleyst og stórveldin standa and-
spænis hvort öðru með hin miklu
völd sín að bakhjarli beita þau
aga í liði sínu eftir ýmsum leiðum
og sjálfsákvörðunarréttur smá-
ríkjanna skerðist. Takist að leysa
deilumálin dregur úr þenslu «g
sjálfræðið mun aukast að sama
skapi.
Við teljum að smáþjóðirnar
hafi mikið gildi og að fordæmi
þeirra geti haft heillavænleg áhrif
á þróun heimsmála. Einnig þess
vegna bindum við miklar vonir
við Efnahagsbandalag Norður-
landa. Það á að auka sjálfstæði
Norðurlanda og veita þeim meiri
styrk í samskiptum við aðra, en
slíkt framtak Norðurlanda verð-
ur einnig stuðningur við aðrar
smáþjóðir.
M.K.
Sunnudagur 16. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15