Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 7
FELAG ELDRI BORGARA í Reykjavík og nágrenni ST OFNFUNDUR DAGSKRA: r • Snorri Jónsson, fyrrv. forseti Alþýðusambands Islands, setur fundinn og leggur fram tillögu um stofnun félagsins. • Ávörp gesta: Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, Sigurður H. Guðmundsson, formaður Öldrun- arráðs íslands, Ásmundur Stefánsson, forseti r Alþýðusambands Islands. • Einsöngur: Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. • Drög að lögum fyrir félagið lögð fram til umræðu og afgreiðslu. Framsögumaður Bergsteinn Sigurðsson fulltrúi. • Kjör stjórnar og endurskoðenda. HLJÓMLISTARMENN ÚR FÉLAGI ÍSLENSKRA HLJÓMLISTARMANNA LEIKA MILLI ATRIÐA. Félagið mun gæta hagsmuna eldra fólks á margvíslegum sviðum. Það á t.d. að vinna að úrbótum í efnahags- og húsnæðismálum aldraðra, koma upp félagsheimili og vinnumiðlun, hlúa að margs konar áhugamálum og stuðla að líkamsþjálfun og útivist. Það mun ennfremur leitast við að hafa áhrif á lagasetningu og ákvarðanir sem varða hagsmuni aldraðra með viðræðum og samningum við stjórnvöld og stjórnmálaöfl. FÉLAGIÐ VERÐUR ÓHÁÐ STJÓRNMÁLAFLOKKUM OG HLUTLAUST í AFSTÖÐU SINNI TIL TRÚMÁLA. RÉTT TIL ÞESS AÐ VERÐA FÉLAGSMENN EIGÁ ALLIR ÞEIR SEM NÁÐ HAFA 60 ÁRA ALDRI EÐA EFTIRLAUNAALDRI, SÉ HANN FYRR, OG EINNIG MAKAR FÉLAGSMANNA, ÞÓTT YNGRI SÉU. STOFNFUNDURINN VERÐUR HALDINN f SÚLNASAL HÓTEL SÖGU KL. 13.30 LAUGARDAGINN 15. MARS Fjölmennum á stofnfundinn og vinnum saman að hagsmunamálum okkar. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.