Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 4
AF SJÓNARHÓLI Chuck Berry en Beethoven? Þjóðviljinn hefur nú um tæp- lega tveggja mánaða skeið birt greinar um menningarmál undirsamheitinu „Af sjónar- hóli“. í þeim hafa höfundar nálgast fyrirbærin íslensk menning og menningarstefna úrýmsumáttum. f greinunum hefur oftar en ekki verið fjallað um hlutverk fjölmiðla í menningarstarfi og mótun menningarstefnu. Þjóð- viljinn hefur fengið sinn skammt eins og aðrir fjölmiðlar þótt hans hlutverk sé fyrst og fremst að fylgjast með og skrásetja menn- ingarstarfið í landinu en síður að taka skapandi þátt. Að þessu sinni varð því miður messufall vegna þess að boðuð grein barst ekki á réttum tíma vegna forfalla höfundar. Við ætl- um því að nota tækifærið og grípa ofan í umræðu sem orðið hefur í norska blaðinu Ny Tid, málgagni Sósíalíska vinstriflokksins, en hún snýst einmitt um menningar- skrif bíaðsins. Of mikil menning? Upphaf umræðunnar var það að blaðið auglýsti eftir ritstjóra og bárust tvær umsóknir. Annar umsækjandinn viðraði stefnumál sín og viðhorf til blaðsins á síðum þess og kvartaði þar ma. undan því að menningarskrif tækju allt of mikið af plássinu og mátti skilja á honum að því plássi mætti verja betur. Þetta er tónn sem við hér á Þjóðviljanum heyrum stundum og því er forvitnilegt að sjá hver viðbrögðin voru. Þau verða ekki tíunduð nákvæmlega en gripið ofan í eina grein eftir leiðtoga ungra sósíalista í Noregi, Johan Tönnesen. Jóhann er ósammála þeirri kenningu að plássi sem varið er undir menningarskrif sé illa var- ið. Hann bendir á að öll teikn séu á lofti um að í framtíðinni muni þjóðfélagsumræðan mun frekar snúast um frístundir fólks og inni- hald þeirra en um vinnuna og skipulagningu hennar. Vitundar- iðnaðurinn er í stöðugri fram- sókn og baráttan um vitund fólks fer harðnandi. f öðru lagi segir Jóhann að ef menn ætli sér í raun og veru að „Jóhann segir að ekki sé öll list jafn fín, td. telur hann knattspyrnu og listhlaup ekki eins „fínar“ listgreinar og ballett. Það sé hins vegar spurning um sálarástand, uppeldi, þekkingu ofl. hvort menn velji frekar að njóta fínnar en grófrar listar.“ koma á norskum sósíalisma sé nauðsynlegt að halda uppi öflugri vörn fyrir þjóðlegri mennmgu og menningararfleifð eínstakra staða og landshluta. Þeita getur fullt eins átt við þá sem vilja koma á íslenskum sósíalisma. Góð list og vond Eins og í íslenskri menningar- umræðu virðist það henda í Nor- egi að hugtökin sem fólk notast við séu nokkuð á reiki. Hvaða skilning leggja menn td. í orðin „góð“ list og „vond“? Hver er munurinn á hámenningu og lág- menningu, eða svo vitnað sé í norsku: „fín“ menning og „gróf“? Jóhann varar víð því að menn rugli þessu tvennu saman, hámenning geti verið bæði góð og vond, það sé td. til mikið af lé- legum óperum. KSRARIK ■k. ^ RAFMAGNSVHfTUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK-86002: Lágspennuskápar 1 kV, í dreifistöðvar. Opnunardagur: Mánudagur 14. apríl 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 17. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 13. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins Jóhann segir að ekki sé öll list jafn fín, td. telur hann knatt- spyrnu og listhlaup á skautum ekki eins „fínar“ listgreinar og ballett. Það sé hins vegar spurn- ing um sálarástand, uppeldi, þekkingu ofl. hvort menn velji frekar að njóta fínnar en grófrar listar. Munurinn sé sá sami og á sandpappír að því er áhrif á sál- artötrið snertir. En hann varar sterklega við því að menn blandi saman hugtökum og samanburður milli listgreina sé varhugaverður. Til dæmis sé sígild tónlist ekki „betri“ en gpinludansarnir og á sama hátt var Chuck Berry ekki betra tón- skáld en Beethoven eða öfugt. Stórbrotin list veiti manni annars konar fuilnægingu en gróf list, segi manni eitthvað um fortíðina og framtíðina. Hins vegar geti góð og gróf list eins og rokktón- list og fótbolti veitt manni ánægju sem er af öðrum toga og höfðar meir til tilfinninganna hér og nú. Að þekkja tungumólið En til þess að geta notið listar verða menn að þekkja tungumál hennar. Hversu oft hefur maður ekki heyrt fólk hneykslast á ab- straktlist og lýsa því yfir að „þetta sé ekki mynd af neinu“. Eða þá nútímatónlist sem margir segja að sé bara óhljóð og suð. Þetta segir okkur einungis að fólk þekki ekki tjáningarmáta þessara listgreina og ætti að vera okkur hvatning til að auka fræðslu um listir og sjá til þess að sem flestir geti lært tungumálið. Undir sama hatti eru yfirlýs- ingar hámenningarljóna um að öll dægurtónlist sé bara söluvara á markaðstorgi hégómans. Við munum eftir deilunum sem urðu um gúanórokkið og söngtexta Bubba Morthens sem ekki stóð- ust ströngustu bragfræðikröfur. í raun var þar á ferðinni sama þekkíngarleysið á listgreininni og hjá þeim sem hamast gegn ab- straktinu og nútímatónlistinni. Rétt eins og í þessum listgreinum er bæði til góð og vond dægurtón- list, góð tónlist sem höfðar til og samsvarar einhverri tilfinninga- legri og andlegri þörf þess sem nýtur hennar og vond tónlist sem í besta falli nýtist eigendum stór- markaða við að örva kaupgleði viðskiptavinarins. Viljum við móta menningar- stefnu sem rís undir nafni, segir Jóhann, verðum við að hafa hana nógu víða svo hún rúmi jafnt fína sem grófa list, hámenningu sem lágmenningu. Það þýðir ekki að við eigum að setja allt undir einn hatt og leggja blessun okkar yfir allt sem gerir kröfu til þess að heita list. Menningarpólitík er Að þessu sinni er vikið útafvananum ásjónarhóliog augunumrennt austurtil Noregs. Þar ereinnigtekistáum menningarstefnu og því fróðlegt fyrir íslenskra vinstrimenn að kynna sér hvað norskirfélagareru aðtalaum einmitt fólgin í að velja og hafna. Viljum við ýta undir þetta eða styðja hitt? Jafnframt verður menningarstefna að hafa það markmið að auka hæfni fólks í að skilja sauðina frá höfrunum í hverri listgrein. Upp úr skotgröfunum Það er sorglegt að horfa upp á sósíalíska menningarumræðu snúast upp í skotgrafahernað milli þeirra sem fitja upp á nefið þegar þeir finna lykt af lágmenn- ingu og hinna sem segja að hin eina sanna list sé „öreigalist“ og hamast gegn hámenningunni vegna þess að alþýðan skilur hana ekki. Og ekki eru þeir skárri sem segja að Morgan Kane bæk- urnar séu öreigalist. Og er þar með lokið tilvitnunum í grein Jo- han Tönnesen. Hafi einhver haldið að hér væri sleginn botninn í skrif Þjóðviljans um menningarmál og menningar- stefnu er það misskilningur. Um- ræðan er þvert á móti rétt að byrja. íslenskir vinstrimenn hafa slegið slöku við slíka umræðu á síðustu árum en á því verður að verða breyting og til þess var Sjónarhóllinn reistur í Sunnudag- sblaðinu. Við megum ekki fljóta sofandi inn í fjölmiðlabyltinguna sem framundan er. Þá taka hrafn- arnir öll völd í íslensku menning- arlífi. —ÞH endursagði 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Námskeið fyrir starfsmenn í öldrunarþjón- ustu Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Há- skóli íslands efna til námskeiðs fyrir starfs- menn í öldrunarþjónustu dagana 9.-13. júní 1986. Fyrirlesari og leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ragnhild G. M. Seljee, lektor í Gauta- borg. Meginefni: Hvernig er unnt að meta um- önnunarþörf aldraðra? Hámarksfjöldi þátttakenda 25. Þátttaka tilkynnist fyrir 11. apríl nk. í Ellimála- deild F.R. sími: 25 500. Námskeiðsgjald kr. 2.000,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.