Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 10
Þegar við verður ég
Skilnaður er stríð, sagði
einn viðmælandi Þjóðvilj-
ans þegar viðtölin sem birt
eru í opnunni áttu sér stað.
Þar segja þrjár manneskjur
á miðjum aldri, tvær konur
og einn karl, frá þeirri erf iðu
reynslu aö ganga í gegnum
skilnað eftir langt hjóna-
band. Þessi viðtöl eru birt í
þeirri von að þau verði ein-
hverjum að liði sem stendur
í skilnaði, sýni þeim að van-
líðan þeirra er ekkert eins-
dæmi heidur sameiginleg
öllum þeim sem standa, oft-
ast skyndilega, frammi fyrir
þeirri staðreynd að hjóna-
bandinu er lokið og allt er
orðiðbreytt.
Sálfræðingar segja að áfallið
sem fólk verður fyrir við skilnað
sé áþekkt því sem þeir lenda í sem
missa maka sinn yfir móðuna
miklu. Viðmælendur okkar segja
allir þá sögu að um langa hríð
komist ekkert annað að en skiln-
. aðurinn. Endurminningarnar
hrannast upp og gera fólki'ókleift
að horfast í augu við lífið í nútíð-
inni, hvað þá framtíðinni. Álagið
á taugarnar er mikið og birtist oft
í líkamlegri vanlíðan sem bætist
ofan á þá andlegu.
Viðmælendur okkar eiga það
sameiginlegt að hafa leitað sér
Áfallið sem fólk
verðurfyrirvið
skilnaðerjafn-
mikið og við frá-
fall maka. Og svo
tekur eftirleikurinn
við...
aðstoðar í þrengingunum á nám-
skeiðum sem félagsráðgjafarnir
Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K.
Sigurðardóttir hafa haldið und-
anfarin ár fyrir fólk sem stendur í
skilnaði. Öll eru þau sammála um
að þetta námskeið hafi hjálpað
þeim og bent þeim á leið út úr
þrengingunum. Þau voru í átta
manna hópi og sex þeirra hafa
haldið áfram að hittast reglulega
eftir að námskeiðinu lauk. Þau
hittast til að ræða málin og styðja
hvert annað meðan þau eru að
raða persónuleikanum og tilfinn-
ingunum saman á nýjan leik.
Hlutverkin breytast
„Námskeiðin eru 12 tímar, sex
kvöld á jafnmörgum vikum,“
sagði Sigrún þegar blaðamaður
spurði hana um námskeiðin.
„Við byggjum þau upp sem
fræðslunámskeið, hvert kvöld
hefst á stuttum fyrirlestri en síðan
eru umræður. f fræðslunni
göngum við út frá þeirri kenningu
að allir þurfi einhvern tímann á
lífsleiðinni að ganga í gegnum
kreppu. Þar eru bæði á ferð það
sem nefnist þroskakreppa og allir
upplifa, td. kynþroskaskeiðið, og
áfallakreppur, td. við skilnað,
slys eða fráfall ástvinar.
Þátttakendur í námskeiðunum
verða að vera fráskildir að borði
og sæng, þe. fluttir frá fyrrver-
andi maka, og æskilegast er að
nokkur tími sé liðinn frá skilnaði
því meðan sjokkið er hvað sárast
á fólk erfitt með að nýta sér
fræðsluna. Við reynum að haga
því þannig að fólk sé á mismun-
andi stigi svo það geti miðlað
reynslu sinni hvert til annars.
Hóparnir eru litlir, 6-8 manns, en
með því móti komast allir að.
Við ræðum þá spurningu hvað
skilnaður er í ljósi breyttra að-
stæðna, hvernig ' híutverkin
breytast, félagslega, tilfinninga-
lega og kynferðislega, og afleið-
ingar þess. Einnig ræðum við
samskiptin við fyrrverandi maka,
fjölskyldu og vini. hvað það þýðir
að við erum allt í einu orðin ég.
Börnin eru rauður þráður í nám-
skeiðinu og við ræðum hvaða við-
brögð við þeim geta talist heppi-
leg og hver óheppileg. Loks
ræðum við framtíðina og hugsan-
lega nýja fjölskyldumyndun,
stj úpfj ölskylduna. “
Mjallhvít
í spilinu?
„Stjúpfjölskyldan er reyndar
efni í heilt námskeið og við höf-
um auglýst slíkt námskeið. Það
komu fjölmargar fyrirspurnir en
þegar á hólminn var komið
reyndist áhuginn vera minni. Það
er eins og fólk skammist sín fyrir
að vera í stjúpfjölskyldum, það er
eins og vonda stjúpan í Mjallhvít
svífi yfir vötnunum. Það er synd
því víða erlendis, td. í Bandaríkj-
unum, hefur komið í ljós að hægt
er að koma miklu til leiðar með
fræðslu. Og þörfin er mikil því í
stjúpfjölskyldum koma oft upp
margvísleg vandamál, ekki síst ef
bæði hjónin eru fráskilin.
Þessi skilnaðarnámskeið hafa
verið feykivinsæl og svo gæti farið
að við þyrftum að fjölga þeim.
Við höfum breytt þeim og þróað
og reynt að aðlaga þau hverjum
hópi, td. eftir því á hvaða aldri
börn þátttakenda eru,“ sagði Sig-
rún.
Hún bætti því reyndar við að
það væri skömm að því hvernig
búið væri af hálfu yfirvalda að
ráðgjöf og aðstoð við fólk sem á í
félagslegum og tilfinningalegum
erfiðleikum. „Sjúkrasamlögin
taka ekki þátt í kostnaði við slíka
Eins og hjartað vœri
rifið úr brjóstinu
„Ég var að koma úr fríi utan-
lands þegar maðurinn minn
sagði mér frá því í bílnum á
leiðinni frá Kef lavík að hann
vildi skilnað. Þá hafði ég
hafttilfinningalegan grun
um að eitthvað væri að í
hjónabandinu en vissi ekki
hvað það var. Ég hafði reynt
að finna út úr því og ma.
fórum við hjónin til sálfræð-
ings en það kom ekkert út
úrþví.
Þegar hann sagði þetta í bíln-
um var það hræðilega sárt, það
var eins og hjartað væri rifið úr
brjósti mínu. Ég veit ekki hverju
ég svaraði. Þetta var líkast raf-
losti og ég gat ekki hugsað rökrétt
í marga mánuði."
Tók ó
mig sökina
„Ég komst að því að hann væri
ástfanginn af annarri konu.
Tveimur vikum síðar var hann
fluttur út og í fyrstu vissi ég ekk-
ert hvar hann bjó. Hins vegar
varð ég þess vör að hann njósnaði
um mig, það var oft hringt og
hann notaði börnin til að afla
frétta af mér. Það fannst mér
verst því það þarf að leyfa þeim
að átta sig á málunum sjálfum.
Ég gat ekki talað við þau um
skilnaðinn í fyrstu en þau tóku
skiinaðinum afar illa. Erfiðast
fannst þeim að sætta sig við að
hann væri í tygjum við aðra konu.
Hann reyndi líka að spilla á
milli mín og barnanna. Við eitt
barnið sagði hann að nýja konan
væri bara vinkona en öðru sagði
hann að hann hefði ákveðið að
skilja við mig fyrir allmörgum
árum, þe. rétt eftir að við gift-
umst. Því þriðja að hann skamm-
Rúmlega20ára
hjónaband endaði
með því að eigin-
maðurinn varð
ástfanginn afann-
arrikonu
aðist sín ekkert fyrir það sem
hann hefði gert. Mér hefur flogið
í hug að ef ég hefði hagað mér
eins og hann og ekki tekið alla
ábyrgðina sætu börnin mín
kannski á Hlemmi núna. Þau
höfðu alist upp við að allt væri í
föstum skorðum. Nú talaði hann
um að það væri allt í lagi að allir
gerðu það sem þeir vildu án þess
að taka tillit til annarra. Einnig
reyndi hann að koma því inn hjá
þeim að ég væri alkóhólisti.
Reyndar drakk ég dálítið fyrst
eftir skilnaðinn til að róa taugarn-
ar. Þetta var svo erfitt, ekki síst
vegna þess að ég tók á mig alla
sökina á því hvernig fór.“
Gat ekki eldað
„Þegar þetta kom upp var ég
ekki að vinna, hafði reyndar ekk-
ert unnið utan heimilisins í nokk-
ur ár eða frá því yngsta barnið
fæddist. Mér finnst mjög gott að
ég gat verið hjá þeim og gefið
þeim af sjálfri mér. Þannig var
mitt uppeldi og ég naut góðrar
verndar í æsku. Það er því miður
allt of lítið um að mæður séu hjá
börnum sínum núna, baráttan
um peningana er svo hörð og fólk
svo þreytt að það getur ekkert
gefið börnum sínum.
Fljótlega eftir skilnaðinn komu
tvær vinkonur mínar, hvor á eftir
annarri og bjuggu hjá mér. Það
var mér mikil stoð því ég var svo
illa farin að ég gat ekki einu sinni
eldað mat. Ég var alveg lokuð og
gat ekki rætt við neinn. Ég gekk
um gólf nötrandi og hamaðist við
að taka á mig alla ábyrgð á því
hvernig fór. Eg fór til fjölskyldu-
ráðgjafa sem sagði mér að taka
mig saman í andlitinu og hætta að
taka á mig sökina.
Eftir nokkra mánuði fór ég á
námskeið hjá Sigrúnu og Nönnu
og hafði gott af því. Ég sótti einn-
ig námskeið hjá Álfheiði og Guð-
finnu og þar opnuðust augu mín
fyrir því hvernig mismunandi
uppeldi hafði mótað okkur hjón-
in hvort á sinn hátt. Ég er úr fjöl-
skyldu þar sem við ræðum okkar
tilfinningar opinskátt og strax og
þær bæra á sér. Stundum vorum
við reyndar einum um of tilfinn-
ingaleg. En hann er úr mjög lok-
aðri fjölskyldu þar sem ekki er til
siðs að ræða vandamál sín. Hann
ýtti þeim alltaf á undan sér,
reyndi að fela þau og ég átti að
finna út sjálf hvað að honum
amaði."
Endurtekið mynstur
„Ég reyndi að fá hann til að
ræða vandamálin í hjónabandinu
en það gekk illa. Hann neitaði
alveg að ræða það að mismun-
andi uppeldi gæti haft áhrif á
samband okkar, sagðist ekki vilja
sverta þá mynd sem hann hefði af
foreldrum sínum. Ég sagðist ekki
vilja að við yrðum eins og foreldr-
ar hans og að hjónaband þeirra
endurtæki sig hjá okkur í sömu
mynd og án umhugsunar en hann
vildi ekki horfast í augu við það.
Þá varð mér hugsað til tengda-
móður minnar, hún var brostin
kona, engin útgeislun úr augun-
um. Það merkilega við þetta var
að nú er hann orðinn alveg eins
og pabbi hans var.
Núna er ég með yngsta barnið,
hann er með miðbarnið en það
elsta er farið að búa. Eins og ég
nefndi áðan sagði hann börnun-
um að ég væri alkóhólisti og hann
reyndi mas. að koma því til leiðar
að ég væri send í meðferð. Ég
svaraði því til að ég þyrfti enga
meðferð, það sem ég þarfnaðist
mest væri heitur pottur því ég
hafði svo mikla verki í öxlunum.
Þeir fylgdu álaginu, áreynslpnni
sem var sjokkinu samfara. Mað-
ur hugsar svo mikið um fortíðina
og um tíma var ég að því komin
að hata hann en sagði þá við
sjálfa mig að ég vildi ekki verða
eins og tengdamamma.
Hann talaði ekkert um skilnað-
inn við yngsta barnið fyrr en hann
var fluttur út. En þegar hann
gerði það gerbreyttist barnið. Ég
sá stóran mun á því þegar það
kom aftur heim. Það var orðið
svo dapurt.“
Starfsmenntun
mikilvœg
„Það vildi svo til að eftir skiln-
aðinn fór ég á námskeið þar sem
einmitt var fjallað mikið um
sjokk. Það gerði mér auðveldara
fyrir að vinna bug á sjokkinu sem
ég varð fyrir.
Ég var svo heppin að ég hef
starfsmenntun og gat farið að
vinna við mitt fag eftir að ég jafn-
aði mig á skilnaðinum. Það er
afar mikilvægt fyrir konur að læra
eitthvað starf sem þeim finnst
gaman að áður en þær giftast. Ég
er hins vegar þeirrar skoðunar að
konur eigi að vera heima hjá
börnum sínum meðan þau eru
lítil, ef þær geta. Það er um að
gera að nota þessi ár með þeim,
þau koma ekki aftur.“
Það hlióp steinsteypa í hjónabandið
Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi: námskeiðin hafa verið
feykivinsæl og svo kynni að fara að við þyrftum að halda þau
oftar.
aðstoð. Að þessu leyti erum við
mörgum árum, ef ekki áratugum,
á eftir öðrum þjóðum, td.
Norðurlöndunum og Bandaríkj-
unum,“ sagði Sigrún.
Reyndar eru fíeiri einkaaðilar
sem bjóða fram aðstoð sína við
fólk sem á í erfiðleikum í hjóna-
bandi. Þar má nefna sálfræðing-
ana Álfheiði Steinþórsdóttur og
Guðfinnu Eydal en tveir af við-
mælendum okkar leituðu til
þeirra og bera þeim góða söguna.
Þær eru bæði með námskeið, td.
til að efla sjálfstraustið sem vana-
lega gufar upp í skilnaðarkrepp-
unni, og einnig einstaklingsráð-
gjöf.
—ÞH
„Ég ertvískilin, gifti mig ung
og skildi ung. í fyrra hjóna-
bandinu eignaðist ég eitt
barn. Fyrri maður minn erof-
beldismaður sem veit ekki
hvað hann gerir ef honum
mislíkar. Samt var hann blíður
og skilningsríkur þess á milli.
Þannig skaphöfn er martröð
að búa við, sérstaklega fyrir
óharðnaða unglingsstúlku.
Ég áleit hann geðveikan og
varð hrædd. Þá fór ég til geð-
læknis og eftir að hann hafði
talað við manninn, sagði hann
mér að þetta flokkaðist ekki
undir geðveiki. Bætti síðan
við: „ Við geðlæknar ráðleggj-
um fólki aldrei skilnað, en í
þínu tilfelli geri ég það.“
Þegar barnið óx úr grasi og fór
að spyrja urn pabba sinn svaraði
ég sem minnstu og reyndi að vera
jákvæð. Ég sagði að fólk skildi af
því að því kæmi illa saman, en svo
ef það giftist öðrum væri allt í lagi
og samkomulagið gæti orðið gott.
Ég talaði gjarnan um það sem
gott var í fari hans en neitaði að
ræða hitt. Égsagði oft: „Þú kynn-
ist pabba þínum betur sjálfur
seinna og þá færðu þína mynd af
honurn. Og mundu það að ég
hefði aldrei gifst honum og átt þig
ef mér hefði ekki líkað við hann.
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson heldur hér á óafgreiddum skilnaðarbeiðnum en slíkum
þeiðnum hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Mynd: Tíminn.
Aukið vonleysi
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson: Fólk vinnurfrá
morgni til kvöids tilþess að ná endum saman og
gliðnarundan álaginu
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson
sagði í viðtali við Þjóðviljann að lang mest
áberandi orsökin fyrir hjónaskilnuðum
væri þrældómur á fólki og erfiðleikar í
húsnæðismálum væru mjög svo áber-
andi. „Fólk vinnurfrá morgni til kvölds til
þess að ná endum saman og undir þessu
álagi gliðnarfólk ísundur. Þegar það hitt-
ist þá nær það ekki að tala um annað en
víxla og aðra reikninga. Þessarorsakir
hjónaskilnaðar voru ekki eins algengar
fyrir nokkrum árum. Vonleysið hefur
aukist til muna, áður nægði fjölskyldu ein
fyrirvinna en í dag nægja ekki tvær.
Þessar orsakir eiga rætur sínar að rekja
til þróun efnahagsmála í landinu. Þessir
háu vextir sem hafa verið á öllum lánum
hafa haft þær afleiðingar að fólk þrælar og
þrælar en aldrei grynnkar á skuldunum.
Svo eru þessir vextir réttlættir, að hluta,
með því að þeir séu gamla fólkinu, helstu
sparifjáreigendunum, til hagsbóta. Ég
held að hér sé frekar verið að vernda
hagsmuni annarra manna því ég hef ekki
orðið var við það að gaml^ fólkið eigi
sparifé.
Efnahagslegir örðugleikar eru þannig
meginorsök hjónaskilnaðar í dag.
Drykkjuskapur og önnur óregla er oft af-
leiðing þessara aðstæðna og verður til
þess að auka lfkurnar á hjónaskilnaði enn
frekar“.
Önnur orsök sem Sigurður Haukur
nefndi fyrir aukningu hjónaskilnaða er
aukið frjálsræði í kynferðismálum. „Með
því leikur fólk sér við eld, enda hefur
margur brennt sig á því. Mér finnst þó að
þetta sé að breytast, að fólk sé farið að
átta sig á þessu“, sagði Sigurður Haukur.
Þegar um sambúðarslit er að ræða þarf
fólk ekki að hafa samband við presta eins
og þegar um lögskilnað er að ræða. Fólk
sem er að ganga í gegnum sambúðarslit
leitar þó, að sögn Sigurðar Hauks, í
auknum mæli til þeirra. „Vandi þessa
fólks er mikill, og sérstaklega kvenna.
Hlutur þeirra er illa varinn. Þær hafa
kannski streðað í mörg ár en bera svo
ekkert úr býtum. Sumum þeirra.hefur
hreinlega verið kastað út af sínu eigin
heimili án þess að geta nokkuð að gert.
Þessu verður að breyta og allri þeirri þró-
un sem miðar að því að brjóta heilu fjöl-
skyldurnar upp“, sagði Sigurður Haukur
að lokum.
-K.ÓI.
Eftirtveggja mán-
aða fjarvistir komust
hjóninað þvíað 10
ára hjónabandi
vœri bestslitið
Við áttum ekki skap saman.“ Ég
veit svo vel núna að þetta var rétt.
Börnin af seinna hjónabandinu
eru eldri við skilnað og því erfið-
ara að halda þeim utan við á-
standið. En ég hef reynt eftir því
sem ég hef mögulega getað að
láta þau ekki verða vör við nei-
kvæðni frá mér í garð pabba
þeirra. Ég tel líka að þau eigi sið-
ferðilegan rétt á því.
Langvarandi
erfiðleikar
í seinna hjónabandinu höfðum
við verið gift í 10 ár og búið við
langvarandi sambúðarerfiðleika
áður en við skildum. Það var
þetta venjulega basl, of mikið
vinnuálag, maður settist þreyttur
fyrir framan sjónvarpið á kvöld-
in, við stóðum í húsbyggingum og
höfðum mjög ólík viðhorf til pen-
ingamála. Útkoman varð sú að
það hljóp steinsteypa í hjóna-
bandið og við vorum ekki fær um
að vinna á henni.
Vegna atvinnu urðum við fjar-
vista í tvo mánuði. Án þess að
hafa skilnað í huga. Að þeim tíma
liðnum gátum við ekki hugsað
okkur annað en skilnað. Ég er á
því að ef fólk er meðvitað um það
hvert stefnir þá sé ekki rétt að
bíða og sjá hverju fram vindur
heldur ganga strax í að gera
eitthvað af raunsæi í málunum.
Þær Guðfinna Eydal og Álf-
heiður Steinþórsdóttir halda góð
námskeið fyrir fólk sem finnur að
það er farið að halla undan fæti í
hjónabandinu og ég held að það
hefði hjálpað okkur mikið ef við
hefðum getað komist að
samkomulagi um að fara á slíkt
námskeið. Þær eru líka með gott
námskeið í barnauppeldi."
Ólíkt uppeldi
„Það sem kom í veg fyrir að við
gætum leyst hnútana var fyrst og
fremst hve ólík við vorum og hve
ólíkt uppeldi okkar var. Hann var
lokaður og ekki tilbúinn að ræða
neitt, lagði frekar á flótta. Við
reyndum oft að laga ástandið án
þess að ræða það, eða ég reikna
með að hann hafi reynt það líka.
Skilnaðurinn og aðdragandi
hans hafði mjög slæm áhrif á
börnin sem eru tvö. Þau urðu á-
rásargjörn, ofvirk, eirðarlaus og
gengu bókstaflega um argandi.
Þetta kom fram í skólanum þar
sem þau voru annars hugar og
störðu oft út í loftið tímunum
saman. Áhrifin af skilnaðinum
birtust ma. í teikningununr hjá
yngri drengnuni. Hann fór allt í
einu að teikna eintómar hryll-
ingsmyndir í svörtu og gráu, oft-
ast2augu með öngum út úrþeim.
Nú er hann sem betur fer kominn
í litagleðina aftur en skilnaðurinn
mun þó eflaust hafa varanleg
áhrif á börnin, um það er ekki
hægt að dæma enn sem komið er.
Það eru aðeins tvö ár síðan við
skildum.
Þau virðast þó hafa að mestu
náð einbeitingu sinni og gleði aft-
ur. Hjá yngra barninu eru þó enn
nokkur taugaveiklunareinkenni.
Ég efast ekki um að skilnaður var
rétt ákvörðun. Mig hryllir við
þeirri tilhugsun ef börnin hefðu
þurft að búa við svona heimilisá-
stand öll sín uppeldisár.
Orkan búin
Það er mikið álag að búa við
langvarandi erfiðleika í hjóna-
bandi. Áfengi hafði aldrei verið
með í spilinu en eftir 6 ára
sambúð lagði hann í fyrsta sinn
hendur á mig. Ég áleit þetta tírna-
bundna'Taugabilun og þraukaði
því áfram. En hann vildi ekki fara
til læknis og þetta ágerðist.
Ákvörðunin um að hætta að
reyna að bjarga hjónabandinu
var erfið. Ég varð máttfarin og
fór til læknis. Hann sagði mér að
ég væri búin að ganga á orku-
forða minn of lengi og að áfallið
sem fólk yrði fyrir við skiinað
væri jafnmikið og við fráfall
maka. Eftirmálin gera skilnaðinn
þó oft erfiðari. Ofan á allt bætist
nagandi efi um það hvort maður
hefði ekki getað gert hlutina
öðruvísi.
Forræðisdeilan um börnin var
martröð. Ég var ekki vinnufær
fyrsta árið, enda ærinn starfi að
lagfæra ástand barnanna og
byggja sjálfa mig upp þótt ekki
bættist vinna ofan á. Ég tók þá
ákvörðun að láta ekki vín inn
fyrir mínar varir meðan á þessu
gekk og stóð við það. Ég hef séð
svo margt sorglegt gerast af völd-
um vínsins þegar skilnaður er
annars vegar."
Beiskjan
mannskemmandi
„Annað sem ég einsetti mér
var að vinna bug á beiskjunni í
garð makans. Hún er ekkert ann-
að en skentmd á manni sjálfum
því manni líður sjálfum verst með
hana. Ég held að fólk verði að
eyða orku í það að sigrast á
beiskjunni því hún eitrar líka út
frá sér.
Hins vegar gerði ég of mikið af
því að loka mig af. Sjálfsvirðingin
gufaði upp og af því ég var tví-
skilin fannst mér ekki bara ann-
ars flokks persóna heldur þriðja
flokks. Ég gat ekki talað um
vandann og lokaði á vinkonur
mínar. Ég var ekki tilbúin að
svara spurningum þeirra. Á þess-
um tíma gerði ég rnikið af því að
fara í bíltúra með börnin. Það var
gott fyrir okkur öll og ýmislegt
fleira gerðum við sameiginlegt.
Ég hefði þurft að gera meira fyrir
útlit mitt og drífa mig í að sinna
áhugamálunum en ég hafði lítinn
þrótt í það.
Eftir árið fór ég á námskeið hjá
Sigrúnu og Nönnu og það hjálp-
aði mér mikið. Það opnar fyrir
skilning á stöðunni og hjálpar
manni að átta sig á viðbrögðum
makans og annarra við ntanni
sjálfum. Einnig opnar svona
námskeið fyrir samskiptin við
annað fólk, maður fer að geta tal-
að um málin.
Nú eftir tvö ár vantar enn að ég
hafi alla fyrri drift og ég fresta
hlutunum of mikið. Ég get orðið
talað við vinkonur mínar en forð-
ast þó að fara rnikið inn á niína
erfiðleika. Það hefur hver nóg
með sig. Auk þess er ég enn ekki
tilbúin að ræða mín einkamál
mjög náið, ég sé ekki að það
þjóni neinum tilgangi. Ég fæ
meira út úr því að tala við óvið-
komandi, td. fjölskylduráðgjafa
sem er bundinn þagnareiði en
kemur með leiðandi spurningar
sem hjálpa manni áleiðis. Slík
samtöl styrkja persónuleikann og
draga úr hættunni á uppgjöf."
Frumstœðustu hvatir
tóku völdin í sálinni
„Ég var búinn að vera í hjóna-
bandi í 17 ár þegar ég upp-
götvaði að konan mín hafði
haldið fram hjá mér í fjögur ár
með vini okkar. Þetta var
svakalegt sjokk og eiginlega
ekki hægt að lýsa því. Það
lýsti sér í ofboðslegri höfnun,
bæði kynferðislegri og félags-
legri og það blossaði upp í
mér heift og hatur. Ég spurði
migspurningaeinsog: hérert
þú búinn að þjóna þessari fjöl-
skyldu í allan þennan tíma og
byggja upp fyrirtæki, hvers
vegna gerðir þú það fyrir
þessamanneskju?
Þetta gerðist snemma sumars
og næstu mánuðir fóru í að gera
upp hug sinn. Ég var milli tveggja
andstæðra skauta: annars vegar
vildi ég reyna að halda hlutununi
óbreyttum eins og þeir voru, hins
vegar vildi ég fara í uppgjörið.
Þessi togstreita var einna erfið-
ust, þe. að gera það upp við sig
hvort ég ætti að fara fram á
skilnað. Þetta var um sumar og
allir ráðgjafar í fríi og ég gat ekki
leitað til minna nánustu um að-
stoð og skilning. Vinir mínir og
ættingjar höfðu enga reynslu af
að standa í svona hlutum og þess
vegna fannst mér þeir ekki vera
færir um að hjálpa mér.“
Kafað í fortíðina
„Þetta hatur sem ég nefndi það
beindist ekki svo mjög að makan-
Eftir i 7 ára hjóna-
band kom íljós að
eiginkonan hafði í 4
árhaldið við einn úr
vinahópnum
um heldur hinum karlmanninum.
Mér fannst hann nærast á niður-
lægingu minni og ég vildi helst
ganga frá honum. Það var eins og
frumstæðustu hvatir mannskepn-
unnar næðu öllum völdum í sál-
inni. Ég gat ekki hugsað um ann-
að. Ég varð sljór og fór að kafa
ofan í fortíðina, rifja upp hvert
samtal. Ég var á þessum 17 árum
búinn að venja mig af afbrýðis-
seminni enda hafði aldrei komið
neitt upp sem gaf tilefni ti! henn-
ar, fyrr en þetta gerðist.
Á þessum tíma fór ég að
drekka heilt helvíti, rniklu meira
en ég hafði gert áður. Það linaði
þjáningarnar um tíma, hjálpaði
mér að slaka á. En þegar til
lengdar lætur viðheldur brenni-
vínið óbreyttu ástandi, kyrrstöðu
í tilfinningalífinu. Ég komst að
því að ég varð að takast á við
hlutinaedrú. Þaðvar mín gæfaað
ég gekk í AA-samtökin. Þar hitti
ég fyrir fólk sem margt hafði svip-
aða reynslu og ég og sem þorði að
tala um sínar tilfinningar. Þar
lærði ég að tala um tilfinningar
mínar og hlusta á tilfinningar
annarra.
Um haustið tók ég svo ákvörð-
un um að skilja. Börnin voru þrjú
og hún vildi halda þeim. Ég gerði
ekki kröfu til þeirra, vildi ekki
deila um þau. Samband mitt við
börnin hefur verið gott en ég hef
tekið eftir því að eftir skilnaðinn
hættu þau að umgangast börn
sem bjuggu með báðum foreldr-
um sínum. Eins og af eðlisávísun
leituðu þau uppi börn fráskilinna
foreldra sem svipað var ástatt um
og þau sjálf. Það var eins og þau
væru að forðast að verða fyrir
gagnrýni og aðkasti.“
Klofinn
í marga þœfti
„Fyrst eftir skilnaðinn hélt ég
áfram að drekka og var ntjög
upptekinn af sjálfum mér. Ég fór
að berja utan mitt fyrra heimili
um miðjar nætur og angra kon-
una. Ég held að hún hafi gert sér
grein fyrir því hverjar afleiðing-
arnar af framhjáhaldinu yrðu,
viðbrögð mín virtust ekki koma
henni í opna skjöldu. Enda var
ekki um annað að ræða, heiftin
var svo mikil. Hún átti vinkonur
sem tóku upp hanskann fyrir
hana og þær afgreiddu mig með
einu orði: karlrembusvín. Mér
fannst það heldur ómakleg nafn-
gift fyrir það eitt að ég hafði til-
finningar.
Eftir á hef ég svo reynt að taka
á mig sökina. Það geri ég vegna
þess að mér líður ekki vel í hefnd-
inni, ég verð að brjóta hefndar-
huginn á bak aftur. Og það er
ekki hægt að bera hefndarhug út
af einhverju sem er manni sjálf-
um að kenna.
Áhrifin af sjokkinu voru svo
sterk að ég gat ekki sinnt neinu
öðru en sjálfum mér, það komst
ekkert annað að. Ég varð vilja-
laus og sljór, starði út í loftið til-
finningalega dofinn. í slíku á-
standi gat ég lítið sinnt fyrirtæk-
inu. Enda skiptu peningar engu
máli þegar maður kepptist við að
halda sjálfum sér í heilu lagi. Það
var eins og ég klofnaði upp í
marga þætti, það var ekki heil brú
í persónuleikanum. Ég tók á-
kvarðanir en stóð ekki við þær og
varð alls ófær urn að gera áætlan-
ir. Ég einangraðist félagslega og
það náði enginn til mín.
Nú er ég farinn að nálgast jörð-
ina en fyrirtækið er á leið til and-
skotans. Vaxtapólitíkin eins og
hún er þolir ekki svona ástand.
Það leið langur tími þangað til ég
gat hugsað mér að standa í eigna-
skiptum, ég var td. ekki fær um
að meta þau áhrif sem skilnaður-
inn hafði á fyrirtækið.
Nú er ég nokkurn veginn kom-
inn í tilfinningalegt jafnvægi og
orðinn ég sjálfur aftur. Að vísu
eru fjármálin í rusli og ég er orð-
inn gjörbreyttur maður. Ég er
ekki ungur lengur og ekki eins
opinn fyrir öðru fólki og áður. Ég
veit því ekki hvað framtíðin ber í
skauti sér, hvort og hvenær ég
verð fær um að lifa tilfinningalífi
með annarri manneskju. Fram-
tíðin er óskrifað blað.“
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1986
Sunnudagur 16. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11