Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Búnaðarþing Fædd fyrir tímann Frumvarpstillaga um breytingar á RA LA Fyrir Búnaðarþingi iá frum- varpstillaga um Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, scm samin var af nefnd um landbúnaðar- rannsóknir. Þingið beindi því til landbúnaðarráðherra að af- greiða málið ekki að svo komnu en beita sér hinsvegar fyrir á- framhaldandi athugun og úttekt á Rannsóknastofnuninni. Sú var einnig afstaða ráðunauta Búnað- arfélagsins og sérfræðinga RALA. Búnaðarþing hefði sitthvað við frumvarpstillöguna að athuga, margt orkaði þar tvímælis og mjög hæpið, að sumar þær breytingar, sem þar eru lagðar til, væru til bóta, svo sem að leggja niður tilraunaráð og gera tilraun- astöðvarnar að sjálfstæðari ein- ingum, en þær eru nú. Þá tnegi á engan hátt gefa því sjónarmiði undir fótinn að landbúnaðurinn almennt sem atvinnugrein standi undir kostnaði við tilrauna- og rannsóknastarfsemina. Þingið benti á, að úttekt þeirri, sem nefndinni var ætlað að gera, væri engan veginn lokið og því sé frumvarpið fætt fyrir tímann. Þessari úttekt þurfi hinsvegar að ljúka. Við hana beri einkum að hafa í liuga hinar miklu þjóðlífs- breytingar, sem orðið hafa frá setningu gildandi laga og breyttar forsendur í landbúnaði í sam- bandi við framleiðslu- og mark- aðsmál og tilurð nýrra búgreina. Þá beri að athuga hvort ekki sé unnt að hafa meiri sveigjanleika í meðferð fjármagns, þannig að það verði ekki allt bundið í fyrir- fram ákveðnum rannsóknaþátt- um. Að lokinni þessari úttekt komi svo til athugunar hvort þær breytingar, sem hugsanlega þyrf- ti að gera á rannsóknastarfsem- inni í heild rúmist innan gildandi laga eða hvort breytinga sé þörf og þá m.a með nýrri lagasmíð. - mhg. ■ 11111111 ■ ■■■ Glæsileg húsakynni osta og smjörsölunnar á bitruhálsi. Á myndinni við hliðina er stjórnarformaður fyrirtækisins og forstjóri SIS, Erlendur Einarsson. Osta og smjörsalan Borðum minna af smjöri Sala smjörs dróstsaman á sl. ári úr 1315 tonnum niður Í1181 tonn. Samtímis jókstframleiðslan. Aukin birgðasöfnun. Aukning á innlagningu mjólkur 7%. Heildarsalan á sl. ári jókst um 62%! Aðalfundur Osta- og smjörs- ölunnar sf. var haldinn 14. mars sl. I skýrslu stjórnarformanns, Erlendar Einarssonar kom það m.a. fram, að hann teldi að fram- leiðsluráðslögin nýju mörkuðu tímamót í íslenskum landbúnaði og í framhaldi af þeim væri nauðsynlegt að finna nýjar leiðir til þess að draga úr framlciðslu- kostnaði landbúnaðarins. Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar, flutti ítarlega skýrslu um starfsemi fyrirtækisins og stöð- una í framleiðslu- og sölumálum. Heildarinnvigtun mjólkur hjá mjólkursamlögunum á sl. ári nam 115,9 milj. ltr. Er það um 7% aukning frá fyrra ári, en innanlandsneysla mjólkur og mjólkurafurða svaraði til 96-97 milj. lítra. Heildarsala innanlands á helstu mjólkurvörum minnkaði yfirleitt ekki milli ára nema á smjöri/smjörva. Þar fór hún úr 1315 tonnum árið 1984 í 1181 tonn árið 1985, en samtímis jókst framleiðslan verulega, sem kem- ur að sjálfsögðu fram í mjög aukinni birgðasöfnun. Meðal- neysla á smjöri/smjörva var um 4,9 kg á íbúa á sl. ári en oStan- eyslan um 9,1 kg. Fyrstu 2 mán- uði ársins 1986 hefur ostaneyslan aukist um rúm 3%. Útlutningur mjólkurvara jókst allmikið á sl. ári miðað við árið á undan. Flutt voru út 1314 tonn af ostum, aukning 315 tonn. Þá voru flutt út 94 tonn af kaseini. 500 tonn af nýmjólkurdufti og 200 tonn af undanrennudufti. Verðið var svipað og undanfarin ár. Heildarsala Osta- og smjörsöl- unnar á sl. ári nam rúmum 1525 milj. kr. og jókst um 62% frá ár- inu áður. Endurgreidd umboðs- laun og vextir af stofnfé námu 39,4 milj. kr. Aðalstjórn fyrirtækisins skipa: Erlendur Einarsson, formaður, mjólkursamlagsstjórarnir Grétar Símonarson og Þórarinn E. Sveinsson, Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri, Magnús Búa- son, bóndi. Varamenn eru: Árni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, Magnús Sigurðsson, bóndi, Guð- laugur Björgvinsson, forstjóri, Stefán Halldórsson, bóndi og Eiríkur Sigurðsson, mjólkur- samlagsstjóri. -mhg Búnaðarþing Vantar hundmð miljóna Ríkið svíkur landbúnaðinn um lögboðnar greiðslur Gera verður ráð fyrir að Al- þingi ætlist til að þau lög og fyrir- mæli, sem það samþykkir, séu haldin. Eftir því mun og yfirleitt gengið þegar einstaklingar eiga í hlut. Öðru máli virðist stundum gegna um þær kvaðir, sem lagðar eru á hið opinbera. Fyrir kemur að þær eru að engu hafðar og látið átölulaust. Þá dettur manni í hug að ríkisvaldið líti fremur á Alþingi sem leikfangasmiðju en löggjafarsamkomu. Sjóðir landbúnaðarins hafa ekki alltaf farið varhluta af þess- ari „frjálshyggju" hins opinbera. Búnaðarþing Níðst á landbúnaðinum Greiðir hœst hlutfall allra atvinnuvega afýmsum gjöldum til ríkisins. Orsakarhœrra búvöruverð Egill Bjarnason beindi því til Búnaðarþings „að taka til ræki- legrar athugunar hvernig staða landbúnaðarins er gagnvart uppsöfnuðum söluskatti og end- urgreiðslu á honum'*. Búnaðarþing afgreiddi erindið með ályktun þar sem stjórn Bún- aðarfélags íslands er falið að leita eftir samvinnu við Stéttarsam- band bænda um athugun á eftir- farandi: 1. Hver sé uppsafnaður sölu- skattur í landbúnaði, sundurlið- aður eftir: a) almennum bú- rekstri, b) slátrun, c) mjólkuriðn- aði, d) fjárfestingu í byggingum. 2. Hlutast til um að tekin verði upp endurgreiðsla á þessum uppsafnaða skatti hliðstætt því, sem nú er gert í sjávarútvegi og iðnaði. 3. Athuga og upplýsa um hversu miklu tollar, vörugjald, jöfnunargjald og söluskattur af vélum og hverskonar tækjum og varahlutum til landbúnaðar nema sem hlutfall af tollverði þessara vara. 4. Athuga og ppplýsa um hve gjöld þau, sem talin eru í tölulið 3, eru hátt hlutfall af rekstrar- gjöldum verðlagsgrundvallarbús og hver áhrif þeirra eru á endan- legt búvöruverð til framleiðenda og söluverð til neytenda. í greinargerð er á það bent, að í skýrslu Starfsskilyrðanefndar frá 1982 komi fram, að landbúnaður- inn greiðir hæst hlutfall allra at- vinnuvega í þeim gjöldum, sem talin eru í tölulið 3 hér að framan, eða 28,7% af tollverði á meðan svonefndur samkeppnisiðnaður greiðir 0,2%, fiskvinnsla 6,9%, búvöruvinnslan 14,6% og fisk- veiðar 0,0%. Iðnaður, sem ein- göngu framleiðir fyrir innlendan markað, en er að verulegu leyti undanþeginn verðlagsákvörðun- um, greiðir 28,1% og er eina greinin, sem nálgast landbúnað- inn í þessum efnum. Fullkomin ástæða er til að ætla að uppsafnaður söluskattur í al- mennum búrekstri, slátrun og mjólkuriðnaði hafi numið 270 milj. kr. á sl. ári. „Ástæða er til þess að fá fram,“ segir Búnaðar- þing, „hverju þessi upphæð nem- ur a.m.k. sl. 5-6 ár og hver áhrif þetta hefur haft á framleiðslu- kostnað búvara og söluverð á þeim til neytenda'*. Þingið bendir á, að þægt sé að lækka verð á hefðbundnum bú- vörum með niðurfellingu að- flutningsgjalda og söluskatts af fjárfestingarvörum landbúnaðar og með endurgreiðslu uppsafn- aðs söluskatts af þeirri fram- leiðslu og vinnslu hennar. Leggur þingið ríka áherslu á að máli þessu verði fylgt fast eftir. - mhg. því allmjög skortir á að ríkið hafi staðið við lögboðnar greiðslur til suinra þeirra. í erindi l'rá Agli Bjarnasyni til Búnaðarþings bendir hann í þessu sambandi á greiðslur til Framleiðslusjóðs landbúnaðarins, samkvæmt breytingu á jarðræktarlögum 1979. Onnur lögboðin gjöld til Framleiðslusjóðs. Framlag til Stofnlánadeildar landbúnaðarins og framlag til Bjargráðasjóðs. Egill Bjarnason óskar eftir að Búnaðarþing „upplýsi hve háar fjárhæðir hér er um að ræða, ein- stök ár og í heild, miðað við verð- lag í dag. Jafnframt krefjist þing- ið þess, að greiðsla á þessunr van- goldnu framlögum verði innt af hendi hið allra fyrsta." Upplýsingar, sem Búnaðar- þing aflaði sér, leiða í ljós að vöntun á greiðslum til Stofnlána- deildar landbúnaðarins sl. 6-7 ár nemur fast að 360 rnilj. kr. og til Bjargráðasjóðs um 70 ntilj. kr. eða samtals um 430 milj. Þessu til viðbótar kemur svo það, að fram- lög til Framleiðslusjóðs landbún- aðarins, samkvæmt jarðræktar- lögum, hafa heldur ekki verið reidd af hendi svo sent tilskilið er þótt nokkuð hafi verið úr því bætt með lánsfjárlögum síðasta árs. Skorar þingið á ríkisvaldið „að standa við greiðslur á lögboðnum gjöldum til hinna ýmsu sjóða landbúnaðarins". -mhg ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.