Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN FLÓAMARKAÐURINN Viltu verða hamingjusamari? Skilaðu þá aftur svefnpokanum sem þú tókst í mísgriþum á Umferð- armiðstöðinni á skirdag. Pokinn er grænn í vínrauðum hlífðarþoka. Vinsamlegast hringið í Bergþóru í simum 621550 og 26428. Fluorescent Ijós Vil hirða úr geymslu eða fá fyrir lítið, fluorescent Ijós (flúrlampa), 120 cm langt. Vinsamlegast hringið í síma 28595 milli kl. 5 og 8. Hjálp - ryksuga Mig bráðvantar ódýra ryksugu. Upplýsingar í.síma 18583. Sólbekkur (samloka) til sölu. Tilvalinn í heimahús. Fæst á 45.000,- Uppl. í síma 21116. Ódýrt ullargarn verð 25-35 kr. dokkan. Vegna mik- illar aðsóknar verður garnútsalan endurtekin og garnið verður selt laugardaginn 5. apríl frá 10-18 og sunnudaginnfrákl. 13-18. AðTóm- asarhaga 11, bílskúr. Á boðstól- um er m.a. Hjarta-Crep og Hjarta- Comby í öllum regnbogans litum. Suzuki ’81 tll sölu Ný kúpling. Nýupptekinn gírkassi. Nýjar framhjólalegur, pústkerfi og bremsur. Sem sé - svo til nýupp- gerður bíll og gullfallegur. Upplýs- ingar í síma 53217. Bamapía - vagnar Vantar strák eða stelpu til aö gæta 11/2 árs drengs seinnipart dags endrum og eins, og einstaka sinn- um á kvöldin. Á sama stað til sölu svalavagn og kerruvagn. Uppl. í SÍma 621454. Reiðhjól tll sölu 2 stk. barnareiðhjól til sölu. Þarfnast lagfæringar. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 71683, eftir kl. 14. Bíll óskast Óska eftir að kaupa bíl á ca 30.000.- Uppl. í síma 681274. Austin Mini ’78 til sölu Þarfnast smá lagfæringar. Uppl. í síma 76448, eftir kl. 18. Til sölu tölva Vel með farin Comandor 64K tölva með segulbandi og um 300 leikjum. Uppl. i síma 40141. Til sölu Hjónarúm, hornasófi, Rowenta blástursofn, setjaraskúffur, furu- stigi, kvenreiðhjól og ýmislegt fleira., frá kl. 13 laugardaginn 5. apríl að Blesugróf 27. Til sölu mjög vel með farin unglingaskíði (165 cm) ásamt stöfum og binding- um. Selst á 1500 kr. Upplýsingar í síma 18317 eftir kl. 15. Ylræktarbændur athugið Ég er 14 ára og óska eftir að komast í vinnu í sumar. Upplýsingar í sima 75990. Svefnbekkur til sölu með áföstum skáp fyrir ofan. Upp- lýsingar í síma 71308. Kaupi og sel vel meö farin húsgögn og húsmuni. Fornverslunin, Grettisgötu 31, sími 13562. BBC-B tölva til sölu með 31/4 disklingadrifi og töluverðu af diskum. Upplýsingar í síma 18959 á kvöldin. Vil ÓLM kaupa hillusamstæðu (úr furu eða öðru efni) ca. 3 raðir, á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 32185. ívar-furuhillur Óska eftir Ivar (Uffe)-furuhillum frá Ikea, hæð 73 cm og 179 cm, dýpt 30 cm. Á sama staö er til sölu ca. 50 ára gamall útskorinn bókaskápur með 4 hillum, hæð 130 cm, breidd 125 cm. Upplýsingar í síma 18886. Norsk-íslenskur linguaphone Viljum kaupa notaðan lingua- phone, norsk-íslenskan. Hringið í síma 92-1948. Bamagæsla Get tekið aö mér börn í daggæslu frá kl. 8-16. Bý í Vesturberginu. Hef leyfi. Upplýsingar í síma 72439. Til sölu Lítill ísskápur til sölu. Sími 73229. Vinna 2-3 tíma á dag Mig vantar einhvern til að koma heim frá kl. 9 eða 10 fyrir hádegi til kl. 12 á hádegi. Aðalatriðið er aö einhver sé til staöarfyrir Einar Egil 6 ára. Fólk á öllum aldri kemur til greina, bara að það beri umhyggju fyrir 6 ára gutta. Vinsamlegast hringið i sima 37865. íbúð óskast Barnlaust, ungt par óskar eftir lítilli 2ja herbergja ibúð frá og með 1. júní. Helst í Reykjavík. Upplýsingar í síma 53320 eftir kl. 18. Ódýrt! „/ Fataskápur, bókaskápur og skrif- borð fást fyrir slikk. Upplýsingar í síma 83542, eftir kl. 19. íbúð óskast í Hafnarfirði Unga konu vantar strax litla íbúð í Hafnarfirði. Skilvísum greiðslum og reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 40828. Eldavéi, eldhúsinnrétting og innihurðir óskast Við óskum eftir að kaupa á sann- gjörnu verði gamla eldavél, eldhús- innréttingu og innihurðir, helst gamlar fulningahurðir. Upplýsingar í sima 43452 eftir kl. 15. Flóamarkaður Esperantistar hafa flóamarkað og kökubasar laugardaginn 5. apríl kl. 10-16 að Klapparstíg 28, 2. hæð. Mikið vöruúrval á frábæru verði. Sunnudagsblað Þjóðviijans til sölu. Næstum hvert blað frá upp- hafi. Selst ódýrt. Á sama stað er til sölu notaður barnavagn fyrir lítið. Upplýsingar í síma 53217. Útför mannsins míns, Ásgríms Jónssonar, Kaplaskjólsvegi 51, verður' gerð frá Fossvogskirkju, 13.30. Þorbjörg Eiríksdóttir. föstudaginn 4. apríl kl. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björn Grímsson sem andaðist að Hrafnistu, Reykjavík, 26. mars verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ásta Björnsdóttir Gerður Björnsdóttir Haukur Þorleifsson Matthías Björnsson Fjóla Guðjónsdóttir Harpa M. Björnsdóttir Ásbjörn Magnússon Grímur M. Björnsson Margrét Oddgeirsdóttir Jakobína E. Björnsdóttir Árni Einarsson Karl H. Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Hulda Bjarnadóttir Varmilækur í Skagafirði Ferðaþjónusta bœnda Um 20 þús. gisti- nætur á sl. ári 72 heimili rekaferðaþjónustu ogfjölgar með ári hverju Fyrir skömmu efndi Ferða- þjónusta bænda til kynningar á starfsemi sinni á Hótcl Sögu. A kynningarfundinn, sem var hinn fyrsti sinnar tegundar, var eink- um boðið framámönnum ferðamála- og fjöimiðlafólki. Þar var og nokkuð af ferðaþjónustu- bændum og þó cinkum hús- freyjum, sem sýndu margvíslega heimaunna muni og minjagripi og kynntu, í myndum og máli, hvað viðkomandi býli bjóða gestum og gangandi. Að sögn Oddnýjar Björgvins- Tímarit Stranda- pósturínn Kemur út í 19. sinn Atthagafélag Strandamanna er ekki á þeim buxunum að slaka á klónni með útgáfu Strandapósts- ins. Hann er nú kominn út í 19. sinn. Að vísu ekki ýkja hár aldur á tímariti en allmörg munu þau þó orðin tímaritin, sem hafa bæði heilsað og kvatt sl. 19 ár. En Strandapósturinn hefur lifað og lifað vel þótt ekki berist hann á í ytra útliti. Skrautklæði eru ekki alltaf einhlít til langlífis. Efni Strandapóstsins hefur jafnan verið að miklu leyti tengt Ströndum og Strandamönnum. Ekki er það ómerkara af þeim sökum, enda mun sá brunnur seint verða þurrausinn. Mér telst svo til að í þessu hefti séu 18 frá- sagnir í lausu máli og 9 ljóð og vísnaflokkar. Höfundar hins bundna máls eru Ingólfur Jóns- son frá Prestsbakka, Jósep á Mel- um (sveitarbragur frá 1905), Eyj- ólfur Isaksson, (bændavísur frá 1909), Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka, (rifjar upp gamlar þulur), Jörundur Gestsson, Sig- mundur Björnsson frá Klúku, Jóna Vigfúsdóttir frá Stóru- Hvalsá og Guðmundur Guðni Guðmundsson, Lausamálshöf- undar eru: Gísli Ágústsson, Skúli dóttur, forstöðumanns Ferða- þjónustunnar og Kristins Jó- hannssonar, formanns Lands- sambands ferðaþjónustubænda, eru ferðaþjónustuheimilin nú orðin 72 og í öllum landshlutum. Alls hafa þau nú á boðstólum 760 rúm. Heimingur þessara bæja tekur á móti fólki allt árið. Á síð- asta ári urðu gistinætur um 20 þús. Ferðaþjónustufólkið kom beint af þriggja daga námskeiði á Hvanneyri, þar sem það bar sam- an bækur sínar og fjallaði um Klúka í Bjarnarfirði frá Ljótunnarstöðum, Jóhannes frá Asparvík, Jóhann Hjaltason, Lýður Björnsson, Ingunn Ragn- arsdóttir, Guðmundur Guðni Guðmundsson, Jón Einarsson, Ingvar Agnarsson, Sveinsína Agústsdóttir frá Kjós, Matthildur Guðmundsdóttir frá Bæ, Ingólf- ur frá Prestsbakka, Sigurgeir Magnússon, Jóna Vigfúsdóttir, Gísli Jónatansson, Guðmundur Jónsson, Sæmundur Björnsson frá Hólum í Reykhólasveit og Óli B. Björnsson. Hér hafa því marg- ir lagt hönd á plóg og er ógerlegt að geta allra efnisþátt en allir hafa þeir til síns ágætis nokkuð. Gaman er og fróðlegt að lesa lýsingu Skúla á Ljótunnarstöðum á aldamótamönnunum í Bæjar- hreppi, sem Jósep á Melum yrkir um sinn sveitarbrag. Eða frásögn Jóns frá Valdasteinsstöðum um hina margvíslegu þætti ferðamála og ferðaþjónustu. Var þetta hið fjórða slíkara námskeiða, en ferðaþjónusta hefur verið á kennsluskrá Bændaskólans á Hvanneyri undanfarna fjóra vet- ur. Ferðaþjónusta bænda á sívax- andi vinsældum að fagna. Fram- an af voru það einkum útlending- ar, sem notfærður sér hana en ís- lendingum, sem það gera, fer óðum fjölgandi og þá ekki hvað síst fjölskyldufólki úr þéttbýlinu. -mhg Vesturheimsferð hans með öðr- um útflytjendum árið 1888. Frá- sögn Jóns er fersk því hún birtist í Heimskringlu sama ár og af henni er ljóst, að útflytjendur máttu þola bæði súrt og sætt áður en þeim auðnaðist að nema land í nýjum heimkynnum. Eftirtektar- verð er einnig frásögn Matthildar frá Bæ, en ung að árum veiktist hún af berklum og fór í Vífils- staði. Læknar þar töldu hana dauðvona en eftir að maður hennar hafði leitað til Margrétar frá Öxnafelli tók hún þegar að hressast og telur sig nú „lifandi sönnun þess að kraftaverk geta enn gjörst". Hér verður ekki frekar fjallað um efni Strandapóstsins en allt er það þess eðlis, að fengur er að því að fá það skráð. -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.