Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 7
MINNING Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona fv. formaður Hjúkrunarfélags íslands Fœdd 16. júní 1894 — Dáin 23. mars 1986 Smátt skal stækka vcrk af vilja hreinum, vexti ná þó gróður leynist fyrst. Fræin veiku verða tré með greinum, vökvuð árdögg, himinsólu kysst. Ljóssins himinn hlýjum unaðstárum hjúkrar fræi því er sáum vér. Fagur viður frjóvgast nær með árum, friðarskugga á grafir vorar ber. Steingrímur Thorsteinsson. Þann 23. mars á pálmasunnu- dag lést frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og fyrrverandi formaður Hjúkrunarfélags ís- lands á 92. aldursári. Með Sigríði er genginn einn ötulasti brautryðjandi í íslenskum hjúkr- unarmálum og merkisberi nor- rænnar samvinnu. Brautryðjandi er með sínum langa og merka starfsferli hafði víðtæk áhrif á þróun heilbrigðis- mála í landinu ásamt málefnum hjúkrunarstéttarinnar. Saga íslenskrar hjúkrunarstétt- ar er ung, nær einungis aftur til aldamóta. Svo virðist sem sagn- ariturum fyrri tíma hafi þótt lítt frásagnarvert að rita um hjúkrunar- og líknarmál. Vopna- brak, sverðaglamur og ættar- deilur einkenna sagnaritun til forna. Þar koma þó fram frásagn- ir af konum er bundu um sár særðra manna og kunnu fyrir sér í lækningum. Frægust er etv. frá- sögnin af bardaganurn á Hrísa- teigi í Víga-Glúmssögu er Hall- dóra kona Glúms biður konur þær er hún hafði kvatt með sér til bardagasvæðisins að sinna jafnt vinum sem óvinum. „Ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvœnir eru, ór hvárra liði sem eru. “ Hér ræður mannkærleikur gjörðum og sú hugsjón að allir hafi sama rétt á umönnun. Sama hugsjón endurspeglast í siðaregl- um nútíma hjúkrunarstéttar. Hörmungar þær sem dundu yfir þjóðina á 14. öld drógu úr henni mátt. Náttúruhamfarir sem höfðu í för með sér fjárfelli, hungursneyð og mannskæðar drepsóttir lömuðu menningarlíf og alla þjóðfélagshætti. Almenn velmegun fyrirfannst ekki og sjálfstæðu andlegu lífi fór hnign- andi. Við Pláguna miklu „Svarta dauða" árið 1402 keyrði þó um þverbak. Þá er talið að Kvæða- Anna hafi hjúkrað mörgum. Hennar er getið í Vísnakveri Fornóifs og segir hún svo frá ár- unum 1402-1403. „Þegar að plágan yfir óð og alt var að hrynja og deyja, ein af fám jeg uppi stóð ótœpt saung jeg helgiljóð eg huggaða marga og hjúkaða má jeg segja." Sagnmyndin hjúka kemur þarna fyrst fram og hefur Kvæða-Anna stundum verið talin fyrsta íslenska hjúkrunarkonan. Árið 1915 var merkisár. 19. júní það ár öðluðust íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Kosningaréttur þeirra var þó skertur því einungis konur sem voru fjörtíu ára og eldri nutu hans. Aldurstakmark- ið átti síðan að lækka árlega um eitt ár frá gildistökunni uns full- um jöfnuði að því leyti væri náð. Þetta skerðingarákvæði var síðan fellt niður árið 1920 með nýrri stjórnarskrá. Þingsetningardag- inn 7. júlí sama ár efndu konur til hátíðahalda og kunngjörðu að réttarbótarinnar yrði minnst með fjársöfnun til byggingar Land- spítala. Merkiskonan Ingibjörg H. Bjarnason lýsti þessu yfir fyrir hönd kvennanna. Hún var einn af stofnendum Lestrarfélags kvenna í Reykjavík en það var stofnað 20. júlí 1911. í húsakynn- um þess var Félag íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað í nóv- ember 1919. Það var mikill hugur í konum árið 1915 hvað heilbrigðismál varðaði. Fimmtán ár liðu þar til Landspítalinn tók til starfa árið 1930 og markaði þáttaskil hvað snerti aðbúnað sjúkra jafnframt því að vera kennsluspítali lækna og hjúkrunarkvenna. Öðrum merkum áfanga í heilbrigðismálum var einnig náð árið 1915 en það var stofnun Hjúkrunarfélagsins Líknar. Frú Christophine Bjarnhéðinsson fyrrverandi forstöðukona Holds- veikraspítalans í Laugarnesi var þar í fararbroddi ásamt fleiri kon- um. Meginmarkmið félagsins var að annast hjúkrun í heimahúsum og efla almenna heilsuvernd. Starfsemi Líknar markar þátta- skil í heilbrigðismálum Reykja- víkur þar sem félagið hafði frum- kvæði að því að veita og skipu- leggja hjúkrun í heimahúsum og síðar að leggja grundvöll að víð- tæku heilsuverndarstarfi. Ársskýrslur Líknar geyma mikinn fróðleik um heilbrigðisá- stand Reykvíkinga þau ár sem fé- lagið starfaði. Þær bera þess líka vitni hvernig skipulagt forvarnar- starf skilar sér. I fyrirlestri sem Jón Sigurðsson þáverandi borg- arlæknir flutti á norrænu hjúkr- unarkvennamóti í Reykjavík árið 1960 segir: „Störf að heilbrigðismálum, löggjöf, stofnun sjúkrahúsa og aðrar opinberar ráðstafanir og dagleg störf.lækna og hjúkrunar- kvenna til varnar sjúkdómum búa etv. ekki yfir dramatískum spenningi og skjótum sigrum. En sé skyggnast um af sjónarhóli og heildarsýn fengin yfir árangur alls þessa reynast heilsuverndarstörf- in og hinir seinunnu sigrar þeirra engan veginn sneydd dramatísk- um áhrifum." Frú Sigríður Eiríksdóttir hóf störf hjá Líkn árið 1922 sem bæjarhjúkrunarkona. Hún var kosin formaður Líknar árið 1931 og gegndi því starfi til ársins 1956 eða þar til starfsferli félagsins lauk með tilkomu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. í samantekt frú Sigríðar um starfsemi Líknar þau 41 ár sem félagið starfaði, kemur fram að strax árið 1919 gekkst félagið fyrir stofnun berklavarnarstöðv- ar og var það fyrsti vísir að skipu- lögðum berklavörnum meðal al- mennings hérlendis. Ungbarna- vernd og mæðravernd bættust síðar við. Frá stofnun Líknar höfðu hjúkrunarkonur þess farið í 277.098 vitjanir til sjúklinga en hver sjúkravitjun tók í það minnsta klukkustund. Tugþús- unda heimilisvitjana voru farnar á vegum berklavarnarstöðvar og ungbarnaverndar. Formenn fé- lagsins skipulögðu þessa þjón- ustu sem var með öllu ókeypis utan einstakra sjúkravitjana til fólks sem óskaði þess sjálft að greiða þóknun fyrir. Það var því í mörg horn að líta og erilsamt for- mannsstarfið. Starfsemi Líknar og saga Hjúkrunarfélags íslands er sam- ofin æviferli frú Sigríðar Eiríks- dóttur, þessa merka brautryðj- anda er ásamt öðrum forystukon- um vörðuðu þá braut er við hjúkrunarfræðingar nútíðarinnar fetum. Eins og áður er getið var Félag íslenskra hjúkrunarkvenna stofn- að í nóvember 1919. Stórhuga konur stóðu að stofnun þess. Á stofnfundinum kom fram að búið var að skrifa bréf til danska fé- lagsins og segja frá fyrirhugaðri stofnun íslenska félagsins. Og ekki stóð á svari, Danska hjúkr- unarfélagið lofaði að styrkja ís- lenska nemendur til frekara náms með því að þeir gerðust félagar í hinu danska. Slíkt þótti stórhuga konum hin mesta firra og felldu með öllum greiddum atkvæðum tillögu þess efnis að félagið yrði deild innan danska félagsins. Þáttaskil urðu í sögu félagsins þegar frú Sigríður Eiríksdóttir tók við formannsstarfi árið 1924 fyrst íslenskra hjúkrunarkvenna. Undir styrkri stjórn frú Sigrðar efldist féíagið og varð leiðandi afl í hjúkrunarmálum í landinu. Af mörgu var að taka því akurinn var lítið plægður. Menntunar- mál, aðbúnaður, kjör, hverskyns fag- og félagsleg málefni, verk- efnin voru óþrjótandi. í þrjátíu og sex ár stóð frú Sigríður í farar- broddi, en hún lét af störfum sem formaður árið 1960. Einbeitt, fyigin sér en ávallt reiðubúin að líta á málin frá fleiri hliðum. Launalegur ávinningur var eng- inn því formannsembættið var ólaunað, en ómælt álag var það fyrir fjölskyldu og heinrili því þar fór starfsemin fram. í bók sinni „Hjúkrunarsaga" hefur María Pétursdóttir eftirfar- andi orðrétt eftir frú Sigríði sem hún skrifaði á aldarfjórðungs af- mæli félagsins: „Lá þá fyrst fyrir að hefjast handa um hjúkrunarnámið, en það mál var erfitt viðureignar vegna skorts á sjúkrahúsum í landinu. Var þá tekið það ráð að komast að samkomulagi við þau sjúkrahús, sem höfðu lærðar yfir- hjúkrunarkonur, um að nemend- ur dveldu vissan tíma á hverjum stað, 2 ár í heild, og yrðu síðan sendir til Danmerkur til 18 mán- aða framhaldsnáms." Það er ekki fyrr en árið 1930 með stofnun Landspítalans að hjúkrunarkonum var gert kleift að læra hér heima. Stofnun Landspítalans var því mikið hjartans mál fyrir íslenskar hjúkrunarkonur og áhugi mikill. Frú Sigríður beitti sér ötullega í þeim málum. Hún skrifaði öllum þeim konum er stunduðu hjúkr- unarstörf í landinu og hvatti þær til að hafa áhrif á þingmenn kjör- dæmisins í Landspítalamálinu. Væru þeir ekki hlynntir því ættu þær ekki að kjósa þá. Þá var ekki síður mikið metnaðarmál fyrir ís- lensku hjúkrunarstéttina að hafa á að skipa vel menntuðum hjúkr- unarkonum þegar hinn nýi spítali tæki til starfa og mótaði félagið tillögur um menntun hjúkrunar- kvenna. Þessar tillögur um nám á Landspítalanum voru samþykkt- ar óbreyttar. Hjúkrunarskóli ís-. landsersíðanstofnaðurárið 1931 og var frú Sigríður Eiríksdóttir þá sem endranær ötull stuðnings- maður að efla og styrkja hjúkrun- arnámið eftir kröfum hvers tíma. Málefni, sem félagið beitti sér fyrir í.fyrstu voru mörg og róður- inn oft erfiður. Aðbúnaður og kjör hjúkrunarkvenna voru bág- borin og lítill skilningur á að bæta þau. Félagið kom fljótt á laggirn- ar nefnd sem var falið það verk- efni að semja launataxta hjúkr- unarkvenna. En við ramman reip var að draga, kom þar til tak- markaður skilningur á nauðsyn sérmenntunar og hæfni tíl hjúkr- unarstarfa, ásamt skilningsleysi almennt á að hjúkrunarstörf þyrfti að launa. Ekki bætti það heldur að konur fengu yfirleitt lægri laun en karlar. Það var erfitt 1 og vandasamt verk að standa í forystu fyrir bættum kjörum. En ekki dugði að láta deigan síga, enda hélt frú Sigríður ótrauð áfram að vinna að hverskonar réttlætismálum hjúkrunar- kvenna, má þar t.d. nefna stofn- un Lífeyrissjóðs hjúkrunar- kvenna árið 1943. Hjúkrunarkonur á Norður- löndum stofnuðu með sér banda- lag árið 1920. ísland gerðist aðili að sambandinu árið 1923. Nor- ræna samvinnan var mikil lyfti- stöng fyrir hjúkrunarkonur á ís- landi þá, og er það enn. Mikinn stuðning fengu hinar íslensku hjúkrunarkonur í að móta til- lögur um námið hér heima einnig hvað varðaði fagleg málefni og kjör stéttarinnar. Frú Sigríður starfaði alla tíð mikið á þeim vett- vangi, sat í stjórn samtakanna 1924-1965 og formaður var hún tímabilið 1939-1945. Hún var þar heiðursfélagi og einnig allra hjúkrunarfélaganna á Norður- löndum. Frú Sigríður var enn- frernur virkur fulltrúi sfns stétt- arfélags í Alþjóðasambandi hjúkrunarkvenna sem er elsta al- þjóðastéttarfélag kvenna stofnað 1899. Hún var fulltrúi í Heirns- friðarráðinu (World Council of Peace) frá árinu 1952. Frú Sig- ríður skrifaði um heilbrigðis- og þjóðfélagsmál í blöð og tímarit og flutti mörg útvarpserindi um þessi mál á tímabilinu 1934 til 1955. í fjölda ára kenndi frú Sigríður heimilishjúkrun og heilsufræði í Kvennaskölanum og Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Atorkukonur sem þar stýrðu málum töldu án efa mikinn feng í því að jafn menntuð kona og víðsýn leggði þar hönd á plóg með að fræða ungar stúlkur, enda átti hún alla tíð gott með að ná til og um- gangast unga fólkið. Frú Sigríður Eiríksdóttir var fædd 16. júní 1894íMiðdal, Mos- fellssveit. Móðir hennar var Vil- borg Guðnadóttir, húsfreyja frá Keldum í Mosfellssveit. Faðir hennar var Eiríkur Guðmunds- son, bóndi í Miðdal síðar tré- smiður í Reykjavík. Sigríður stundaði nám í Verzlunarskóla íslands árin 1911 og 1912 auk tungumálanáms í ensku, frönsku og þýsku í éinkatímum. Að námi loknu starfaði hún við verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík. Arið 1918 lá leiðin til Danmerk- ur, þar stundaði frá Sigríður hjúkrunarnám í þrjú ár og fram- haldsnám í hjúkrun á fæðingar- og handlækningadeild í 6 mánuði við Rudolfinerhaus í Vfnarborg árið árið 1922. Heim kom hún árið 1922 og hóf störf hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn. Einstakur starfsferill henn- ar og brautryðjendastörf voru virt og þökkuð. Frú Sigríður var sæmd Florence Nightingaleorð- unni áriö 1949. æðsta heiðurs- merki Alþjóða rauða krossins, og árið 1965 sæmdi forseti íslands hana riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir hjúkrunar- og heilsuverndarstörf. Frú Sig- ríður var gerður heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavíkur á 30 ára afmæli félagsins árið 1979. Árið 1926 giftist frú Sig- ríöur Finnboga Rúti Þorvalds- syni, prófessor í verkfræði við Háskóla íslands. Voru þau hjón að allra sögn afar samhent og studdu hvort annað. Finnbogi lést í janúar 1973. Ekki fóru börn þeirra hjóna varhluta af störfum móðurinnar og andstætt öðrum borðstofuborðum þess tíma, flaut þeirra borðstofuborð í pappírum og skjölum ásamt rit- vél frú Sigríðar. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, og Þorvald Finnbogason, er lést ungur maður. Þeir sem þekktu hana náið segja mér að starfsorka hennar, dugnaður og áhugi hafi verið ein- stakur, hún stundaði félagsstörf- in af eldmóði, las mikið urn fagleg málefni og gaf sér tíma til þess að lesa almennan fróðleik, naut þess að sitja með fallega handavinnu. Heimilið einkenndist af hvoru tveggja í senn, listastarfi húsmóð- urinnar og starfsemi formanns Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna. Hjúkrunarfélag íslands þakkar að leiðarlokum óeigingjörn Fimmtudagur 3. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.