Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN Frakkland Nýr þingforseti kjörinn í Frakklandi í gær Jacques Chaban-Delmas líklegastur og er búist við að hann geti orðið í lykilstöðu vegna kunningsskapar síns við Mitterand París — Hinn 71 árs gamli JacquesChaban-Delmas, var i gær kjörinn forseti franska þingsins á fyrsta fundi þess eftir kosningar í síðasta mán- uði. Ef að líkum lætur munu at- kvæði hæagri flokkanna tveggja, RPR og UDF, tryggja honum sætið. Delmas hefur tvisvar áður ERLENDAR FRÉTTIR E_R mmmmur Jóhannesarborg — Desmond Tutu, biskup, hvatti ríkisstjórnir víða um heim til að beita ríkis- stjórn S-Afríku efnahagslegum refsiaðgerðum svo að bjarga mætti landinu frá hörmungum. Hvatning hans var birt um svipað leyti og ríkisstjórnin aflétti ferða- banni á Winnie Mandela sem hún setti á fyrir 10 árum síðan. Mexíkóborg — Ekki hefur verið útilokað að skemmdarverk hafi verið framið þegar flugvél mexí- kanska flugfélagsins hrapaði með þeim afleiðingum að 166 manns létust. Grikkland Sprenging í flugvél hjörLeífsson/ R E U1 haft þetta embætti með höndun- um á franska þinginu, í 14 ár alls. Síðast lét hann það af hendi árið 1981 þegar Sósíalistar fengu hreinan meirihluta íþingkosning- um. Chaban-Delmas er persónu- legur vinur Mitterands Frakk- landsforseta og sagt er að það geti veitt honum lykiistöðu á þinginu ef ágreiningur rís með Mitterand og forsætisráðherrranum, Chir- ac. Hinir nýju ráðherrar hægri- stjórnarinnar hafa vikið úr þing- sætum sínum og varamenn þeirra taka við þingsætunum. Búist er við að Þjóðernisfylking Le Pens muni fara fram á að fá einhver af sex embættum varaforseta þing- sins. Þjóðernisfylkingin hefur nú 35 þingsæti af þeim 577 sætum sem nú eru á franska þinginu. Bú- ist er við að kosið verði um þessi sæti auk ýmissa nefndaformanna- staða í lok þessarar viku. Talsmaður stjórnarinnar sagði að í gær að Chirac myndi kynna þinginu starfsáætlun sína á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Mun hann þá líklega fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins. Bandaríkjamenn kynda undir átökum í Angola, segja Svíar. á flugi Svíþjóð Svíar gagnrýna Bandaríkjamenn Utanríkisráðherrann, Pierre Schori, sagði að Bandaríkjastjórn vœri að reyna að koma á nýju kaldastríðsskeiði. Svíar munu halda uppi merki Palme í utanríkismálum Þrír létust, sjö sœrðust, vélinni tókst að lenda í Aþenu Aþenu — Sprenging um borð í flugvél frá bandaríska flugfé- laginu TWA varð þremur manns að bana og sjö munu hafa særst þar sem hún var á flugi yfir Grikklandi í gær. Sprengingin varð þegar vélin var á flugi yfir Kórinþuborg en flugmönnum tókst að lenda vél- inni í Aþenu. Lík karls, konu og barns fundust hins vegar á akri við bæinn Argos á Pelópsskagan- um. Ekki var vitað í gær hverrar þjóðar hinir látnu voru. Sagt var að þeir sjö sem særðust, þrír Bandaríkjamenn, tveir Grikkir og tveir Arabar, hefðu verið fluttir á sjúkrahús í útborg Aþenu þar sem gert var að sárum þeirra. Tveir Bandarfkjamenn og tveir Grikkir fengu fljótlega að yfir- gefa sjúkrahúsið en voru boðaðir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Grunur leikur á að sprengju hafi verið komið fyrir í vélinni. Flugvélin sem er þota af gerð- inni Boeing 727, var á flugi frá Róm til Kaíró með millilendingu í Aþenu. Þar lenti hún eftir sprenginguna. Sprengingin varð í farangursrými vélarinnar og kom fjögurra fermetra gat á skrokk vélarinnar. Um borð í vélinni voru 114 farþegar og 7 manna á- höfn. Stokkhólmi — Svíar sökuðu Bandaríkjastjórn í gær um að reyna að koma á nýju kalda- stríðstímabili með þvi að styðja skæruliða í Nicaragua og Angola. Sænska ríkis- stjórnin sagði að Bandaríkja- menn notuðust við „ofbeldi í miklum mæli“, einnig að þeir réðust kerfisbundið á sak- lausa borgara. Aðstoðarutanríkisráðherra Svía, Pierre Schori, sagði að Sví- ar hefðu undir höndum áreiðan- legar upplýsingar um að UNITA skæruliðar í Angola hefðu myrt konur og börn. Bandaríkjastjórn hefur veitt þessum samtökum lof- orð um aðstoð. Schori sagði á mánaðarlegum fundi með sænsk- um blaðamönnum:„Hin nýja dagskipun Bandaríkjastjórnar um að veita þeim skæruliðum sem hún nefnir „frelsishermenn" aðstoð, er endurspeglun á kalda- stríðstímabilinu." Schori sagði að Contra-skæru- liðar í Nicaragua notuðu svipaðar aðferðir og Unita skæruliðar í Angola en þeir hefðu minni stuðning frá almenningi heldur en Unita. Svíar hafa löngum stutt við bakið á Sandinistastjórninni í Nicaragua og Schori fór þangað árið 1984 ásamt Palme þegar hann var forsætisráðherra. Palme varð þá fyrstur vestrænna ráða- manna til að heims^ekja bylting- arstjórnina í Nicaragua. Á sama máta og stjórnin hefur gagnrýnt hlut Bandaríkjkamanna í Mið- Ameríku hefur hún gagnrýnt tengsl Nicarague við Sovétmenn. Schori sagði í gær að ekki Væri hægt að bera baráttu afganskra skæruliða gegn „leppstjórninni í Kabúl sem hefði einungis stuðn- ing herliðs Sovétmanna“, saman við stríðið milli UNITA og Ang- olastjórnar sem hefur stuðning Kúbumanna. Þá sagði Schori að forsætisráð- herra Svía, Ingvar Carlsson, myndi spyrja ágengra spurninga þegar hann kemur í heimsókn til Sovétríkjanna, 14. apríl. Hann mun að sögn Schori m.a. spyrja um örlög sovéskra gyðinga og veru sovéskra kafbáta í sænskri landhelgi. „Við munum tala skýrt hvað þessi mál varðar", sagði Schori við blaðamenn. Fimmtudagur 3. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Jacques Chaban-Delmas, andspyrn- uleiðtogi i stríðinu og síðar forsætis- ráðherra, nú forseti þingsins í þriðja sinn. Kína Erlend fyrirtæki velkomin Peking — Nú eru um það bil 120 fyrirtæki, algjörlega í eign er- lendra aðila, starfandi í Kína. Árið 1979 voru hins vegar eng- in erlend fyrirtæki starfandi í Kína. Fréttastofan Nýja Kína sagði frá þessu í gær, í sömu frétt var ■einnig sagt að þessi erlendu fyrir- tæki hefðu fjárfest fyrir um það bil 500 milljónir dollara og 58% þessarar fyrirtækja væru á fram- leiðslusviðinu. Kínverska þjóðþingið mun á næstunni samþykkja lög varð- andi starfsemi fyrirtækja sem eru algjörlega í erlendri eign í Kína. Finnland Verkfall Telja sig hafa setið eftir í launamálum og fara nú fram á allt að 20 % launa- hœkkun. Víðtœkara verkfall boð- að 16. apríl Helsinki — Fimmtán þúsund opinberir starfsmenn hófu í gær verkfall sem hafði áhrif á innlendar sem erlendar sam- göngur, póstþjónustu og aðra opinbera þjónustu. Verkfallið hafði m.a. þau áhrif að Maauno Koivisto forseti landsins varð að yfirgefa forseta- höllina þar sem starfsmenn hans voru í verkfalli. Opinberir starfsmenn hafa far- ið fram á 20% launahækkun. Rétt áður en verkfall skall á fór ríkisstjórnin fram á að verkfall- inu yrði frestað en við þeirri beiðni var ekki orðið þar eð ekki hafði verið boðið upp á lausn deilnanna. Stéttarfélag opin- berra starfsmanna hefur boðað allsherjarverkfall frá og með 16. apríl og er búist við að 40.00 manns muni taka þátt í því verk- falli. Opinberir starfsmenn í Finn- landi eru orðnir mjög óþolin- móðir varðandi launahækkanir. Þeir telja að þeir hafi setið eftir í þeim efnahagsbata sem orðið hefur í Finnladi og ekki fengið launahækkanir á við aðrar starfs- stéttir, sérstaklega launafólk hjá einkafy rirtækj um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.