Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 13
ÞJÓÐMÁL Hringormavandinn Deilt um syndaselinn Óvíst er að alþingi takist að afgreiða svokallað selveiðifrum- varp ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok og er það þá þriðja þingið í röð sem þetta frumvarp í ýmsum myndum brennur inni. Harðar umræður urðu um efnisatriði frumvarpsins í gaer þegar það kom til I. umræðu í neðri deild og deildu þingmenn einkum um réttmæti þess að gera selinn að stóra syndaselnum varðandi aukningu hringorma í nytjafíski við strendur landsins. Sögðu andstæðingar frumvarpsins að margt væri enn mjög óljóst í þeim Utanríkisráðherra Matthías A. Mathiesen neitaði því í fyrispurn- artíma á þriðjudag að tií stæði að stofna leyniþjónustu að erlendri fyrirmynd hérlendis. Sagði Matt- hías að slíkar hugmyndir hefðu aldrei verið reifaðar í utanríkis- efnum en stuðningsmenn frumvarpsins sögðu engan vafa leika á því að selurinn ætti stærstan þátt í þeim vanda sem hringormurinn skapaði í fískvinnslunni. Hjörleifur Guttormsson Abl. hóf umræðuna og sagði að með frumvarpinu væri verið að fá lagalegan stimpil á vinnubrögð og alit hringormanefndar en margir vísindamenn hefðu gert ýmsar athugasemdir við niðurstöður þeirrar nefndar. Hann sagði nauðsynlegt að setja löggjöf um selveiðar en en það ráðuneytinu. Þær tillögur sem hann hefði lagt fram í ríkisstjórn um „innra öryggi“ snertu viðbún- að gegn hryðjuverkum og ólög- legri upplýsingastarfsemi hér- lendis. Steingrímur J. Sigfússon sem yrðu engin vandamál leyst með því að útrýma heilli dýrategund. Pálmi Jónsson S. lýsti algerri andstöðu við frumvarpið þar sem verið væri að flytja selveiðar úr landbúnaðarráðuneyti yfir í sjávarútvegsráðuneyti. Slíkt væri algerlega tilefnislaust og óþarfi. Gunnar G. Schrarn S.lýsti full- um stuðningi við frumvarpið. Hann sagði selastofninn éta á við ársafla 21 togara á hverju ári og öllum væri kunnugt um tilkostnað við ormatínslu í frystihúsum. Það væri ekkert launungarmál að selurinn væri hafði óskað eftir skýrum svörum frá ráðherranum um þessar fyrir- ætlanir hans, sagðist ekki geta lesið annað út úr viðtali við ráð- herrann í Morgunblaðinu á dög- unum, en að verið væri að undir- búa stofnun leyniþjónustu á ís- landi. Sagði Steingrímur það í fyllsta máta undarlegt og óviður- kvæmilegt að ráðherrann og embættismenn í ráðuneyti hans og eins úr dómsmálaráðuneytinu væru að reifa slíkar hugmyndir á lokuðum klúbbfundum Natofé- laga úti í bæ áður en alþingi, utan- ríkismálanefnd og ríkisstjórn hefðu fengið að fjalla um málið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum héldu Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu sérstaka ráðstefnu um „innra ör- yggi þjóðarinnar" þar sem starfs- menn ráðuneyta kynntu fram- komnar hugmyndir m.a. um hert eftirlit með störfum sendiráða hérlendis. Á fundinum voru full- trúar frá bandaríska sendiráðinu og gerðu þingmennirnir Eiður Guðnason og Haraldur Ólafsson athugasemdir við að þessi ntál væru til umræðu þar sem fulltrúar Alþingi ályktar að, fela ríkis- stjórninni að kanna áhrif lög- bundinna forréttinda, m.a. einkaréttar, til tiltckinna starfa eða atvinnurekstrar. I könnun þessari skal einkum leitast við að varpa Ijósi á þýðingu einkaréttar eða lögbundinna forréttinda á stöðu þeirra , er slíks réttar njóta, áhrif þessa á verðlag og hagsmuni neytenda yfirleitt, svo og á kostn- að í rekstri, jafnt opinberum rek- stri sem einkarekstri. Þá skal könnuninni einnig ætlað að leiða í ^jós áhrif lögbundinna takmark- ana af þessu tagi á tækniþróun, hagvöxt og atvinnustig. .Svo hljóðar þingsályktunartil- laga sem þingmennirnir Friðrik Sophusson S, Guðmundur J. Guðmundsson Abl, Karl Steinar Guðnason A, Stefán Benedikts- son Bj, og Páll Pétursson F, hafa lagt fram í Sameinuðu þingi. syndaselurinn í þessu máli. Guðmundur J. Guðmundsson Abl. sagði að alþingi hefði átt að vera búið að afgreiða þetta frumvarp fyrir langt löngu. Kostnaður við ormatínslu væri gífurlegur og það væri hægt að hækka kaup fólks í fiskiðnaði um þriðjung ef eitthvað væri gert til að fækka orminum. Það væri ekki hægt að láta þetta frumvap daga endlaust uppi á alþingi vegna „vafasamra “ líffræðikenninga og hagsmunatogstreitu ráðuneyta eða selabænda. Hér yrði að taka til hendinni strax. erlendra ríkja sætu fundinn. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi utanríkisráöherra harðlega fyrir hvernig að umfjöll- un um þessi viðkvæmum mál væri staðið. Utanríkisráðherra sagðist ekki hafa verið staddur sjálfur á umræddum fundi. Þar hefði eng- inn maður talað sem fulltrúi ráðuneytis né sett fram sjónar- mið ráðuneyta eða stofnana held- ur hefðu menn verið að fjalla um sínar eigin hugmyndir. Menn hlytu að vera frjálsir að því að bera fram skoðanir sínar í frjálsu landi. „Ég ítreka þá skoðun rnína að öll framkoma ráðherra og ráðu- neytis í þessu máli er vítaverð," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Sagðist hann vilja benda ráð- herra á þá einföldu staðreynd að hann gegndi embætti ráðherra jafnt á kvöldin sem um miðjan dag og sama væri að segja um starfsmenn ráðuneyta sem fjöl- luðu um svo viðamikil og við- kvæm mál. Þeir gætu ekki skipt um hlutverk á kvöldin og fjallað um „innri öryggismál þjóðarinn- ar“ sem einhver áhugamál_____ig. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að lögvernd- un og löggilding til tiltekinna starfa kunni að fela í sér nokkra vernd fyrir neytendur þannig að þeir megi treysta því að kunn- áttumenn vinni þau störf sem um er að ræða. „Á móti kemur að slík einkaréttindi kunna að leiða til stöðnunar og aukins kostnaðar sem neytandinn verður að end- ingu að greiða, og þá án tillits til þess hvort þjónustuna hefði í raun mátt fá betri og ódýrari hjá þeim sem ekki uppfylla kröfur um löggilta pappíra". Þá er bent á að stöðugt fjölgi þeim starfshóp- um sem leita eftir einkarétti til að vinna tiltekin störf eða forrétt- indum á tilteknum sviðum at- vinnulífsins. Því sé brýnt að svör fáist við ofangreindum álitaefn- um hiða allra fyrsta. Friðjón Pórðarson S. sagðist óttast að yrði þetta frumvarp að lögum yrði enginn friður fyrir skotglöðum selveiðimönnum inn um allan Breiðafjörð. Það væri nauðsynlegt að skoða þetta mál betur og tengsl á milli orms og sels væru allt of lítið könnuð. Ólafur P. Pórðarson sagði ormavandann alls ekki selnum einum um að kenna heldur kæmu þar aðrir við sögu eins og múkkinn og fleiri sjófuglar. A sama tíma og selveiði hefði verið með því mesta 'sem um getur hefði ormafjöldi aukist margfalt. Sú staðreynd sýndi annað orsakasamhengi á milli orms og sels en selveiðimenn vildu halda fram. Það var Steingrímur J. Sigfússon sem lauk umræðunni að sinni og sagði það fáránleg vinnubrögð að ætla að byrja að drepa sel í stórum stíl án þess að nánar væri rannsökuð hlutdeild lians í ormavandanum. — Selurinn er aðeins lokahýsill fyrir eina tegund af ormi en það eru til 5oo þús. tegundir af þessum ormum og það verður að kanna þessi mál nánar, sagði Steingrímur. —lg. Framfœrsluvísitala Lægstu útgjöldin tekin sér A Iþýðubandalagsmenn vilja láta reikna út reglu- lega vísitölu láglaunafjöl- skyldunnar. Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins í neðri deild hafa lagt til að við útreikning á vísitölu fram- færslukostnaðar skuli strax og við verður komið að mati Kauplagsnefndar reikna sérstak- lega út framfærslukostnað þess þriðjungs þátttakenda sem höfðu lægst hcimilisútgjöld samkvæmt neyslukönnuninni. Leggja þingmennirnir til.að kauplagsnefnd gefi á þriggja mánaða fresti upplýsingar um þróun framfærslukostnaðar hjá þessum hópi þátttakenda. f greinargerð með frumvarp- inu segja þingmennirnir að til- gangurinn sé ekki að fá fram mis- munandi mælingar á verðbólgu heldur að tryggja að fram komi að vísitala meðalfjölskyldunnar og t.d. vægi bílsins og búvöru- nnar er allt annað en hjá lágl- aunafjölskyldum. Þá er minnst á nýframkomnar upplýsingar um að allt að fjórð- ungur fjölskyldna í landinu búi við kjör undir fátæktarmörkum. „Fjöldi þeirra fátæku er því ekki aðeins til marks um ástand heimilanna, — fjöldinn er líka til marks um að hinn fámenni og ríki minnihluti er efnaðri en nokkru sinni fyrr. Milli þessara þjóðfé- lagshópa er óbrúnalegt bil — rnilli hinna fátæku annars vegar og hins forríka litla minnihluta hins vegar. Því bili verður ekki eýtt með meðaltalsvísitölum. Það er liðin tíð að slíkar vísitölur séu nothæf stjórntæki; þær eru hins vegar, eða geta verið, ágætur mælikvarði á verðbreytingar í heild. En veruleikinn á bak við vísitölurnar er svo mismunandi að fráleitt er að ætla að stýra þjóðfélaginu út frá einhverjum vísitölumeðaltalsjóni," segir í lok greinargerðarinnar. _ig. 1 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskareftirtilboöum íbygg- ingu tengihúss viö Elliðaár o.fl. Hússtærö ca. 115 m2 eöa 360 m3 Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sólheimar í Grímsnesi óska eftir aö ráöa hjón eöa par til meðferðar- starfa frá 1. maí nk. Nýtt húsnæði, góö vinnuaðstaða. Upplýsingar veitir aðstoðarforstöðumaður í síma 99-6430. Frá Verkamannasambandi íslands Fylgist með verðlaginu Verkamannasamband íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til aðildarfélaga sinna og allra félagsmanna þeirra, að fylgjast grannt með verðlagi hvert á sínu svæði og í sam- starfi við önnur verkalýðs- og neytendafélög. Traust verðlagseftirlit félagsmanna er ein af meginforsendum núgildandi kjara- samninga VMSÍ —ig- Fimmtudagur 3. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Innri öryggismál Laumast með leyniþjönustu Atvinnurekstur Áhrif forrétt- inda athuguö Pingmenn úr flestum flokkum vilja láta kanna áhrif lögbundinna forréttinda í atvinnlífi á verðlag og hagsmuni neytenda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.