Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.04.1986, Blaðsíða 14
MANNLÍF Milli nýmæla og mið- stýringarinnar Tveir Sovétmenn spurðir um efnahags- legt breytingaskeið Endel Paap og Vladímír Volkof. Ljósm. Sig. Af viðtali við sovéska gesti MÍR á dögunum má helst ráða, að þær breytingar á sovésku efnahagslífi, sem boðaðar voru á nýafstöðnu þingi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, miðast við það, að ná árangri að því er varðar vöru- gæði og framboð vöru án þess að hreyfa mikið við hinu miðstýrða áætlanakerfí. Gestirnir voru þeir Vladímír Volkof aðstoðarráöherra (fjallar um leit að og vinnslu á dýrmætum jarðefnum) og Endel Paap námu- verkstjóri frá Eistlandi. Peir sögðu flokksþingið hafa verið merkilegt fyrir sakir „opin- skárrar umræðu“ um bæði mik- inn herkostnað í heiminum og þörf á efnahagslegum umbótum. - Hvað er að gerast í sovéskum fyrirtœkjum um þessar mundir? - Það er nú ýmislegt. Tökum til dæmis matvælaframleiðsluna. Það er verið að koma upp land- búnaðarsamsteypum, þar sem saman koma samyrkjubú, fyrir- tæki sem vinná úr matvælum og sölufyrirtæki. Með þessu móti er áætiað að ná megi betri nýtingu og spara rýrnun í flutningum og tengja betur saman beina hagsmuni framleiðenda og sölu- aðila. Einstakar fjölskyldur munu svo taka að sér í stærri mæli en áður ræktun tiltekins lands og stunda á því ekki bara grænmetis- rækt eða alifuglarækt heldur rækta þar hvaðeina sem menn telja sig geta haft hagnað af. Með þessu móti á að nýta betur frum- kvæði hvers og eins. (Ekki kunnu þeir félagar frá því að segja, hvort viss hámarks- kvóti væri á iandi því sem „fest yrði við“ fjölskyldur). Þá verður meira um það en áður, að fóiki taki til sín ýmsa heimavinnu, ekki síst á sviði framleiðslu á ýmislegri þjóðlegri neysluvöru. - En hvað er átt við með því í rœðum, að verðlag á nauðsynjum verði sveigjanlegra en áður? - Verðlag á ýmsum nauðsyn- legum matvælum hefur verið stöðugt lengi og á því verður ekki breyting, eins þótt það kosti það að greitt verði áfram með vissum vörum. En markmiðið er að lækka kostnaðarverð fram- leiðslunnar með auknum af- köstum svo mjög, að niður- greiðslur geti fallið niður. -Á þinginu var kvartað yfirþví að alltof mikið af framleiðslu létt- aiðnaðarins seldist ekki. Hvað á að gera við því? - Nú eru uppi mikil áform um auknar fjárfestingar til þeirra fyr- irtækja sem framleiða vélar og tæki fyrir léttaiðnaðinn. Með því móti vonast menn til að auka sjálfvirkni og bæta vörugæði. Miklu skiptir að koma í veg fyrir að menn séu að framleiða það sem ekki selst, og það kemur þá til greina að veita tíma og fé í það að leggja, niður vissa framleiðslu og taka upp nýja í staðinn. (Hér má skjóta því að, að ekki virtust þeir félagar telja nauðsyn á því að láta sjálft verðmyndun- arkerfið gefa upplýsingar um það, hvaða framleiðsla væri óþörf og hver nyti eftirspurnar). - Áhrifamenn á flokksþinginu töluðu um það, að það vœri ófœrt að greiða svipað kaup góðum starfsmönnum og slœmum. Hvað er að gerast í þeim efnum? - Það hefur verið of langt gengið í jafnlaunastefnu. Nú er verið að endurmeta störf manna (hver starfsgrein skiptist í ein sjö launastig) til að fá fram betra samræmi á milli tekna og fram- lagðrar vinnu. Þetta endurmat fer líka fram innan vinnuflokka þar sem erfitt er að meta afköst hvers og eins, ráð hvers vinnu- flokks fer með þau mál. Annars á sá árangur, sem vænst er til að fyrirtækin nái, að koma fram í því að þau hafi þá aukna möguleika á að gera sjálf meira fyrir sitt starfsfólk, ekki bara í launum, heldur ekki síður í samneyslu ýmiskonar. Sovétmennirnir ræddu líka um að dregið yrði úr umsvifum ríkis- áætlunarinnar, sem færi áfram með almenna fjárfestingarpóli- tík, meðan fyrirtækin semdu beint sín á milli um fyrirgreiðslu og viðskipti. Sem fyrr segir í skrifum um áð- urnefnt flokksþing: sumpart eru áformaðar breytingar af svipuðu tagi og fitjað hefur verið upp á áður og dugði ekki til - en sum- part sýnist lengra gengið í „virkj- un eigin frumvkæðis“ en ráða- menn hafa verið reiðubúnir til áður. Þeir Volkof og Paap sátu ársfund MÍR, heimsóttu Orku- stofnun, fiskiðjuver og fleiri fyr- irtæki meðan þeir höfðu hér við- dvöl. áb HVAÐ ER AÐ GERAST 1ALÞÝÐUBANDALAGINU? AB Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 föstudaginn 4. apríl (athugið breyttan fundardag) kl. 20.30. Fundarefni: Starfshóparum stefnu- skrá skila niðurstöðum. Félagar íjölmennið! Stjórnin. ABR 1. deild Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavík (kjördeildir Miðbæjar- skóla og Melaskóla) verður haldinn mánudaginn 7. apríi kl. 20.30, í Miðgarði Hverfisgötu 105. Stjórn 1. deildar. Alþýðubandalagið í Reykjavík Stefnuumræða borgarmála Iþrótta- og æskulýðsmál: Fundur fimmtudaginn 3. apríl kl. 18.00. Atvinnumál: Fundur fimmtudaginn 3. apríl kl. 12.00 á hádegi. Fundirnir eru haldnir í Miðgarði Hverfisgötu 105. ABR AB Selfoss og nágrennis Námskeið í blaðamennsku Bæjarblaðið gengst fyrir námskeiöi í blaðamennsku 5. og 6. apríl nk. að Kirkjuvegi 7 Selfossi. Leiðbeinendur verða Sigurjón Jó- hannsson blaðamaðurog Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Far- ið verður í útlit, greinaskrif, auglýsingasöfnun og Ijósmyndun. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Sveins í s. 1443 eða Önnu Kristínar í s. 2189. Allir velkomnir. Blaðstjórn. AB Stykkishólmi Alþýðubandalagið Hafnarfirði Almennur félagsfundur ABH boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 3. apríl kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41. Fundarefni: Rætt um stefnuskrár fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Allir félagar hvattir til aö mæta. Stjórn ABH Áhugamenn um sveitarstjórnarmál Ráðstefna Byggðamanna AB um sveitarstjórnarmál verður haldinn 12.-13. apríl. Dagskrá Laugardag 12. apríl kl. 14-17. Lög um sveitarstjórnir og framkvæmd þeirra: Lög og reglur um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Ingi R. Helgason. Sveitarstjórnarlög - Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Steingrímur Sigfússon. Málsmeðferð í sveitarstjórnum Sigurjón Pétursson. Bókhald og fjárreiður, Óttar Proppe. Sunnudag 13. apríl kl. 10-12. Samskipti sveitarstjórna og ríkisvalds: Málshefjandi Margrét Frímannsdóttir, Dagvistarmál Svandís Skúladóttir, Skólakostnaður Einar Páll Svavarsson. Sunnudagur 13. apríl kl. 13-16 Alþýðubandalagið og sveitarstjórnarmál. Málshefjandi Svavar Gestsson. Starf i sveitarstjórn. Sigríður Stefánsdóttir, Þuríður Pétursdóttir. Nú líðursenn að byggðakosningum. Ekki veitir af að fylkja liði. AB Garðabæ Almennur félagsfundur veröur haldinn mánudag- inn 7. apríl kl. 20.30 í áafnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Úrslit í prófkjöri og ákvörðun framboðslista 2. Blaöaútgáfa 3. Verkalýðsmál 4. Önnur mál Framkvæmdastjórnin /ESKULÝÐSFYLKINGIN ÆFR auglýsir Almennur félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. apríl kl. 20.00 í Miðgarði Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Starfið framundan, 2) Upplestur? Stjórnin. Kínahappdrætti ÆFAB Þeir sem hafa miða undir höndum og hafa annast innheimtu eru beðnir um að gera skil strax. Dregið 1. apríl nk.. Framkvæmdaráð. BYGGÐAMENN Áhugamenn um sveitastjórnarmál Opið hús verður á fimmtudögum fram til kosninga í Verkalýðshúsinu. Húsiö opnað kl. 20.30. Stjórnin MuniðXG Ráðstefna byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitastjórnarmál verður haldin 12.-13. apríl í Miðgarði Hverfisgötu 105. Nánar auglýst eftir páska. 14 SIÖA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.